Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 96

Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Nú í vikunni henti sá voveifl-egi atburður íslenskt efna- hagslíf að Davíð Oddsson seðla- bankastjóri tjáði sig opinberlega. Slíkt hefur einatt leitt af sér hinar mestu hörmungar, enda hefur nú verið komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Tjón af þessum toga er nefnilega „fyrirbyggjan- legt“. Viðtalið var þó hið athyglis- verðasta, einkum vegna þess hve glögga innsýn það veitti í hugar- heim Davíðs. Til að mynda byrj- aði hann á að kannast ekkert við að hann væri óvinsæll. Þótt skoð- anakannanir sýndu að 90% þjóðar- innar vildu losna við hann af fóðr- unum tók hann ekkert mark á því, enda birtust þær í Baugsmiðlum. Hann dró í efa að þessar kannanir hefðu nokkurn tímann verið gerð- ar. Hann trúir því m.ö.o. einlæg- lega að á ritstjórnarskrifstofum Fréttablaðsins sitji þeir Bónus- feðgar og skáldi upp skoðanakann- anir, sem aldrei eru framkvæmd- ar, til að koma höggi á hann. ÞESSU til áréttingar sagði hann að fjöldi manna segði hann einan hafa haldið haus í útrásarfárinu og goldið við því varhug. Farið á Youtube og leitið að myndbandinu „Útrásarsöngur Davíðs“. Annað- hvort er þar illur tvífari Davíðs á ferð að koma á hann óorði eða minni Davíðs af orðum sínum og gjörðum í fortíðinni er svo sel- ektíft að það hlýtur að jaðra við hreina ósannsögli. Þetta sýnir auðvitað betur en nokkuð annað hvílík nauðsyn það var að koma æðstu peningastofnun þjóðarinn- ar í hendur fólks sem ekki stendur alveg svona völtum fótum í raun- veruleikanum. VIÐTALIÐ fór illa af stað og síðan hélt áfram að syrta í álinn. Ný lög um Seðlabanka beindust gegn honum persónulega og það þótti honum ógeðfellt. Það var ekki eins og þessi sami Davíð hefði forðum daga keyrt fjölmiðlalög í gegn- um Alþingi, sem augljóslega mið- uðu aðeins að því að knésetja per- sónulega óvildarmenn hans sjálfs. Hér mætti láta gamminn geisa um grjót og glerhús, flísar og bjálka, en ég læt það ógert. BURTSÉÐ frá því hve geðfellt slíkt er, hlýtur það þó að mega telj- ast ótrúleg bíræfni að sami Davíð og ákvað upp á sitt eindæmi að sví- virða stjórnarskrá íslenska lýð- veldisins með því að gera þjóðina meðseka um stríðsglæpi Banda- ríkjahers í Írak skuli nú telja sig þess umkominn að upplýsa okkur um geðfellda stjórnsýslu. FARVEL, nafni. Þín verður ekki saknað. Álftagarg úr Svörtuloftum Í dag er laugardagurinn 28. febrúar, 59. dagur ársins. 8.38 13.40 18.43 8.28 13.25 18.24

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.