Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 8. janúar 1993 Borgin neitar Leikni um hitalögn undir nýjan gervigrasvöll sem unnið er við á svæði félagsins við Austurberg í Breiðholti. Júlíus Hafstein formaður íþrótta- og Tómstundaráðs: Cni iiminn nm fiNim rlmi 11 j| mji f u\ Ajii n9p\ iimmy uin yruni nvdiidrdirioi Eins og sjá má á myndinni sem tekin var f gær, liggja framkvæmdir við gervigrasvöllinn í Breiöholti niöri og óljóst er hvenær þær hefjast aftur. Tfmamynd Ámi Bjama. Framkvæmdir við gervigrasvöll á félagssvæði Leiknis við Austurberg í Breiðholti liggja nú niðri. Ástæð- ur eru einkum tvær; annars vegar vegna veðurs og hins vegar hefur ekki enn verið gengið frá því hvort Reylgavíkurborg muni greiða sín 80% í kostnaði við hitalögn í vell- inum. Borgin óttast rekstrarkostn- að en Leiknismenn eru óhressir og segja að gervigrasvöUur sé óhæfur í íslenskri veðráttu ef hitalögnina vantar. Málið er nú í biðstöðu, en Leiknismenn hafa skipað nefnd sem mun óska eftir viðræðum við borgarkerfið um þetta mál. Framkvæmdir eru á því stigi að næsta stig þeirra er að leggja hita- lögnina í völlinn, en gert er ráð fyr- ir að þær framkvæmdir kosti um 15 milljónir króna, og heildarkostnað- ur við völlinn verður um 90 millj- ónir. Leiknismenn eru óhressir með þær fyrirætlanir borgarinnar að greiða fyrir hitalögnina, því það þýðir að hún verði ekki lögð. Þeir segja að það sé þýðingarlítið að leggja gervisgras án þess að leggja hitalögn undir völlinn svo hægt sé að nota hann á veturna og ef það sé ekki gert, sé alveg eins hægt að hafa malarvöll eða hreinlega leggja gras á völlinn. Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við Tímann að í þessu máli væri ekki spurningin um kostnaðinn við að leggja grasið, sem væri um 12 milljónir sem kæmu í hlut borgarinnar, heldur væri hún um það grundvallaratriði hvort borgarkerfið ætti að reka ÍÞRÓTTIR UliSJÓN: PJETUR SIGURÐSSON Vlí'” gervigrasvelli. Hann sagði að það myndi kosta um sex milljónir að reka hitakerfið undir hverjum velli á ári og það yrði ekki langt að bíða þess að gervigrasvellimir yrðu orðnir á bilinu 6-10. Þegar hefðu farið fram viðræður á milli borgarinnar og Vals, Víkings og Þróttar og því væri ekki óraun- hæft að nefna töluna 6-10 í þessu sambandi. Júlíus sagði að það væri ljóst að borgin gæti vart bætt á sig 36-60 milljónum við þann tæplega hálfa milljarð sem Reykjavíkurborg styrkir félögin í dag. „Það er bruðl með peninga að hafa upphitaða gervigrasvelli á 6-10 stöðum í borg- inni og borgin hefur ekki ráð á því að reka þá,“ sagði Júlíus Hafstein. Júlíus sagði að þau rök Leiknis- manna að það væri verið að spara aurinn og kasta krónunni með því að spara hitalögnina, ættu vart við. Veðráttan hér í borginni væri nú ekki þannig að slíkt mannvirki myndi vera nothæft nema hluta úr vetri, auk þess sem veður væru oft slík að ekki yrði hægt að æfa á vell- inum. Mætti nýta betur þann upp- hitaða völl sem fyrir er. Enska knattspyrnan: lan Wright í bann Enska knattspyrnusambandiö tók í gær fyrir deildinni, annaö hvort gegn Leeds eöa Charlton I mál þeirra lan Wríght leikmanns Arsenal og Ge- bíkarkeppninni, og gegn Sheffield Wednesday I orge Graham framkvæmdarstjóra Arsenal, en deildlnnl. George Graham var sektaður um 500 báöir höföu þeir gerst sekir um brot I leikjum pund fyrir ósæmilega hegöun. Arsenal. Graham um ósæmilega hegðun og lan Wright hefúr