Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 1
Föstudagur 8. janúar 1993 4. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Verslunarpláss í Reykjavík vaxið álíka hratt og verðbólgan frá miðjum áttunda áratugnum. Offjárfesting í húsum að sliga verslun í Reykjavík „Offjárfesting í verslunarhúsnæði kemur áberandi fram sem og lækkun á heildararðsemi verslunarinnar. Nýting sölurýmis er oft slæm,“ segir í Versiunartíðindum þar sem Helgi Baldursson rekstr- arráðgjafi fjallar um niðurstöður hagkönnunar sem hann gerði meðal dagvörukaupmanna 1991. í samanburði við álíka könnun fimm árum áður, er sláandi að á sama tíma og verðlagsvísitala hækkaði um Formaður Neytendasam- takanna spáir neyslu- breytingu í kjölfar verð- hækkana á kjöti: Neysla á lambi og pasta eykst „Þetta mun styrkja stöðu lambakjötsins, það er alveg Ijóst," segir JÓhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasam- takanna, vegna verðhækkana á kjöti. Þá finnst honum ekki ólíklegt að neytendur snúi sér að öðrum réttum." Færíst neyslan út í pastarétti og aðra svipaða?," bætir Jóhannes við. Hann bendir á að fjárbændur hljóti að kætast, komi til þessara verðhækkana þar sem verð á lamakjöti helst óbreytt. „Ég minni á þá staðreynd að kjöt- neysla hefur farið minnkandi. Hækkanir á þessum vörum munu að sjálf sögðu ekki auka neysluna," segir Jóhannes. Hann telur sýnt að þrengingar heimil- anna muni beina neyslunni að þeim vörum sem eru hagkvæm- astar. ,>laður hlýtur að velta því fyrir sér hvort verðhækkanir komi ekki í bakið á þeim sem að þeim standa,“ segir Jóhannes. „Það liggur í raun ekki fyrir hver hækkunin verður þegar upp er staðið. Eftir því sem hækkunin er minni, styrkjast viðkomandi vörutegundir á markaðinum. Framleiðendur verða að taka þá áhættu að neyt- endur muni beina neyslu sinni að öðrum vörutegundum komi til hækkana," segir Jóhannes. „Það er okkar von að hækkanir verði sem allra minnstar. Þá er fúll ástæða til að vara seljendur og framleiðendur almennt við að notfæra sér það ástand sem nú ríkir til tilefnislausra hækkana. Það er hlutur sem Neytendasam- tökin munu ekki líða,“ segir Jó- hannes. Ingvar Karlsson, innflytjandi einnar tegundar Pasta, tekur undir með Jóhannesi. Hann bendir á að neysla á pasta hafi aukist hér á landi og nálgist eitt kg á mann á ári. Það segir hann helmingsaukningu á þremur ár- um en standist samt ekki erlend- an samanburð. Til samanburðar nefnir hann Norðurlönd en þar úðar hver íbúi í sig hátt í 4 kg ár- lega. -HÞ 120% og sala á hvern starfsmann um 115%, þá óx sala á hvem fermetra verslananna sáralítið í krónum talið. Þetta þýðir með öðrum orðum að frá 1986 hefur verslunarhúsnæðið þan- ist út með álíka hraða og verðbólgan, sem aftur leiðir til þess að velta á hvern fermetra hefur minnkað um nærri því helming að raungildi. Enda segir formaður Félags dag- vöruverslana, Júlíus Þ. Jónsson, m.a. um þessa niðurstöðu: „Þá er Ijótt að sjá tölur um nýtingu á söluplássi en við höfum reyndar vitað um árabil um offramboð á verslunarhúsnæði á Reykjavíkursvæðinu. Það er líka at- hyglisvert að sjá að afkoman er síst verri úti á Iandsbyggðinni, þar eru vandamálin bara önnur en hér í þétt- býlinu." Þarna