Tíminn - 13.03.1993, Síða 7
FRÁ VÉLBOÐA HF.
VÉLBOÐA RÚLLU-
BAGGAVAGNINN
Undanfarin Ijögur ár hefur Vélboði hf. í Hafnarfirði unnið að þróun og smíði á
rúllubaggavagni sem getur tekið plastaðar rúllur upp af túni og skilað þeim af
sér heim við hlöðu án þess að skemma plastið.
Vagninn er núna tilbúinn til sölu og markaðssetningar, enda hefur verið lokið
við allar styrkleika- og vinnsluprófanir sem taldar hafa verið nauðsynlegar.
Vagninn er mjög auðveldur í vinnslu og því á færi hvers og eins að vinna með
honum.
Öll stjórnun er framkvæmd úr ekilssæti með rafstýrðum búnaði sem haldið er
í annarri hendi. Þeim búnaði má líkja við stjómbúnað fyrir rafmagnsspil.
Stjómkerfið er byggt upp fyrir 12 V rafkerfi. Vökvatjakkar em notaðir til að
framkvæma alla vinnu sem þarf til að nota vagninn, enda em þeir í hópi þess
vélbúnaðar sem hefur hvað lægsta bilanatíðni vélbúnaðar. Einnig er mjög
auðvelt og ódýrt að halda þeim við.
Algjörlega sjálfvirkur búnaður sér um að stjórna því hvenær og hvemig allir
tjakkar eiga að vinna.
Óflugur lyftiarmur með þrem fingmm, tengdur tveim öflugum vökvatjökkum,
lyftir rúllunni upp af túninu og upp á vagninn mjög auðveldlega.
Þegar armurinn er látinn síga niður fýrir rúiluna, fjariægjast fingurnir sjálfkrafa
hvorn annan. Við það verður auðveldara að keyra að rúllunni án þess að
valda skemmdum á plastinu. Þegar rúllunni er lyft upp á vagninn, dragastfing-
urnir fyrst saman í fyrri stöðu. Síðan gengur stuðningsarmur sjálfvirkt niður
með lyftaraarminum, til þess að halda á móti er rúllan lyftist upp á vagninn.
Með því að nota þennan sjálfvirka stöðuarm, má losna við að fergja vagninn
niður hinum megin, svo hann velti ekki á hliðina, enda er gert ráð fyrir að arm-
urinn geti lyft rúllum sem eru allt að 1200 kg.
Sjálfvirk færsla færir rúllurnar aftur eftir vagninum þar til hann er orðinn fullur.
Aftan á vagninum er vökvastýrður gafl, sem vamar því að rúllur geti dottið af
á keyrslu. Einnig er hann notaður sem renna við losun og til þess að stjórna
því hvort rúllan eigi að lenda á endanum eða hliðinni.
Auðvelt er að tengja vagninn við hvaða dráttarvél sem er. Undir beislinu er
þriggja þrepa stöðufótur, og aðeins þarf að tengja tvær vökvaslöngur til þess
að mynda hringstreymi fyrir stjómbúnaðinn.
Breið flotdekk eru notuð undir vagninn, og geta menn valið um einfalda eða
tvöfalda hásingu.
Vagninn er hannaður til þess að þola álag við islenskar aðstæður.
Vagninn var afkastaprófaður síðastliðið sumar.
Tínt var af túni sem var í um þriggja kilómetra fjariægð frá hlöðu, og notuð var
til verksins 80HK. dráttarvél með 40KM gírkassa. Keyrt var eftir malarvegi út
að túninu.
Með því að tína fimm rúllur upp, sem allar vógu um 900 kg hver, keyra þeim
heim að hlöðu og losa þar, tók ferðin rétt um fimmtán mínútur. Þetta gefur ti!
kynna að á einum tíma má sækja um tuttugu rúllur miðað við þessa flariægð,
sem gerir um 18 tonn, eða sem svarar 500 heyböggum af eldri gerðinni.
VELJIÐ ÍSLENSKT
VÉLBOÐA
mykjudreifarar
í dag hefur fyrirtækið náð
stærsta hluta markaðarins á Islandi
í sölu á mykjudreifurum.
VELBOÐA mykjudreifaramir
og VÉLBOÐA snekkjudæluðreifar-
amir eru nú allsráðandi á markað-
inum í dag við góðan orðstír. Má
þar til helst þakka að þeir em fram-
leiddir í mörgum stærðum og gerð-
um þannig að alltaf má finna út-
færslu sem hentar hverjum og ein-
um. Einnig notar fyrirtækið skipa-
stál í tankana sem kemur í veg fyrir
sýrutæringu, þetta tryggir lengri
endingu og minna viðhald.
VELBOÐA snekkjudæludreif-
arinn er nú sem stendur mikið að
sækja á og má ætla að um helming-
ur sölu mykjudreifara fyrirtækisins
séu þannig. Helstu kostir
snekkjudæludreifarans eru þeir að
hann má nota til að hræra upp í
haughúsi, taka úr því og dreifa á
völlinn. Einnig er hann ekki háður
því að aðstæður þurfi að vera
eitthvað sérstakar svo hægt sé að
koma honum við. Snekkjudælu-
dreifarinn hefur líka reynst mjög
vel til að taka úr kjöllurum fjár-
húsa.
I dag framleiðir fyrirtækið allar
gerðir í stærðunum 4, 5, 6, 8 og 10
þúsund lítra og geta menn valið úr
ýmsum stærðum af dekkjum, frá
290x15 til 500x26,5, einnig tvöfald-
ar hásingar.
VÉLBOÐA rafgirðingar
Vélboði hf. hefur undanfarandi
ár verið leiðandi á íslenskum
markaði með efni til rafgirðinga.
Fyrirtækið hefur boðið upp á fyöl-
breytt val af úrvals vöru til þeirra
hluta, ásamt ráðgjöf við uppsetn-
ingu rafgirðinga.
Við Boða rafgirðingar hefur
Vélboði hf. selt undanfarin ár með
góðum árangri GRAND spennu-
gjafa, þeir hafa verið boðnir í ýms-
um gerðum og stærðum. Verð
spennugjafanna miðað við styrk-
leika er eitt það besta sem gerist á
markaðinum í dag, enda tekur fyr-
irtækið þá beint af framleiðanda í
Danmörku og selur milliliðalaust.
Fyrirtækið selur einnig efnis-
mikla rafgirðingaharðviðarstaura
sem mikil reynsla er komin á hér á
landi, ásamt galvaniseruðum há-
gæðastálvír með miklu slitþoli.
Bændur eru hvattir til að kynna sér kosti Vélboða tækjanna, því verðið kemur þægilega á óvart.
KJÖRORÐ FYRIRTÆKISINS ER:
Sjáirðu vörufrá Vélboða, geturðu treyst henni
VÉLBOÐI HF.
HVALEYRARBRAUT 2 . HAFNARFIRÐI. SÍMI651800