Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 17. mars 1993 Ríkisstjórnin telur að með yfirlýsingu sinni til aðila vinnumarkaðarins hafi hún teygt sig fram á ystu nöf: Að mati rikisstjórnarinnar er áætlað að kostnaður við þær aðgerð- ir sem hún lagði til í yfirlýsingu sinni til aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga, nemi um 5,5 milljörðum króna. Helstu atriði yfirlýsingarinnar sem er í 12-liðum eru eftirfarandi: - Virðisaukaskattur á matvælum verður lækkaður úr 24,5% í 14% frá 1. janúar 1994 en ekki er gert ráð fyrir verðlækkun á gosi og sælgæti. Þessi aðgerð verður fjármögnuð með flötum fjármagnsskatti frá sama tíma og er miðað við 10% skatt á nafnvexti sem verður inn- heimtur í staðgreiðslu. - Kjötvörur verða niðurgreiddar frá 1. maí og mjólkurvörur frá 1. október sem nemur lækkun vsk. úr 24,5% í 14% fram til áramóta, eða þar til vask-skatturinn lækkar. Þessi aðgerð er talin lækka verð á kjötvör- um um 3,5% - 5% og á mjólkurvör- um um 8,4%. - Stuðlað verður áfram að Iækkun vaxta, aðgerðir í peningamálum munu miðast við það og m.a. verður dregið úr lánsfjárþörf opinberra að- ila eins og kostur er. - Einum miljarði króna verður veitt í ár til atvinnuskapandi að- gerða og einkum til fjárfestinga og viðhalds til viðbótar því sem þegar hefur verið ákveðið. - Á næsta ári verður einnig varið einum milljarði til atvinnuskapandi aðgerða s.s. í sérstök verkefni, ný- framkvæmdir og viðhald þar sem leitast verður við að skapa sem flest störf. - Blásið verður til sóknar í atvinnu- málum til að treysta atvinnulífið m.a. með breytingum á starfsskil- yrðum, skipulagi og starfsaðferðum þar sem tillögur um Þróunarsjóð sjávarútvegarins skipta verulegu máli. M.a. er stefnt að því að efla Er mögulegt aðfœkka rœstingum um rúmlega helming ? CCHfll_____ hreinsimottur r Hreinsa allt að 94% óhreininda undan skóm Draga i sig 6 lítra af vatni eáa 5 kg. af götuskít á hvern fermeter ► Fækka ræstingum um 2/3 ? Borga sig á 6 mánuöum KJARAN Gólf búnabur SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 813022 Sendum bæöi í póstkröfu og gírókröfu. kynningu á innlendum vörum og þjónustu á erlendri grund, stofnun frísvæðis og reynt verður að stuðla frekar að fjárfestingu erlendra fyrir- tækja hérlendis, greitt verður fyrir fjárfestingu íslenskra fyrirtækja er- lendis og þá einkum í sjávarútvegi, rannsóknir í fiskeldi verða auknar, rannsókna- og þróunarstarf verður eflt, stefnt verður að því að gera ís- land að þekktri þjónustumiðstöð fyrir erlend skip og leitað verður allra leiða til að auka sölu á inn- lendri orku og nýta þá umframorku sem fyrir hendi er. - Vörugjald á sementi, steypu og öðrum byggingavörum verður strax fellt niður. - TVyggingagjald af útflutningsat- vinnugreinum verður fellt niður til ársloka 1993 og þeim tilmælum beint til sveitarstjóma að taka tillit til erfiðrar stöðu í sjávarútvegi við ákvörðun um gjaldskrár hafna. - Aflaheimildum Hagræðingar- sjóðs verður úthlutað án endur- gjalds