Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 31. mars 1993 Ætli menn að skera niður fjármagn til íbúðakaupa svo raunhæft sé, þyrfti líka að takmarka banka og lífeyrissjóði: Húsbréfakerfið þróast eins og reiknað var með „Ef farið verður í slík afskipti af húsbréfakerfinu, sem annað hvort fælust þá í takmörkun á útgáfu húsbréfa eða að lánsupphæðir yrðu skornar enn frekar niöur, þá sé ég ekki annað en að við færum aftur í gamla farveginn. Þetta mundi varla leiða til þess að fólk hætti við íbúðakaup, heldur auka á ný eftirspum eftir lífeyrisjóðslánum og bankalánum tíl íbúðakaupa," sagði Sigurður Ceirsson, framkvæmdastjóri húsbréfadeildar Húsnæðisstofnun- ar. En Tíminn bar undir hann enn eina hvatninguna frá Seðlabanka til ríkisvaldsins, að íhuga framkvæmd húsbréfakerfisins með tilliti til áhrifa þess á vaxtaþróun í landinu. Enda framboð húsbréfa ráðið mestu um vaxtastigið undanfarin tvö ár. ,Ætli menn að skera niður Qár- magn til íbúðakaupa, svo raunhæft sé, þá þyrfti í rauninni líka að setja takmarkanir á lífeyrissjóðina og einnig bankakerfið. Og okkar reynsla hefur verið sú, að þegar fólk fjármagnar íbúðakaup í auknum mæli með lánum frá lífeyrissjóðum og bönkum þá hefur það mjög oft viljað enda með því að það lendir í greiðsluvanda," segir Sigurður. Hann segir ekki nýtt að þeir í Seðlabankanum líti á húsbréfin sem alvald íslenskra fjármála. En ef litið sé á markaðinn í heild þá eru hús- bréf á markaði þó ekki nema kring- um 1/5 hluti, en ríkisskuldabréf og ríkisvíxlar nærri tvöfalt stærri hluti. ,Jlanni finnst því ekki alveg í takti, að ein eining sem er aðeins um 20% markaðarins skuli talin ráða mark- aðnum“. Sigurður segir það vel geta farið svo að Húsnæðisstofnun fari að nýta heimild sína til að starfa sem viðskiptavaki á markaðnum og eiga sjálf viðskipti með húsbréf, bæði kaup og sölu. Með því móti geti stofnunin dregið nokkuð úr framboði á markaðnum, og létt að- eins á honum til að halda ávöxtun- arkröfu niðri. Nýjustu áætlun um útstreymi húsbréfa á þessu ári, seg- ir Sigurður í kringum 10,5 millj- arða. Þau bréf fari samt ekki öll á markað. Síðan verði á það að líta, að stofnunin komi til með að innleysa húsbréf upp á 2,1 milljarð á þessu ári, sem þar með séu tekin af mark- aðnum aftur. Nettó útsteymi hús- bréfa frá stofnuninni sé því ekki nema um 8,5 milljarðar á þessu ári. Það sé verulega, eða í kring um 3 milljörðum, minna en í fyrra. Sig- urður segir heldur hafa dregið úr afgreiðslu húsbréfa vegna íbúða- kaupa/bygginga fyrstu mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Nýjustu áætlanir bendi til að afgreidd húsbréf á þessu ári verði um hálfum milljarði undir þeim 11 milljörðum sem lánsfjárlög gera ráð fyrir á þessu ári. Þótt afgreiðslur vegna notaðra íbúða séu um 14% færri nú en í fyrra megi ekki draga of miklar ályktanir af því. Því innkomnar um- sóknir hafi nú verið 5% fleiri en sömu mánuði í fyrra, þannig að talsvert hafi greinilega komið inn af umsóknum sem einhverjar athuga- semdir hafi verið gerðar við. Endan- leg fækkun verði því tæpast 14%. Nýbyggingarlánum hefúr hins veg- ar fækkað verulega. Afgreiðslum vegna nýbygginga hefur fækkað um 16% og umsóknum ennþá meira, eða um 21% m.v. sömu mánuði í fyrra. „Við erum ennþá þeirrar skoðunar að upphaflegu áætlanimar komi til með að fara nokkuð nærri lagi yfir árið í heild,“ sagði Sigurður. Búast megi við aukningu þegar líður á ár- ið, á sama hátt og gerðist fyrra. Enda aðstæður nokkuð svipaðar. Kjarasamningar hafi þá verið lausir í byrjun árs, óvissa í