Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 88

Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 88
60 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Bikarmeistarar Vals og 1. deildarlið Gróttu mætast í úrslitum Eimskipsbikarsins í dag. Grótta er að koma með karlalið sitt í fyrsta sinn í bikarúrslitin. „Það er gríðarleg stemning fyrir þessum leik á Nesinu og ég geri ráð fyrir að fjöldi fólks muni fylgja okkur. Það hefur verið mikil vakning í handboltanum út á Nesi í vetur. Vel mætt á leiki og mikil stígandi. Við erum að byggja upp lið á heimamönnum og fólk er að koma til þess að sjá strákana sína,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálf- ari Gróttuliðsins. Ágúst Þór er ekki ókunnugur í herbúðum Vals. Hann var aðstoð- arþjálfari karlaliðsins er Geir Sveinsson stýrði því og þjálfaði svo kvennalið félagsins. Hann gerði þær einmitt að bikarmeisturum og getur orðið aðeins annar þjálf- arinn í dag til þess að vinna bikar- meistaratitil með bæði körlum og konum. Sá eini sem það hefur gert er Viðar Símonarson. „Við Óskar Bjarni erum góðir vinir. Auðvitað þekki ég hann og það hjálpar mér en á móti kemur að hann þekkir mig líka. Það ætti því ekki að vera neitt óvænt í þessu,“ sagði Ágúst Þór en sigur Stjörnunnar á KR í körfunni hvet- ur hans drengi til dáða. „Það sýnir okkur klárlega að við eigum mögu- leika. Það er allt hægt í svona bik- arúrslitaleikjum og við munum að sjálfsögðu leika til sigurs,“ sagði Ágúst ákveðinn. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir verkefnið að mæta liði eins og Gróttu vera mjög áhuga- vert og talsvert frábrugðið því sem hann á að venjast. „Það er allt öðruvísi að mæta Gróttu en til að mynda Hauk- um. Við höfum varla séð þá spila í vetur og leikmenn mínir þekkja ekki einu sinni alla leikmennina hjá þeim,“ sagði Óskar Bjarni sem nýtur þessarar nýju áskorunar. „Það er í raun auðveldara á margan hátt að undirbúa liðið núna. Í fyrra var bara talað um baráttuna um borgina en nú snýst umræðan um vanmat,“ sagði Óskar Bjarni og segir að bikarleikurinn í körfunni hafi þar skipt máli. „Sá leikur gaf þeim von um að það sé hægt að vinna en ekki endi- lega bara spila góðan leik. Hann vakti kannski okkur líka. Það verð- ur líka gaman að mæta Gústa vini mínum sem er klókur og sókndjarf- ur þjálfari. Hans lið spilar agaðan varnarleik og skipulagðan sókn- arleik þar sem menn þekkja sína styrkleika. Svo kemur líka alltaf eitthvað óvænt frá honum.“ Valslið Óskars Bjarna getur orðið það fyrsta í sögu Vals til þess að vinna bikarinn tvö ár í röð og Óskar segir það hvetja menn áfram. Óskar segir líka að þolin- mæði verði nauðsynleg í leiknum. „Við megum ekki verða pirraðir heldur vera þolinmóðir þó svo það gangi kannski ekki allt að óskum í upphafi. Vera tilbúnir að vinna okkur út úr erfiðri stöðu því það getur allt gerst í bikarleikjum,“ sagði Óskar Bjarni. henry@frettabladid.is Verður annað bikarævintýri í dag? Ævintýrin gerast í Höllinni líkt og sást í bikarúrslitum körfuboltans á dögunum. Í dag fer fram annar úrslitaleikur sem einnig mætti stilla upp sem Davíð á móti Golíat. Þá mætast 1. deildarlið Gróttu og núver- andi bikarmeistarar Vals í úrslitum Eimskipsbikarsins. Þetta er fyrsti úrslitaleikur karlaliðs Gróttu. ÆSKUVINIR OG ANDSTÆÐINGAR Atli Rúnar Steinþórsson, fyrirliði Gróttu, og Ólafur Haukur Gíslason, fyrirliði Vals, eru æskufélagar sem báðir spiluðu með Val upp alla yngri flokkana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í matreiðslu, fyrri hluti, verður haldið dagana 14.