Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 31. mars 1993 Tíminn 5 Magnús H. Gíslason: Mistókst „markaðssetningin“? Það verður naumast um það deilt að ríkisstjómin nýtur næsta takmarkaðra vinsælda með þjóðinni, svo ekki sé meira sagt. Þá ályktun draga menn m.a. af niðurstöðum þeirra skoðanakannana um fylgi stjómmálaflokkanna, sem fram hafa farið að undan- förau. Nú hef eg fyrir mitt leyti enga tröllatrú á skoðanakönnunum. Þaer eru svo sem enginn guðsdómur, en veita þó vissar vísbendingar, sem ekki er rétt að loka augunum fyrir. Það er stjómmálaleiðtogunum líka ljóst. Það sýna svör þeirra við hin- um hefðbundnu spurningum fréttamanna að lokinni hverri skoð- anakönnun. Stundum eru skýringar stjórn- málaforingjanna á fýlgistapi flokka þeirra næsta hjákátlegar. Tálsmenn stjómarflokkanna telja, hvað þá snertir, að það stafi einkum af tvennu: Annarsvegar er skýringin sú, að íbúar þessa lands séu slíkir fáráðlingar, að þeim sé með öllu of- vaxið að skilja hvað sé þeim fyrir bestu. Þessvegna séu þeir andstáeð- ir þeim mönnum, sem þó leggja nótt við dag við að skapa hér það „gróandi þjóðlíf', sem Matthías tal- aði um. En það er svo sem ekkert nýtt að laun heimsins séu vanþakk- læti. Það hafa þeir, sem öðmm em framsýnni, þráfalt þurft að reyna. Og hvenær hefur „pupullinn" svo sem kunnað að meta sína bestu menn? Hin skýringin á fylgistapi stjómar- flokkanna er sú, að þeim hafi ekki tekist að kynna þjóðinni nægilega vel ráðstafanir sínar og þau marg- háttuðu „heilsulyf', sem í þeim fel- ast. Þegar betur er að gáð hlýtur þó þessi skýring að þykja næsta furðu- leg, ekki hvað síst þegar hún kemur beint frá sjálfu Morgunblaðinu. Hvernig er það t.d. með blaðakost stjómarflokkanna? Það tekur því náttúrlega ekki að nefna Alþýðu- blaðið. Eg gerði það nefnilega að gamni mínu fyrir nokkm, að spyrja fólk á fömum vegi hvort það læsi Alþýðublaðið. Eg ákvað í upphafi, að miða þessa „skoðanakönnun" við það, að spyija 100 manns. Af þessum 100 lásu fjórir Alþýðublað- ið og þó ekki að staðaldri. Um það tekur því ekki að tala. Morgunblað- ið stærir sig hinsvegar af því, að vera fjöllesnasta blað landsins. Flokksmenn forsætisráðherrans eiga það blað og hafa auðvitað hinn fyllsta aðgang að því með allt sitt trúboð, enda verður ekki annað sagt en að þeir notfæri sér það ótæpilega. Báðir ritstjóramir em auðvitað sanntrúaðir og sauðtrygg- ir sjálfstæðismenn og draga heldur ekki af sér við að mæra ríkisstjóm- ina og aðgerðir hennar. Samt telur blaðið að andstaðan við ríkisstjórn- ina stafi af vanþekkingu fólks. Þyngri dóm um áhrifaleysi Morg- unblaðsins er naumast unnt að fella. Og hvað með DV? Það mun að vísu ekki teljast opinbert málgagn Sjálfstæðisflokksins, en eiga stjórn- arflokkamir í einhverjum erfiðleik- um með að koma málflutningi sín- um á framfæri þar? Annað hefur mér nú sýnst. Þannig hafa þeir greiðan aðgang að tveimur stærstu dagblöðum landsins. En ekki nóg með það. Varla líður sá dagur, að einhver ráðherrann láti ekki ljós sitt skína í útvarpi og sjón- varpi, einn, tveir og stundum jafn- vel þrír samdægurs. Þar er þeim gefinn kostur á að flytja einhliða áróður fyrir aðgerðum sínum. Þannig leika