Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.03.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 31. mars 1993 Ragnheiður Sveinbj ömsdóttir Fædd 29. desember 1936 Dáin 23. mars 1993 Með Ragnheiði Sveinbjörnsdóttur er horfin langt um aldur fram sönn samvinnu- og félagshyggjukona. Ragnheiður studdi ætíð heilshugar samvinnuhugsjónina og velferðar- þjóðfélagið. Hún taldi sjálfsagt að allir menn, án tillits til efnahags og aðstæðna, ættu kost á þeirri þjón- ustu, sem er hverjum manni nauð- synleg. Þótt afskipti Ragnheiðar af stjórn- málum hæfust fyrr, urðu að því leyti tímamót í lífi Ragnheiðar árið 1970. Það ár var hún kjörin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir Framsóknar- flokkinn. Þar sat hún tvö kjörtíma- bil og lét mikið til sín taka í málefn- um sinnar heimabyggðar. Um svipað leyti hóf Ragnheiður þátttöku í flokksstarfi, þar sem hún starfaði af miklum krafti á meðan heilsa hennar leyfði. Hún sat í mið- stjórn Framsóknarflokksins 1974- ‘92 og var í framkvæmdastjóm í 17 ár. Á þessum tíma var hún vararitari Framsóknarflokksins í 15 ár, 1975- ‘90. Ragnheiður tók mikinn þátt í starfsemi framsóknarkvenna. Hún sat í stjórn Landssambandsins 1981-’87. Varaþingmaður Reykja- neskjördæmis var Ragnheiður eitt kjörtímabil, 1974-78, og sat þá tvisvar á þingi. Ragnheiður var varamaður í bankaráði Landsbank- ans frá 1985. Ragnheiður var vel hagmælt. Á þingum og fundum varpaði hún iðulega fram hnyttnum vísum, sem sýndu gott mat hennar bæði á gamni og alvöru umræðunnar. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir var fædd í Þingnesi í Borgarfirði. Þar átti hún sér fagran friðarstað, neðst í tungunni milli Hvítár og Grímsár, miðsvæðis í stórbrotinni sveit, en þó hæfilega úr alfaraleið. Þama dvaldi Ragnheiður mikið síðustu ár- in. Hún unni mjög landinu og þjóð- inni og mátti engan blett ?já á þess sóma. Ég þakka mikil störf Ragnheiðar Sveinbjömsdóttur á vegum Fram- sóknarflokksins og okkar kynni. Henni bið ég Guðs blessunar. Eigin- manni Ragnheiðar, börnum og ald- inni móður og öðrum ættingjum votta ég dýpstu samúð. Steingrímur Hermannsson Máltækið segir að „maður komi í manns stað“ og víst er það að lífið heldur áfram, þótt einstaklingar falli frá. Samt er það svo að mörg skörðin em vandfyllt og svo er með það skarð sem myndast í raðir fram- sóknarfólks í Hafnarfirði við lát Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur, sem lést þriðjudaginn 23. mars s.l., langt um aldur fram. Enda þótt Ragn- heiður hafi fyrir nokkru síðan flutt úr Hafnaríirði í næsta byggðarlag, var það svo, að hún bar hag fram- sóknarfólks í Hafnarfirði fyrir brjósti og vildi veg þess og félags- skaparins sem mestan. Hér er ekki ætlunin að rekja ævi- feril Ragnheiðar, eflaust verða aðrir til þess. Framsóknarfélögin í Hafn- arfirði vilja hins vegar koma á fram- færi kveðjum og þökkum fyrir óeig- ingjarnt starf í þágu Framsóknar- flokksins um langt árabil. Fyrir hönd hans gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum: bæjarfulítrúi í Hafnarfirði 1970-1978, átti sæti í bæjarráði 1970-1973 og 1975-1976, í stjóm bókasafns Hafnarfjarðar 1970- 1978, þar af formaður 1970- 1974. Ragnheiður var aðalhvata- manneskja að stofnun Kvenfélags- ins Hörpu, sem stofnað var 9. febr. 1967, en