Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. mars 1993 Tíminn 7 Hrafn Gunnlaugsson, formaður Menningarsjóðs útvarpsstöðva, tók ekki þátt í úthlutun styrkjanna: Um helmingur styrkj- anna til útvarps- og sjónvarpsstöðva Við úthlutun úr Menningarsjóði útvarpsstöðva nú í byijun vikunnar lágu fyrir umsóknir um styrki samtals að fjárhæð 415 milljónir króna, frá 85 einstaklingum til 166 verkefna. Stjóm sjóðsins úthlutaði styrkjum til 35 verkefna samtals að fjárhæð tæplega 80 milljónir kr., hvar af rúmlega helmingurinn fór í styrki til sjónvarpsstöðva og útvarpsstöðva, en afgang- urinn til einstaklinga og kvikmyndafélaga. Auk þess var tveim aðilum, Agli Eð- varðssyni og Viðari Víkingssyni, veitt skilyrt loforð um 10 milljóna kr. styrki. Stjómarformaður Menningar- sjóðs útvarpsstöðva er Hrafn Gunn- laugsson, en aðrir stjómarmenn Björg Einarsdóttir og Guðni Guð- mundsson. í fréttatilkynningu frá sjóðnum segir að formaðurinn, Hrafn, hafí ekki tekið þátt í úthlutun úr sjóðnum. Sjónvarpsstöðvamar fá 45% Qáríns Hæsta upphæð einstakra styrkþega fékk RÚV Sjónvarp, 19,5 milljónir til 5 verkefna: Skemmtidagskrár með „Bláa hattinum"; tveggja heimilda- mynda: um Guðmund Hannesson lækni og Jón úr Vör; „Þið munið hann Jörund"; „Og hún á þessum aldri", stuttmynd fyrir sjónvarp. Stöð 2, íslenska útvarpsfélagið hf., kom næst með 16 milljónir vegna 3ja verkefna: Sjónvarpsmynd um Krist- ján Jóhannsson, sjónvarpsþáttaröð um stangveiði, og þátt um leiðtoga- fundinn í Reykjavík. Styrkir til einstaklinga og kvikmyndafélaga Þrettán aðilar aðrir fengu styrki til framleiðslu nýrra verkefna fyrir sjón- varp: Þorvaldur Gylfason og Plús Film: ,Að byggja Iand“, 4 m.kr. Birgir Sigurðsson: Heimildarmynd um íslenskt almúgafólk, 3,5 milljón- ir. Saga Film: Leikin mynd um líf og starf Jóns Sigurðssonar forseta, 3 millj. kr. Pegasus: Myndaflokkur eftir sögum Ármanns Kr. Einarssonar, 3 millj. kr. Rammsýn: Þáttaröð eftir handriti Einars Más Guðmundssonar, 3 millj. kr. Valdimar Leifsson og Bryndís Krist- jánsdóttir: Mynd um Nínu Sæmunds- dóttur, 2 milljónir. Valur Ingimundarson ogÁmi Snæv- arr: Markmið A-Þjóðverja á íslandi 1950-1973, 2 millj. kr. Jón Hermannsson: „Sjávamýting“, 2 millj. kr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Þáttaröð um hugmyndahvarf íslend- inga á 20. öld, 1,1 millj. kr. Kvikmyndafélag íslands hf.: Heim- ildamynd um lífshlaup Eggerts V. Briem eðlisfræðings, 1 millj. kr. Finnbogi Hermannsson: Heimilda- mynd um Bjama Runólfsson á Hólmi, 800 þús. kr. Hjálmtýr Heiðdal: „Hellisheiðarveg- ur“, 500 þús. kr. Jón Egill Bergþórsson: Handrit að heimildarmynd um Jóhann Sigur- jónsson, 500 þús. kr. Framhaldsstyrkir til eldri verkefna Guðjón Amgrímsson: Heimilda- mynd um erfðir og umhverfisáhrif, 2 millj. kr. Baldur Hermannsson: „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins", 2,4 millj. kr. Ásthildur Kjartansdóttir og Dagný Kristjánsdóttir: Þáttur um Ragnheiði Jónsdóttur rithöfund, 2,4 millj. kr. íslenska kvikmyndasamsteypan hf.: Mynd eftir sögum Einars Kárasonar, 2 millj. kr. Þorsteinn Helgason: Heimildamynd um Tyrkjaránið, 2 m. kr. Helgi Felixson og Sveinn Magnús- son: Heimildamynd um sögu lýðveld- isins, 1 millj. kr. Fimm RÚV-stöðvar og Aðalstöðin Styrkir til framleiðslu hljóðvarps- efnis námu samtals um 5,5 milljón- um kr. Tvær rásir Ríkisútvarpsins og svæð- isútvarp á þrem stöðum fengu sam- tals