Tíminn - 16.02.1993, Side 4

Tíminn - 16.02.1993, Side 4
4 Tíminn Þriðjudagur 16. febrúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðamtsýóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 r A að lækka vexti? í fréttabréfí verðbréfaviðskipta Samvinnubankans, sem er nýlega komið út, er fjallað um vaxtamálin, og hefur sú umfjöllun vakið athygli. Þar er þeirri spurningu varpað fram, hvort eigi að lækka vexti. í greininni eru settar fram ýmsar athyglisverðar upp- lýsingar um þróun vaxtamála og aðstæður í öðrum löndum sem við miðum okkur við í efnahagsmál- um. í fréttabréfmu segir meðal annars á þessa leið: „Flest bendir til að vextir séu hærri um þessar mundir en skynsamlegt getur talist í ljósi ríkjandi aðstæðna í þjóðarbúskapnum og þeirra horfa sem við blasa. í því sambandi nægir í raun að nefna að háir vextir hafa einkum það hlutverk að koma í veg fyrir þenslu. Ljóst er að þensluhætta steðjar ekki að þjóðarbúskapnum nú. Hættumerkin eru annars staðar. Þau birtast fyrst og fremst í miklum sam- drætti og atvinnuleysi sem eru andstæður þenslu. Við slíkar aðstæður geta háir vextir reynst skaðlegir því þeir halda aftur af nýfjárfestingu og fjölga gjald- þrotum fyrirtækja og heimila." Ennfremur segir að lánastofnanir reyni að bæta sér upp fjárhagsleg töp við gjaldþrot með meiri vaxta- mun, og samspil hárra vaxta, gjaldþrota og útlána- tapa geti komið af stað keðjuverkun sem magnar efnahagserfiðleikana. Það er full ástæða til þess að taka undir þessi orð. Forsvarsmenn lánastofnana, seðlabanka og stjórn- valda eiga að leita allra leiða til þess að brjótast út úr vítahring hárra vaxta. Fram kemur í áðurnefndri grein að raunvextir eru hærri hér á landi en í nokkru nágrannalandi og vextir á ríkisskuldabréfum langhæstir. Þetta vaxtastig helst hér á landi, þótt út- lán til atvinnuveganna hafi ekkert aukist á fýrra ári og lánsfjárþörf ríkissjóðs hafi minnkað. Það skortir ekkert á að rætt hafi verið um háa vexti í þjóðfélaginu og áhrif þeirra á atvinnulífið og fjár- hag heimila og fyrirtækja. Jafnharðan hafa birst í viðtölum í fjölmiðlum talsmenn bankastofnana og stjórnvalda, sem hafa fullyrt að markaðurinn hlyti að ráða vöxtunum og aðstæður hér byðu upp á hátt vaxtastig. Svo vitnað sé til áðumefndrar greinar eru þessar fullyrðingar dregnar mjög í efa og bent á aðferðir seðlabanka annarra ríkja og stjórnvalda til þess að hafa áhrif á vaxtastigið. Auk þess er á það bent að ríkissjóðshalli ýmissa þjóða, sem eru með mun lægri raunvexti en hér eru, er miklu meiri sem hlut- fall af landsframleiðslu. Gjaldþrotahrina gengur nú yfir í þjóðfélaginu. At- vinnuleysi vex. Skuldir einstaklinga og fyrirtækja hækka, og samdráttur er viðvarandi. Þrátt fýrir þess- ar staðreyndir eru hér hærri raunvextir en í nokkru nágrannalandi. Ástandið eins og það er nú krefst skjótra aðgerða, en ekki þeirrar tregðu sem virðist landlæg í þessum málum. Ef þær stjórnunaraðferð- ir, sem gilt hafa varðandi vaxtamál, þarfnast endur- skoðunar, þolir hún ekki bið. Afríkusafarí Jóns Baldvins Hannibaissonar utanríkisráö- herra, sem meöal annars fólst í sérstakrí hátíðarheimsókn til dr. Hastings Banda forseta Malaví, hefur vakiö óvenjuiega hörð við- brögð hér heima iýrír. Slík við- brögð eru raunar eðiileg í Ijósi þess