Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. janúar 1993 Tíminn 7 á Vigdísi forseta að bera EES-samninginn undir þjóðaratkvæði: Stórhættulegt að opna landhelgina fyrir EB Jóaas Garðarssoa, framfcvæmda- síjóri Sjómannafélágs Reyfcjavífcur, segir að það sé stórhættulegt fyrir ir þjóðum Evrópubandalagsíns, samkvæmt sjávarútvegssamningi íslands og EB. Hann segír það með Öllu ósldljanlegt, ef það verður samþyfcfct á AlþingL Á fiíndi í Sjómannafélagi Reyfcja- víkur, þar sem 100 sjómenn eru at- vinnuiausir, var samþyfcfct sam- hljóöa að lýsa yfir vanþófcnun á því að eftir áralanga baráttu yfir fisfc- veiðilögsögunnl sfcull eiga að opna hana fyrir EB-þjóðum, Sérstaklega þegar það er haft í huga að meðal þeirra eru þjóðir, sem með margs- fconar þvingunum og hervaldi börð- ust hvað harðast gegn ótfærslu landhelginnar á sínum tíma. Ennfremur sfcorar fundurinn á Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Is- lands, að sjá til þess að EES- samningurinn verði borinn undir þjóðaratfcvæði. Þá mótmælir Sjómannafélag Reyfcjavífcur harðlega þeim gegnd- arlausu sfcattahækkunum og öðr- um hækkunum, sem orðið hafa að undanfórnu og bitna harðast á þeim sem minnst hafa. Að mati reykvísfcra sjómanna virðist ríkis- stjómin hafa það að aðalmarkmiði sínu að gera þá ríku ríkari. Jafnframt skorar fundurinn á ót- gerðarmenn f Reykjavík að virða forgangsrétt reykvískra sjómanna við ráðningu í skiprúm og mót- mælir harðlega þeirri áráttu út- gerðarmanna að fækka í áhöfnum skipa sinna. Að mati Sjómannafé- lagsins hefur fækkun í áliöfnum sldpa í för með sér aukið vinnu&lag og meiri slysahættu. Félagið skorar á aðUdarfélög Sjómannasambands- ins og Farmanna- og fiskimanna- sambandsins að stöðva strax þessa óheillaþróun. Sjómannafélags- fundurinn samþykkti einnig að segja upp gildaudi fcjarasamningi fiskimanna við viðsemjeridur sína, þannig að samningar verði lausir þann 1. febrúar n.fc. Jónas Garðars- son segir að meðal krafna fiski- manna sé að fá lengri uppsagnar- frest, þannig að hann verði afit að sex vikur í stað einnar. 111 saman- burðar má geta þess að uppsagnar- frestur yfirmanna eru þrír mánuð- ír. Þá var fcjarasamningur undir- manna á kaupskipum laus um síð- ustu áramót Ný reglugerð væntanleg um afsláttarkort í stað fríkorta. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir upplýsingafulltrúi: Fríkortin úr gildi „Fríkortin vegna lyfiakaupa eru fallin úr gildi, enda miðuðust þau við almanaksárið. í þessum mán- uði verður síðan gefin út reglugerð þar sem kveðið verður á um há- marksgreiðslur Tryggingastoftiun- ar vegna læknisþjónustu og heilsugæslu, eins og verið hefur. Ennþá hefur þó ekki verið ákveðið hversu há upphæðin verður,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, upplýsingafulltrúi TVyggingastofn- unar ríkisins. Ásta Ragnheiður segir jafnframt að fyrir þá, sem á þessu ári muni fara upp fyrir ofannefnt hámark vegna læknisþjónustu á þessu ári, verði gefin út sérstök afsláttarkort í stað fríkorta, og í væntanlegri reglugerð verði kveðið á um hversu mikill afslátturinn verður. —sá 389 aldraðir bjuggu á Ási og Grund um áramót Á Elli- og hjúfcrunarheimilinu Grund og Asi/Asbyrgi voru heim- ilismenn samtals 379 um síðustu áramót, samkvæmt fréttatilfcynn- ingu frá stofnuninni. Þar af höfðu samtals 97 manns komið á árinu. Á heimilunum létust alls 59 manns á síðasta ári, en 38 fluttu brott. Á Grund voru heimilismenn 267 nú um áramótin, þar af konur í miklum meirihluta eða 175, en karlar voru 92. Nær fjórðungur heimilismanna á Grund komu á síðasta ári, eða samtals 63. Á hinn bóginn fóru 15 og 57 létust á árinu. ÁÁsi/Ásbyrgi bjuggu 112 manns um áramót, hvar af 29 höfðu flutt inn á ný- liðnu ári. Litlu færri, eða 23, fluttu brott yfir árið og tveir létust Uppfærsla Leikfélags Hólmavíkur á „Allt f plati“ var fyrsta leiksýningin í hinu nýja félagsheimlli Hólm- víkinga. Tlmamyndir: SG. Fyrsta leiksýningin í nýju félagsheimili: „Allt í plati“ á Hólmavík sýningin í nýja