Tíminn - 28.01.1993, Page 1

Tíminn - 28.01.1993, Page 1
Sighvatur Björgvinsson segir BSRB Ijúga til um tölur í sambandi við 930 millj. kr. álögur á sjúklinga, en...: Ekkert óeðlilegt þótt fólk kvarti Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra ásamt aðstoðarmanni sínum Þorkatli Helgasyni. milij. kr. spamaði í læknis- og Iyfjakostnaði. ,JHér finnst ekk- ert óeðiilegt þó fólk kvarti yfir þessu. Það hefði verið mjög gott að komast hjá því að gera þetta,“ segir Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra, að- spurður um hvort ekki skyti skökku við að leggja auknar álögur á almenning til viðbótar við skattahækkanir o. fi.. Hann telur málflutning formanns BSRB um að krabbameinssjúklingar greiði meira vegna niðurfeliingu að- stöðugjaldsins, bera vott um gap- uxahátt. Á fundi í gær fór ráðherra yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið í heiíbrigðisþjónustu. Þar var áréttað að áætlað sé að ná 280 millj. kr. spamaði í greiðslu á læknishjálp og 650 millj. kr. spamaði í Iyfjakostnaði eða samtals 930 milljónir króna. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó verkalýðshreyfingin kvarti yfir þessu. Það sem mér finnst óeðlilegt er að menn fari vísvitandi með rangt mál. Það er óeðlilegt þegar menn vísvitandi virðast vera að reyna að hræða fólk með því að magna þenn- an vanda upp, það er ekki eðlilegt," bætir hann við og vitnar til mál- flutnings formanns BSRB sem hann segir vera gjörsamlega út í hött. Þar bendir Sighvatur m.a. á ummæli Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, um að álögur á krabbameins- sjúklinga séu til að mæta aðstöðu- gjaldi sem var velt af stórfyrirtækj- um í ársbyrjun. Sighvati finnst þessi málflutningur dæmalaus þar sem allir viti að aukin staðgreiðsla skatta eigi að mæta þessum kostnaði en ekkert annað. „Frétt BSRB og fréttatilkynning er sett fram án þess að þeir hafi svo mikið sem reynt að nálgast upplýs- ingar frá ráðuneytinu. Á krabba- meinsdeildum sjúkrahúsanna fer engin innheimta fram fyrir ríkis- sjóð. Sú innheimta gengur beint til Tímamynd Ámi Bjama viðkomandi sjúkrahúss," segir Sig- hvatur. Stallone filmar ekki á íslandi í bráð: Kvikmynd yfir- skin barnsráns Kvikmyndataka á íslandi með Syl- vester Stallone og Kim Basinger sem greint var frá í Tfmanum sl. fdstudag, var aðeins yfirvarp að tvöfoldu bamsráni. Jaquline Uavies sem bjó á Hótel Sögu og þóttist leita tökustaða hér ásamt lífverði Stallones voru í raun bamsræningjar. Samkvæmt Stöð 2 var tveimur bömum rænt af heimili þeirra { gær. Lögregla náði öðru barninu, stúlku á sjötta ári, í Leifsstöð í Kefiavík. Hltt, 10 ára stúlka náð- ist ásamt föður sfnum í Luxem- bourg og var sent til baka í gær. Jaquline Davies hafði ráðiö móð- ur bamanna sem rænt var í gær- morgun sem umboðsmann kvik- myndafélagsins í þeim eina tÖ- gangi að ræna bömum hennar og látið hana taka þátt í riðabrugg- inu óafvitandi. Fimm manns tóku þátt í ráða- brugginu hér á landi; tveir Banda- ríkjamenn, feður síns hvors bamsins, áðumefnd Jaquline og ,4í(vörðurinn“. Auk þeirra hafa fleiri verið í vitorði með fútldnu f Bandaríkjunum, m.a. maður sem gaf sig út við Tímann fyrir að veta blaðafulltrúi kvikmyndafélagsins og kvaðst helta Lewis Barger. Við þann mann talaði blaðam. Tím- ans til að staðrcyna fyrirhugaöa Jcvikmyndun". -HÞ Enn ein breytingin í heilbrigðiskerfinu 1. apríl nk: Tilvísanir teknar upp að nýju Tilvísunarkerfi verður tekið upp þann 1. apríl n.k. „Þá munu greiðslur breytast þannig að það verður gert eftirsóknarverðara að hafa fyrst samband við heimilis- lækni áður en tekin er ákvörðun um að leita til sérfræðings sem er dýrasta læknisþjónustan," segir Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráherra. Þetta kom fram á fundi með heilbrigðisráðherra í gær. Sig- hvatur telur að með þessu muni greiðslur sjúklinga fyrir sérfræði- læknishjálp lækka fá því sem nú er. Hann vitnar til