Tíminn - 31.03.1993, Síða 3

Tíminn - 31.03.1993, Síða 3
Miðvikudagur31. mars 1993 3 Teikningin sýnir m.a. náttúrufræðahúsið og skipulag fríðlandsins eins og menn hugsa sér að það gæti litið út í framtíðinni. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 130 milljónum í byggingu húss yfir Norrænu eldljallastöðina: Náttúrufræðahús byggt í Vatnsmýrinni 1995 Ríkisstjórain hefur ákveðið að veita 130 milljónum til byggingar húss yfir Norrænu eldijallastöðina. Húsið verður hluti af húsi yfir líffræðideild og jarðfræðideild Háskóla íslands sem byggt verður í Vatnsmýrinni, austan við Norræna húsið. Þessi ákvörðun stjómvalda er talin flýta því að ráðist verði I byggingu þessa húss, sem kallað hefur verið náttúrufræðahús. Bygging yfir líffræðideild Háskól- ans er efst á forgangslista byggingar- sjóðs Háskólans og hús yfir jarð- fræðideildina kemur þar fljótlega á eftir. Líffræðideildin er í dag í óhent- ugu leiguhúsnæði við Grensásveg, fjarri háskólasvæðinu. Sveinbjöm Bjömsson háskólarektor sagði að ákvörðun stjómvalda geri það að verkum að hægt verði að hefja bygg- JVeð aðlöguninni að EES er á meðvitaðan hátt verið að búa til svipað atvinnuleysi hér og er f fkstum löndum Evrópu," segir m.a. í ályktunum og tiliögum trúnaðarmannaráðs fyrir aðal- fnnd Starfsmannafélags rikis- stofnana. Þar tr stjóm SFR hvött til að vinna að því að efla verka- lýðshreyfinguna t.d. með auknu samstarfi við önnur verkalýðsfé- lög, svo hún sé betur i stakk búin til að takast á við aukinn sfyrir at- vinnurekenda og ríkisvald. í áiyktunum og tiUðgum trúnað- annannaráðsins er þess krafist að dregið verðl skipulega úr atvinnu- leysinu og því útrýmt á næstu mánuðum. Atvinnuleysið striðir gegn aUri skynsemi og Uekkar þjóöartekjur, auk þess sem það er brot á mannréttindum að neita þeim sem vilja, um vhmu. Enn- fremur er það harðlega gagniýnt að stjómvöld skuli draga úr opin- berum framkvæmdum á sama tíma og samdráttur er í almennri atvinnustarfsemL Hi að efla at- vinnu og auka hagsæld er eriend lántaka ekki útiiokuð, félagsleg þjónusta verði efld, starfsfólki sjúkrahúsa og heimilisþjónustu verðl fjölgað, fullvinnslu sjávaraf- urða, nýsköpun í atvinnulífl, menningu, tistum og vísindum. Jflarkmiðið er að hæfileikar, menntun og kjarikur verði virkj- aður á öUum sviðum í stað þeirrar kyridngarstefnu sem víða er nú rekin í íslensku þjóð- félagL'1 -grh ingu náttúrufræðahússins fyrr en ella. Þó sé ólíklegt að framkvæmdir hefjist fyrr en í fyrsta lagi haustið 1994 eða byrjun árs 1995. Eftir sé að ljúka hönnun hússins og nauðsyn- legt sé að taka góðan tíma í þá vinnu. Það svæði sem byggt verður á er mjög viðkvæmt. Aðstreymi vatns að Tjöminni liggur þama um og þar er einnig varpland fugla. Háskólinn leggur því áherslu á að byggt verði mjög hratt og byggingunni verði helst lokið á einu ári. Bygging náttúrufræðahúss kallar á að gengið verði frá framtíðarskipu- lagi friðlands í Vatnsmýrinni. Fyrir- hugað er að grafa síki kringum frið- landið. Á því verða brýr sem verða teknar af á meðan varptíminn stend- ur yfir. Þá er fyrirhugað að stækka Andlát: Selma Dóra Þorsteins- dóttir Látin er í Reykjavík Selma Dóra Þor- steinsdóttir, formaður Fóstrufélags íslands. Selma Dóra fæddist 27. júní 1953. Hún útskrifaðist frá Fósturskóla ís- lands árið 1976 sem fóstra en 1983- 1984 stundaði hún framhaldsnám við Fósturskólann í stjómun en hafði sjálf unnið áður að undirbúningi þess náms. Að því loknu fór Selma Dóra í framhaldsnám í Osló og var þar við nám og síðar kennslu tii ársins 1987. Selma Dóra Þorsteinsdóttir starfaði hjá dagvistunarstofnunum og Dagvist bama í Reykjavík og vann jafnframt ötullega að félagsmálum fóstra og var formaður stéttarfélags þeirra þegar hún lést. Þá starfaði hún í nefndum á vegum stjómvalda sem fóru með mál- efni leikskólabama og menntunarmál fóstra. Eftirlifandi eiginmaður Selmu Dóm er Guðjón Ágústsson múrarameistari Tjömina sem er norðan