-.16. apríl. Sveinspróf í framreiðslu, bakaraiðn, kjötiðn og matreiðslu, seinni hluti, verða haldin dagana, 11. - 15. maí. Sveinspróf í prentsmíð - grafískri miðlun, prentun og bókbandi, verða haldin í maí, nánari dagsetning auglýst síðar. Mat á starfsreynslu í fjölmiðlatækni og bókasafnstækni fer fram í maí. Sveinspróf í húsasmíði verður haldið dagana 13. - 15. maí, í pípulögnum, 4. - 6. maí og 11. - 13. maí. Sveinspróf í múrsmíð og málaraiðn verða haldin í maí, nánari dagsetning auglýst síðar. Sveinspróf í húsgagnasmíði og dúklögnum og veggfóðrun verða haldin í maí/júní ef næg þátttaka fæst. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Nánari tímasetningar verða auglýstar á heimasíðu okkar www.idan.is. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfi rlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfesting skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2009. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður, er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, www.idan.is og á skrifstofunni. IÐAN - fræðslusetur, • Skúlatúni 2 • 105Reykjavík • sími: 590 6400 bréfsími: 590 6401 • netfang: idan@idan.is HANDBOLTI Stjarnan og FH mætast í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna í Laugardalshöllinni klukk- an 13.30 í dag. Staða liða í N1-deild kvenna er ólík þar sem Stjarnan er í öðru sæti með 28 stig en FH í því sjötta með tíu. Stjarnan hefur unnið báðar inn- byrðisviðureignir liðanna til þessa í vetur en þetta hafa verið fremur naumir sigrar. Guðmundur Karls- son, þjálfari FH, segir því verkefn- ið ekki of stórt fyrir sitt lið. „Við höfum staðið í Stjörnunni í þessi skipti sem við höfum mæst. Við höfum yfirleitt spilað vel á móti betri liðum deildarinnar og unnum til að mynda Val á útivelli. Ég tel að það sé lítill munur á liðun- um og að þetta verði jafn og spenn- andi leikur. Stjarnan er með tvo af bestu leikmönnum deildarinnar og við þurfum að stöðva þær,“ sagði Guðmundur. FH hefur ekki orðið bikarmeist- ari síðan 1981 en Stjarnan á titil að verja í ár. „Þetta er mikill heið- ur fyrir mig og þessar stelpur sem eru flestar uppaldar hjá félaginu. Þetta sýnir það góða uppbygging- arstarf sem hefur verið unnið hjá félaginu, bæði í karla- og kvenna- flokki.“ FH hefur alls fjórum sinnum komist í bikarúrslitaleik kvenna, síðast fyrir sautján árum síðan, árið 1992. Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörn- unnar, tekur í svipaðan streng. „Staðan í deildinni segir ekkert til um hvernig þessi leikur þróast. Aðalatriðið er að reyna að hafa sem mest gaman af þessu. Við erum búin að vinna Val og Hauka á leið okkar í úrslitin og ætlum því að fara í leikinn í dag til að skemmta okkur.“ FH vann lið KA/Þórs í undanúr- slitunum en Stjarnan vann sigur á Haukum í sinni undanúrslitaviður- eign. - esá Stjarnan og FH mætast í bikarúrslitum kvenna: Ekki of stórt verkefni BARIST UM BIKARINN Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir og Kristín Jóhanna Clausen, fyrirliðar FH og Stjörnunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÚRSLIT Iceland Express deild karla: Stjarnan - Keflavík 84-96 Stig Stjörnunnar: Kjartan Atli Kjartansson 20, Justin Shouse 18, Jovan Zdravevski 14, Fannar Freyr Helgason 13, Guðjón Lárusson 11, Ólafur Sigurðsson 4, Birkir Guðlaugsson 2, Hjörleifur Sumarliðason 2. Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Gunnar Einarsson 18, Sverrir Þór Sverrisson 17, Sigurður Þorsteinsson 16, Elvar Sigurjónsson 10, Gunnar Stefánsson 10, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Axel Margeirsson 1. Njarðvík - KR 93-115 Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 23, Friðrik Stefánsson 18, Heath Sitton 17, Fuad Memcic 15, Hjörtur Einarsson 10, Elías Kristjánsson 4, Sævar Sævarss. 