Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 8. janúar 1993 „Siðleysi í viðskiptum yfirgengilegt,“ segir forstjóri Héðins hf. Tap vegna gjaldþrota annarra numið þreföldu aðstöðugjaldi „Siöleysi í viöskiptum er yfirgengilegt og oft mætti ætla aö fagleg ráögjöf bjóðist viö undanskot fjármuna." Þetta sagði Sverrir Sveinsson, forstjóri Héðins hf., m.a. í viðtali sem fréttabréf FÍI átti við hann í tilefni af því að 70 ár eru frá stofnun Vélsmiðjunnar Héðins. Að sögn Sverris hefur Héðinn hf. mjög orðið fyrir barðinu á gjaldþrotum annarra. Tap af þeim sökum hafí síðustu árin numið um 3— 4% af um 700 m. kr. veltu fyrirtækisins, sem þá þýðir tapaðar kröfur á bilinu 21 til 28 m. kr. Virðist sérlega umhugsunarvert, að þama er um að ræða þrefalda þá upphæð, 8—9 m. kr., sem Héðinn hf. borgaði í aðstöðugjald á síðasta ári. Sárast þykir Sverri að fyritæki skuli tapa fé vegna óheiðarleika eftir lang- varandi aðgerðir til innheimtu, sök- um þess yfirgengilega siðleysis sem viðgengst í viðskiptum, sem virðist fara vaxandi. Sverrir segist því mið- ur óttast að gjaldþrotum fyrirtækja linni ekki á næstunni. Framundan hljóti að vera vaxandi samdráttur í byggingariðnaði og gífurleg gjald- þrot. Og ekki sýnist ástandið gæfu- legra í fiskiðnaðinum. Að mati Sverris þyrfti löggjafinn að ganga fram fyrir skjöldu og setja lög um lágmarks eigið fé fyrirtækja, til þess að fá að standa í rekstri, eins og raunar tíðkist víðast hvar nema á ís- landi og í Argentínu. „Þetta gildir um tryggingafélög í dag. Við sjáum t.d. þau skilyrði sem Skandíu var sett um lágmarks eigið Starfsmannafélagið Sókn segir upp kjarasamningi í kjölfar síendurtekinna árása ríkisvaldsins á hendur láglaunafólki: Skorað á þingmenn að leita annarra leiða Á fjölmennum félagsfundi í Starfs- mannafélaginu Sókn, var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu að segja upp gildandi kjarasamningi í kjölfar síendurtek- inna árása ríkisvaldsins á hendur láglaunafólki. Jafnframt skorar fundurinn á þing- menn að leita annarra leiða út úr fjárhagsvanda ríkissjóðs en í vasa Iáglaunafólks, sjúklinga og öryrkja. Einnig mótmælir Sókn því harðlega að á sama tíma og tekjur almenns launafólks dragast saman vegna minnkandi atvinnu, er auknum álögum skellt á það, en ýmsum sköttum og skyldum aflétt af fyrir- tækjum og fjármagnseigendum „sem er hrein móðgun við launa- fólk.“ Þá minnir fundurinn þingmenn á að þeir voru kosnir m.a. vegna lof- orða um hækkun persónuafsláttar og til að bæta hag kjósenda en ekki á þeim forsendum að vera sífellt að auka almennar álögur á þá í formi gengisfellingar, skattahækkana, hækkun matvara og virðisauka- skatts á húshitun, bækur, tímarit og fleira, hækkun bensíns- og bifreiða- gjalds, lyfja-, læknis-, tannlækninga- og vaxtakostnaðar, lækkun persónu- afsláttar, bama- og vaxtabóta og nið- urskurðar í velferðarkerfinu. Ennfremur minnir fundurinn þing- menn á að með þjóðarsáttarsamn- ingnum 1990 og miðlunartillögu ríkissáttasemjara frá því í fyrra, færði almennt launafólk miklar fórnir til að ná niður verðbólgu, vöxtum og verðlagi. Sá stöðugleiki gaf atvinnurekendum, ríkisvaldi og sveitarfélögum færi á að styrkja stöðu sína en með aðgerðum ríkis- valdsins undanfarin misseri telur Sókn að búið sé