við Nor- ræna húsið þannig að hún nái lang- leiðina að Hringbraut. Rætt er um að húsnæði Norrænu eldfjallastöðvarinnar verði um 1.200 fermetrar og húsnæði líffræðideild verði 3.700 fermetrar. Kostnaðar- áætlun hefur ekki verið gerð, en menn miða oft við að hver fermetri í húsnæði af þessum toga kosti 100 þúsund krónur. íslensk stjórnvöld em skuldbundin til að útvega Norrænu eldfjallastöð- inni húsnæði. Það er eini kostnað- urinn sem íslendingar hafa af rekstri stöðvarinnar. Stöðin veitir hins veg- ar tugum sérfræðinga á sviði jarð- vísinda vinnu hér á landi. Eldfjalla- stöðin er í gömlu jarðfræðihúsi Há- skólans og býr þar við allt of þröng- an húsakost. Það er mat stjómenda Eldfjallastöðvarinnar að húsnæðis- þrengslin séu farin að standa stofn- uninni fyrir þrifum og svo hafi raun- ar verið lengi. -EÓ og áttu þau tvö böm. Fóstrufélag íslands hefur stofnað sjóð til minningar um Selmu Dóru Þor- steinsdóttur sem lést á Landspítalan- um á laugardaginn var. Hanna Dóra Þórisdóttir, skrifstofu- stjóri Fóstrufélagsins, segir að sjóður- inn sé stofnaður í kringum málefni sem Selma Dóra hafði mestan áhuga á. „Það eru rannsóknir á leikskólum, leikskólauppeldi, starfsemi leikskóla og þróunarstarf," segir Hanna Dóra og bætir við að sjóðurinn eigi að sfyrkja þá sem hyggi á starf á þessu sviði. Hún tekur fram að hægt sé að kaupa minn- ingarkort á skrifstofunni sem gangi til sjóðsins. Frá Fósturskóla íslands Haustið 1993 verður tekinn nýr nemendahópur inn í Dreift og sveigjanlegt fóstrunám. Námið hefst í byrjun ágúst nk. Námið er aðallega ætlað fólki á landsbyggðinni og er að miklu leyti fjamám. Auk almennra inntökuskilyrða verður e.t.v. tekið tillit til bú- setu þeirra er sækja um. Umsóknarfrestur ertil 15. maí nk. Upplýsingar gefnar á skrifstofu skólans í síma 91-813866. Skólastjóri. ST. JÓSEFSSPlTALI LANDAKOTI MEÐ ÞJÓNUSTU OG FRAMFARIR í FYRIRRÚMI Hjúkrunarfræðingar Vegna breytinga á starfsemi spltalans vantar hjúkrunarfræðinga á eftirfarandi deildir: Dagdeild, göngudeild, gjörgæslu-, bama- og lyflækningadeild. Vinnutími viö allra hæfi, s.s. morgunvaktir virka daga. Allar vaktir virka daga. „Hver vill ekki eiga frí um helgar og hátíðir?" Einnig vantar hjúkrunarfræðinga á hjúkrunardeild fyrir aldraða i Hafnarbúðum. Barnaheimilispláss fyrir flesta aldurshópa. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 604311 eða 604300. KÓPAVOGSBÆR Lóðaúthlutun í Kópavogi Kópavogskaupstaður auglýsir eftirfarandi lóðir lausar til úthlutunar: Einbýlishúsalóðir á Nónhæð Um er að ræða 15 lóðir undir 2ja hæða einbýlishús um 120 fm að grunnfleti með innb. bílskúr. Samaniagður gólf- flötur um 240 fm. Lóðimar eru byggingarhæfar. Einbýlishúsalóðir í Digraneshlíðum Um er að ræða 20 lóðir undir 2ja hæða einbýlishús, um 200 fm að grunnfleti með innb. bílskúr. Samanlagður gólf- flötur allt að 400 fm. Lóðirnar eru byggingarhæfar. Athafnalóðir á hafnarsvæði A. 5 lóðir undir eins til tveggja hæða iðnaðarbyggingar, um 450 fm að grunnfleti. Vegghæð 6,5 metri. Stærð lóða 1.500-1.700 fm. Byggingarhæfar í júlí nk. B. 3 lóðir undir eins til tveggja hæða byggingar. Æskileg landnotkun tengd útgerð og fiskvinnslu. Vegghæð um 7,0 metrar. Stærð lóðar 1.800-2.000 fm. Byggingarhæfar í júlí nk. C. Ein lóð undir einnar hæðar stálgrindarhús um 1.700 fm að grunnfleti fyrir útgerðarþjónustu og fiskvinnslu. Vegg- hæð um 8,0 metrar. Stærð lóðar um 5.000 fm. Lóðin verður byggingarhæf í júlí nk. Athafnalóð við Reykjanesbraut Um er að ræða eina lóð (Hlíðarsmári 4) undir 3ja hæða byggingu fyrir verslunar- og skrifstofustarfsemi. Grunnflöt- ur um 460 fm og samanlagður gólfflötur um 1380 fm. Lóð- in er byggingarhæf. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingarskilmálar, svo og umsóknareyðublöð liggja frammi á Tæknideild Kópavogskaupstaðar í Fannborg 2, 3. hæð, kl. 9.00- 15.00. Bæjarstjórinn í Kópavogi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.