Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. janúar 1993 Tíminn 3 Fjarkennsiunám Kennaraháskólans fer fram við tölvusamskipti. Þórir Óiafsson Hið fyrsta sinnar tegundar í Evrópu Þessa dagana eru 83 nemendor aö faefja svo kallað fjarkennslunám í Kennaraháskóla Ísíands. „Þetta er í fyrsta sfdpti f Evrópu sero töfvu- samskipti eru notuð víð kennara- náro,“ segfr Þórir Ólafsson rektor skólans og á faar við íslenska menntanetið. Þórir segir nemendur geta Íokið fullgifdu 90 eininga háskólanámi eftir þrjú og faáift ár og útskrifast væntanlega sumarið 1996. Um tilhögun námsins segir Þórir að afloknum tíu daga námstíma nú, haldi hver nemandi tíl síns heima og stundi námið þaðan með stuðn- mgi frá heimaskóla og fræðsluskrif- stofum. Hann segtí að þetta sé fyrst og fremst mögulegt vegna tilkomu íslenska menntanetsins. „Það er mjög mikðvægur Iiður í þessu núna. Það á að tryggja hverjom nemenda aðgang að tölvu og þar með tenglngu belnt við okkur og bókasafnið,“ segir Þórir. Hann nefnir sem dæmi að nemendur getí flett upp í bókasafni skólans í gegn- um tölvu og einnig f eriendum bókasöfnum og prentað út heima hjá sér athyglisverðar greinar. „Þetta er bylting í allri upplýsinga- öflun,“ segir Þórir. Þá segír hann að jafnframt geti nemendur unnið saman að verkefnum og haft sam- skipti sín á milli Hann segtí að mikill áhugi sé fyrir þessu námi og til marks um það hafi um 200 nemendur sótt um inngöngu. Nær altir þeirra koma frá landsbyggðinni eða 81 og því séu Nemendur í Kennaraháskólanum leita nú þekkingar f erlendum bókasöfnum og gagnamiðstöðv- um með hjálp frá tölvum. Timamynd Aml BJama. aðeins 2 höfuðborgarbúar meðal Nemendur af Suðurlandi eru 13 og í almennu kennaranámí. „Stórhluti nemanna að sögn Þóris. 6 koma frá Vesturiandi, en aðeins þetíra er við kennslu og sérstaklega Þá vekur athygli að hlutfallslega ftórtí eru firá Reykjanesi og 2 úr fólldð í dreifbýlinu," segir Þórir. flesttí þátttakendur koma frá svæð- Reykjavík. Hann segir það að visu ekki algilt og um þar sem oft hefúr gengið erfið- Þórtí segtí að stúdentspróf eða nefntí nokkur dæmi um húsfreyjur lega að ráða kennara. Þannig eru 20 hliðsætt nám sé inntökuskilyrði í af bændabýlum sem séu í húpi nem- nemendur frá Vestfjörðum, 16 frá námið. Hann segir að flestir nem- enda. „Þetta er ekki fuHorölð fólk Austflörðum, 12 ftá Norðuriandi endanna hafl elnhverja kennslu- og ætíi meðalaldur þess sé ekki vestraog lOfráNorðuriandiEystra. reynslu eins og jafiiframt nemendur undir 30 ára aldri," segir Þórtí. -HÞ Fulltrúa Kvennalistans meinað að leggja fram bókun í um- ferðarnefnd Reykjavíkur: Vék af fundi Fulltrúi Kvennalistans í um- feröarnefnd borgarinnar vék af fundi nefndarinnar 17. desem- ber s.l. í mótmælaskyni eftir aö Haraldur Blöndal formaður nefndarinnar hafði hafnað beiðni um bókun. Borgarráð hefur nú ályktað að taka eigi málið aftur á dagskrá. Fulltrúi Kvennalistans mun hafa lagt fram fyrirspurn um það hvort tekist hefði að laga alla svokallaða svartbletti sem ákveðið hefði verið að laga á árinu. Fulltrúinn vildi láta bóka fáein at- riði sem ekki höfðu komið til fram- kvæmda þrátt fyrir að vera á áætl- un. Margrét Sæmundsdóttir er full- trúi Kvennalistans í nefndinni. Hún vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þar sem verið væri að leita sátta. Ekki náðist í Harald Blöndal, formann nefndarinnar, í gær. í fundargerð umferðarnefnd- ar segir að formaðurinn hafi hafn- að því að bókun yrði lögð fram, þar sem hún væri ekki í samræmi við sveitarstjórnarlög og fundarsköp Reykjavíkurborgar. Þykir það horfa nokkuð undarlega við þar sem í 41. grein sveitastjórn- arlaga segir að þeir sem eigi rétt á að taka þátt í sveitarstjórn og nefndum, eigi rétt á að fá bókaðar stuttar athugasemdir sínar um af- stöðu til þeirra mála sem eru til umræðu. -HÞ Stéttarsamband bænda vísa á bug kröfu forsætisráðherra um að hækkun búvara verði dregin til baka og spyrja: Eiga olíufélögin að taka á sig hækkun bensíngjalds? Steingrímur Hermannsson talaði einn fýrir hönd Fram- sóknarflokks um EES við þriöju umræðu: Ekki ágreining- ur um hver tal- aði „Okkur þykir nauðsynlegt að Stein- grímur getí gert góða grein fyrir málinu sem formaður flokksins og hafl jafnframt tækifæri til að svara. Ég er búinn að