Tíminn - 31.03.1993, Qupperneq 4

Tíminn - 31.03.1993, Qupperneq 4
4 Tíminn Miðvikudagur 31. mars 1993 Tíminn MALSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Andvaraleysi Einn stærsti sigur, sem íslenska þjóðin hefur unnið í sögu sinni, er þegar full yfirráð fengust yf- ir 200 mílna fiskveiðilögsögu. Þá var sigurgleði með þjóðinni. Þeir, sem í eldlínunni stóðu á haf- inu, voru þjóðhetjur. Síðan þetta var eru liðin mörg ár, þótt þessir at- burðir eigi að vera þeim, sem nú halda um stjórn- völinn, í fersku minni. Nú hefur þjóðin hátt á annan áratug notið ávaxtanna af baráttunni fyrir yfirráðum yfir landgrunninu, en engu líkara er en að farið sé að fyrnast yfir mikilvægi þessara at- burða, a.m.k. í huga stjórnmálamanna. Þetta sést meðal annars á þeirri meðferð sem Landhelgisgæsla íslands hefur sætt á síðustu ár- um. Skipakostur Gæslunnar er kominn til ára sinna, þótt skipin séu góð og traust. Fjárveiting- um til Landhelgisgæslunnar hefur verið þannig háttað að tæplega hefur verið hægt að gera út þann skipakost sem til er, hvað þá meira. Það keyrir þó alveg um þverbak í þessum efnum síð- ustu tvö árin. Við fjárlagagerð síðasta árs var lengst af útlit fyrir að aðeins yrði unnt að halda úti tveimur skipum, sem þýðir að eitt eða jafnvel ekkert skip yrði á miðunum. Ekki varð af þessu, en þessi rekstur er þó allur á bláþræði vegna fjár- skorts. Þetta kemur mjög vel í ljós, þegar skipin þurfa að sinna gæslustörfum við 200 mílna mörkin suð- vestur af landinu. Þá kemur auðvitað berlega fram að það vantar stefnumörkun í málefnum Landhelgisgæslunnar. Það er auðvitað algjör óhæfa að rekstur svo mikil- vægrar stofnunar og stefnumörkun ráðist af því hvort stjórnvöld vilja skera niður fjárframlög til hennar undirbúningslítið og af handahófi hverju sinni. Hlutverk Landhelgisgæslunnar er ekki eingöngu að gæta 200 mílna fiskveiðilögsögu. Öryggisþátt- urinn er æ fyrirferðarmeiri í starfi Gæslunnar. Þar er hlutverk skipanna veigamikið, þótt þyrlu- sveitin sé lykillinn að skjótum björgunaraðgerð- um. Nefnd skilaði áliti í október 1991 um þyrlukost Landhelgisgæslunnar. Fleiri nefndir hafa fjallað um stofnunina, en það ber allt að sama brunni. Ekkert hefur gersL Ekkert hefur heyrst enn um samninga um kaup á björgunarþyrlu, þrátt fyrir yfirlýsingar þar úm, og engin stefnumörkun hefur séð dagsins ljós um hvernig Gæslan á að uppfylla sitt mikla hlutverk. Það er í fyrsta lagi að gæta laga og réttar á hafsvæði, sem er sjö sinnum stærra en ísland. í öðru lagi að sinna öryggismál- um á landinu og á Norður-Atlantshafi. Samkvæmt alþjóðasamningum hvílir sú skylda á strandríkj- um að sinna þeim málum á nærliggjandi haf- svæði. Það hefur ríkt andvaraleysi um þessi mál, en þó keyrir nú um þverbak síðustu tvö ár með ítrekuð- um niðurskurði fjárframlaga til Gæslunnar. Þessu ástandi þarf að breyta til batnaðar. GagnmeAur rithöfundur, sem jafn- skrifeð utn stjómmál, mun hafe lýst því yfir aö Hrafnsmál hm nýju mörkuðu ákveðin tnnamót í ts- lenskri stjómmálasÖgu. Rhhöfund- urinn orifeöi þaðsvoaönú hafi ein- hver „best valdaöi maður í ísfenská ritóskeriimt verið retónn". Búast má um Sjónvarpiö, en þaö er hrafninn sem á leife. hans hjá Sjónvarpinu einmht rifad um aö jþar situr