það er félagsskapur fram- sóknarkvenna í Hafnarfirði, Garða- bæ og Bessastaðahreppi, og átti hún sinn þátt í góðri starfsemi félagsins í mörg ár. Auk staría sinna fyrir framsóknarfólk í Hafnarfirði gegndi Ragnheiður auk þess ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Framsóknarflokk- inn: varaþingmaður í Reykjanes- kjördæmi 1976-1978, vararitari flokksins 1975-1990, átti sæti í mið- stjóm 1974-1992 og í framkvæmda- stjóm 1972-1989. Þáátti Ragnheið- ur sæti f landsstjórn Landssam- bands framsóknarkvenna 1981- 1987. Ragnheiður var valin í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnar- firði 1970. Þá fékk listi Framsóknar- flokksins mikið fylgi og Ragnheiður glæsilega kosningu. Sat hún síðan næstu átta ár í bæjarstjóm Hafnar- fjarðar. Til hennar leituðu margir, ekki síst þeir sem minna máttu sín, en hún hafði góðan skilning á kjör- um þeirra. Konur leituðu gjarnan til Ragnheiðar til að leita réttlætis í sfnum málum og sparaði hún hvergi sinn tíma til að vinna að þeirra velferð. Hvað eftirminnilegust er Ragn- heiður framsóknarfólki í Hafnar- firði í kosningabaráttu. Þá kom best f ljós dugnaður hennar og baráttu- þrek fyrir því sem hún vildi ná fram. Eftirminnileg er barátta hennar og dugnaður við Alþingiskosningarnar 1983. Þá tók hún að sér að vera kosningastjóri flokksins í Hafnar- firði. Að miklu var að keppa, ná aft- ur inn kjörnum manni í Reykjanes- kjördæmi og nú var fyrir sjálfan for- ingjann að berjast. Állan daginn og fram á kvöld stjómaði Ragnheiður liði sínu, hvort heldur það vom hringingar, fundir, viðtöl eða annað sem laut að því að fá fólk til fylgis við flokkinn og þá félagshyggju- stefnu sem hann boðaði og Ragn- heiður trúði á og barðist fyrir. Ár- angurinn lét ekki á sér standa: gíf- urleg fylgisaukning í kjördæminu og tveir menn inni. Enda þótt fram- sóknarmenn geti ekki státað sig af miklu fylgi í Hafnarfirði, er alveg víst að það vom ýmsir fleiri en flokksbundnir sem fýlgdu flokknum að málum í þeim kosningum og þar vó lóð Ragnheiðar mikið. Fáum mánuðum fyrir síðustu bæj- arstjómarkosningar flutti Ragn- heiður úr Hafnarfirði í Garðabæ. Ekki gleymdi hún framsóknar- mönnum í Hafnarfirði fyrir það og margsinnis heimsótti hún, ásamt manni sínum, skrifstofuna og hafði samband við þá sem henni þótti brýnt að ná til. Og þeir vom margir. Stöðugt minnti hún á að persónu- legt samband frambjóðenda við kjósendur væri nauðsynlegt ef ár- angur ætti að nást. Þannig hafði hún unnið, — og sigrað. Þótt hún stæði ekki sjálf lengur í eldlínunni, var það henni kappsmál að vel tæk- ist til. Ragnheiður var ágætlega ritfær, vel lesin og ljóðelsk og hún átti það gjarnan til að kasta fram vísu, ef henni þótti tilefni til. Hún var hisp- urslaus í framkomu, talaði tæpi- tungulaust um það sem betur mátti fara. Ragnheiður var framsóknar- kona og börn hennar studdu hana og þær skoðanir sem flokkurinn barðist fyrir. Þau, ásamt manni hennar, hafa tekið virkan þátt í flokksstarfinu og sýnt að „eplið fell- ur sjaldan langt frá eikinni". Að Ieiðarlokum vilja framsóknarfé- lögin í Hafnarfirði þakka Ragnheiði samfylgdina og óeigingjarnt starf í mörg ár. Það var allt með ágætum. Aldraðri móður hennar, Þórdísi Gunnarsdóttur, eiginmanni hennar, Edvarði Vilmundarsyni, börnum hennar, Þórdísi Birnu, Þorsteini og Sveinbirni, ásamt tengdabörnum og barnabörnum, eru fluttar inni- legar samúðarkveðjur. Megi blessun Guðs fylgja Ragn- heiði Sveinbjörnsdóttur. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Hún átti alltaf svo auðvelt með að koma fyrir sig orði og það var skemmtilegt að hlusta á ræður hennar. Einnig kastaði hún oft fram vísum. Þetta er það fyrsta sem kem- ur upp í hugann, þegar rifjuð eru upp kynni við Ragnheiði Svein- bjömsdóttur, framsóknarkonu frá Þingnesi, sem lengst af bjó í Hafnar- firði. Ragnheiður var ein af þeim fram- sýnu konum sem stofnuðu Lands- samband framsóknarkvenna haust- ið 1981 og átti hún sæti í fyrstu stjórn samtakanna sem þá var nefnd landsstjórn. Á fyrsta landsþingi LFK, sem haldið var á Húsavík tveimur árum síðar, var Ragnheiður ein af þeim konum sem stóðu að undirbúningi og framkvæmd þings- ins. Það, sem hún lagði til málanna á þinginu, var mjög yfirvegað og skemmtilega fram sett og var greinilegt á öllu að hún hafði reynslu af pólitísku starfi, sem við margar hverjar höfðum ekki. Á þessu þingi lágu leiðir okkar Ragn- heiðar saman, þar sem ég kom inní þessa stjóm, sem fékk þá heitið framkvæmdastjórn LFK. Frá þess- um tíma til ársins 1987 störfuðum við saman innan LFK, en þá lét hún af störfum í framkvæmdastjórninni. Eitt aðal verkefnið okkar á þessum árum var að halda námskeið fyrir konur á öllum aldri, og var farið í flest byggðarlög á landinu. Þetta voru ýmist helgarnámskeið, eða kvöldnámskeið sem tóku fimm kvöld. Þama kenndum við allt það nauðsynlegasta í félagsstarfi, fund- arstörfum og framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Um átta hundruð manns sóttu þessi námskeið og við vorum einar tólf konur sem tókum að okkur kennsluna. Ragnheiður var ein þeirra sem kenndu og tók hún sérstaklega fyrir það efni sem fjallaði um fundarstjóm, fundarrit- un og tillöguflutning. Hún var alger snillingur í þessum málum. Eitt sinn kenndi ég næsta kvöld á eftir Ragnheiði og þá heyrði ég á nemendum að þeir vom alltaf að tala um Málvík og það sem þar hafði gerst. Þegar ég fór að forvitnast um þetta frekar, kom í ljós að Ragnheið- ur hafði búið til nýtt sveitarfélag sem Málvík hét, og þar höfðu konur byggt upp óska sveitarfélag með þau áhersluatriði sem þeim fannst skipta mestu máli. Þarna er Ragn- heiði rétt lýst. Með reynslu af sveit- MIMMIHC) arstjómarmálum í Hafnarfirði og með þá staðreynd í huga að oftast voru það karlmenn sem stjórnuðu sveitarfélögum á þeim tíma með sínum áhersluatriðum, lét hún kon- urnar takast á við þetta stórkostlega verkefni. Málvík varð fræg á svip- stundu um allt land og haldnar vom sérstakar Málvíkurhátíðir með hóp- um kvenna sem höfðu sótt þessi námskeið. Ragnheiður starfaði af miklum dugnaði fyrir Landssamband fram- sóknarkvenna og eftir að hún hætti í stjórn samtakanna sat hún í nefnd- um fyrir LFK, nú síðast í Stjórn- málanefnd. Við framsóknarkonur erum þakklátar fyrir það mikla starf sem Ragnheiður lagði fram af óeig- ingirni. Eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Unnur Stefánsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna Við fráfall Ragnheiðar Sveinbjörns- dóttur, fyrrverandi bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, er horfinn af sjónar- sviðinu eftirminnilegur