Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 31. mars 1992 w 1 kvöld Handknattleikur 1. deild karla Stjarnan-ÍBV kl. 20.00 Víkingur-KA kl. 20.00 Fram-Haukar kl. 20.00 FH-Valur kl. 20.00 ÍR-Selfoss kl. 20.00 Þór A.-HK kl. 20.30 Körfuknattleikur Úrslitakeppni Japisdefidar IBK-Haukar kl. 20.00 tílak ÚrsUtakeppni l.deUdar HK-Þróttur kl. 20.00 Riðlakeppni Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu: Danir verða að sigra! Það verða margir leikir leiknir í undakeppni HM í knattspymu og eru þeir margir hveijir þýðingarmiklir. Danir mæta Spánverjum og verða Danir að sigra í leiknum til að eiga raunhæfan möguleika á að tryggja sér sæti í úr- slitakeppninni. Þá mæta Englendingar TVrkjum, Sviss tekur á móti Portú- gölum, Ungverjar á móti Grikkjum, írar á móti grönnum sínum frá N-ír- landi og Wales fær Belga í heimsókn. Danski landsliðsmaðurinn Flemming Knattspyrna: Enskir rændir Enska landsliðið í knattspymu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, lék í gær við TVrki í riðlakeppni Evrópukeppn- innar og lyktaði leiknum með marka- lausu jafntefli að viðstöddum 20 þús- und manns. Ekki góð úrslit Englend- inga og ekki lyftist á þeim brúnin þeg- ar þeir snéru til búningsherbergja því þar höfðu þjófar verið á ferð. Þeir rændu skartgripum, peningum og úr- um frá þremur leikmönnum. Að sögn Lawrie McMenemy, þjálfara liðsins, þá voru lyklar skildir eftir í hurðinni að búningsherberginu um tíma, þar sem það hefði verið búið að fullvissa þá um að herbergið væri vaktað. Svo hefði ekki verið. Andy Cole frá Newcastle tapaði hring og hálsmeni, Phil Whel- an frá Ipswich tapaði peningum og Marcus Stewart frá Blackbum tapaði hring. Povlsen sagði í gær að það væri að duga eða drepast fyrir Evrópumeistar- ana gegn Spánverjum. Þeir hefðu að- eins fengið fimm stig í fjómm leikjum í þriðja riðli, en Spánverjar em hins vegar efstir með níu stig í sex leikjum. Povlsen kemur nú í liðið að nýju eftir meiðsli. Leikið verður í fyrsta sinn á hinum nýja Parken leikvangi sem tek- ur um 40 þúsund manns í sæti og er ljóst að Danir munu treysta á að heim- völlurinn fleyti þeim til sigurs á erfið- um Spánverjum. Englendingar eiga einnig mjög erfitt verk fyrir höndum, því þeir heimsækja Tyrki til Izmir í Tyrklandi í öðmm riðli. Meiðsli hafa sett strik í reikning- inn við val á enska landsliðinu oftar sem áður. Þeir Alan Shearer, fyrirlið- inn Stuart Pierce, Tony Dorigo, Paul Merson og Alan Smith em allir meidd- ir auk þess sem þeir leikmenn sem áttu að koma í þeirra stað, þeir Brian Deane og Paul Warhurst, meiddust einnig. Líklegt er að byrjunarlið Englands verði skipað eftirtöldum leikmönnum: Chris Woods, Lee Dixon, Andy Sinton, Arsenal og Tottenham mætast í undaúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag: Meiðsli hjá Tottenham Terry Venables, einn eigenda Tot- tenham og forstjóri félagsins, er uggandi um að unglingarnir tveir í liði hans, þeir Darren Anderton og Nick Barmby, verði ekki orðnir góð- ir af meiðslum þeim hafa hijáð þá, fyrir undanúrsUtaleikinn í ensku bikarkeppninni á sunnudag. Þá mætast á Wembley erkifjendumir, Arsenal og Tottenham. Það er þó von um að þeir geti verið með, því á undanfömum dögum hefur bati þeirra verið nokkur. Darr- en Anderton hefur verið slæmur í baki, en fór til sérfræðings í gær sem sagði að líklega gæti hann leikið á sunnudag. Barmby er hins vegar meiddur á fótum, en báðir hafa þeir stundað léttar æfingar. Þetta eru ekki einu meiðslin í her- búðum Tottenham því skoski fram- herjinn Gordon Durie, hefúr átt við meiðsli í nára að stríða og hefur bat- inn verið hægur. Hann leikur ekki á Wembley á sunnudag. Carlton Palmer, Des Walker, Tony Ad- ams, David Platt, Paul Gascoigne, Ian Wright, Les Ferdinand, Paul Ince. Það er talsverð