að brjóta allar for- sendur þjóðarsáttar á bak aftur. -grh Rjúpna- og gæsaveiðum lokið. Enn má þó veiða: mm r æt um m m m Nu ma ondin fara að gæta að sér Að loknum rjúpna- og gæsaveið- um, er önd veiðifugl margra skot- veiðimanna. „Það beinast öll spjót að öndunum á næstunni. Það er enginn alvöm veiðimaður nema hann geri einhveijar tilraunir til að ná önd,“ segir Sverrir Schewing Thorsteinsson, varaformaður Skotveiðifélags fslands. Andaveiðitími stendur til 31. mars og eru stokkendur aðalveiði- fuglinn að sögn Sverris en alls er heimilt að veiða 8 andategundir. Hann segir að aðalveiðisvæðin séu opin vötn og kaldár sem ekki frjósa. Jafnframt bendir hann á að fjörur séu vinsælar veiðilendur. „Þctta er mjög spennandi veiði því þær eru mjög styggar og snöggar á loft. Þær þeytast nánast lóðrétt til flugs," segir Sverrir og bætir við að mikia leikni þurfi tO að ná önd á flugi. Það er greinilegt að Sverrir telur að andaveiði sé ómaksins virðL „Ég tek önd fram yfír margt annað. Grilluð stokkandarbrínga er stórkostleg á bragðið,“ segir Sverr- ir. Hann segir að víðast hvar sé mik- ið af stokkönd. „Hún er tíl í ríkum mæli um allan hnöttinn og er ein- hver alstærsti andastofnlnn. Það er mikið af önd f Borgarfirðinum og Húnavatnssýslu,“ segir Sverrir. Að sögn Sverrís eru miklu færri sem stunda veiðar á önd en rjúpu. Hann er ekki viss um ástæðu þessa en telur Sítið veiðisvæði hugsanlega skýringo. Þessu til viðbótar nefnir Sverrír að landeigendur séu ófúsari að leyfa veiðar á önd í iandareign- um Bínum og telur þær að ein- hverju leyti bændum hjartfólgnari en önnur bráð. Sverrir er ekki viss um hversu margir stunda þessar veiðar en tel- ur að nokkrir tugir manna sæki mlkið í cndur en þó ckki í atvinnu- skynl. Sverrir telur að endur séu með fallegri fuglum og tll marks um það sækist fluguhnýtingamenn mjög eftir ijöðrum þeirra. -HÞ fé. Þetta held ég að ætti að vera al- mennt með önnur fyrirtæki líka. Ég held að það veitti ekkert af að koma á slíkri löggjöf hér á Iandi,“ sagði Sverrir. Þetta myndi t.d. koma í veg fyrir þá viðskiptahætti sem hér virð- ast tíðkast í vaxandi mæli, að menn geti bara skipt um nafn á fallítt fyrir- tækjum sínum og þannig í raun komist upp með að gera sama fyrir- tækið gjaldþrota trekk í trekk á skömmum tíma. Það vekur athygli, að ártuga hefð er fyrir því að stjóm Héðins hf. væri eingöngu skipuð konum. Það var fyrst á aðalfundi 1991 að þessu var breytt í Jafnrétti- sátt“, eins og Sveinn orðar það. Tveir karlar voru þá kjörnir í fimm manna stjóm fyrirtækisins — þann- ig að konur em þó ennþá í meiri- hluta. - HEI Verölaunahafar í samkeppni um uppskriftir fyrir tilbúna rétti úr lambakjöti. Frá vinstri: Bjarki I. Hilrnarsson, Sigfríö Þórisdóttir og Walter Riedel. Minningarsjóður dr. Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra: Níu tilbúnir kjötréttir verðlaunaðir Nýlega var veitt fé úr minningar- sjóði dr. Halldórs Pálssonar, fyrrum búnaðarmálastjóra. Aö þessu sinni voru verðlaunaðar uppskriftir fyrir tilbúna rétti úr lambakjöti. Með verðlaunaveitingunni vonast sjóðs- stjóm eftir að þetta framtak stuðli að vöruþróun og sölu lambakjöts. Stjóm minningarsjóðsins efndi til samkeppni um besta tilbúna réttinn úr lambakjöti í samvinnu við Sam- starfshóp um sölu lambakjöts. Alls barst 21 uppskrift og valdi dómnefnd 9 þeirra í úrslit. I flokki grillrétta sigraði marinerað lamb sem Bjarki I. Hilmarsson mat- bjó. í öðru sæti varð lambavöðvi með fjallajurtum sem Walter Riedel mat- bjó og í þriðja sæti varð Hawaii læri- sneiðar, sömuleiðis eftir Walter Rie- del. í flokki filmupakkaðra rétta sigraði einnig réttur eftir Bjarka I. Hilmars- Aðgerðir ríkisstjórnarinnar taka gildi: Barnafólkið að byrja að borga Mæðra- og feðralaun lækka um 75% með einu barni og ríflega 50% með tveimur, þremur eða fleiri börnum. Meðlag hækkar, börn og elli-og örorkulífeyrisþegar þurfa að greiða fjórðung af tannlækna- þjónustu. Þetta kemur m.a. til framkvæmda með breytingu á almannatrygging- um sem liður í aðgerðum ríkis- stjómarinnar í ársbyrjun. í frétt frá Tryggingastofnun kemur fram að mæðra- og feðralaun verða nú kr. 1.000 á mánuði vegna eins barns (voru 4.732), kr. 5.000 vegna tveggja barna (voru kr.12.398) og kr. 10.800 vegna þriggja bama eða fleiri (vom 21.991). Þá kemur fram að barnalífeyrir og meðlag hækki úr 7.551 kr. í 10.300 kr. með einu barni á mánuði. Jafn- framt segir að böm og unglingar 15 ára og yngri, greiði nú fjórðung kostnaðar við allar tannlækningar að undanskildum gullfyllingum, krónu- og brúargerð auk tannrétt- inga. Þó skulu þau eiga kost á einni skoðun á ári hjá tannlækni sér að kostnaðarlausu. Þau greiddu áður 15% og fyrir- byggjandi aðgerðir voru þeim að kostnaðarlausu. Þá er greint frá því að elli- og ör- orkulífeyrisþegar, sem njóta fúllrar tekjutryggingar, greiða fjórðung kostnaðar vegna tannlækninga og gervitanna. Þessi kostnaður var áð- ur endurgreiddur að fullu. Þeir sem njóta skertrar tekjutryggingar greiða helming tannlæknakostnað- ar en greiddu áður fjórðung. Þeir sem ekki njóta tekjutryggingar greiða tannlæknakostnað að fullu en greiddu áður helming. -HÞ son, þ.e. lamb í karrý. í öðru sæti lenti íslands-pottur sem Sigfríð Þór- isdóttir matbjó og í þriðja sæti lenti austurlenskt lamb sem Bjarki mat- bjó. í flokki tilbúinna rétta f kjötborði lenti Creole pottréttur eftir Sigfríði Þórisdóttur í fyrsta sæti. í öðru sæti lenti Indverskt lamb eftir Walter Rie- del og í þriðja sæti lenti Chili Con Carne (mexíkanskur pottréttur) eftir Sigfríði Þórisdóttur. Fyrir rétt í fyrsta sæti voru veittar 80.000 kr. í verðlaun, 40.000 kr. fyrir rétt í öðm sæti og 20.000 kr. fyrir rétt í þriðja sæti. Verðlaunaféð var því alls 420 þúsund krónur. Minningarsjóðurinn var stofnaður 1987 í lok alþjóðlegs fræðafundar um sauðíjárrækt sem haldinn var til minningar um dr. Halldór Pálsson, en hann var meðal fremstu braut- ryðjenda í heiminum í rannsóknum á vexti og kjötgæðum sauðfjár og mótaði öðrum fremur rannsóknir og leiðbeiningar í íslenskri sauðfjárrækt um langt árabil. Sjóðnum er ætlað að stuðla að hvers kyns framförum í sauðfjár- rækt, vinnslu sauðfjárafurða og sölu þeirra. Framlög skulu einkum veitt til námsstyrkja, rannsókna og vöru- þróunar eða til verðlauna fyrir fram- úrskarandi árangur á ofangreindum sviðum. Ýmis félög og stofnanir og einstak- lingar lögðu fram stofnfé og var fyrsta úthlutun 1990 vegna kaupa á fyrstu ómsjánni hér á landi til kjöt- rannsókna. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.