Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 31. mars 1993 Tíminn 9 Við framsóknarkonur kveðjum í dag kæran samherja, Ragnheiði Svei nbj örnsdóttur. Hún setti vissulega svip sinn á kvennastarfið í flokknum. Fyrstu kynni mín af henni voru á frægum landsfundi Landssambands fram- sóknarkvenna á Húsavík fyrir rúm- um 10 árum. Ég var þá að stíga mín fyrstu skref innan Framsókn- arflokksins og fannst kvennamálin vera heldur aftarlega í forgangsröð- inni. Við nokkrar í yngri kantinum lögðum þá fram tillögur um kynja- kvóta á framboðslistum í stjómum og ráðum flokksins. Allnokkur and- staða var við tillögurnar meðal rót- grónari kvenna og okkur hinum leist ekki á blikuna. Þá kom Ragn- heiður í ræðustól — úr rótgróna hópnum — og studdi tillögur okk- ar. Mæltist henni svo vel, eins og ávallt þegar hún tók til máls, að á endanum fengust þær samþykktar. Ragnheiður var rökföst og mælsk og glettnin var aldrei langt undan. Hún var hagyrðingur góður og varla komum við svo saman að hún kastaði ekki fram vísu. Ragnheiður var mér einstaklega góð frá því við kynntumst fyrst Við sátum um ára- bil saman í stjórn LFK og áttum alla tíð gott samstarf og margar eft- irminnilegar stundir saman. Henni þakka ég nú að leiðarlokum samfylgdina og allt hennar mikla starf. Eiginmanni, börnum og barnabörnum votta ég samúð mína. Ragnheiður lifir ávallt í hug- um okkar sem þekktum hana. Ásta R. Jóhannesdóttir DAGBÓK Borgarstjórinn í Reykjavík, Markús öm Antonsson, er hér að skoða sýningamar í Borgarhúsi í fglgd með Ragnari Borg myntfrœðingi. Mikil og góð aðsókn aðsýningunum í Borgarhúsi Nú standa yfir þrjár sýningar í Borgarhúsinu Aðalstræti 2/Vesturgötu 1 (þar sem áð- ur var verslunin Geysir). Þetta eru sýningamar: Höndlað í höfuðstað — Frá smíðastáli í smára — úr smárum í rökrásir — Mynt úr safni Ragnars Borg. Höndlað í höfuðstað er sýning á skjölum, Ijósmyndum og munum er segir sögu versl- unar í Reykjavík. Frá smíðastáli í smára — úr smárum í rökrásir sýnir þróun skrifvélatækni til tölvu- aldar. Þar má sjá Olivettiritvélar, reiknivélar og bókhaldsvélar frá því 1930 til tölvuald- ar eða til um 1980. Sumar þessara véla eru enn í notkun. Sýning úr myntsafni hins kunna myntfræðings Ragnars Borg sýnir rúmlega 2000 ára gamla mynt, nokkra brauðpeninga og alla gömlu myntina sem slegin var fyrir íslend- inga fram tií lýðveldisstofnunar. Einnig er sýnd öll útgáfa á seðlum til notkunar á ís- landi. Dýrmætasti peningurinn á þessari sýningu er þó án nokkurs efa tetradrakma með mynd Alexanders mikla, slegin um 330 árum fyrir Krist og ber þess vitni hve hag- ir myntsmiðir voru fyrir rúmum 2300 árum. Sýningamar eru opnar alla virka daga frá kl. 09 til kl. 17, en um helgar kl. 11 til 16. Suma morgna kann að vera örtröð, því að skólanemendur í grunnskólum Reykjavíkur koma í heimsókn undir leiðsögn Lýðs Bjömssonar sagnfræðings. Þessum sýningum lýkur 7. apríl n.k. Ný bók frá Máli og menningu: Sálfræðibókin Síðastliðinn föstudag kom út bók sem óhætt er að telja til stórvirkja, enda er hún tæpar þúsund blaðsíður. Þetta er Sálfræðibókin, sem yfir fjömtíu sálfræð- ingar og sérfræðingar úr samstarfsstétt- um þeirra hafa tekið höndum saman um að skrifa undir ritstjóm Harðar Þorgils- sonar og Jakobs Smára. Bókin er hugsuð sem aðgengileg handbók fyrir almenn- ing og er ekki sfst merk meðal fræðirita af þessu tagi fyrir það að höfundamir em allir íslenskir og miða skrif sín við ís- lenska lesendur og íslenskan vemleika. Efni bókarinnar er afar fjölbreytilegt, þar er að finna fróðleik um eðlilega þróun og starfsemi mannshugans og það sem telst til frávika, og einnig upplýsingar og ráð- leggingar handa þeim sem em að kljást við að skilgreina og leysa úr ýmsum vandamálum í daglega lífinu. Bókin er 946 bls. og skiptist f eftirtalin fimmtán meginsvið, en þau greinast aft- ur í styttri kafla sem mynda sjálfstæðar heildin Þroski bama og unglinga - Uppeldi bama og unglinga - Sálræn vandamál bama og unglinga - Þroskafrávik og fötl- un - Kynmótun, samskipti kynjanna, kynlíf - Hjónaband og fjölskylda - Sam- skipti, viðhorf, fordómar - Vinnan - Per- sónuleikinn - Streita og heilsa - Tilfinn- ingar og tilfinningalegir erfiðleikar - Ávani og stjómleysi - Geðrænar tmflanir - Efri árin - Sálfræðin og yfirskilvitleg fyrirbæri. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIDÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS InterRent Europcar Bróðir okkar og mágur Gestur Einarsson Ijósmyndari Austurbrún 4, Reykjavfk er lést 15. þ.m., veröur jarösunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 2. aprfl kl 15.00. Ágústa Einarsdóttir Páll Elnarsson Guöjón Styrkársson ________________I________________________________________/ Fyrir 20 árum tók Patrick Lichfield drottningarfrændi mynd af frænku sinni, gestum og nágrönnum á grasblettinum. Þá var ekki þörf fyrir neina sólhlíf handa prinsessunni. Svona skemmtir fólk sér á Mustique! Miklum sögum hefúr farið af eyj- unni Mustique í Karíbahafi, en ár- ið 1960 gaf Glenconner lávarður Margréti Bretaprinsessu 10 ekra land þar í brúðkaupsgjöf. Síðan hefur prinsessan eytt fríum sínum þar meira og minna og gjarna haft í kringum sig ættingja og vini. Patrick Lichfield er frægur ljós- myndari og náfrændi prinsess- unnar. Hann tók meðfylgjandi myndir af frænku sinni og hirð- inni í kringum hana með 20 ára millibili, þá síðari nú í vetur. Sjá má að ýmislegt hefur breyst, en vafalaust er Mustique sama parad- ísin og fyrr. Nú hefur reyndar flogið fyrir að hægt sé að taka staðinn á leigu á þeim tímum sem prinsessan er annars staðar. Sjálfsagt er leigan há, en mörgum finnst það margra peninga virði að sofa í sama rúmi og prinsessa, þó að það sé ekki á sama tíma. Nú finnst Margréti prinsessu vissara að hafa sólhlff þegar hún lætur fara vel um sig á bekknum á grasflötinni meö fjölskyldu, vini, starfsfólk og aöra íbúa Mustique í kringum sig. K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.