pressa á enska liðinu sem hefur fengið fimm stig í sex leikj- um á Wembley, en verður nú að sýna að það geti einnig unnið á útivelli. Englendingar eiga að sjálfsögðu að sigra í þessum leik, enda hafa TVrkir aldrei skorað hjá þeim. Leikur liðanna á Wembley í nóvember endað með 4-0 sigri Englands. „Ég ber fyllsta traust til liðs sem hefúr unnið Týrkina áður 4- 0. Töp liðsins gegn Svíum í Evrópukepn- inni og Spánverjum í vináttuleik eru þau einu á útivelli í tvö og hálft ár. Af hverju ætti ég ekki að vera öruggur," sagði Graham Táylor landsliðsþjálfari í gær. Það er einnig hörkuleikur í fjórða riðli þar sem Belgar skreppa til Wales og Ieika þar við heimamenn. Belgar eru nú nokkuð öruggir með að komast í lokakeppnina í Bandaríkjunum, enda hafa þeir unnið alla sex leiki sína í riðl- inum hingað til, með Enzo Scifo fremstan í flokki. Wales-verjar hafa leynivopn í erminni því þeir hyggjast kallatil efnilegasta leikmann Englands tvö ár í röð, Ryan Giggs, til að styrkja lið sitt og er ekki annað vitað en að hann byrji inná. Belgar sigruðu í fyrri leiknum 2-0, en Wales berst um annað sætið í riðlinum við sameinað lið Tékka og Slóvaka annars vegar og Rúmena hins vegar. Líklegt byrjunar- lið: Neville Southall, David Phillips, Mark Bowen, Eric Young, Kevin Ratc- liffe, Barry Home, Ryan Giggs, Gary Speed, Dean Saunders, Ian Rush, Mark Hughes. Enska knattspyrnan: Cantona sektaöur Eric Cantona, franski landsliðsmaðurinn í Man.Utd, var í gær sektaður um eitt þúsund pund, eða um eitt hundrað þúsund íslenskar krónur fyr- ir að hrækja að áhangendum Leeds þegar liðin mættust á Elland Road í Leeds í síðasta mánuði. Aganefnd Enska knattspymusambandsins áminnti Frakkann einnig um að gæta vel að hegðun sinni í framtíðinni. Eric Cantona var ekki viðstaddur uppkvaðninguna í höfuðstöðvum sambandsins í London í gær, full- trúi hans mætti. Tálsmaður Enska knattspyrnu- sambandsins sagði í gær að tekið hefði verið tillit til þess að hegðun áhangenda Leeds hefði verið ögr- andi í garð Cantona. ... Greame Souness hefur verið kærður vegria hegðunar sinnar I garð línuvarðar á með- an á leik Liverpool og Crystal Palace stóð, sem fór fram á Shelhurst Park. Enska knatt- spyrnusambandið tók þetta mál til meðferðar eftir að hafa fengið skýrslu frá dómara leiksins, en Souness var rekinn af varamannabekknum (leikn- um þegar átta mlnútur voru til leiksloka. Ef Souness verður fundinn sekur er llklegt að hann fái háa sekt og leikbann sem yrði hans fjórða frá þv( hann hóf feril sinn sem fram- kvæmdarstjori. Stjórn Liverpo- ol hefur miklar áhyggjur af hegðun Souness og hefur beðið hann um að fara sér hægt (framtíðinni. ... Efns og vi6 sögðum frá á dögunum þá sagði þjálfari Atl. Madrid af sér vegna sam- starfsörðugleika við forseta fé- lagsins, en hann var annar þjálfari félagsins á skömmum tíma. Liðið hefur nú fengið nýj- an þjálfara til að spreyta sig á verkefninu og er hann ellefti þjálfarinn á fimm og hálfu keppnistlmabili til að þjálfa lið- ið. Það er Argentlnumaöurinn Ramon Cacho Heredia sem hlaut þetta skemmtilega verk- efni. Hann lék með liðinu á átt- unda áratugnum. ... Forseti félagsins, sem mörgum hefur reynst erfitt að lynda við, hefur ekki leynt þeirri skoðun sinni að fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Bernd Schuster, eigi ekkert heima I liðinu og vill losna við hann. Þegar hann var spurður að þv( hvort Schuster myndi fara frá félaginu (vor, svaraði forsetinn: „Ef guð lofar.'' Þrátt fyrir þessar róstur (félaginu þá er Atl. Madrid t fjórða sæti deildarinn- ar og er í undanúrslitum bikar- keppninnar. Katrin Krabbe dæmd í eins árs keppnisbann fyrir óíþróttamannslegaframkomu: Fjögurra ára banni aflétt vegna ólöglegra lyfjaprófa Katrln Krabbe Þýska frjálsíþróttasambandlö dæmdi f gær