lengi átt I útistöðum við enska Wrightfyrir að hafa slegiö David Howell í andlit- knattspymusambandiö vegna skaphita sins og ið i leik gegn Tottenham. framkomu. Hann hefur verið bókaöur alls 10 sinn- lan Wright var dæmdur í þriggja leikja bann og um á þeim 15 mánuðum sem hann hefur leikið meö missir því af leik liðs sins gegn Man. Utd í úrvals- Arsenal. Þá hefur hann fengið leikbönn og sektir. ... Eins og viö sögöum frá I gær eru miklar hreyfingar hjá knattspyrnuliði IBV. Vestmanna- eyingar áttu um jólin viðræður við Helga Björgvinsson sem leikið hefur meö Víkingum en dvelur nú við nám f Bandarikjunum. Þær viðræður báru þó ekki árangur og þrátt fyrir þrálátan oröróm um að Helgi sé búinn að ganga frá samningum við Eyjamenn, vísa þeir því frá. ... Hermundur Sigmunds- son er hættur þjálfun kvennaliðs Selfyssinga, en hann hefur einn- ig leikið með Selfyssingum. Hann ku ekki hafa verið nógu ánægður með hvað mannskapurinn lagði sig lítt fram. ... Blackburn tryggði sér f fyrrakvöld sæti f undanúrslitum enska deildarbikarsins f knatt- spyrnu og mætir þar annaö hvort Ipswich eöa Sheffield Wednes- day. Liðið á þvf góða möguleika á þvf að komast f úrslitaleikinn. Liðið er nú f undanúrslitum f fyrsta skipti f 30 ár. ... Dregið var f undanúrslitum enska deildarbikarsins f gær og eins og segir hér að framan, mætir Blackurn annað hvort Ips- wich eöa Sheff. Wed. í hinum undanúrslitaleiknum mætir Crys- tal Palace annað hvort Arsenal eða Nottingham Forest. Þvf er ekki að neita að draumaleikurinn f þessari stöðu væri Blackburn- Arsenal á Wembley. ... Úrslit i NBA boltanum í fyrrinótt: Boston-lndiana 103-94 76’ers-New Jersey 132-106 Cleveland-Chicago 117-95 Detroit-LA Clippers 110-103 Minnesota-LA Lakers 98-78 Sportkort: Fyrsta greiðsla til 1 élaganna 10. janúar Knattspyrna: Liö Kamerún í peningavanda Roger Milla, hetja Kamerún-manna úr síðustu heimsmeistarakeppni, þar sem liðið með Milla fremstan í flokki sló í gegn, gegnir nú stöðu þjálfara landsliðsins í knattspymu. Hann er þó allt annað en ánægður þessa dagana því knattspymusam- bandið þar í landi er í bullandi fjár- hagsvanda. Svo nærri hefur vand- inn höggvið nærri liðinu að lengi var efast um að liðið myndi mæta Zaire í undankeppni HM. Nýlega kvartaði Milla sáran undan því að geta ekki keypt vatn handa liðs- mönnum sínum, en flaskan kostar um 40 kr. stykkið. Eitthvað mun þó hafa rofað til og liðið heldur áfram baráttu sinni í undan- keppninni. Um tveir mánuðir eru síðan fyrsta Sportkortið var gefíð út, en um er að ræða greiðslukort sem gefíð er út af Kreditkortum hf. sem fyrir gefur út Eurocard og Samkort en þau félög sem þegar eru orðin þátttakendur að Sportkortum eiga von á fyrstu greiðslu frá fyrirtaek- inu á næstu dögum. Þann 10. janúar munu Kreditkort hf., sem gefa út svokölluð Sport- kort, greiða fyrstu greiðsluna til þeirra félaga sem eiga aðild að Sportkortum og geftn hafa verið út kort með nafni viðkomandi félaga á. Fyrsta kortið var gefið út í byrjun nóvember og sagði Sigurður Jóns- son, markaðsfulltrúi Kreditkorta, að þeir væru ánægðir með byrjun- ina, búið væri að gefa út um 400 kort með merki 29 félaga, auk eins almenns korts. Sigurður sagði ennfremur að enn væri ekki ljóst um hve háar upp- hæðir væri að ræða sem koma til greiðslu tíunda dag þessa mánaðar, en giskaði á að um einhver hundr- uð þúsunda væri að ræða. Það er hluti kortagjalda og úttekta