Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 9
Föstudagur 8. janúar 1993
Tíminn 9
DAGBOK BeHHBHHHHIIIIIHihbbhí
Félag eldri borgara
Göngu-Hrólfar taka á móti gestum sín-
um úr Hana-nú á Miklatúni kl. 10 á laug-
ardagsmorgun. Gengið niður í Ris, veit-
ingar bomar fram og létt skemmtun til
kl. 14.
Skagfiröingafélagiö
í Reykjavík
verður með fjölskyldubingó í Drangey,
Stakkahlíð 17, sunnudaginn 10. janúar
n.k. kl. 14.
Húnvetningafélagið
í Reykjavík
Félagsvist á laugardaginn kl. 14 í Húna-
búð, Skeifunni 17. Fjögurra daga keppni.
Allir velkomnir.
Frá Hana nú í Kópavogi
Gönguklúbbi Hana nú er boðið til
veislu til Gönguhrólfa í Reykjavík laug-
ardaginn 9. janúar. Farið verður með
rútum frá Fannborg 4 kl. 10. Mætum í
Fannborginni upp úr hálf tíu með smá-
peninga í rútumar.
Félag eldri borgara Kópavogi
Spilað og dansað í kvöld, föstudags-
kvöldið 8. janúar, að Auðbrekku 25, kl.
20.30. Ný 3ja kvölda keppni. Allir vel-
komnir!
Kolaportiö opnar á ný
Kolaportið opnar aftur um helgina eftir
jólafrí og verður þar mikið um að vera
þessa fyrstu Kolaportshelgi ársins. Má
þar sérstaklega nefna hinn árlega bóka-
markað þar sem boðið verður upp á um
1000 titla frá 22 bókaforlögum.
Mikið verður um nýja bókatitla, sem
ekki hafa áður sést á bókamörkuðum,
enda leggja bókaútgefendur nú
mikláherslu á að Iosa sem mest um
bókalagera sína áður en væntanlegur
virðisaukaskattur á bókum kemur til
framkvæmda og þess verður sennilega
langt að bíða að bókaormar fái jafn mik-
ið fyrir aurana sína.
Auk bókamarkaðsins verða um 200 selj-
endur í Kolaportinu þessa helgi, sem að
venju bjóða ótrúlegt vöruúrval á sann-
kölluðu Kolaportsverði.
Kolaportið er opið á laugardögum kl.
10-16 og á sunnudögum kl. 11-17.
Frá Hæstarétti íslands
Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari
hefur verið kosinn forseti Hæstaréttar
frá 1. janúar 1993 til tveggja ára. Hrafn
Bragason hæstaréttardómari var kosinn
varaforseti Hæstaréttar til sama tíma.
Auglýsingasimar Tfmaons
680001 & 686300
f^LAÐBERAVANTAR^)
I YMIS HVERFI
Lynghálsi 9. Sími 686300
IÐNSKOUNNIREYKJAVIK
Stundaskrár verða afhentar mánudaginn
11. janúarfrá kl. 10.00 til 11.30.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá,
þriðjudaginn 12. janúar.
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu
um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í
Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1993.
Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu fé-
lagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl.
12:00 á hádegi, mánudaginn 11. janúar 1993.
Kjörstjórnin
Beatriœ prinsessa naut lífsins í hlutverki eins vitringsins á jólaskemmtuninni í skólanum.
Beatrice prinsessa
fær kórónu!
Víst er hún Beatrice litla
prinsessa og lifir þess vegna
annars konar lífi en mörg
önnur smáhnátan. En fjöl-
skylda hennar varð fyrir
miklu óláni á árinu 1992,
eins og margar aðrar sem
minna ber á. Foreldrar henn-
ar skildu.
En þó að Sarah Ferguson,
sem enn hefur ekki misst
hertogaynjutitilinn af York,
og Andrew Bretaprins, her-
togi af York, búi ekki lengur
undir sama þaki, eru þau
sammála um að gera dætr-
unum sínum litlu lífið ekki
leiðara en nauðsynlegt er eft-
ir skilnaðinn. Þau mættu
þess vegna bæði á jóla-
skemmtun í skólanum henn-
ar, þegar hún steig sín fyrstu
spor í leiklistinni. Að vísu gat
mamman ekki verið viðstödd
frumsýninguna, en á annarri
sýningu voru bæði pabbi og
mamma viðstödd.
Rétt eins og aðrar litlar
Mikið er um aö vera hjá Beatr-
ice litlu, sem komin er í fullan
skrúöa og vill ekki veröa ofsein
aö koma sér á réttan staö í jóla-
sýningunni.
stúlkur, hafði Beatrice voða
gaman af að klæðast skrúða
eins vitringsins og sýna Jesú-
baminu ást sína og virðingu.
Hvort þarna er mörkuð ein-
hver framtíðarbraut litlu
prinsessunnar, skal ósagt lát-
ið.
Foreldrar litlu prinsessunnar,
hertoginn af York og ennverandi
hertogaynja af York, tóku þátt í
sigurgleöi dóttur sinnar eftir vel-
heppnaöa sýningu.