OECD til að rökstyðja þessa breytingu. „Þar voru skoðuð samanburðarlönd þar sem annars vegar voru slík tilvísunarkerfi í gildi og hins veg- ar ekki. Niðurstaðan úr þeirri at- hugun er að þar sem slík tilvísun- arkerfi voru í gildi hefði verið hægt að halda niðri kostnaði en annars ekki,“ segir Sighvatur. Með lagabreytingu sem tók gildi um áramót, hefur ráðherra heim- ild til að setja það sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku Trygginga- stofnunar í sérfræðilækniskostn- aði að fyrir liggi tilvísun frá heimilislækni. Þetta kerfi var af- lagt árið 1984 en eftir það gat hver og einn farið til þess sér- fræðings sem hann sjálfur kaus. —HÞ Ríkið hyggst spara 35-40 milljónir með útboði á farseðlakaupum: Útboðið brýtur í bága við reglur IATA og Fjármálaráðuneytið hefur valið fjórar ferðaskrifstofur sem ráðu- neytin eiga að beina viðskiptum við vegna kaupa á farseðlum. Fjár- málaráðuneytið leitaði tilboða frá ferðaskrifstofum í flugfarseðla fyrir ríkisstarfsmenn og var gert að skilyrði að flogið yrði með Flug- leiðum. Ef EES-samningurinn væri kominn í gildi myndi slíkt skilyrði ekki standast samninginn. Skarphéðinn Steinarsson, viðskiptafræðingur í fjármálaráðuneytinu, segir að við framkvæmd útboðsins hafi verið far- ið eftir þeim reglum sem nú gilda. Hann sagði að ríkið muni spara 35- 40 milljónir á ári vegna þess. Þær ferðaskrifstofur sem ríkið ætl- ar að semja við eru Úrval-Útsýn, Ferðaskrifstofa íslands, Ferðaskrif- stofa stúdenta og Söludeild Flug- leiða. Mikil óánægja er meðal stjóm- enda Samvinnuferða- Landsýn með að fá ekki að vera með í hópi þeirra ferðaskrifstofa sem ríkið semur við. Skarphéðinn sagði að ástæðan fyrir því að Samvinnuferðir-Landsýn sé ekki með, væri sú að tilboð Sam- vinnuferða hefði ekki verið nægilega gott miðað við önnur tilboð. Helgi Pétursson hjá Samvinnuferð- um-Landsýn, sagði að það sé ekki hægt að veita afslátt með þeim hætti sem ríkið ætlist til öðruvísi en að taka hann af sölulaunum. Það sé al- veg skýrt í samþykktum Alþjóða- samtaka flugfélaga, IATA, að það sé óheimilt að bjóða afslátt af sölulaun- um. Helgi sagði að Félag ísienskra ferðaskrifstofa hefði gengið frá sam- starfsreglum við Flugleiðir um þetta mál og þannig haft forgöngu um að reglur IÁTA séu haldnar hér á landi. Helgi minnti á í þessu sambandi að fyrir fáum árum hefði lítil ferða- skrifstofa hér á landi haft uppi til- burði um að veita afslátt á fargjöld- um. Flugleiðir hefðu þá brugðist hart við og hótað aö meina þeim að selja miða frá þeim. „Það er ansi hart að fá ekki að vera með í þessum potti vegna þess að við erum að halda í heiðri reglur sem gilda í þessum viðskiptum," sagði Helgi. „Við höfum ekki ástæðu til að ætla annað en að ferðaskrifstofum sé heimilt að veita magnafslátt til svona stórra viðskiptavina," sagði Skarphéðinn og bætti því við að hann segist ekki hafa ástæöu til að ætla að hinar ferðaskrifstofurnar hafl farið að bjóða þetta vitandi um að þær séu að brjóta IATA-reglur. Helgi Pétursson sagði að þó að menn reyni að halda því fram að ekki sé verið að brjóta IATA-reglurn- ar, þá geti menn ekki horft framhjá því að eðli samningsins sé þannig að hann feli í sér brot á reglunum. Það sé verið að bjóða út farmiðasölu. Menn geti í raun og veru ekki keppt í öðru en í að veita þjónustu. Ýmsir hafa bent á að útboðsskil- málar ríkisins stæðust ekki lög ef EES-samningurinn væri kominn í gildi, en hann bannar að í útboð sé sett það skilyrði að einungis megi beina viðskiptum til eins fyrirtækis. í þessu tilfelli til Flugleiða. Skarp- héðinn sagði að þetta væri rétt. EES-samningurinn sé hins vegar ekki kominn í gildi og menn fari eft- ir þeim reglum sem nú gilda. Samn- ingurinn um farseðlakaupin gildir í tvö ár og að sjálfsögðu verði hann ekki endurnýjaður nema að tryggt sé að hann sé í samræmi við þær reglur sem þá gilda. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.