Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR L#TT# • • alltaf á nnövikudöguin NÝTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 HOGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum 686300 ÚS varahluti m HanarsböfAa l - s. 67-67^ TVOFALDUR1. vinningur MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1993 Veðhafar sögðu pass við 660 milljóna kr. til- boði Ósvarar hf. í togara og kvóta þrotabús EG í Bolungarvík: Kvóti og tog- arar auglýst- ir til sölu Veöhafar sögðu pass við 660 millj- óna króna tilboði útgerðarfyrir- tæksins Ósvarar hf. í Bolungarvík í togara þrotabús EG á fundi í gær. Jafnframt var tekin sú ákvörðun að auglýsa Dagrúnu og Heiðrúnu og kvóta þeirra til sölu á almennum markaði. Jón Guðbjartsson, bæjarfulltrúi í Bolungarvík, segir að nú sé ekki annað fyrir heimamenn en að bretta upp ermar. Björgvin Bjarnason, stjómarfor- maður Ósvarar hf., segir að vissulega beri menn kvíðboga fyrir afleiðing- um þess að skipin og kvóti verði auglýst til sölu, en engu að síður yrði allt reynt til að halda þeim áfram innan svæðisins. „Okkur leggst þó alltaf eitthvað til og það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framhaldið. En í sjálfu sér er það eðlilegt að veðhafar vilji kanna verð skipanna og kvóta, þótt maður hefði kosið að þeir hefðu tek- ið eindregnari afstöðu til þess að selja okkur þetta." Stefán Pálsson, annar af tveimur skiptaráðendum þrotabús EG, sagði að niðurstaða fundarins hefði verið sú að taka hvorki né hafna tilboði Ósvarar hf., slíta ekki viðræðum við heimamenn, heldur halda þeim áfram en jafnframt að auglýsa skipin og kvóta þeirra til sölu. Stefán segir að í tilboði heimamanna hafi verið ákveðnir lausir endar og m.a. um hlutafjársöfnun og að samþykki veð- hafa fáist fyrir skuldbreytingu og ýmsir aðrir þættir sem þyrftu að skoða nánar í dæmi sem þessu. Aðspurður sagði skiptastjóri að að svo stöddu lægju ekki fyrir neinar fullmótaðar verðhugmyndir um tog- arana og kvóta þeirra. Hann segir að það hafi ekki borist fleiri tilboð í togara og kvóta en hinsvegar hafa fyrirspumir og þreif- ingar átt sér stað. Á Dagrúnu ÍS hvíla 490 milljónir og 375 milljónir á Heiðrúnu og að mati skiptastjóra er æskilegt að fá sem mest fyrir skip og kvóta. Þorskígildiskvóti Dagrúnar er 1997 tonn og Heiðrúnar 1442 tonn. Gangverð á varanlegum kvóta er um þessar mundir á bilinu 185-195 krónur fyrir hvert þorskígildiskíló en um 40 krónur sé það tekið á leigu. A fund veðhafa í gær mættu m.a. fulltrúar frá Byggðastofnun sem jafnframt gæta hagsmuna Atvinn- tryggingasjóðs útflutningsgreina, Fiskveiðasjóði, Landsbanka, Trygg- ingamiðstöðinni, Skeljungi og lög- maður Bolungarvíkurkaupstaðar. -grh „Það er því miður staðreynd að samningamálin hafa smám sam- an sofnað. Samtímis því fer at- vinnuleysi vaxandi meðal Dags- brúnarmanna og um 500 þeirra eru nú án vinnu og stór og vax- andi hópur þeirra hefúr verið það í bráðum ár og er því að missa rétt til bóta,“ segir Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Dagsbrún heldur almennan fé- lagsfund í Bíóborg - gamla Aust- urbæjarbíói - kl. 13 í dag, þar sem farið verður fram á heimild «1 stjómar félagsins að boða verkfali. „Við ætlum að afia okk- ur verkfallsheimildar á fundin- um í dag svo við getum mætt vopnaöir til leiks. Fundurinn í dag þýðir ekki það að við ætlum að hlaupa út úr þessu samfloti. VerkfallsheÍmOd okkar manna þýðir að kröfugerðin verður virkari og harðari. Vaxandi atvinnuleysi ásamt samdrætti í yfininnu og minnk- andi kaupmætti, eru að verða viðvarandí ástand. Þetta er að herða að öllu þjóð- félaginu, skuidir heimiianna eru miklar og fara vaxandi," sagði Guðmundur. Guðmundur J. Guðmundsson -sá Ekki jafn sjálfsagt og áður að fella gengið. Þormóður rammi hf. Siglufirði: Niöurfærsla hafin Róbert Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri sjávarútvegsfyrirtæksins