persónu- leiki. Sá sem þessar línur ritar átti því láni að fagna að starfa með henni í bæjarstjórn á merku um- bótatímabili í sögu Hafnarfjarðar, en öll sín störf á þeim vettvangi vann hún af heilindum og sam- viskusemi. Þar átti hún sæti á árun- um 1970-78 og gegndi á vegum bæjarstjórnar margháttuðum og mikilvægum störfum. Var í bæjar- ráði 1971-73, formaður bókasafns- nefndar 1970-74, í gatnanafnanefnd var hún, svo og í undirbúnings- og viðræðunefnd um lagningu hita- veitu í Hafnarfjörð, svo nokkuð sé nefnt. Þá var Ragnheiður um skeið í for- ustusveit Framsóknarflokksins á landsvísu, meðal annars sem vara- ritari flokksins og varaþingmaður Reykjaneskjördæmis. Það hendir marga, sem kvaddir eru til að sinna stjórnmálum, að þurfa að vinna að framgangi mála með andstæðingum úr öðrum flokkum. Þetta eru auðvitað gömul sannindi. Það gildir hvort heldur er á vett- vangi landsmála, bæjarmála eða í annarri stjórnsýslu. Álkunna er að slíkt samstarf getur verið með ýms- um hætti. Hvemig gengur eða með það fer í hverju tilfelli ræðst oft af því hvemig einstaklingunum, sem hlut eiga að máli, tekst að aðlagast og vinna hver með öðmm. Af þessu hefur undirritaður nokkra reynslu vegna afskipta af bæjarmálum og landsmálum á vegum Alþýðuflokks- ins. Á árunum 1970-74 var starfandi meirihluti Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Félags óháðra borgara í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Ragnheiður var þar fulltrúi síns flokks. í minnihlutanum voru sjálf- stæðismenn, sem veittu meirihlut- anum harða andstöðu. Þegar ólík öfl vinna saman er ekki alltaf auðvelt að samræma sjónar- miðin, eins og allir vita. Þetta feng- um við að reyna á þessum ámm. Ragnheiður hafði jafnan ákveðnar skoðanir á hlutunum, eins og við hin. Urðum við á stundum að gefa eftir til að ná samstöðu og niður- stöðu í meirihlutanum. Þegar kom- ið var á bæjarstjórnarfundi var mik- ilvægt að staðið væri saman, þannig að minnihlutanum tækist ekki að splundra. í þeim efnum var Ragn- heiður hin sterka stoð og trausta bjarg sem aldrei bifaðist. Þetta er mér minnisstætt. En þannig var Ragnheiður. I málflutningi var hún rökföst, málefnaleg, og hélt fast á sínum málstað. Jafnframt gat hún verið ákaflega skemmtileg og hafði góða kímnigáfu, enda vinsæl mjög. Hún var vel hagmælt og fór orð af því meðal Hafnfirðinga. Henti það gjarnan, þegar aðstæður leyfðu, að þau kváðust á, hún og bæjarfulltrú- arnir Hörður Zóphaníasson og Árni Grétar Finnsson, sem báðir eru góðir hagyrðingar. Ragnheiður er kvödd með virðingu og þökk fyrir samstarfsárin. Blessuð sé minning hennar. Stefán Gunnlaugsson í dag er til moldar borin Ragnheið- ur Sveinbjörnsdóttir. Hún kvaddi langt um aldur fram og í hugum okkar, sem þekktum hana og höfum starfað með henni, ríkir nú söknuð- ur og eftirsjá. Ragnheiður var fædd í Þingnesi í Borgarfjarðarsýslu 29. desember 1936. Foreldrar hennar voru Svein- björn Björnsson og Þórdís Gunn- arsdóttir, bændur þar. Þórdís lifir dóttur sína. Bróðir hennar var Björn Sveinbjörnsson, hæstaréttar- dómari, sem einnig er látinn um aldur fram. Ragnheiður varð stúd- ent frá MR 1955, innritaðist í guð- fræði, en hætti námi, enda komin með fjölskyldu. Hún giftist Eyjólfi Þorsteinssyni, stýrimanni í Hafnarfirði, og átti með