ráðherramir og mál- pípur þeirra lausum hala í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Samt segjast þeir ekki ná til þjóðarinnar með boðskap sinn. Er það þá svo, að fólk Iesi ekki það, sem þessir menn skrifa, hlusti ekki á það, sem þeir segja? Bágt er nú ástandið ef það er svona. Kannski er það eftir allt saman rétt, sem einn meiri háttar markaðsráðgjafi fhaldsins segir, „að markaðssetning ríkisstjórnarinnar á efnahagsaðgerðum sínum hafi mistekist", en það er þó a.m.k. ekki af þeim sökum, að hún hafi ekki haft alla möguleika á að „markaðs- setja" þær. Ætli hitt sé ekki nær sanni að þjóðinni Iítist einfaldlega ekki á þann varning, sem ríkis- stjómin og fylgihnettir hennar eru að reyna að „markaðssetja". En meira blóð er í kúnni og enn skal hert á „markaðssetningunni". Eg man ekki betur en það kæmi fram í umræðum á Alþingi á dög- unum, að fjármálaráðherrann væri nú búinn að láta gefa út bækling, þar sem tíunduð eru tilþrif hans við fjármálastjómina. Mér skilst að al- menningur sé látinn bera kostnað- inn af þessari útgáfustarfsemi ráð- herrans og er sjálfsagt liður í því að auka „kostnaðarvitund" okkar og veitir ekki af, segir Sighvatur. Margir telja að hér sé um einhliða áróðursrit að ræða og er fúll þörf á, úr því að Morgunblaðið, DV, útvarp og sjónvarp duga hvergi til. Fjár- málaráðherrann harðneitar auðvit- að þessum ósæmilega áburði og segir þetta hlutlaust fræðslurit, nánast kennslubók. Hlýtur því að koma til álita hvort ekki sé eðlileg- ast að fela Námsgagnastofnun út- gáfuna, úr því að við borgum hana hvort sem er. Sannleikurinn er auðvitað sá, að ríkisstjórnin hefur efnt til ófriðar við almenning í þessu landi. Er engu líkara en hún hafi tileinkað sér það ógæfusamlega lífsviðhorf, að láta aldrei „þá skömm af sér spyrjast að kjósa frið ef ófriður er í boði“, eins og Halldór Laxness kemst að orði í einu af skáldverkum sínum. Höfundur er fyrrum blaðamaður og bóndl. BÓK SEM SKER SIG ÚR Stormur strýkur vanga. Minningar Guöjóns Simonarsonar. Ólafur Haukur Sfmonarson bjó til prent- unar. Fortaglð 1992. Stormur strýkur vanga. — Það er í senn fallegt bókarheiti og hressi- legL Nær þó vart hugblæ sjálfsævi- sögu Guðjóns Símonarsonar. Því þar fylgir stormi einatt hregg og hríð, rétt eins og verða vill á ísa- köldu landi. Þetta er mikil bók að vöxtum og inntak hennar ferill áttræðs manns á umbrotaskeiði þjóðarsögunnar. Bemskuár við Faxaflóa og í lágsveit- um austanfjalls. Æsku- og mann- dómsár austur á fjörðum við sjó- sókn og útgerð. Og loks um árabil í Reykjavík og margt að sýsla, auk sjósóknar kaupmennska, herflutn- ingar og ritstörf — undir lokin. Guðjón Símonarson var ekkert blávatn. Hann var alinn up við harð- ræði 19. aldar og hlaut að sjá sér farborða sjálfur frá ungdómsaldri. „Kjörin settu á manninn mark", brynjuðu og mótuðu lífsstíl. Guð- jóni var margt til lista lagt. Músfk- alskur var hann, liðtækur á leik- sviði, gefinn fyrir að skrifa á blað og áhugasamur um félagsmál, hand- verksmaður góður. — Drýgstur hluti ævistarfsins varð þó að afla stórri fjölskyldu lífsbjargar úr djúp- um hafsins. „Siglir særokinn" er einkunn sem vel hæfir æviferli Guðjóns Símonarsonar og „stéttar- bræðra" hans á fyrri hluta 20. aidar. Hann var og einn þeirra sem borið hafa gæfu til að bjarga mannslífum. Stormur strýkur vanga er lífleg frásögn og viðburðarík, nánast spennandi atburðasaga frá upphafi til enda. Æviferill Guðjóns varð átakamikill hvort heldur hann átti leik við menn eða máttarvöld. Margir eru kvaddir til sögu í bók- inni. Oft er greint frá mikilhæfu samferðafólki og drenglunduðu. En stundum fer í verra! Er þá ekki skaf- ið utanaf hlutunum og mótgangs- mönnum látnar „gildar eyrnafíkjur ríða“ í líkingum talað. Hér segir einnig frá furðulegum ævintýrum svo sem ástarraunum Mána (dul- nefni), huldusveini á dansleik aust- ur á Krossi í Mjóafirði, danskri val- kyrju á Framnesvegi og kærustu- pari á lítilli kænu „djúpt útnorður af Svínalækjartanga". Þótt gripið sé á mörgu og frásögn- in jafnan fortakslaus, koma seint öll kurl til grafar og er að því vikið í for- mála: „Það sem Guðjón sjálfur hefur kos- ið að láta liggja utan bókar liggur þar enn,“ segir Ólafur Haukur. Og enn fremur: „Hér er langur ævitími til umfjöllunar, minni okkar er hripótt, og stundum höfum við samið okkar eigin sögu í bága við opinberar staðreyndir." Mælt er af raunsæi og umhugsunarefni jafnt þeim sem skrifa ævisögur sínar og hinum sem lesa þær. Guðjón Símonarson ritaði sínar minningar aldraður og studdist þá að nokkru við dagbækur og fleira frá fyrri tíð, en einnig við eigið minni. Hvort tveggja líkt og blasir við á síðum bókarinnar. Hinar fjöl- mörgu tímasetningar virðast óhugsandi án stuðningsgagna. En á hinn bóginn er þar að finna augljós- ar skekkjur. Nefni ég nokkur dæmi frá þeim árum sem Guðjón dvaldist á Mjóafirði beggja megin síðustu aldamóta. Á bls. 123 segir að Guðjón hafi fengið geymt nýtt orgel hjá hjónun- um Stefáni Baldvinssyni og Helgu Austmann, og getið er andláts Stef- áns 1. aprfl 1899. Síðan þetta: „Strax eftir jarðarförina sturlaðist Helga kona hans og var flutt til Reykjavíkur. ... Hús og aðrar eigur þeirra hjóna voru skrifaðar upp eft- ir kröfú Konráðs Hjálmarssonar kaupmanns og selt á opinberu upp- boði, að sögn vegna veðskuldar að upphæð kr. 3.600. Orgelið mitt var þá boðið upp, þrátt fyrir mótmæli mín.“ — Segist Guðjón hafa fengið orgelið aftur eftir mikið stapp, m.a. hjá sýslumanni. Hér stangast margt á við aðrar skráðar heimildir. Helga Austmann flutti til Akureyr- ar eftir fráfall manns sfns. (Seinna átti hún við vanheilsu að stríða). Helga ráðstafaði eignum sínum sjálf. Að hennar ósk voru, 8. júlí Guöjón Símonarson. 1899, boðnir upp nokkrir lausa- munir og seldir fýrir 121,75 krónur. Bréf Helgu frá Akureyri næstu misseri sýna að hún hefur sjálf gert upp við Konráð kaupmann og í fyrstu leigt hús sitt og síðan selt það við verði sem hún taldi hæfilegt. Mjóafjarðarkirkja keypti orgel af Helgu Austmann í maímánuði 1899 á 270 krónur. Það var keypt fýrir samskotafé og 80 króna lán, sem var endurgreitt 1902. Þetta kemur fram f gerðabók sóknarnefndar, vísitasíu- gerð 1901 og dagbók Benedikts Sveinssonar í Firði. Á bls. 125 segir að Guðjón Björns- son og Guðrún Guðmundsdóttir hafi verið gift í Mjóafjarðarkirkju á aðfangadag (1899). En þau giftust 14. nóvember 1903. Einnig segir að „á