Þor- móðs ramma hf. á Siglufirði, segir það ekki jafnsjálfsagt mál og áður að fella gengi krónunnar. Hann seg- ir að þegar sé farið að nota leið nið- urfærslu í verslun og þjónustu. Á síðasta ári nam tap fyrirtæksins um 45 milljónum króna sem er að mestu rakið til síðustu gengisfell- ingar. Árið 1991 var hins vegar 85 milljóna króna hagnaður hjá fyrir- tækinu og í ár er gert ráð fyrir 20% veltuaukningu hjá Þormóði ramma. ,/Eskilegasta leiðin í stöðunni í dag er að fara leið niðurfærslu og Iækka kostnað heldur en að fella gengið. Hins vegar ef fyrirtækin og þjóðfé- lagið væru skuldlítil, væri gengis- felling í lagi. En fyrir skuldsett fyrir- tæki og þjóðfélag þá held ég að mun skynsamlegra sé að viðurkenna staðreyndir og reyna að gíra sig nið- ur.“ Framkvæmdastjórinn segir að það fari ekkert á milli mála að niður- færsluleiðarinnar gæti nú þegar í verslun og þjónustu. Hann segir að það komi skýrt fram í innkaupum og öðru og þá einkum vegna hinnar hörðu samkeppni sem er um hina fáu viðskiptavini sem geta keypt og borgað. Róbert segir að afkoma sjávarút- vegarins sé ekki glæsileg. „Sterkustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru annaðhvort að tapa eða eru á núllinu þrátt fyrir að inni í þeim séu hundruð milljóna af spari- fé landsmanna og þannig getur það ekki gengið lengi." -grh ...ERLENDAR FRÉTTIR... BRUSSEL Bandaríkjamenn vilja aukiö ffrelsi Bandarikin krefjast mikilla breytinga til að meira frelsi I alheimsviðskiptum verði gefið og fara fram á að Japan fari að sýna meirí áhuga I þá áttina. Erindreki Japan I málefnum Evrópska samfélagsins, hafnaöi ásökunum Bandaríkjamanna um að ráðmenn I Tókló væru ekki áhugasamir um GATT- samninginn og sögðu að hegöun Mickey Kantor, viöskiptafull- trúa Bandarikjanna, værí ekki I neinu sambandi við raunvemleikann. MOSKVA Forystumenn myrtir Tveir aðalforystumenn framvaröar- sveitar Tajikistan, sem áttu stóran þátt I að knýja fram nýja stjómarforystu I hinu mið- asiska rlki I fyrra, hafa verið myrtir á dularfullan hátt, að sögn tals- manna I sendiráöinu I Moskvu. RÓM Bíður með að segja aff sér Italski forsætisráðhemann, Giuliano Amato, hyggst ekki segja af sér fyrr er búið er að finna nýja ríkisstjóm sem gæti komiö I stað fjórflokkastjómar- innar sundruðu, segir I frétt Italska rlk- issjónvarpsins. Sóslalistar áttu fund meö Oscar Luigi Scalfaro forseta, I til- raun til að leysa þann vanda sem hneykslismál innan rikisstjómarinnar hafa valdið aö undanfömu. JERÚSALEM Arabar skjóta tvo ísraelska lögreglu- menn Yitzhak Rabin, forsætisráöherra Isra- elsmanna, fyrirskipaði takmörkun frelsis þeirra tveggja milljóna Palest- inumanna sem búa á Vesturbakkan- um og Gaza-svæöinu, eftir að Arabar skutu tvo Israelska lögreglumenn. KAlRÓ Sprengja springur á vinsælum fferða- mannastað Sprengja sprakk nálægt frægustu pýr- amídum Egypta, og særöi tvo eg- ypska verkamenn. Hins vegar slapp rússneskur ferðamannahópur sem staddur var I grenndinni við meiösl, að sögn lögreglumanna. ABIDJAN Barist í borginni Barist var meö byssum I búðum Ör- uggisvarðar rikisins þar sem upp- reisnargjamir mótmælendur hafa náð skrifstofu forsetans á sitt vald, hermdu Ibúar borgarinnar I gær. MOSKVA Yeltsin leitar leiða Boris Yeltsin, Rússlandsforseti, ráög- aöist við vinveitta þingmenn um hvernig best væri aö koma tillögum slnum I framkvæmd um þjóðarat- kvæðagreiðslu til að skera úr um hverjir muni stjóma rfkinu. SARAJEVÓ Tveir stríðsglæpa- menn dæmdir Herdómsstóll I Bosníu dæmdi tvo serbneska hermenn til dauöa fyrir byssuárásir, morö og nauðganir. I Tuzla segjast talsmenn Sameinuðu þjóðanna tilbúnir til að hefja brottflutrv ing særðra múslima frá Srebrenica I þyriuflugi á ný, ef bosnlskir Serbar samþykkja þaö. DENNI DÆMALAUSI „Er ekki hægt að fá gulrætur með einhverju öðru bragði?“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.