Tíminn - 13.03.1993, Side 1
Þórður H. Hilmarsson, forstjóri Globus, og Magnús Ingþórsson, forstöðumaður
búvéladeildar Globus:
„Salan er upphaf
samstarfsins"
Globus hf. á sér liðlega 30 ára feril sem innflytjandi búvéla og
hefur löngum haft frumkvæði að kynningu tækninýjunga á
sviði landbúnaðartaekja. Tíminn ræddi við þá Þórð H. Hilm-
arsson forstjóra og Magnús Ingþórsson sölustjóra. „Það er mark-
mið okkar hjá Globus að styðja við bakið á íslenskum landbúnaði
með því að leitast við að hafa á boðstólum vélar og tæki í hæsta
gæóaflokki og á viðráðanlegu verði, þannig að það skili hámarksarði
til viðskiptavina okkar. Þannig teljum við að við getum best stuðlað
að aukinni samkeppnishæfni landbúnaðarins á því mikla breytinga-
skeiði sem framundan er,“ sagði Þórður H. Hilmarsson.
Globus hf. á sér liðlega 30 ára feril
sem innflytjandi búvéla og hefur
löngum haft frumkvæði að kynningu
tækninýjunga á sviði landbúnaðar-
tækja. Tíminn ræddi við þá Þórð H.
Hilmarsson forstjóra og Magnús Ing-
þórsson sölustjóra.
„Það er markmið okkar hjá Globus
að styðja við bakið á íslenskum land-
búnaði með því að leitast við að hafa
á boðstólum vélar og tæki í hæsta
gæðaflokki og á viðráðanlegu verði,
þannig að það skili hámarksarði til
viðskiptavina okkar. Þannig teljum
við að við getum best stuðlað að auk-
inni samkeppnishæfni landbúnaðar-
ins á því mikla breytingaskeiði sem
framundan er,“ sagði Þórður H.
Hilmarsson.
Verð lægra hér en
erlendis
Þórður sagði ennfremur að verð á
þýðingarmiklum tækjum til land-
búnaðar væri í mörgum tilfellum
lægra hér á landi en á meginlandi
Evrópu, og það væri eingöngu að
þakka virkri samkeppni á milli inn-
flytjenda. „Við sjáum engar breyting-
ar verða á þessu sviði í náinni framtíð
og teljum reyndar að samkeppni eigi
eftir að harðna enn frekar með
minnkandi tækjaljárfestingu í land-
búnaðinum," sagði Þórður. Globus
hefði á undanfömum árum styrkt
stöðu sína á þessum markaði og búið
sig af kappi undir framtíðina.
„Heildarlausn með til-
komu Alfa-Laval-um-
boðsins“
„Við leggjum áherslu á að vera fær-
ir um að bjóða bændum heildarlausn
við búreksturinn. f reynd getum við
boðið vömúrval sem nær yfir mest
alla tækjaþörf jafnt innan dyra sem
utan. Það var okkur mikið fagnaðar-
efni að vera valdir til þess að taka við
Alfa-Laval- umboðinu í byrjun þessa
árs og má segja að með þessu umboði
höfum við nálgast markmiðin um
heildarlausn íyrir bóndann all veru-
lega,“ sagði Þórður.
Reyndar mun Globus brydda upp á
ýmsum nýjungum í þjónustunni við
Alfa-Laval-viðskiptavini. Ber þar
hæst að nú er að hefjast tilraun með
fyrirbyggjandi viðhald á mjaltakerf-
um, sem við teljum að muni leiða til
talsverðrar lækkunar á viðhalds-
kostnaði þeirra, auk þess sem mjólk-
urgæðin munu enn aukast. „Við er-
um afskaplega ánægðir með þau við-
brögð, sem þetta þjónustutilboð hef-
ur fengið, og gerum ráð fyrir að sú
verðlækkun, sem næst á varahlutum
frá framleiðanda með þessu fyrir-
komulagi, fari beint til bóndans.
Raunar hefúr okkur tekist að fá verð-
lækkun á mikilvægum varahlutum
sem og á rekstrar- og fjárfestingar-
vörum af ýmsu tagi. Sem dæmi má
nefna stórfellda lækkun á sogskipt-
um, þvottavélum, básamottum og
Magnús Ingþórsson, forstööu-
maöur búvéladeildar Globus, og
Þóröur H. Hilmarsson, forstjóri
Glóbus, fyrir framan eina Fiatagri-
dráttarvél. Tímamynd Ámi Bjama
fleira,“ sagði Þórður H. Hilmarsson
forstjóri.
„Salan er upphaf sam-
starfs“
Magnús segir að Globus leggi mikla
áherslu á að salan á tækinu marki í
raun upphaf samstarfs, en ekki lok
viðskiptanna. „Þetta kemur fram í
þeirri viðleitni okkar að rækja þjón-
ustuþáttinn í samræmi við þarfir við-
skiptavinar okkar og tryggja að tækið
nýtist honum út líftímann. Globus
hefur í tímans rás komið sér upp um-
fangsmiklu sölu- og þjónustuneti.
Við viljum vera þekktir fyrir góða
þjónustu og teljum umboðsmenn
okkar vera þýðingarmikla hlekki í
þjónustunni á hverjum stað. Hið
mikla umfang varahlutaverslunar
Globus og okkar eigin þjónustuverk-
stæðis skapar viðskiptavinum okkar
mikilvæga tryggingu fyrir rekstrar-
öryggi og ósjaldan hefur það verið
svo að þekking starfsmanna og um-
boðsmanna okkar hefur skipt sköp-
um við lausn bráðaviðgerða þegar
mikið hefur legið við,“ sagði Magnús
Ingþórsson.
Hann sagði þekkingu starfsmanna
þeirra staðgóða og fjárfestingu í þjálf-
un þeirra og umboðsmannanna hafa
gert þeim framar öllu kleift að styrkja
samkeppnisstöðu sína á undanföm-
um árum.
Nýr Fiatagrí
Globus mun með vorinu kynna nýja