Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 8. janúar 1993 Nýárshappdrætti Framsóknarflokksins 1993 Dregiö var í Nýárshappdrætti Framsóknarflokksins 6. janúar 1993. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 12274 2. vinningur nr. 31527 3. vinningur nr. 37245 4. vinningur nr. 13827 5. vinningur nr. 32296 6. vinningur nr. 34595 7. vinningur nr. 1444 8. vinningur nr. 29884 9. vinningur nr. 7932 10. vinningur nr. 22700 11. vinningur nr. 4607 12. vinningur nr. 5839 13. vinningur nr. 21649 14. vinningur nr. 703 15. vinningurnr. 17415 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá út- drætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-28408 og 91-624480. Framsóknarflokkurinn Jólaalmanak SUF Eftirfarandi númer hafa hloBð vinning I jólaalmanaki SUF: l.desemben 525, 3570. 2. desemben 3686, 1673. 3. desember: 4141,1878. 4. desemben 1484, 2428. 5. desemben 683, 3056. 6. desember: 5403, 2389. 7. desemben 3952, 5514. 8. desemben 4342, 4341. 9. desember: 4340, 5169. 10. desemben 5060, 289.11. desemben 1162,1601. 12. desemben 1235, 522. 13. desemben 4723, 2429 14. desemben 288,2834. 15. desember: 1334, 4711. 16. desemben 2833, 4710 17. desember: 3672,1605. 18. desember: 3235,4148. 19. desemben 3243, 2497. 20. desemben 1629,1879. 21. desember: 1676,1409. 22. desemben 1473, 3436. 23. desember. 2832, 2731. 24. desember: 4915, 3527. Nýárshappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður I nýárshappdrætti Framsóknarflokksins 6. janúar 1993. Velunnarar flokksins eru hvattir Bl að greiða heimsenda glróseðla fyrir þann tlma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða i slma 91- 28408 eða 91- 624480. Óskum velunnurum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að liöa. Framsóknarflokkurínn Kópavogur— Framsóknarvist Spilum framsóknarvist ao Digranesvegi 12 sunnudaginn 10. janúar kl. 15.00. Góð verölaun og kaffiveitingar. Freyja Félagsvist á Hvolsvelli Spilum 10. og 24. janúar kl. 21.00. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Þjóðmálanefnd SUF Fundur verður haldinn i þjóðmálanefnd SUF, þriðjudaginn 12. janúar n.k. kl. 17.00 að HafnarsBæti 20 (3. hæð). Fundarefni: Lánasjóður íslenskra námsmanna. Auglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda i Reykjavík árið 1993 og veröa álagningarseölar sendir út næstu daga ásamt gíróseðl- um vegna fyrstu greiöslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. april. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavik, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, simi 632520. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu lækkun á fast- eignaskatti á liðnu ári, hafa fengið hlutfallslega lækkun fyrir ár- ið 1992. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl gjaldenda þegar þau liggja fyrir, væntanlega i mars- eða aprilmánuöi, og úr- skurða endanlega um breytingar á fasteignaskattinum, m.a. hjá þeim sem ekki hafa þegar fengið lækkun, en eiga rétt á henni samkvæmt þeim reglum sem borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. I. nr. 90/1990 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um niðurstöðu, ef um breytingu veröur að ræða. Borgarstjórinn í Reykjavík, 5. janúar 1993. Guðmundur S.M. Jónasson varaformaður Félags járniðnaðarmanna Fæddur 5. desember 1931 Dáinn 31. desember 1992 Algerlega óvænt barst undirrituð- um