hversu ótrúlegt dómgreind- arleysi utanríldsráðherra sýnir með þvt í fyrsta lagi að heiðra Banda með sérstakri ráðherra- heimsókn og svo í öðru Íagi að gefa gagnrýnendum langt nef og verja Hastings Banda og gera lítiö úr níðingsverkum hans og ger- ræði. „Vel menntaður maður og hygginn", voru þau einkunnarorð sem islenski utanríldsráðherrann valdi þeim manni, sem lætur kasta pólitískum andstaeðlngum sínum fyrir hungraða krókódila. Jafnvel enn ósmekklegrí eru þau ummæli utanríkisráðherra að kalla þennan einraeðisherra ,Jón- as frá Hriflu Afríku“, en það geröi hann í viðtali við Pressuna í síð- ustu viku. Slík ummæli féllu vel að þema blaðsins þá vikuna, sem var klám á íslandi. Greinílegt er að meðal þeírra Qölmörgu, sem ofbauð hveroig utannldsráðherr- ann kiæmdist á íslandssögunni og mannréttindum í Afríku, er rit- stjóri Morgunblaðsins, en það blað hefur þó gert sér far um að verja aðgerðir ráðherra og ríkis- stjómar. í Staksteinum á laugar- dag eru birtir kaflar úr Helglspjalli Morgunblaðsins sem ritstjóri blaðsins skrifaði fyrir þremur eða fjórum ántm, eða um það leyti sem ógeðfellt ástandið t Malaví fór að verða almennt þekkt á Vestur- löndum. Nagandi samviska 1 þessu tilvitnaða Helgispjalli kemur fram að ritstjórinn hafði í kringum 1960 ritað í blað sitt um nauðsyn þess að mál leiðtoga Njasslendinga, en það var nafn Malaví t þá daga, yrði tekið upp fyrir mannréttindanefndinni í Strassborg. Þessi leiðtogi var eng- ínn annar en dr. Hastings Banda og sat hann þá í fangelsi í Suður- Vaidagráðug- i ur Afríku- |leiðtogi I ItetgMpjatli hinn 23. júll ' 1989 ugði mjL: „FreUið rr 1 broríuKt Iríkían*. Og v»nd- meúrarv). nefni lítiú da-mi úr perKÚouIegri rrynslu I minni. Hargt mrga blaða- I mrnn þola; jafnvd aA hafa orðið bandinQar illmrnna, Uivaldausir. I-rgar ég hafði I lctið grcin um Aatandið I l Maiawi i hinu alþjóðlega I túnariti rilMjóra, IPl-report, I varð mér tjóat að ég ha/ði I verið notaður aI valdagrAð- I Ugum Afríkulriðtoga, dr. I iiaatinga Banda. og útaend- I urum hana. I grstabók _ gtendur nafnið Kanyama Chiume við 26. febrúar 1960. Þrasi mað- ur var eJc. erindreki dr. I Banda «on þA var i brezku I fangrUi i Nja-saalandi, eins I og þesai tkiki af Afríku hót Jón Baldvin og Banda Nokkrar umræöur hafa oröið vegna heimsóknar Jóns Baldvins Hannibalssonar. utanríkisráöherra, til Afríkuríkisins Malaví fyrir skömmu en eftir þá heimsókn sagði ráöherrann m.a. í viötali viö Morgunblaöiö. að forseti Malaví heföi komið honum fyrir sjónir, sem „vel menntaöur maöur, sem hann er og ákaflega hygginn“. Vegna þeirra umræðna, sem oröiö hafa um þessa ferö, er ekki ur vegi að birta hér í Staksteinum kafla úr Helgi- spjalli, sem ritstjóri Morgunblaðsins skrifaöi hér í blaöiö hinn 23. júlí 1989. A milli Zansir, Taiuaniu og MóaambQc Malavf-vain ligg- ur A norðurUndamærunum. ÖU er umsðgnin um dr. Banda og Njasnaland A einn vcg: fuii hiýju i garð þeirra Njassiendinga. I IPI-greininni segir að i Njassalandi, sem nú heitir Malawi, ríkj hin mesta kúgun og haidi dr. Banda SUu i jám- grcipum. enda einrscðisaegg- ur og úgnvaldur. I'ar cru menn handteknir fyrirvara- iaust og grimmdin ~- — blikna i tamanburði við þau óakfip sem landsmenn hsfa mAtt þola af eigin bemim frA því landið fékk sjálístirði." Handbendi