húsinu. Nýja félags- heimilið á Hólmavík er enn í bygg- ingu. Gert er ráð fyrir því að húsið verði formlega tekið í notkun í mars. Leiksviðið í húsinu er samtals um 130 fermetrar að flatarmáli, en til samanburðar má geta þess að gólf- flötur gamla samkomuhússins, sem hýst hefur starfsemi leikfélagsins hingað til, er aðeins um 80 fermetr- ar. Því má reikna með að leikurun- um í ,AHt í plati“ hafi þótt rúmt um sig á nýja sviðinu, sem sumir vilja kalla „stóra sviðið“. Leikritið ,AHt í plati" er eftir Þröst Guðbjartsson og var skrifað sumarið 1990. í því er stefnt saman nokkrum kunnum persónum úr leikritum Thorbjörns Egner, auk þess sem Lína íangsokkur kemur mjög við sögu. Alls taka 14 leikarar þátt í upp- færslu Leikfélags Hólmavíkur á verkinu, en fjöldi annarra lögðu hönd á plóginn, þar á meðal nem- endur grunnskólans á Hólmavík. Fjögurra manna leikhúsband sér um allan undirleik, en í verkinu eru sungin mörg gamalkunn leikhúslög úr Hálsaskógi og Kardimommubæ. Siguröur Atlason leikstýrði upp- færslu Leikfélags Hólmavíkur á ,Állt í plati". Lelkhúsband Leikfélags Hólmavíkur. Ester Ingvarsdóttir í hlutverki Lilla klifurmúsar á „stóra sviö- inu“ á Hólmavík. Frá Stefáni Gfslasynl, fréttaritara Tímans á Hólmavik. Fyrsta laugardagskvöldið í janúar sýndi Leikfélag Hólmavíkur barna- leikritið ,Allt í plati“ í nýja félags- heimilinu á Hólmavík. Verkið var frumsýnt þann 21. nóvember, en sýningin á laugardag var fyrsta leik- Ásgeir Hannes: Föstu- dags- spjali NÝÁRSBARNIÐ Sjálft Nýársbarnið er ný- fsett og liggur nú reifaö i örmum afa síns, sem er i heimsókn á Fæðingardeild Landspitalans í Reykjavík. Bamið horfir út um giugg- ann yfir Skerjafjorðinn og segir ánægt við stoltan afa sinn: „Mér svellur móður í brjósti, afi minn, aö sjá þetta fagra land okkar og skínandi bjart hafið undir bláum himni fuglanna. Þeg- ar ég er orðin stór ætla ég að erja mltt fallega föður- land og reka búsmala I grösugan haga!“ Afinn lítur undrandi á ung- bamið og segir: „Þetta er þér líkt, lambiö mitt, en nokkrir bændur slógu á sin- um tíma eign sinni á föður- landið eins og það leggur sig frá fjöru tii fjalla og óbyggðirnar líka. Svo þarf vlst búmark frá stjóminni til að mega halda skepnur á móður jörð í landi feðr- anna!“ Jæja, afi minn,“ segir Ný- ársbamið, „úr þvi böm landsins eiga sér ekkert föðurland, vil ég sækja gull I greipar Ægis, eins og ís- lands Hrafnistumenn hafa gertumaldirr Afinn brosir daufur í dálk- inn og segir við reifabam sitt: „Islands Hrafhistumenn eiga ekki lengur fiskimiðin, heillin mín, þvi stjómin er búln að gefa nokkrum út- vegsmönnum allan fiskinn I sjónum." Gamli maðurinn horfir niður fyrir fætur sér og segir: „Veiðikvótar liggja víst ekki á iausu f dag, frek- ar en beitilönd og búmörk!" „Jæja, afi minn,“ segir Ný- ársbamið, „úr því að landiö og hafið er ekki lengur eign landsmanna, ætla ég að fljúga um heiðloftin blá og frjáls eins og fuglinn. Flytja farþega um öldur Ijósvak- ans yfir landi bænda í miðju hafi útvegsmanna." Afinn er raunamæddur á svip, þegar hann svarar komabarni sínu: „Fuglinn er nú ekki lengur meistari him- insins, rýjan mfn, heldur nokkrir menn sem eiga flugleiðir himinhvolfsins og fá öll leyfin sem landið veit- ir. Öðrum fuglum er nú ekki ætluð frekari hlutdeild í himninum að sinni!“ „Jæja, afi minn," segir Ný- ársbarnið og horfir með galopinn munninn á afa landsins. „Biða mín þá engin verkefni (landi feðra minna um ókomin ár?“ Afinn er þögull um stund og drúpir höfði. Segir svo klökkur við barnabarn landsins í reifum og lltið tár hrekkur af gömlum hvarmi: „Jú, heillin mfn, þln blöur vissulega verkefni í landi feðranna og meira að segja höfuðhlutverk. Röltu meö okkur ömmu þinni niöur i ráðuneyti á mánudaginn að sækja arfinn þinn. Hann er að vísu ekki þungur f vasa, en breitt þarftu bakið til að axla þinn hluta af skuldum landsins, skuldum hafsins og skuldum himinsins um ókomin ár!“ Gleðilegt nýtt ár???

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.