andlátsfregn Guðmundar Stef- áns Mildenberg Jónassonar vél- smiðs, sem lést 31. desember s.l. Hann var fæddur 5. des. 1931. Guð- mundur var mætur félagi og vinur undirritaðs og náinn samstarfsmað- ur frá mars 1973 til 1989, eða í rúm- lega sextán ár. Guðmundur var hreinskiptinn dugnaðarmaður, sem rækti störf sín af alúð, atorku og samviskusemi, með hliðsjón af fé- lagslegum markmiðum og viðhorf- um. Guðmundur hefur í tveggja ára- tuga starfi, unnið mikið og gott starf í þágu Félags jámiðnaðarmanna og félagsmanna þess og áunnið sér stuðning og traust þeirra. Meginverkefni Guðmundar sem starfsmanns félagsins, hefur verið fjármálaumsýsla og er það eitt ærið og nægilegt verkefni hverjum manni. Auk þess hefur hann unnið mikið og vel að öðrum þáttum í fé- lagsstarfinu. Guðm'indur S.M. Jónasson var fæddur í Hnífsdal og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og Vélskóla Fiskifélags ís- lands og verklegt iðnnám í vélsmíði hjá Vélsmiðjunni Héðni h.f. 1954- 1958. Guðmundur var vélstjóri á fiskiskipum 1960-1968 og einnig vann hann sem vélsmiður hjá Vél- smiðjunni Héðni 1968-1973. Hann var ráðinn starfsmaður Félags járn- iðnaðarmanna frá 1. mars 1973 og hefur hann einnig átt sæti í stjórn félagsins sama tímabil, 1973-1992. Einnig hefur Guðmundur verið í miðstjórn Málm- og skipasmiða- sambands íslands og í stjórn Lífeyr- issjóðs málm- og skipasmiða. Foreldrar Guðmundar: Jónas Þórð- arson frá Vogum við ísafjarðardjúp, smiður í Hnífsdal, látinn 1965, og Sigríður Magnúsdóttir, húsmóðir og verkakona. Sigríður varð níræð 11. júlí s.l. Guðmundur hefur hugsað vel um móður sína og stutt hana há- aldraða. Allir, sem til þekkja, vita hversu vel Guðmundur hefur hugs- að um móður sína og meta hann fyr- ir umhyggju hans við hana. Guðmundur Jónasson kvæntist 29. ágúst 1959 Hallfríði P. Ólafsdóttur, tannsmið og bankaritara. Foreldrar Hallfríðar, Olafur Pétursson og Sig- ríður Samúelsdóttir, eru bæði látin. Börn Hallfríðar og Guðmundar eru þrjú: Ægir Jens, fæddur 30. nóv. 1959; Jónas Þröstur, fæddur 8. jan. 1962; og Sigríður Hrund, fædd 6. júní 1965. Systur Guðmundar eru Fanney Sigrún, Hulda Maggey Soffía, Jóna Kristín og Guðrún Þórhildur Björg. Nú, þegar Guðmundur S.M. Jónas- BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIBÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar son er allur, þakka félagar og sam- starfsmenn honum fyrir óeigin- gjarnt starf og félagslega afstöðu til málefna. Hugheilar samúðarkveðjur til Hall- fríðar, eiginkonu Guðmundar, og barna þeirra og fjölskyldna. Guðjón Jónsson jámsmiður Vinur okkar, Guðmundur S.M. Jón- asson, varð bráðkvaddur á gamlárs- dag, aðeins 61 árs gamall. Það er alltaf mikil eftirsjá í góðum mönnum eins og Guðmundi. Hann var greindur maður og skemmtileg- ur, glaður í viðmóti og glettinn vel á góðum stundum. Hjálpsamur var hann og traustur og reyndist mörg- um vel. Guðmundur var sérlega barngóður og börn hændust mjög að honum hvar sem hann fór. Okkar börn nutu þess, og þó sérstaklega dótturdóttir okkar, sem var hjá þeim sín fyrstu æviár og þau hjónin reyndust henni framúrskarandi vel, eins og bestu foreldrar. Guðmundur fæddist 5. desember 1931 í Hnífsdal. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Magnúsdóttir og Jónas Þórðarson. Guðmundur ólst upp í Hnífsdal ásamt systrum sínum fjórum. Hann fór ungur að árum í Iðnskól- ann og lauk þar námi með glæsi- brag. A þeim árum vann Guðmund- ur allmörg ár í Vélsmiðjunni Héðni og þar lauk hann námi í vélsmíði. Hann vann síðan nokkur ár sem vél- stjóri á fiskiskipum. En lengst var hann svo starfsmaður hjá Félagi járniðnaðarmanna og lengst af þeim tíma í stjórn félagsins. Alls mun hann hafa unnið þar um tuttugu ár, eða þar til kaliið kom. Guðmundur kvæntist Hallfríði P. Ólafsdóttur frá Vonarlandi við ísa- fjarðardjúp árið 1959. Þeirra sam- búð hefur verið til fyrirmyndar og fannst okkur oftlega að þau væru eins og nýtrúlofuð, líka áratugum síðar. Þau hjónin eiga miklu bamaláni að fagna, eignuðust þrjú böm. Þau eru, talin eftir aldri: Ægir Jens, kvæntur Lindu Brá Hafsteinsdóttur, þeirra sonur: Bergsteinn Dagur. Jónas Þröstur, í sambúð með Þóru Bryn- dísi Ámadóttur. Þau eiga soninn Jónatan Þór og dótturina Stefaníu Karitas. Sigríður Hmnd, er í sam- búð með Reyni Amberg Guðlaugs- syni. Okkur finnst samband fjölskyld- unnar allrar hlýlegt og gæti verið öðmm fyrirmynd í blíðu og stríðu. Þau Guðmundur og Hallfríður áttu sitt heimili að mestu á tveimur stöð- um: á Hraunteigi 22 í Reykjavík í rúman áratug, og Borgarholtsbraut 35 í Kópavogi rúm tuttugu ár. Eins og eðlilegt er, urðu mjög náin kynni milli fjölskyldna okkar, þar sem eiginkonurnar em systur. Og fyrir þessi góðu kynni emm við hjónin mjög þakklát og böm okkar og barnabarn. Við eigum skemmtilegar og góðar minningar úr mörgum ferðum um okkar fagra land. Við höfum heim- sótt flestar byggðir í öllum lands- fjórðungum. Einnig höfum við ferð- ast örlítið um hálendi Iandsins. Árið 1975 fómm við hringveginn, feng- um dásamlegt veður og hittum marga ættingja og vini og sú ferð verður æði minnisstæð. Og eins fómm við í ferð til Noregs, sem varð mjög lærdómsrík, skemmtileg og minnisverð. Oftsinnis var okkur boðið í sumar- hús, sem þau Ieigðu hjá Félagi járn- iðnaðarmanna. Og margar vom gönguferðirnar í sól og regni — en alltaf góðu veðri. Að leiðarlokum þökkum við hjónin margar ógleymanlegar stundir og elskuleg kynni. Við þökkum sérstaklega fyrir barnabarnið. Við vottum góðri eiginkonu, böm- um þeirra, tengdabörnum og barna- börnum, svo og aldraðri móður hans og systmm, einlæga samúð. Hanna og Gísli Nú er skarð fyrir skildi Heyrist í fjarska hófadynur, helreiðin þar fer um garð. Fallinn í valinn traustur vinur, í vamir okkar rofið skarð. Skammdegisaftan í mánans merli minningu föður sonurinn glæddi. Við ástvinar leiði einn á ferli örlögum sínum mætti og kvaddi. Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þoer þurfa að vera vélritaðar. Ekki fyrr en yfir dynur okkur skilst hvað er að missa. Fallinn er einn fagur hlynur, fölnuð laufhans moldu kyssa. Kærleikann afokkar kynnum kært er mér að geyma í muna. Sorgina ávallt sárast Fmnum, sem við fáum ekki að gruna. Vináttu okkar, sem væmm bræður, vil ég út yfir gröfina þreyja. En örlögum sínum enginn ræður, okkur er öllum skapað að deyja. Vinur minn, nú þegar vegir skilja vináttu þína mérþakka ber. Af göfuglyndi og góðum vilja, gafstu mér mikið af sjálfum þér. Leitt er þegar leiðir skilja, ég lifi í þeirri trú og von að geta hitt þig, guðs með vilja, Guðmundur S.M. Jónasson. Sár er viðskilnaður, vinur, vandfyllt er í rofið skarð. Heyrðist í fjarska hófadynur, helreiðin þar fór um garð. Þinn vinur, Kristinn Karlsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.