ftjálsfþróttakonumar Katrin Krabbe og Grit Breuer í árs bann, fri og meÖ 13. ágúst síö- astliönum, vegna óiþróttamannslegrar fram- komu. Áöur höföu þær tvívegis veriö dæmd- ar f íjögurra ára keppnisbann, en í bæði skiptin hafa þær unniö málið eftir áfrýjun, þar sem lyfjaprófm sem þýska frjálsiþrótta- sambandiö tók, stóöust eidd þýsk lög. Þetta þýðlr aö þann 13. ágúst næstkomandi mega þær keppa opinberiega á ný, eða dag- inn áöur en heimsmeistaramótið í Stuttgart hefst Þær geta hins vegar ekki keppt á mót- inu, því fulltrúi Alþjóða frjáisíþróttasam- bandsins kvað upp úr með þaö í gær, þar sem þær hefðu ekki náð Iágmörkum þeim sem þarf til að öðlast þátttökurétt Þaö er því Ijóst aö Katrin Krabbe, sem er 23 ára gömul, getur ekki variö gullverölaun sín í 100 og 200 metra hlaupi frá því á síöasta heims- meistaramótt Mál þetta hefur verið hið óþægilegasta fyr- ir alþjóölega frjálsíþróttaforystu og þaö þyk- ir nú (jósara en oftast áöur aö forystan er með aiit niöur um sig I þessum málum. Þær Krabbe og Breuer voru í júní í fyrra dæmdar í keppnisbann af Alþjóða írjálsíþróttasam- bandinu fyrir aö rugla þvagsýnum, en fyfja- prófiö var tekið á æfingu í Suður Afriku. Þaö keppnisbann hélt ekki því engar reglur eru til um það hjá þýska frjálsíþróttasamband- inu aö taka megi lyfjapróf utan keppni. í júlí voru á ný tckin próf á æfingu og í þeim kom í 1jós að þær Grit Breuer og Katrin Krabbe höfðu báöar neytt lyfsins, auk félaga þeirra Manueiu Derr. Þær voru því dæmdar í fjögurra ára bann f ágúst sföasiiðnum. En málinu var þar með ekki lokið, því þrátt fyrir að þýska frjáls- fþróttasambandiö heföi sett reglur sem heimiluöu fyfjapróf af handahófi hvort sem um keppni væri aö ræöa eöa á æfingu, þá kom f ljós aö f reglunum var ákvæöi sem heimilaði eldri aö svo yröi gert fyrr en í nóv- embcr. Þaö er af þessum sökum sem þre- menningamlr sieppa nú. Þær hafa aldrei neitaö aö hafa tririö inn fyfin, en sleppa vegna fáfræöi þeirra sem stjóma þessum málum á eigin reglugerðum. Niöurstaöan er því eins árs bann, fyrir „óíþróttamannslega framkomu." Katrin Krabbe viðurkennir að almenningur í Þýskalandl gæti dæmt hana siöferöilega seka, þar sem hún viðurkennir aö hafa tekiö Cienbuterol tíl aö hjálpa henni viö öndun á erflðum æfingum. Hún hafi hins vegar gert þaö í þeirri trú aö fyfiö hafi eldd veriö á bannllsta. Þaö er kaldhæðnislegt aö þessi uppákoma gæti vakiÖ forystumenn Alþjóöa frjálsíþróttasambandsins tll vitundar, um að standa þurfi betur aö þessum málum og aö fylla þurfi upp í þau göt sem Katrin Rrabbe og félagar hennar sluppu út um. Reglur Al- þjóöa frjálsíþróttasambandsins veröa aö falla að landslögum einstakra ríkja og frjáls- íþróttsambanda. Síöasti mánuöur hefur verið erfiður fyrir stjóm Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Þeir byijuöu á því aö dæma Ben Johnson í ævilangt keppnisbann eftlr aö hafa fallið á lyfjaprófi í annað sinn. Þá tapaöi sambandiö málshöfðun, sem heimsmethafi f 400 metra hlaupi, Bandaríkjamaðurinn Butch Reyn- olds, höfðaði gegn þeim vegna tekjumissis f tveggja ára keppnisbanni sem reyndist ólög- legt Þar varö sambandið aö punga út um 28 mífijónum dolJara. í framhaldi af því kafiaöi hann forseta alþjóða frjálsíþróttasambands- ins, Primo Nebiolo, „Guðfijöur“. „Ég held aö þaö sé ekki hollt fyrír einn mann að hafa jafp mikil völd og hann hefur. Að geta leyft sér aö taka ákvarðanir sem eru hafnar yfir öli lög.“ sagöi Reynolds um forseta fijáls- iþróttasambandsins. Þessar yfiriýsingar hiauparans veröa teknar fyrir á fundi Alþjóða ftjálsíþróttasambands- ins í maí næstkomandi. Það er þvf Ijóst aö þær eru nokkrar sprengjuraar sem hafa sprungið framan í forystumenn Alþjóöa fijálsiþróttasambandsins undanfarið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.