vitnar Júlíus m.a. til niður- staðna, sem Helgi lýsir þannig: „Of- fjárfestirig í verslunarhúsnæði á Reykjavíkursvæðinu undanfarin ár, er dæmi um óhagstæða þróun í normtölum. Landsbyggðaverslunin sem könnunin náði til virðist hafa sloppið betur við offjárfestinguna og það kemur að hluta til fram í hag- stæðari afkomutölum en fyrir Reykjavíkursvæðið." Annað sem athygli vekur, er að launakostnaður dagvöruverslana hefur vaxið töluvert, eða úr 8,56% árið 1986, upp í 9,63% af sölu 1991. Hækkunin (1,07%) nemur t.d. nærri fjórum sinnum hærra hlutfalli held- ur en verslanirnar vörðu í auglýsing- ar (0,29% af sölu) árið 1991, eða meira heldur en kostnaði við ljós, hita og tryggingar (0,95% af sölu) sama ár. A vaxandi hlutfalli launa af veltu, segir Helgi ýmsar eðlilegar skýringar, eins og t.d. breytingar á af- greiðslutíma og lækkun meðalálagn- ingar yfir línuna (úr 20% í 19%). Það sé hins vegar áberandi að starfsmenn gætu skilað mun betra starfi en þeir gera í dag, með bættri verkstjórn í verslunum. Af niðurstöðum Helga verður raun- ar vart annað ráðið en að töluvert vanti á að ýmsir kaupmenn kunni að reka verslun af sæmilegri kunnáttu og viti. Að verslanir skuli hafa aukið fjárbindingu í lagerum á sama tíma og hægt hafí á meðalveltuhraða bendi til þess að lagerstýringu og innkaupum sé ábótavant í mörgum verslunum. En beint samband sé á milli lítils veltuhraða og verri af- komu. „Það eru veltufjármunimir sem framleiða tekjurnar og þar er stjórn- uninni oft ábótavant. Lagerinn er ranglega samansettur, göt eru að finna í mikilvægum vöruflokkum og allt of mikið til í öðrum flokkum. Yf- yrstjórn skortir í pöntunum og oft er ekki fylgst með neyslubreytingum eftir árstíðum....Fjárbinding í lager- haldi verður því röng,“ segir Helgi. f samanburðinum við 1986 kemur fram að veltuhraði birgða hefúr lengst úr 26 í 34 daga. Enda er niður- staða Helga í stuttu máli: „Oft var þörf en nú er nauðsyn á betri lager- stýringu, kostnaðaraðhaldi og bættri starfsmannastjórnun.“ í annarri könnun sem Verslunartíð- indi segja frá, um innkaupahegðun neytenda og ýmsa þætti í rekstri 20.900 matvöruverslana í 16 löndum Evrópu og Bandaríkjum, koma einn- ig fram atriði sem fróðlegt er að bera saman við íslenska verslunarhætti. Hún leiðir m.a. í ljós að verslanir f þessum löndum fá nærri alla sína sölu staðgreidda í peningum (88%) og tékkum (7%) en aðeins 4,3% sam- tals með kredit- og debitkortum. Hlutfall kortaviðskiptanna (sem kaupmenn þurfa bæði að lána f allt að sex vikur og síðan borga fyrir) er a.m.k. tífalt hærra hér á landi. Sömuleiðis kemur í ljós að þessar erlendu verslanir virðast velta lager- um sínum allt að 5 sinnum oftar á ári, eða kringum þriðjungi hraðar. Ekki vantar svo sem að afgreiðslu- tími verslana sé víðar langur, eða að meðaltali hátt í 60 stundir á viku, langhæstur þó í stórmörkuðum rúmar 66 stundir. Enn vekur athygli (m.a. í ljósi helm- ingi lægra verðs og helmingi hærri launa sem við heyrum svo oft af í út- löndum) að launakostnaður er að meðaltali heldur lægra hlutfall af veltu í þessum löndum heldur en á íslandi, eða aðeins 9% að meðaltali. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.