samningsumr- æðum, rætt um verkföll og því um líkt. Núna séum við á svipuðu tíma- bili. „Það er ekkert sem er að koma okkur á óvart. Þróunin hefur verið eins og reiknað var með í upphafi og spár gengu út á. Kerfið er núna að aðlaga sig og byrja að komast í það jafnvægi sem reiknað hefur verið með. Það var vitað mál að útstreym- ið yrði mikið í upphafi. Núna er kerfið að byrja á að laga sig að því sem það á að vera; að hluta til útgáfa nýrra húsbréfa, að hluta til yfirtaka (endurgreiðsla) á eldri bréfum. Ég á því ekki von á að við sjáum aftur neitt svipaðar (útlána)tölur og í upphafi fyrr en íslendingar verða orðnir alímiklu fleiri en þeir eru nú,“ sagði Sigurður Geirsson. - HEI Kennarar fá stuðning frá forseta íslands í launabaráttunni í viðtali við Ný menntamál: „Laun kenn- ara eru þjóð- inni til vansa“ „Allur stuðningur verður að liði og auðvitað hlýtur maður að vænta þess að sá stuðningur sem kemur frá forseta þjóðarinnar, verði okkur ekki síður að liði en annar stuðn- ingur, nema kannski frekar,“ segir Svanhildur Kaaber, formaður Kenn- arasambands íslands. Kennarar fá heldur betur góðan stuðning í launabaráttunni frá for- seta íslands, frú Vigdísi Finnboga- dóttir, í viðtali við Ný menntamál, tímarit Bandalags kennarafélaga. Þar segir frú Vigdís að „laun kennara séu þjóðinni til vansa" og að „kenn- arar eigi að vera mjög vel launaðir." Að mati forsetans á kennarastarfið að vera „eftirsóknarvert af bestu fá- anlegum mönnum, í því felst þjóðar- hagurinn." Að sama skapi telur frú Vigdís að kennarastarfið sé meðal þeirra „mikilvægustu í þjóðfélaginu, vinnu þeirra ber að sýna virðingu." Svanhildur Kaaber, formaður KÍ, segir að þessi stuðningur forsetans sé afar gleðilegur en út af fyrir sig ekki óvæntur, þar sem hún hefur ævinlegt stutt afskaplega vel við það sem verið er að vinna að í skólum og með böm. Þessu til staðfestingar vfsar for- maður KÍ til nýársávarpa forsetans á síðastliðnum árum þar sem fram hefur komið stuðningur hennar við menntun og uppeldi og þá ekki síst við kennarastéttina. ,Að því leyti get ég ekki sagt að ég sé hissa á því að sjá þessi orð forset- ans, en að sjálfsögðu afar glöð hvernig þau koma fram og hversu mikils hún metur það sem unnið er að í skólum landsins." Sveinn Bjömsson forsetaritari sagðist aðspurður ekki geta svarað því hvort aðrir hópar launafólks gætu vænst þess að fá stuðning frá forseta íslands í launabaráttu sinni eins og kennarar, en spumingunni yrði komið á framfæri við frú Vig- dísi. -grh Framsóknarflokkurinn vegna lóðaúthlutunar til Brimborgar: Hafnar skipti- myntarharki „Framsóknarflokkurinn hafnar því að lóðir og lóðaúthlutanir séu notaðar sem skiptimynt þeg- ar stjórnendum borgarinnar hentar,“ segir í bókun Sigrúnar Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, á borgar- ráðsfundi í gær. Ástæðan er sú að íyrirtækið Brimborg vill nú kaupa hús og lóð slökkviliðsins við Bfldshöfða 1 en var níunda í röðinni í útboði fyrir rúmu ári. Eins og kunnugt er var lóð fyr- irtækisins Brimborgar að Suður- landsbraut 56 tekin af því þar sem rökstuddur grunur lék á því að ekki væri ætlunin að byggja á lóðinni heldur selja hana þess í stað. Nú hóta forsvarsmenn Brimborgar lögbanni á fram- kvæmdir á þessari Ióð nema þeir fái eignina að Bfldshöfða 1 á því verði sem þeir buðu á sínum tíma þ.e. rúmum 17 millj. kr. „Ég tel að okkur hafí verið ljóst þegar lóðin að Suðurlandsbraut var tekin af Brimborg, að það gæti leitt til málaferla. Það þótti jafnvel æskilegt að fá úrskurð dómsstóla um slík ágreinings- mál hjá