tjá mig ítarlega í þessu máli og búinn að koma sjónar- miðum mínum á framfæri með skil- merkilegum hættí. Ég þarf ekkert að gera það frekar á þessum vettvangi," sagði Halfdór Ásgrímsson, varafor- maður Framsóknarflokksins, um þá ákvörðun þingflokks framsóknar- manna að Steingrímur Hermanns- son talaði einn fyrir hönd flokksins við lokaumræðu um EES-samning- inn. Það vakti athygli að Steingrímur talaði einn fyrir hönd flokksins við þriðju umræðu um EES-samning- inn í gærkvöldi. Sú skoðun hefur heyrst að þingmönnum flokksins sem sitja hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn, hafi verið meinað að tala við umræðuna. Halldór sagði þetta alrangt. „Það verður aldrei tekið málfrelsi af einum né neinum sem á Alþingi íslendinga starfar. Það var alger einhugur í þingflokknum um að sá takmarkaði umræðutími sem var við þriðju umræðu, yrði notaður af formanni flokksins," sagði Halldór. EÓ „Það er ekki að ástæðulausu að nauðsynlegt reyndist að hækka verð fyrrgreindra búvara (eggja, kjúk- linga, svína- og nautakjöts). Ahrif gengisfellingar í nóvember sl. á fóðurverð og lækkun endur- greiðslna á virðisaukaskatti eru beinar afleiðingar af aðgerðum stjómvalda. Tal forsætisráðherra og viðskiptaráðherra um að fram- leiðendur geti tekið á sig hluta þessara hækkana er því einkenni- legt. Hefur ríkisstjórnin t.d. farið fram á að olíufélögin tækju á sig hækkanir bensíngjalds? Voru bankar landsins ekki að hækka vexti? Ekki taka þeir á sig kostnað vegna hærri verð- bólgu." Þetta segir m.a. í yfirlýsingu sem Stéttarsamband bænda sendi frá sér í gær vegna ummæla forsætisráð- herra og viðskiptaráðherra í fjöl- miðlum um hækkun á búvörum, en þeir hafa krafist þess að verðhækk- anirnar verði teknar aftur að hluta til þar sem útreikningar að baki þeim séu rangir. Stéttarsambandið tekur fram að verðhækkanir á fyrrgreindum bú- vörutegundum (nema svínakjöti) voru ákveðnar af sexmannanefnd (egg og kjúklingar) og af fimm- mannanefnd (nautakjöt og hrossa- kjöt). í sexmannanefnd sitji 3 full- trúar framleiðenda, 2 fulltrúar ASÍ og 1 fulltrúi BSRB. í fimmmanna- nefnd sitji 2 fulltrúar afurðastöðva, 1 fulltrúi ASÍ, 1 fulltrúi BSRB og verðlagsstjóri. Stéttarsambandið segir rangt að ágreiningur sé á milli framleiðenda og landbúnaðarráðuneytisins um hækkunarþörfina. Þá tekur Stéttarsambandið fram að fulltrúar bænda hafi alla tíð tekið fram að hluti verðhækkunar sé til kominn vegna uppsafnaðra áhrifa frá gengisfellingunni í nóvember. Það eigi þó ekki við um nautakjötið. Hækkun þess megi að öllu leyti rekja til lækkunar endurgreiðslna á virðisaukaskatti. -EÓ Flugleiðir hækkuðu flugfargjöld um 4% Um nýliðin áramót hækkuðu innan- landsfargjöld Flugleiða um 4,2% og á milli landa um 4%. Ástæðan er sögð vera að hluta til vegna 6% gengisfellingar krónunnar í nóvem- ber síðastliðnum, og að öðru leyti vegna kostnaðarhækkana sem orðið hafa. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að hækkunin á inn- anlandsfargjöldum hefði verið sam- þykkt hjá Verðlagsráði og millilanda- hækkunin hjá samgönguráðuneyt- inu. Hann segir að flugfargjöld innan Evrópu séu almennt ekki að lækka nema síður sé: „Það hafa orðið hækk- anir annars staðar." Einar segir að það sem hefur verið í fréttum um far- gjaldalækkanir SAS og Lufthansa, séu lækkanir í einhverjum tilteknum fargjaldaflokki á einhverjum tiltekn- um fjölda sæta sem verður að seljast fyrir ákveðinn tíma og ferðast verði einnig fyrir einhvem ákveðinn tíma. „Þetta eru ekki almennar fargjalda- lækkanir heldur útsölulækkanir til að kveikja í markaðinum." Blaðafulltrúi Flugleiða segir enn- fremur að hjá öðrum áætlunarflugfé- lögum í Evrópu greiði meirihluti far- þeganna í mörgum tilfellum fullt far- gjald á sama tíma og aðeins innan við 10% farþega Flugleiða í millilanda- flugi, greiði fullt fargjald en obbinn sé á afsláttarfargjöldu.,1. Aðspurður um þróunina framundan í flugfargjöldum sagði Einar Sig- urðsson að félagið myndi keppast nú sem endranær við að bjóða viðskipta- vinum sínum lág fjargjöld. Hins veg- ar væru framundan samningar um kaup og kjör þannig að framtíðin myndi ráðast að miklu leyti við samningaborðið í ljósi þess að 30% af útgjöldum félagsins vætu launa- greiðslur. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.