um 3,5 m.kr. styrki til fram- leiðslu á hljóðvarpsefni: „Byggð Breiðuvík". Sögur úr kaupstaðarferð. „Gengið um Skutulsfjarðareyri". Þáttur um Ingimar Eydal. Og ýmis verkefni. Aðalstöðin fékk 1,5 milljónir kr. vegna: „íslenska. það er málið“. Þá fékk Ágúst Þór Ámason 300 þús. kr. til gerðar útvarpsþátta um söguleg réttarhöld, og Inga Huld Hákonar- dóttir 200 þús. kr. til útvarpsþátta: „Konur og kristni". - HEI Úr sýningu Hugleiks, Stútungasögu. Gísli Sigurösson gefur kinnhest. Hugleikur endurskoðar íslandssöguna og sviptir hulunni af höfundi Njálu: Stútungasaga Leikfélagið Hugleikur frumsýnir á laugardag í Tjamarbíói leikritið Stútungasögu. Sagan gerist á 13. öld og er stríðsleikur með gamansömu ívafl, þar sem menn berjast hart um ást- ir og völd, brenna bæi, höggva mann og annan og hnupla kálfum til þess að skrifa söguna á skinn. Undir léttu yfirborði liggja myrk sannindi um hrun íslenska þjóð- veldisins og hulunni er svipt af leyndardómum sögunnar, sem hafa áhrif á líf okkar íslendinga enn þann dag í dag. Höfundar leikritsins eru Hjördís Hjartardóttir, Þorgeir TVyggvason, Ármann Guðmundsson og Sævar Sigurgeirsson. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir. Selfoss — Suðurland Steingrímur Jón Guðnl Sfeingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og alþingismennimir Jón Helgason og Guðni Ágústsson boða til opins umræðufundar um átak til endurreisnar I atvinnu- og efnahagsmálum að Hótel Selfossi miðvikudaginn 31. mars kl. 21. 30 ára afmælishóf Freyju Mánudaginn 5. april n.k. eru 30 ár frá þvi að Freyja, félag framsóknarkvenna i Kópavogi, var stofriað. I tilefni afmælisins verða Freyjukonur með opið hús aö Digranesvegi 12 á afmælisdaginn kl. 19.00-22.00. Þangað eru allir hjartanlega velkomnir. Góðar veitingar. Stjóm Freyju Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þriðjudaga kl. 20.30. Komiö og fáið ykkur kafflsopa og spjalliö. Frumsóknarfélögin Kópavogur — Opið hús Opiö hús er alla laugardaga kl. 10.00-12.00 að Digranesvegi 12. Kaffi og létt spjall. Sigurður Geirdal bæjarstjóri verður til viðtals. Framsóknarfélögin Siguröur Reykjavík — Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 3. april kl. 10.30-12.00 að Hafnarstræti 20, 3. hæð, mætir Finnur Ingólfsson alþingismaður og ræðir stjórn- málaviöhorfið og svarar fyrirspumum. Fulltrúaráðiö Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Pœr þurfa að vera vélritaðar. VELKOMIN TIL U.S.A. Sértilboð frá bandarísk- um stj'órnvöldum Bandarisk stjómvöld gefa þér kost á að sækja um og öölast varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi samkvæmt áætlun AA-1. Dregið verður úr umsóknum og þú getur þannig hreppt tæki- færi til að setjast að i Bandaríkjunum og stunda þar vinnu. (orðið handhafi „græna kortsins"). Umsóknarfrestur um dval- arieyfi rennur út 31. mars nk. og því nauösynlegt að bregð- ast við strax, svo umsókn þín nái fram í tlma. Allir þeir, sem eru fæddir á Islandi, Bretlandi eða (riandi og/eða eiga foreldri eða foreldra af sömu þjóðemum, hafa rétt til að sækja um þetta leyfi. Sendið 45 Bandaríkjadala greiðslu fyrir hvem umsækjanda til okkar ásamt nafni umsækjanda, fæðingardegi, fæöingar- stað, nafni hugsanlegs maka og nöfnum og dvalarstað ógiftra bama undir 21 árs aldri. Heimilisfangið er: VISA USA, P.O. Box no. 822211 Dallas, Texas, 75382, USA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.