helvítis Siðan segir i Helgispjalli: .Biaðamennsku fyigja ofl mikil og sár vonbrigði. Þessi saga frá Malawi er htið darmi ógnarsgóm kommúnista. I Adbúnaður þeirra stit betri I en fólksins scm hrundi niður I í móðuharðindunum þegar I verst gegndi bér hcima. F Greinin I II'1-rrport befur I komið við kaunin A mér. i*að cr sArsaukafuUt að hafa orð- ið leUuoppur harðstjóra. En verst aí öílu að eiga það aiit- af yfir hfifði sér, svo litilmót- leg sem mannskepnan er I aðra rðndina. Það cr sðk Afríku. Njasslendingar áttu þá í frelsisstríöi og tókust á vlö Breta sem „skirröust ekki við að fleygja andstæöingum sfnum í svarthol- ið“, eins og ritsljóri Morgunblaðs- ins oröar þetta. Fyrir rúmum 30 árum lagði Morgunblaösritstjór- ínn sem sé Banda lið með skrifum sínum. Hins vegar sá hann sér- staka ástæðu tíl þess að gera hreint fyrir sínum dyrum þrem áratugum síðan „Nú naga ég mig í handarbökin," segir í Helgi- spjalli Morgunblaðsins 1989, „fyrir að hafa rétt dr. Banda og samfylgdarmönnnm hans hjálpar- hönd með allt að því ástríðufull- um skrifum í Morgunþlaðlð. Hann áttl þáð syo sannarlega ekki skilið eins og nú hefur komið í ljós. En hitt er sýnu verra, að þegnar hans áttu það ekki heldur skiiið; þeir síst af öllum. Hlut- skiptí þeirra er líklega ekkert betra en þrælanna sem fluttír voru vest- ur um haf á sínum tíma; eða kúg- aðra Kínverja undlr ógnarstjóm kommúnista.“ Og ritstjóri Morg- unblaðsins heldur áfram í þessari endurbirtu hugvekju og bendir á gallharða marxista: „Marristar hljóta að sitja uppi með harm- sögulega reynslu af bláeygu sak- leysi sínu. Ég hef oft vorkennt þeim. En ég hef þó hætt að hafa samúð með þeim sem vilja ekkert læra af sárri reynslu og afsaka við- stöðulaust mannhatursherferð helstefnu sinnar. Það hlýtur að reyna á samviskuna — ef hún er þá einhver. Blaðamaður sem starfar í rót- lausri ringulreið samtímans á það alltaf yfir höfði sér að sitja uppí með hryðjuverkamenn einsog kláðamaur á samviskunni." Þungur áfellisdómur Sú ákvörðun Morgunblaðsins að endurbirta þennan pistíi í Ulefni heimsóknar utanrikisráöherra til: Malaví er óvenjuþungur áfellls- dómur. Morgunblaðið hefur nagandi samvlskubit yfir því að hafa skrif- að lofsamlega um Hastings Banda fyrir 30 árum, áður en hann komst til valda. Utanríkisráðherra heiðrar þennan sama mann sér- staklega með ráðherraheimsókn eftír að Ölium er Ijós valdníðsla og mannréttindabrot hans. Ráðherr- ann gengur jafnvel enn lengra og „afsakar viðstöðulaust" stjómar- far einræðishemns. Rikisstjóm íslands er augljós- lega komin í verulegar ógóngur, þegar dómgreindarieysi einstakra ráðherra er orðið slíkt, að jafnvel þeir fjölmiðlar, sem stjóminni hafa verið vinsamiegir, geta ekki lengurorðabundist Garri Sóknin mikla til ólæsis Það er ekki fréttnæmt lengur þegar 88 af hundraði laganema á íyrsta ári falla í almennri lögfræði. Það var hlutfallið í ár og það var hlutfallið í fyrra og eitthvað svipað árið þar á undan. Á annað hundrað háskóla- nemar þreyta prófið og í ár voru þó- nokkrir að glíma við verkefnið í ann- að sinn og féllu samt. Svipað var hlutfallið í íyrra. Það eru því gamlar lummur að setja í blað frétt um að 88% laganema kol- falli á fyrsta námsári. Hitt kemur meira á óvart að vísindaleg athugun sem Háskólinn