Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.01.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. janúar 1993 Tíminn 5 Konungsveldi Malasíu að líða undir lok? Helgur réttur konungborinna til ýmissa forréttinda vefengdur Fleyg er lýsing Elísabetar Bretlandsdrottningar á árinu 1992 sem „ann- us horribilis" og er hennar fjölskylda ekki ein um aö eiga um sárt aö binda eftir það ár. Kannski ætti breska konungsfjölskyldan aðeins aö hugsa með samúö til hinna níu konungsætta í Malasíu. Þegar tjaldið féll í árslok 1992, ríkti hættuástand meðal soldánanna og raj'ahanna, en úr þeirra röðum kemur konungur landsins. Mahmood, soldán í rtkinu Johore og fym/erandi konungur Malasíu, er sakaöur um að hafa misbeitt valdi sínu. Þaö kann aö draga dilk á eftir sér um framtíöarskipan konungsveldisins. Stjómmálamennimir hafa gefið þeim þá viðvörun að þeir heyri brátt sögunni til, nema því aðeins að þeir bæti ráð sitt. Friðhelgi soldánanna afnumin? Eftir að upp hófst mikill hávaði yf- ir því hvemig valdaættimar misnot- uðu vald sitt, ætlar malajíska þingið að halda sérstakan fund til að af- nema friðhelgi þeirra gagnvart lög- unum. En sú atburðarás, sem hratt þessu neyðarástandi af stað, er mun meira óviðeigandi en upplausn hjónabands verðandi konungs og undanþága drottningar frá tekju- skatti. Það sem reitti almenning til reiði var sú árátta eins eða tveggja soldána að ráðast á fólk, kúga eigin þegna og jafnvel ganga af þeim dauðum, og vera samt friðhelgir gegn því að verða sóttir til saka fyrir verknað sinn skv. stjómarskrá ríkisins, sem sett var eftir að Malasía fékk sjálf- stæði frá Bretlandi 1957. Einnig eru í fyrsta sinn vefengdar greiðslur til konungsfjölskyldnanna, 47 milljónir sterlingspundaá kostnað ríkisins, og háar upphæðir í þeirra hendur fyrir nýtingu á náttúruauðlindum lands- ins. Soldánaættirnar níu velja konung Hinar níu konunglegu ættir Malas- íu, þar sem tignin gengur að erfð- um, velja einn úr sínum hópi til að ríkja í konungsembætti á fimm ára fresti. í mörg ár eftir að Malasía varð sjálfstætt ríki þjónaði þetta einstæða keríi vel, þar sem skipst var á um að gegna konungsembættinu með til- heyrandi Austurlandaíburði, valdi og forréttindum. Gagnrýni var bann- helg, þar sem litið var á konungsætt- imar sem tákn um einingu. Einkum soldánamir höfðu sterk völd meðal Malaja til sveita. En jafn- framt því sem landið færðist nær nútímanum, jókst óhjákvæmilega andúð í garð þeirra. 1983 átti ríkis- stjómin í biturri baráttu um stjóm- arskrána, til að binda enda á völd konungs til að Ieggja blessun sína yf- ir eða hafna lagasetningu. í júlí sl. beitti ríkisstjómin soldánana þrýst- ingi til að samþykkja að halda sig ut- an við stjómmál og virka þátttöku í viðskiptum. En ríkisstjóm Mahathirs Mohamed forsætisráðherra ber nú fram tillögu um að fella úr gildi lagalega friðhelgi soldánanna fyrir fullt og allL Núverandi konungur er Azlan Shah, soldán í ríkinu Perak. Sem konungur nýtur hann þeirrar virð- ingar sem austurlenskum þjóðhöfð- ingja ber. Þessi konungur nýtur virðingar flestra, en það er hegðun forvera hans, Mahmood Iskandar Ibni Al- Marhum Ismaii soldáns, fjórða sol- dánsins í suðurríkinu Johore og fjöl- skyldu hans, sem hefur beint athygl- inni að framtíð konungsveldisins. Hegðun fyrrverandi konungs Mahmood er einn af ríkustu mönn- um heims. Hann á fimm