í versl- unum sem hafa heitið á viðkom- andi félag til 17. desember síðast- liðins. Sigurður sagði að flestir þeirra sem komnir séu með Sportkort, hafi skipt úr hefðbundnum kredit- kortum, en þó væri einhver hluti nýrra korthafa. Markaðurinn væri orðinn dálítið þröngur og vel mett- ur, en aðeins bætast við um þrjú þúsund nýir korthafa til greiðslu- kortafyrirtækjanna á ári hverju. Eins og áður sagði hafa verið gef- in út 29 mismunandi gerðir korta, merkt jafnmörgum félögum, auk almenns korts sem gagnast þeim félögum sem eru of lítil til að það svari kostnaði að gefa út sérstök kort handa þeim. MERKIÐ VIÐ 13 LEIKI Leikir 9. janúar 1993 Viitugera uppkast að þinni spá? 1. Arsenal — Sheff. United U E]0a 2. Blackburn — Wimbledon B mnrin 3. Chelsea — Manch. Citv y mmm 4. Coventry City — Notth. Forest □ mmm 5. Crystal Palace — Everton b mmm 6. Ipswich Town — Oldham BmraEi 7. Leeds United — Southampton Hmmm 8. Liverpool — Aston Villa □ mmm #9. Manch. United — Tottenham H mmm 10. Middlesbro — Q.P.R. H mmm 11 • Bristol City — Newcastle h mmm 12. Charlton — Tranmere se mmm 13. Watford — Wolves Emmci] FJÖLMIÐLASPÁ rá l! SsHí f - * 1 1 ÍiS 1 N E 5 í 1 K i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 2 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 3 1 1 X 1 1 1 1 X X X 6 4 0 4 1 1 1 X 1 1 1 1 2 1 8 1 1 5 1 1 X 1 1 X 1 2 X 2 5 3 2 6 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 7 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 9 1 0 8 1 2 X 1 2 X X 1 2 X 3 4 3 9 1 1 1 X 2 1 1 1 X 1 7 2 1 10 X X X X 2 1 X 2 2 2 1 5 4 11 1 2 2 2 1 2 2 2 2 2 2 0 8 12 X 2 2 2 2 2 2 2 2 1 1 1 8 13 2 2 X 1 2 1 2 1 1 X 4 2 4 STAÐA í ENGLANDI 29. desember 1. DEILD 1. Newcastle.23 17 2 4 45-21 53 2. Tranmere .22 12 5 5 42-26 41 3. West Ham 2311 6 6 43-25 39 4. Millwall .23 10 9 4 35-20 39 5. Portsmouth ...23 10 6 7 39-28 36 6. Leicester .23 10 5 8 29-28 35 7. Wolves ..24 810 5 35-28 34 8. Brentford ..23 9 6 8 35-27 33 9. Derby County 23 9 3 10 40-33 33 10. Swindon Town 21 9 6 6 40-36 33 11. Charlton ..24 8 9 7 27-23 33 12. Oxford United 22 710 5 34-24 31 13. Peterboro ..20 8 7 5 31-26 31 14. Grimsby Town 23 9 4 10 34-32 31 15. Bamsley ..23 9 3 11 29-27 30 16. Watford ..24 710 7 32-37 30 17. Sunderland .. ..22 8 4 10 22-29 28 18. Bristol City .. ..23 7 6 10 28-44 27 19. Bristol Rovers 24 6 4 14 32-53 22 20. Southend ..23 5 6 12 24-33 21 21.LutonTown . ..22 4 9 9 27-44 21 22. Birmingham ..20 5 5 10 18-35 20 23. Notts County .23 4 8 11 23-42 20 24. Cambridge ... ..23 4 81123-42 20 STAÐA í ENGLANDI 7. janúar ÚRVALSDEILDIN Norwich ........22 12 5 5 34-34 41 Man.Utd.........2210 8 4 30-17 38 Aston ViIIa.....22 10 8 4 32-24 38 Blackbum........22 10 7 5 34-20 37 Ipswich.........22 812 2 31-23 36 Chelsea.........22 9 8 5 28-22 35 Coventry ....„..22 8 8 6 33-32 32 QPR.............21 9 5 7 30-25 32 Arsenal.........22 9 4 9 23-22 30 Man.City .......22 8 6 8 30-24 30 Liverpool.......21 8 5 8 35-33 29 Tottenham ......22 7 8 7 22-27 29 Middlesbro......22 6 9 7 33-33 27 Sheff.Wed.......22 6 9 7 27-29 27 Cr.Palace.......22 6 9 7 29-33 27 Leeds...........22 6 7 9 33-37 25 Southampton.....22 5 9 8 22-26 24 Everton.........22 6 5 11 21-30 23 Oldham..........20 5 6 9 33-39 21 Sheff.Utd.......21 5 6 10 18-28 21 Wimbledon ......22 4 8 10 26-33 20 Nott.Forest ....21 3 6 12 20-33 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.