vel valdaður starfs- maöur, því fáir hafe notíö metri í starfi en Píslarvotturinn En af öOum möguleikunum í stöö- unni virðlst ráöherra þó hafa vatíö iskgasta. Ráðherrann segist óttast um tjáningarfrelsið í landinu, ef starfsmaður á rðdsstofnun megi Ísráðherra. Það þarf því efctó að feoma á óvart þó forsætísráðherra snútst vini sútum til vamar, og Garri er etód í minnsta vafa um að fúröu- starfsmenn án þess aö vera rekinn fyrir það úr starfL Þessi óvænta um- hyggja ráðherrans fyrir tjáningar- frelsinu kernur þó ektó alvegáóvart, þvíþeir sem staddir voru í Alþingis- htisinu, þegar uppsogn Hrafns var að bresta á. uröu vilni aö því að sjálf- reisiáfe* , Hannes Hóimsteinn Gissurarson, þustí í húsið við annan mann og gerði dauðaleit að menntamálaráðherran* um. Telja verður liklegt að það hafi einmitt verið þessi umboósmaður frelsisins, sem benti ráðherranum á hversu mikinn skaða verið væri að:: vinna á ijáningarfreisi Iirafns. sljÓra, en Hrafn hins vegar er vinur Davíðs og það er auövitaö það sem mestu máli stóptir. Þess \-egna lætur ráöherrann sér ektó detta í hug að spyrja hvort tjáningarfrelsi Hrafns séu etnhver takmörk sett eöa hver bretmur heitast.: hemno sem tóö á sínum tíma út- rekiö einkavin formanns Sjálfstæö- Skyndilega er Hrafn Gunnlaugsson oröinn fómariamb stjómlyndis og ofsókna, hann er i holdtekning fiáninga hefur veriö „spariað í pungmn á honum", svo notaö sc hiö smckk- og starfsskilyrða á stofnuninni sem hann vinnur hjá. um rétl yflrmanns ritósstofnunar til innan stofnunarinnar. Hann er að tala um gagnrýni á ákveöna starfs- menn stofnunarinnar, þannig að jaðrar viö atvinnuróg t heinni sjón- varpsútsendingu. Garri hefur ektó stjóminnL Þaö er því í rauninni ann tvístígi. Hann hefur kallaö yfir hans, sem höföu ætlaö öörum aðfl- um stööu útvarpssfjóra, munu vtlja hafe áhyggjur af því að útvarpsstjóri sé að fótumtroða (jáningarirelst, eða hvort Hrafn er í rauninni mest- ur vera Iáta. Hitt er augljóst aö hon- um er etód gefið aö laða starfsmenn ■ er ein- mitt hans hlutverk. Þaö hefúr hins vita allir aö menntamálaráðherra er ábyrgur fyrir ráðningu útvaips- firelsL Gani Æsispennandi þáttaröð Hafnar eru útsendingar á æsispenn- andi þáttaröð í sjónvarpsdeild aug- lýsingaþjónustu ríkisins. Efni henn- ar eru viðtöl valinkunnra andlita við yfirmenn og preláta stofnunarinnar. Pættirnir voru kynntir með eintali dramatúrgs leiklistardeildar, sem sviðsetti nokkrar talandi ásjónur umhverfis sig til að gefá boðskapn- um dýpt og dramatískt yfirbragð. Þættir þessir lofa góðu og vakti sá fyrsti þeirra verðskuldaða athygli og jafnvel umræðu. Bíða menn nú spenntir eftir næstu þáttum, en efni þeirra hefur verið kynnt og æfingar hafn- ar. Næsti þáttur verður viðtal við Heimi Steins- son útvarpsstjóra, sem væntanlega heldur uppi dramatískri spennu í framhaldi fyrsta þáttar. Þar á eftir verður spjallað við Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra um málfrelsið og réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, og þáttaröðinni lýkur með talandi andlitunum með því að Kjartan Gunnarsson, formaður út- varpsréttamefndar, mun leiða hjá sér spumingar ásjónanna með þeim hætti sem honum einum er lagið. Kjartan er framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins í hjáverkum og mun spenna þáttanna ná hámarki þegar hann upplýsir að lokum hvaða áhrif atburðir spennuþáttanna hafa á upp- byggingu og starf og stefnu flokks- ins, því aðalhlutverkin em öll í höndum sannkallaðra flokksstólpa. Á blóðvelli Hrafn Gunnlaugsson er lengi búinn að vera enfant terrible (hrollvekju- bam) íslenskrar menningar. Hann þykir ekki í húsum hæfur meðal dannaðra marxista og annarra hand- hafa menningarinnar, og þykir best geymdur í Svíþjóð eða að Laugavegi 178. Hann hefur leikið lausum hala í sjóðum og embættum og unnið mörg voðaverkin með því að búa til kvikmyndir og láta sýna þær. Þykir mörgum nóg um hvílíkum ósköpum hann kemur til leiðar með öllu sínu framferði. En Hrafn var óstöðvandi þar sem hann óð um blóðvelli kvikmynda- gerðar og embættisfærslu og komst upp með allt — og ríflega það. Það var ekki fyrr en út úr honum hrukku nokkur sannleikskom um friðhelga ^Vitt pg bieitt^ menn í heilagri stofnun og hrapal- legt byggingasukk, að framlenging á armi guðs greip í taumana og hrafh- inn er fokinn. Hrollvekjubamið er búið að vera í fjögurra ára fríi við að búa til hroll- vekjur úti í heimi, og var svo nýsest- ur í embætti sitt að honum gafst ekki tóm til að reka nema þrjá starfs- menn áður en hann var rekinn sjálf- ur fyrir kjafthátt og ótta við að Hrafn yrði fyrri til að reka sjónvarpið en sjónvarpið hann. Framhaldið Nú bíður maður ofsaspenntur eftir framhaldinu. Grípa æðri máttarvöld í taumana og ráða Hrafn aftur? Eða verður framhaldið eins og í kvæðinu um tíu litla negrastráka, sem týndu tölunni einn af öðmm? í næsta þætti verður útvarpsstjóri í aðalhlutverki og bíður maður milli vonar og ótta um hvort hann spilar embættinu úr höndum sér, ef hann verður svo ósvífinn að segja mein- ingu sína óbrenglaða. Ef hann makkar ekki rétt, verður það á vald- sviði menntamálaráðherra að reka hann. Guð, hvað maður verður spenntur. Og þá er komið að Ólafi Garðari að setjast meðal vel sminkaðra talandi og góðkunnra andlita, sem leiða munu mennta- málaráðherrann út á hálan ís samræðulistar skjáleiksins. Búið er að banna Hallgrím Péturs- son; á þeim vettvangi er nóg að fara með erindi- spart eftir hann til að fyrirgera rétti sínum til samræðna þar. Kvisast hefur að mottó þriðja þáttar seríunnar verði eftir séra Hallgrím: Sjá hér hve illan enda / ótryggð og svikin fá. Þar með lýkur göngu menntamálaráðherra um táradal stjómmálanna, enda hefur forsætisráðherra öll hans ráð í hendi sér. Síðasti þáttur verður helgaður stór- leik Kjartans Gunnarssonar, for- manns útvarpsréttamefndar. Þar sem Kjartan tapar aldrei, hvorki orr- ustu né stríði, er sjálfgefið að hann fer með sigur af hólmi, nema að end- irinn verði óvæntur. Þá skeður ann- að tveggja að Alþingi rekur Kjartan eða Kjartan afturkallar starfsleyfi auglýsingadeildar ríkisins og verður það hæfilegur endir á besta sjón- varpsefni sem framleitt hefur verið hér á landi. En krummi krunkar úti og er svipt- ur málfrelsi og er fómarlamb skoð- anakúgunar og betur undir það bú- inn að framleiða hrollvekjur og gæsahúð en nokkru sinni fyrr, og munu einhverjir fó að sjá blóðrauða sól ganga til viðar áður en yfir lýkur. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.