þyrlur og einkaþotu, er yfirhershöfðingi eigin einkahers, og þrátt fyrir að hann sé AÐ UTAlf orðinn sextugur er hann fallhlífar- stökkvari og ákafur brimbrettaiðk- andi. Þegar hann var kóngur, á árun- um 1984-1989, ók lögreglufylgdarlið hans um í Porsche 944 sírenubún- um bílum, með blikkandi rauðum ljósum, og byssur vom festar á mælaborðin. Hann er enn mikill að- dáandi hraðskreiðra bíla og einn fylgdarbfla hans er rauður Rolls- Royce. Það er hins vegar ekki auður soldánsins, sem hefur gert hann svo umdeildan, heldur æst skap, sem sögur fara víða af. Nýlega var þingið upplýst um að Mahmood og sonur hans, Abdul Majid Idris prins, sem er 22 ára, hefðu verið viðriðnir 23 árás- armál síðan 1972 og að almenningur í Johore-ríki lifði í stöðugum ótta við þá feðga. Ofbeldi hefur löngum fylgt Mahmood. 1961 var hann út- nefndur erfðaprins, en faðir hans, Ismail heitinn soldán af Johore, svipti hann þeirri stöðu eftir að prinsinn hafði nokkrum sinnum komist í kast við lögin og komið við sögu hneykslismála. í eitt sinn lét hann loka lögreglumann inni í hundahúsi, en sá hafði móðgað prinsinn. 1977 var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi eftir að hafa skotið meintan smyglara úr þyrl- unni sinni, en faðir hans náðaði hann. Hann fékk aftur sæti sitt í erfðaröðinni rétt áður en faðir hans dó. Meðan hann var konungur virtist hann hafa róast eitthvað, en þá var því haldið fram að hann hefði barið til bana burðarmanninn sinn í golfi, en það hefði verið þaggað niður. Ekki er líklegt að slík linkind verði sýnd framvegis, eftir síðustu ofbeld- isatburði sem soldáninn og sonur hans hafa verið bendlaðir við. Nýlega gaf Abdul prins sig sjálfur fram við lögregluna og var kærður fyrir lík- amsárás, eftir að hafa ráðist á mark- vörð andstæðinga eftir hokkíkeppni í júlí sl. Hámarksviðurlög við afbrot- inu eru eins árs fangelsisvist. Því er haldið fram að Mahmood hafi barið til óbóta þjálfara í mennta- skólahokkí í svipuðu tilfelli, en fóm- arlambið, Douglas Gomez, vogaði sér að bera fram kvörtun. Hann sagðist hafa verið kallaður fyrir í konungshöll ríkisins, verið haldið þar í fjórar klukkustundir og verið lúbarinn eftir að hann gagnrýndi að öll lið Johore hefðu verið neydd til að draga sig út úr kappleikjum í hokkí í landinu. „Konungbomir eru ekki hafnir yfir lögin“ Sem soldán er kóngurinn fyrrver- andi enn vemdaður gegn ákærum. En slík friðhelgi á ekki eftir að standa miklu lengur, ef ríkisstjómin fær að ráða. Nú hefur Ghafar Baba, aðstoðarforsætisráðherra, borið fram tillögu um að veita soldáninum áminningu fyrir að misbeita valdi. Mahathir forsætisráðherra segir: „Konungbornir em ekki hafnir yfir Iögin. Þeir mega ekki drepa fólk. Þeir mega ekki berja fólk.“ Stj ómmálamaður númer eitt. Og annar í vinsældasamkeppni Stöðvar 2 og Bylgjunnar um „mann ársins" þótti mér það lang-athyglisverðast, að af stjórnmálamönnum var í fyrsta sæti lengst af enginn af flokksforingjun- um, sem voru þó ofarlega, heldur Eyjólfur Konráð Jónsson. Vera má að Davíð Oddsson hafi aðeins kom- ist upp fyrir hann áður en lauk, og Steingrímur og Ólafur Ragnar verið í námunda — en fyrr má nú vera, foringjar stjómmálaflokkanna eða einn stakur þingmaður. Ég veit ekki hvað væri stærsti stjórnmálasigur einstaks þingmanns ef ekki þetta — ef rannsókninni mætti treysta. En ætli ekki verði reynt að breiða yfir