jóladag (1899) hljómaði orgel í fýrsta sinn við messugjörð í Mjóa- fjarðarkirkju". Einnig það er mis- minni, því leikið var á lánsorgel við vígslu kirkjunnar 1892 og síðan öðru hverju þar til kirkjan eignaðist hljóðfæri. Á bls. 133 segir að tvö börn hafi far- ist í hafís og tuttugu manns dáið úr taugaveiki í Mjóafirði sama vetur- inn. „Læknir var hvergi nema á Eskifirði." Hér er málum blandáð. — Tauga- veikin braust út í janúar 1901 og varð þremur mönnum að fjörtjóni. Héraðslæknir Mjófirðinga var þá Kristján Kristjánsson á Seyðisfirði. — Hafísinn kom næsta vetur og lá Iengi. Einn drengur fórst. Ekki verða tilfærð fleiri dæmi frá Mjóafirði. En eftir að hafa hnotið um framangreindar missagnir gluggaði ég í nokkrar nærtækar heimildir frá Norðfirði. Var þá ýmist að þær staðfestu frásagnir Guðjóns Símonarsonar að fullu, til dæmis varðandi nauðungaruppboðið á húseign hans 1909, bls. 181. Ellegar að hluti frásagnar kemur heim og saman, en annað ekki. Stormur strýkur vanga getur ekki talist uppsláttarrit í þröngri merk- ingu. Þó er mikill fengur að þeirri bók. Guðjón Símonarson skipstjóri segir þar sína sögu frá sínum sjón- arhóli. Það hljótum við, sem þessa bók lesum, að hafa í huga og einnig þegar hillir undir frændur okkar og áa mitt í atburðarásinni! Ólafur Haukur segir einmitt í inn- gangsorðum: „Þetta er bók Guðjóns Símonar- sonar sjálfS hvað varðar efnisþætti og afstöðu til manna og málefna. Ég hef reynt að fýlgja frásagnarhætti hans og orðavali eins langt og unnt var, ekki gripið ýmis tilefni sem gáf- ust til að gerast „skáldlegur" í hans þágu, heldur gengið undir merkj- um hans eins trúlega og mér var unnt.“ Þetta ætla ég rétt vera og eykur það raungildi bókarinnar í bráð og lengd. Engir tveir menn eru allt að einu. Hvorki renna þeir sín ævi- skeið að öllu samsíða né heldur Ólafur Haukur Sfmonarson. segja þeir frá með sama hætti. Til dæmis hripaði ég eitt sinn niður og birti stuttar frásagnir tveggja sam- tíðarmanna og nágranna Guðjóns Símonarsonar á Norðfirði og eru þær vissulega með allt öðrum blæ en texti hans. Er það vitanlega ofur eðlilegt. Frásögn Guðjóns endurspeglar harða lífsbaráttu, sem verður harkalegri en ella vegna skapgerðar sögumanns sem vafalaust hefur að hluta mótast af harðhnjóskulegri æsku og drengurinn tápmikill að upplagi. Hún eykur skörpum drátt- um í þá mynd, sem nú er að mótast af merkilegu baráttuskeiði íslands- sögunnar á fýrri hluta þessarar ald- ar. Og í þessari bók er til skila hald- ið fjölmörgu því, sem í augum unga fólksins núna er álíka fjarlægt og rímur og riddarasögur. Ég var sannarlega ekki að leita að prentvillum þegar ég Ias Storminn þeirra langfeðga, Guðjóns Símonar- sonar og Ólafs Hauks Símonarson- ar. En mér leiddust augljós mistök við prófarkalestur, sem orðið hafa á endasprettinum. Það er svo mfn saga að sökum kunnugleika á vettvangi þótti mér þessi 96 kapítula frásögn eitt sinn nágranna míns, Guðjóns Símonar- sonar á Norðfirði, sjósóknarans og útvegsbóndans, skóara og kaup- manns, organista, söngstjóra, leik- ara og rithöfundar, sérlega forvitni- leg lesning og skemmtileg. Vilhjálmur Hjálmarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.