til að draga úr áhrifum þorsk- aflaskerðingar. - Ríkisstjómin undirbýr aðgerðir til að koma í veg fyrir að kostnaður vegna lyfja og læknishjálpar verði fólki ekki ofviða m.a. með tilvísun- arkerfi og endurgreiðslum auk þess sem heilbrigðis- og tryggingaráðu- neyti mun beita sér fyrir öðmm leiðum í sama tilgangi í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og önn- ur hagsmunasamtök. -Ríkisstjómin mun beita sér fyrir samþykki stjómarfrumvarps um at- vinnuleysistryggingar á yfirstand- andi þingi. - Skattaeftirlit verður styrkt og undirbúið verður aukið átak í þeim efnum. -grii Frændur okkar á Norðurlöndunum reka öflugar atvinnumiðlanir fyrir atvinnulaust fólk: Aðstoða atvinnulausa mun meira en við Á hinum Norðuríöndunum er atvinnulausu fólki veitt mun meiri að- stoð við að finna sér vinnu en hér á landi. Þar eru starfandi sér- stakar vinnumiðlanir sem aðstoða fólk við að finna sér vinnu. Ef það er mat atvinnuráðgjafa að menntun og starfsreynsla hins at- vinnulausa gefi honum litla möguleika á að fá vinnu er honum bent á að afla sér menntunar á námskeiðum sem standa í skamman eða lengri tíma. Menntunin er greidd af atvinnuleysisbótum. Þessar upplýsingar koma fram í upplýsingariti um atvinnumál sem Reynir Hugason hefur tekið saman fyrir hönd Landssamtaka atvinnu- lausra. Reynir fór nýlega í kynnis- ferð til vinnumarkaðsstofnana frænda okkar á Norðurlöndum til þess að kanna af eigin raun við hvaða skilyrði atvinnulaust fólk byggi í Skandinavíu. A Norðurlöndum eru starfandi vinnumiðlanir sem hafa mjög um- fangsmiklu hlutverki að gegna og ráða yfir miklu fjármagni. Þegar at- vinnulaus maður kemur inn á vinnumiðlun er hann settur fyrir framan atvinnuráðgjafa. Hlutverk ráðgjafans er að kynna sér starfs- reynslu, starfsferil og menntun við- komandi atvinnuumsækjanda og meta hvort reynsla hans og þekking sé næg til þess að hann eigi að geta fengið vinnu á frjálsum markaði í þeirri samkeppni sem þar ríkir. Finnist ráðgjafanum skorta á ann- að hvort menntun eða starfsþjálfún getur hann í samráði við þann at- vinnulausa skipulagt að umsækj- andinn fari í nám, á námskeið eða í starfsþjálfun til þess að gera hann betur samkeppnishæfan. Námið er síðan greitt af vinnumiðluninni og getur það varað allt frá nokkrum vikum upp í nokkur ár. Hinn atvinnulausi fær námslaun eða atvinnuleysisbætur á námstím- anum. Námslaun eru nokkru lægri en atvinnuleysisbætur. Sem dæmi um umfang þessarar menntunar og starfsþjálfunar má nefna að í Noregi voru í fyrra 170 þúsund manns atvinnulausir. Um 60 þúsund af þeim voru í námi eða í starfsþjálfun sem styrkt var með ein- um eða öðrum hætti af vinnumiðl- un. í Danmörku er atvinnulaust fólk styrkt með ýmsum hætti til að koma á fót eigin atvinnurekstri. Talið er að á síðastliðnum fjórum árum hafi Dönum tekist að búa til 25 þúsund störf með þessum hætti. Sambæri- leg tala fyrir ísland væri 1.200 störf. Atvinnulausum ijölgaði milli febrúar og mars sem er afar fátítt enda fleiri