borginni. Bfldshöfða 1 á að bjóða út aftur eins og samþykkt liggur fyrir um,“ segir einnig í bókun Sig- rúnar. Á fundi borgarráðs var málinu frestað og er það á dagskrá borg- arstjórnar fimmtudaginn kemur. fslendingar eru hrifnir af tyrkneskum barnafötum. Rósa Hansen sem rekur barnafataverslun með tyrkneskan barnafatnað fer ekki varhluta „Tyrknesk fatahönnun byggir á margra alda hefö og iandinn hefur sýnt þcssari sérstöku vöru mikinn áhnga," segir Rósa Hansen sem opnaói nýlega verslun með tyric- nesk bamafdt Hún er systír Sop- hiu Hansen og hefur ekki farið var- hluta af gróusögum sem segja m.a. að með verslunarrekstrinum viti fólk hvert söfnunarféð fór f lands- söfnuninni „Börain heim“. „Þetta gerist þrátt fyrir að Landsbankinn sé fiárgæsluaðill söfnunarinnar,“ Rósa opnaði nýlega versiun sem heitir „Brosandi fólk“ og þar er eingongu til söiu tyrkneskur bama- fatnaður. Undanfari þessara við- skipta voru fíölmargar ferðir sem hún fór með systur sinni til Tyrk- lands til að styðja vð baláð á henni eins og hún kemst að orði. Það varð henni samt dýrkeyptur stuðningur því að f kjöifarið misstí hún vinn- una en Rósa er menntaður fótað- gcröar- og snyrtífræðingur. Það fór samt ekki hjá því að ein- hver ávinningur fylgdi samt stöð- ugum ferðum tii Tyridands. „Þá tók ég eftir því hversu falleg og gæðaieg tyricnesk baraafdt em og vissi að það er erfltt að fá slíkan fatnað hér á landi nema sérsaumað- an,“ seglr Rósa. Hún segir tyrknesk bamafdt vera tburðarmeiri en íslendingar eigi að venjast „Þau byggjast á margra alda hefð og em mjög iistræn og skrautieg án þess að skera sig úr hvað varðar aiþjóðiegan fatnað,“ bætir hún við og álítur Týrid mjög seglr landann sýna hor.um miklnn áhuga Tfmamynd Ami Bjama Það hefúr samt ekki farið hljótt um þennan versiunarrekstur Rósu og illt umtal og kjaftasögur hafa m.a. einkennt umræðuna. „Þessar kjaftasögur hafa aðaliega verið á þeim nótum að Sophiaeigi verslun- ina og nú viti fólk hvert sÖfnunar- féð hafl farið. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því að Landsbanbi ís- iands er fíárgæsiuaðili framlag- anna. Með þessum lgaftasögum er verið að segja að bankinn standi sig ekki sem fjárgæsiuaðili," segir Rósa. Hún segist ýta þessum sögu- sögnum frá sér. „Ef ég væri að velta mér upp úr þessu gæti ég ekki komið öllu því f verk sem ég þarf að gera dag hvem,“ bætir hún við. Þessi viðskipti Rósu hafa jafn- framt valdð athygli og umfal af öðr- um toga. Margir hafa furðað sig á að Rósa skuii sldpta við Tyrki þrátt fyrir harða forræðisdeiiu systur bennar þar í iandí. Rósa telur að þessi viðskiptl efli þvert á mótí bar- áttuna í forræðismálinu. „Halim Al, bamsfaðtr stúlknanna, hefur í málfiutningi sínum lagt áherslu á að undirrót forræðismálsins sé óbeit á tyrknesku þjóðinni sem miði að því að dætur Sophiu alist ekki upp þar í Iandí, Með verslunar- rekstrinum sýnum við óbeint fram á að við höfum ekkert nema gott um þjóðina að segja en stöndum hins vegar i baráttu við sjúkan mann. Það er hvorki í gangl trúar- stríð né heldur efnahagslegt, and- legt eða siðferöílegt strið. Þetta er emgöngu beiðarleg barátta fjöl- skyldu fyrir tveimur fitlum stúlk- um sem hefur verið misboðið gróf- lega af föður sínum, sem vili þann- ig til að er Týrki,“ segir Rósa. Hún bætir við að lyridr séu al- mennt hjartahlýir og aiveg sérstak- lega gestiisnir. „Ég er heílluð af landl og þjóð og við systumar höf- um eignast marga góða vini á ferð- um okkar tíl lyrídands,** sagði Rósa að iokum. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.