gerir sýnir, að fjórð- ungur nemenda sem velkjast upp úr grunnskólanum kann ekki að lesa. 10% eru ólæs með öllu og 15% þekkja stafina og kunna að kveða að en skilja ekkert í prentuðum texta. Skólamenn og bókmenntafólk kunna ekki aðrar skýringar á fyrir- bærinu en að sjónvarpsgláp, íþrótta- iðkun og teiknimyndabækur valdi því að ólæsi sé að aukast mikið með- al ungra íslendinga. Úti í kuldanum í umíjöllun í sjónvarpi um efnið vöruðust allir að svo mikið sem nefria skólakerfið og menntastefnu á nafn þegar fjallað var um þessa miklu þróun til ólæsis. Enn síður nefndu menn að heimilisvenjur nú- tímans bjóða ekki upp á bóklestur. Síst af öllu má reyna að finna sam- band milli þess að böm og unglingar hætta að lesa og hinnar fyrirferðar- miklu og alltumlykjandi dægurlaga- menningar sem börnin eru gefin á vald áður en snuðin eru tekin af þeim og hamrað er inn í þau allt fram á skallapopparaaldur. Gítar- bamingur og trommusláttur með bjálfalegum og flatrímuðum texta er síst til þess fallinn að glæða áhuga ungviðsins á bókmennt. Bókaverðir og útgefendur segjast verða þess mjög varir að bóklestur fari minnkandi meðal yngra fólksins og skal engan undra þegar haft er í huga hve sterk þróunin er til ólæsis. Ofmat Meðal fullorðinna er áberandi sú breyting á bókmenntasmekk að ís- lendingasögur eru komnar í tísku og eru lesnar og ræddar af áhuga. Vel lærður norrænufræðingur, bókavörður og mikilvirkur rithöf- undur af eldri kynslóð, hefur bent undirrituðum á skýringu á þeirri gleðilegu þróun að fomsögumar eru að ná þeim sessi meðal læsra íslend- inga sem þeim ber. Kenning hans er sú, að bókmenntafræðingar, bók- menntakennarar og gagnrýnendur og yfirleitt allir þeir sem áhrif hafa á bókmenntum, hafi unnið mikið óþurftarverk í óþarflega langan tíma með því að lofa og prísa ómerkileg og umfram allt hrútleiðinleg bók- verk og halda að fólki lesefni sem það skilur ekki og hefur raun af að stauta sig framúr. Þegar svo fólk, sem hefur kannski alla sína lestrartíð aldrei lesið annað en hrat tískuhöfunda, kemst í tæri við vel út gefnar fornsögur, skrifaðar á góðu máli með skiljanlegum per- sónulýsingum og dramatískri frá- sögn sem á sér upphaf og endi, gleðst það yfir að hafa loksins kynnst bókmenntum og áhuginn smitast og vegur fomasagnanna vex. Lofgerðarrullurnar og skrumið sem ungum sem öldnum er boðið upp á þegar nýjar bækur eftir mis- jafhlega ómerkilega höfunda eru að koma út, eða þýðingarsjóðir taka upp á sinn eyk eða Ienda í einhverju verðlaunaprumpinu, er satt best að segja ekki fólki bjóðandi. En bækur eru keyptar til gjafa en ekki lestrar og gildir þá kannski einu hve fram- andi og Ieiðinlegar þær eru. Ef efni bóka höfðar ekki til lesenda og vekur ekki áhuga hans má einu gilda hvað bókmenntafræðin og við- hlægendur höfúnda segja um verk- in, skrumið verður marklaust en þeir sem ekki nenna að verja tíma sínum í leiðindin eru sagðir smekk- lausir og menningarsnauðir. Verið gæti að ólæsi og hraðminnk- andi bóklestur barna og unglinga ætti að einhverju leyti rót sína að rekja til þess að fáar bækur sem höfða til þeirra eru skrifaðar eða gefnar út. Bókmenntavísindi og kunningja- hópar höfunda vita síst af öllum á hverju bókaáhugi byggist. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.