3, Grétar Garðarss. 2, Friðrik Óskarss. 1. Stig KR: Jakob Sigurðarson 30, Jón Arnór Stefánsson 26, Jason Dourisseau 19, Helgi Már Magnússon 16, Darri Hilmarsson 6, Skarphéðinn Ingason 6, Fannar Ólafsson 4, Páll Helgason 3, Ólafur Ægisson 3, Brynjar Þór Björnsson 2. Tindastóll - Þór 102-105 Stig Tindastóls: Svavar Birgirsson 28, Helgi Marg- eirss. 22, Friðrik Hreinss. 20, Alphonso Pugh 13, Ísak Einarss. 12, Helgi Viggóss. 5, Óli Reyniss. 2. Stig Þórs: Óðinn Ásgeirsson 26, Konrad Tota 25, Guðmundur Jónsson 18, Daniel Bandy 18, Hrafn Jóhannesson 10, Bjarki Oddsson 3, Jón Orri Kristjánsson 3, Baldur Már Stefánsson 2. STAÐAN: KR 19 18 1 1857-1430 36 Grindavík 19 17 2 1873-1514 34 Snæfell 19 13 6 1563-1380 26 Keflavík 19 12 7 1642-1469 24 Njarðvík 19 10 9 1567-1642 20 Stjarnan 19 8 11 1623-1659 16 ÍR 19 8 11 1557-1567 16 Tindastóll 19 7 12 1572-1644 14 FSu 19 7 12 1545-1566 14 Breiðablik 19 7 12 1464-1685 14 Þór, Akureyri 19 5 14 1553-1714 10 Skallagrímur 19 2 17 1199-1745 4 Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í gær og reyndust útivallarliðin hlutskörpust í þeim öllum. KR endurheimti toppsætið með sigri á Njarðvík, Þór heldur enn í vonina um að halda sæti sínu í efstu deild eftir nauman sigur á Tinda- stóli og þá vann Keflavík mikilvæg tvö stig í Garðabænum með sigri á bikarmeisturum Stjörnunnar. Keflavík hafði á endanum tólf stiga sigur, 96-84, eftir að Stjarnan hafði skyndilega náð sex stiga forystu í þriðja leikhluta eftir að bakvörðurinn Kjartan Atli Kjartansson gerði sér lítið fyrir og setti niður þrjá þrista í röð. „Stundum fær maður opin færi gegn svæðisvörn og þá verður maður bara að setja skotin niður,“ sagði Kjartan. „En annars komumst við aldrei almennilega í takt við leikinn. Svæðisvörnin þeirra sló okkur út af laginu í byrjun leiksins. Þegar þeir skiptu svo í maður á mann varnarleik sló það okkur líka út af laginu.“ Stjarnan er nú með sextán stig í sjötta sæti deildarinnar, rétt eins og ÍR sem er í því sjöunda. Þrjú lið - Tindastóllk, FSu og Breiðablik - bítast svo um áttunda og síð- asta sætið sem veitir þátttöku- rétt í úrslitakeppninni en þau eru öll með fjórtán stig. „Sextán stig eru ekki nóg,“ sagði Kjartan. „Næsti leikur er grannaslagur gegn Breiðabliki og við erum alls ekkert öruggir.“ Sigurður Ingimundarson var ánægður með sigur sinna manna og sagði Keflvíkinga á ágætri siglingu sem veit á gott fyrir úrslitakeppnina. „Þeir voru að spila fantavel í þriðja leikhluta og vörnin okkar fór alveg úr skorðum við það. Við þurftum því að gjörbreyta henni en það virkaði vel því vörnin var frábær í fjórða leikhlutanum,“ sagði Sigurður. Hann segir þó sína menn ekki einblína aðeins á að ná þriðja sæt- inu á Snæfellinga sem hafa tveggja stiga forskot á Keflavík þegar þrjár umferðir eru eftir. „Nú á mánudaginn eigum við leik gegn liði sem er tveimur leikjum á eftir okkur. Við ætlum okkur fyrst og fremst að vinna hann. Þegar svo lítið er eftir af deildinni er mikilvægt að halda einbeitingunni góðri og hugsa bara um næsta leik.“ ICELAND EXPRESS DEILD KARLA: EKKERT NEMA ÚTISIGRAR Í GÆRKVÖLDI Mikilvægur sigur Keflavíkur í Garðabænum > Viktor Bjarki skiptir um félag Greint var frá því í gær á heimasíðu norska úrvalsdeildarfélagsins Lilleström að Viktor Bjarki Arnarsson væri á leið í 1. deildarfélagið Nybergsund. Félögin hafi í öllum meginatriðum komist að samkomulagi um það. Sjálfur sagðist Viktor Bjarki ánægður með þessa lausn mála en hann hefur lítið sem ekkert fengið að spila með Lilleström síðan hann kom þangað frá Víkingi í Reykjavík árið 2006 en hann var lánaður til KR á síðasta keppnistímabili.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.