án vinnu en nokkru sinni fyrr: Um 53% atvinnulausra á aldrinum 20-39 ára Aldrei fyrr hefur atvinnuleysi veriö skráö meira í einum mánuði helduren nú í mars, þegar 6.700 manns voru að meöaltali án vinnu allan mánuöinn. Aðeins tvö önnur dæmi eru um það síðasta aldar- fjórðunginn a.m.k. að atvinnulausum hafi ekki fækkað milli milli febrúar og mars. Nú fjölgaði þeim um 520 í mars. Sú fjölgun öll, og rúmlega það, varð á höfuðborgarsvæðinu. Þar fjölgaði vinnulaus- um um 560 í mars á sama tíma og þeim fækkaði nokkuð víða á landsbyggðinni. Um 57% allra atvinnulausra í mars voru á höfuð- borgarsvæðinu. Eftir hækkun atvinnuleysishlutfalls úr 4,4% í 5,2% milli mánaða er at- vinnuleysi nú orðið hlutfallslega eins mikið á höfuðborgarsvæðinu og á Iandsbyggðinni, í fyrsta sinn í áratug a.m.k. Frá mars í fyrra hefur atvinnu- lausum fjölgað um 96% á höfuðborg- arsvæðinu en 54% að meðaltali á landsbyggðinni. Sérstaka athygli vekur, að meira en helmingur allra atvinnulausra (53%), eða 3.750 manns, eru ungt fólk á aldr- inum 20-39 ára. Og það er jafnframt í þessum aldurshópi sem atvinnulaus- um hefur fjölgað hlutfallslega lang- mest. Fyrir ári var helmingur at- vinnulausra á þessum aldri og aðeins 44% fyrir tveim árum. Einungis um þriðjungur (36%) atvinnulausra er 40 ára og eldri, og þeirra hlutfall hefur lækkað úr tæplega helmingi allra at- vinnulausra fýrir tveim árum. Þetta virðist í mótsögn við það sem oft er haldið fram að atvinnurekendur reyni í auknum mæli að losa sig við piið- aldra fólk og eldra. Um tíundi hluti at- vinnulausra er síðan undir tvítugu, sem líka er Iægra hlutfall heldur en ári áður. f febrúar sl. var sá hópur stærstur (32%) sem hafði verið án vinnu í 1-3 mánuði og síðan litlu færri (28%) í 3- 6 mánuði, eða samtals 60% í 1-6 mán- uði. Um 15% höfðu verið án vinnu minna en mánuð en hins vegar um 7% í heilt ár eða meira. - HEI Áætlun Norrænu 1993: Staöartími ViökomuhafnirAfikudagar Esbjerg.......laugard. Þórshöfn......mánud. Bergen....... þriöjud. Þórshöfn......miðvikud. Seyðisfjöröur.. fimmtud. Þórshöfn......föstud. Esbjerg.......laugard. 3 6 7 10 11 12 13 14 - 22:00 29.05 05.06 12.06 19.06 26.06 03.07 10.07 17.07 24.07 31.07 07.08 14.08 21.08 28.08 10:00 14:00 31.05 07.06 14.06 21.06 28.06 05.07 12.07 19.07 26.07 02.08 09.08 16.08 23.08 30.08 12:00 15:00 01.06 08.06 15.06 22.06 29.06 06.07 13.07 20.07 27.07 03.08 10.08 17.08 24.08 31.08 11:00 15:00 02.06 09.06 16.06 23.06 30.06 07.07 14.07 21.07 28.07 04.08 11.08 18.08 25.08 01.09 07:00 11:00 03.06 10.06 17.06 24.06 01.07 08.07 15.07 22.07 29.07 05.08 12.08 19.08 26.06 02.09 05:00 08:30 04.06 11.06 18.06 25.06 02.07 09.07 16.07 23.07 30.07 06.08 13.08 20.08 27.08 03.09 19:00 - 05.06 12.06 19.06 26.06 03.07 10.07 17.07 24.07 31.07 07.08 14.08 21.08 28.08 04.09 I’rjár fyratu erðir ó dýran AUSTFAR SEYÐISFIRÐI - © 21111 - FAX 21105 Norræna ferðaskrifstofan hf. sími 91-626362, fax 29450 Laugavegi 3, Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.