þetta óþægilega atriði í hinni virku fjölmiðlun ársins 1993, og það verði ekki margt um það talað, að sá, sem öðrum fremur er kunnur sem andstæðingur EES-valda- framsalsins, á mestar vinsældir? Hugsandi menn munu minnast þessa gagnvart vandræðalegum „yf- irbreiðslu-fréttum". Jón B. Hannibalsson, sem ekki var í hópi hinna vinsælustu, þrátt fyrir hæfileika sína og afrek, kom í út- varpið á annan janúar í persónulegt spjall. Hann sagði frá því, að þegar hann kom til Moskvu árið 1960 (eða ‘61), hafi hann verið gripinn sterkri tilfinningu þess að hafa komið þar áður. Ekki sagðist hann túlka þetta sem endurburð, „eða neitt svoleið- is“, og var fyrri hluti þeirrar athuga- Á það hefir verið bent af þeim, sem skyn bera á efnahagsmál, að halli ríkissjóðs verði ekki jafnaður með niðurskurði útgjalda, heldur þurfa auknar tekj- ur að koma til. Eigi að síð- ur heldur fjármálaráðherrann áfram að skera niður í gríð og ergi. Ráðherra heilbrigðismála er í sama skyni gerður út í eins konar herferð á hendur gamalmennum, semdar í rauninni ágætur: að grípa ekki til flókinnar hugmyndar til þess að skýra það sem einfalt er. En síðari hlutinn er ekki jafngóður. Það er engin skýring á þessari ríku til- finningu, að JBH var búinn að lesa heilmikið um Rússlandssögu áður. Hinsvegar liggur beint við að hann hafi, e.t.v. í tengsium við þá lesn- ingu, fengið hugsamband við ein- sjúklingum og barnafjölskyldum. Markmiðinu er þó ekki náð. Enn vantar milljarða króna á jöfnuð í ríkisfjármálum. Jafnvel þeim áfanga, sem lofað var á þessu ári, er hvergi nærri náð, enda þótt komið sé fram í síðasta mánuð árs- ins. Friðrik Sophusson gortar af tveggja milljarða króna spamaði af þeim fimm, sem hann boðaði. Ekki sjást nein merki þess, að stjómarliðar læri af reynslunni. Það er þó fyrir löngu vitað og hvern í Moskvu, sem þekkti borgina af eigin raun og sá hana með eigin augum á þeirri stundu, sem Jón lá í sögudraumum sínum heima á ísa- firði. Dæmi um slíkt samband þekki ég mörg, og það er ekkert dular- fyllra við það að fá slíka fjarskynjun frá Moskvu en t.d. kappræðufund stjórnmálamanna inn á stofugólf hjá sér (sjónvarp). sannað, að samdráttur hins opin- bera á tímabili kreppu og atvinnu- leysis hefir þau ein áhrif að auka á erfiðleikana. Það er mannlegt að skjátlast, segir latneskt máltæki, en hörmulegt að vaða áfram í vill- unni. Efnahagspakki ríkisstjórnarinnar í desember er vanhugsaður og mglingslegur. Gengislækkun um 6% er gagnslaus fyrir útveginn, en nægir þó til þess að gangsetja verðlags- og vaxtaskrúfu. Þegar Það er vísindaleg óráðvendni af JBH að víkja þessum möguleika ffá, en fara þess í stað að lesa helgisögu úr Dostojevskij, með öllum þeim hryllingi sem þar til heyrir (hel- stefna). JBH leitar ekki upp úr far- vegi helstefnunnar, heldur lætur berast fyrir straumi hennar. Þorsteinn Guðjónsson gengi er lækkað, verður að banna vöruverðshækkanir, meðan birgð- ir í landinu endast, og hækka þarf lægstu laun og skattleysismörk, svo að kyrrð haldist á vinnumark- aðinum. Við þurfum nýtt forystulið, sem hefir manndóm til þess að skatt- leggja fjármagnstekjur eins og aðrar tekjur, svo sem tíðkast í öll- um vestrænum ríkjum. Þessi stjórn íhalds og krata er stjórn niðurrifs, en ekki viðreisnar. Á.S. LESEMÐOB SKRIFAj Uppgjöf og gjaldþrot ríkisstjómarinnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.