honum þrjú börn: Þórdísi Birnu, húsmóður, maður hennar er Ólafur B. Svavarsson, þau eiga syn- ina Björn Einar, Óðin og Svavar; Þorsteinn, stýrimaður, kona hans er Valdís A. Valgarðsdóttir, þau eiga börnin Lilju og Eyjólf; yngstur er Sveinbjöm, deildarstjóri í Landbún- aðarráðuneytinu, kona hans er Inga Vildís Bjarnadóttir, þau eiga dæt- urnar Ragnheiði, Sigrúnu og Krist- rúnu. Ragnheiður og Eyjólfur skildu. Seinni maður Ragnheiðar var Eðvarð Vilmundarson, sjómað- ur. Ragnheiður hóf störf hjá lögfræð- ingum Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og starfaði þar til dauðadags. Sú skrifstofa heitir nú „Lögvísi". Ragnheiður bjó lengstaf í Hafnar- firði, en þau Eðvarð fluttu að Kjarr- móum 20 í Garðabæ fyrir þremur árum. Æskustöðvarnar í Þingnesi voru henni mjög kærar. Þar áttu þau sumarbústað og unaðsreit og dvöldu þegar færi gafst og þó oftar í huganum. Ragnheiður var eindreginn stuðn- ingsmaður Framsóknarflokksins og á þeim vettvangi kynntumst við henni fyrst og fremst. Ragnheiður öðlaðist strax mjög mikla tiltrú fé- laga sinna og valdist til ýmissa trún- aðarstarfa. Ragnheiður var bæjar- fúlltrúi í Hafnarfirði 1970-1978. Hún átti sæti í miðstjóm Fram- sóknarflokksins til 1992, í fram- kvæmdastjórn flokksins 1972- 1989, var varaþingmaður fyrir Reykjaneskjördæmi 1971-1978 og sat á Alþingi í forföllum Jóns Skafta- sonar. Ragnheiður var vararitari Framsóknarflokksins 1975-1990 og var fyrsta konan í æðstu stjórn flokksins. Hún var að mörgu leyti brautryðjandi meðal framsóknar- kvenna og átti þátt í stofnun Lands- sambands framsóknarkvenna og átti þar sæti frá stofnun til 1987. Þá átti hún lengi sæti í flokksmála- nefnd og var þar í forystu og átti mikinn þátt í mótun innra starfs flokksins. Sem stjórnarmaður í Framsóknarflokknum átti hún seturétt á fundum þingflokks fram- sóknarmanna og lét þar mikið til sín taka og lagði þar sem annars staðar gott til mála. Ragnheiður var varamaður í bankaráði Landsbank- ans, fyrst kvenna, frá 1985 til enda- dægurs og sat fjölmarga bankaráðs- fundi. Ragnheiður var óvenju gáfuð og glæsileg kona, ágætur ræðumaður, lagin í samskiptum við annað fólk og mikil félagsvera, ráðsnjöll, skemmtileg í umgengni, ljóðelsk og prýðilega hagmælt. Hitt bar þó af hve mikil heiðríkja og ærlegheit fylgdi henni og öllum tillögum hennar. Hún hafði djúpa réttlætis- kennd og var tamt að taka málstað lítilmagnans, berjast fyrir jöfnuði og jafnrétti í samskiptum mann- anna og réttlátara þjóðfélagi. Ragnheiður stríddi við krabbamein nokkur síðustu ár ævi sinnar og hefur nú orðið að lúta f lægra haldi. Ævi hennar er öll. Vafalaust er að hver sem lífsbraut hennar hefði orðið hefði hún hvarvetna öðlast virðingu og vinsældir vegna gáfna sinna, glæsileika og reisnar. Hún hefði orðið góður prestur eða bók- menntafræðingur. Framsóknar- flokkurinn á henni mikið að þakka og við sem störfuðum þar með henni um langt árabil. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga vináttu hennar og fyrir að hafa kynnst þessari fjölgáfuðu og góðu konu. Við sendum Eðvarð, móður hennar og börnum og öllum að- standendum innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé hin bjarta minning hennar. Sigrún Magnúsdóttir Páll Pétursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.