Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 1
Laugardagur 17. apríl 1993 72. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Utanríkisráðherra segir að ASl hafi slitið kjaraviðræðum af pólitískum ástæðum og forsætisráðherra segir: Leiðtogar ríkisstjómarínnar, forsætisráðherra og utanríkisráð- herra, sögðu á Alþingi í gær að þau öfl innan ASÍ sem viija kjara- samning til skamms tíma hafi orðið ofan á og þess vegna hafi slitn- að upp úr viöræðum um gerð kjarasamnings. Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra gekk svo langt að segja að ASÍ hafi hafnað langtíma samningi af pólitískum ástæðum og Davíð Odds- son forsætisráðherra sagði að rök talsmanna ASÍ fyrír því að hafna samningum væru fyrírsláttur. Málið var rætt á Alþingi að frum- kvæði Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins. Ól- afur Ragnar gagnrýndi harðlega ummæli ráðherranna og spurði forsætisráðherra hvort hann teldi það fyrirslátt sem Benedikt Dav- íðsson, forseti ASÍ, hefur sagt um ástæður samningsslita. Hann sagði að getgátur um að einhver öfl hafi komið í veg fyrir að samn- ingar tækjust, séu ekki ráðherrum sæmandi. Davíð Oddsson sagði að frá upp- hafi kjaraviðræðnanna hafi verið skiptar skoðanir hjá báðum samn- ingsaðilum um það hvort stefna beri að kjarasamningi til langs eða skamms tíma. Ákveðið hafi verið að stefna að gerð langtímasamn- ings. Davíð tók skýrt fram að það tilboð sem ríkisstjórnin lagði fram hafi miðast við þann grundvöll. „Ríkisstjórnin hefur unnið að þessu markmiði með þeim öflum sem vildu samning til lengri tíma. Ég tel að ríkisstjómin hafi teygt sig afskaplega langt í þeim efnum. Ég tel að það sé ekki hægt að sýna fram á það með rökum eða dæm- um að ríkisstjóm hafi í annan tíma teygt sig svo langt til þess að stuðla að kjarasamningum,“ sagði Davíð. „Ég tel að því miður hafi þeir að- ilar sem vildu ganga götuna til skemmri tíma orðið ofan á innan Alþýðusambandsins og vilji nú leita eftir samningum til skemmri tíma. Það er ljóst að til gerðar bráðabirgðasamninga þarf ekki at- beina ríkisvaldsins. Ef menn horfa á þau dæmi sem tiltekin em sem skýring á því að Alþýðusambandið hafi fallið frá því að ganga götuna til enda, að reyna lengri samninga, em þau þess eðl- is að það er bersýnilega fyrirslátt- ur,“ sagði Davíð. Jón Baldvin sagði að ríkisstjórnin hefði teygt sig eins langt og henni hafi verið unnt. „Sú staðreynd að samningar tók- ust ekki er ekki ríkisstjóminni að kenna heldur það, eins og fram kom hjá forsætisráðherra, að þau öfl sem vildu af pólitískum ástæð- um ekki standa að slíkum lang- tímasamningum urðu einfaldlega ofan á,“ sagði Jón Baldvin. Guðmundur Bjarnason (Frfl.) gagnrýndi tilboð ríkisstjómarinn- ar og sagði það loðið og máttlaust Plagg- Orðalag í því væri ákaflega óljóst, sbr. að í kafla um vaxtamál segir: „...mun stuðla að áframhaldandi lækkun vaxta og aðgerðum í pen- ingamálum verður hagað þannig að vextir geti lækkað.“ Þá sé þar að finna marklausar yfirlýsingar eins og: „Til að treysta íslenskt atvinnu- líf þarf öfluga sókn í atvinnumál- um.“ Guðmundur sagði að ríkis- stjórnin ætti eftir að vinna heima- vinnuna sína. „Því miður sýnist mér það vera þannig að ríkisstjómin ætlar ekki að gera neitt meir. Hún ætlar að láta duga þessi ófullnægjandi svör og þá er alveg ljóst að hér blasir við áframhaldandi atvinnuleysi. Hér blasa við áframhaldandi svo háir vextir að það mun skapa gíf- urlega erfiðleika fyrir útflutnings- greinarnar og ógna stöðugleika gengis,“ sagði Ólafur Ragnar í lok umræðnanna. -EÓ Sjá nánarí fréttir af kjaramálum á blaðsfðu 2 og 3. NORÐLENSKIR HESTAMENN buðu Salome Þorkelsdóttur, forseta Alþingis, og Halldórí Blöndal iandbúnaðarráðherra á hestbak í tilefni af norðlenskum hestadögum sem verða ( Reiðhöilinni í Víðidal um helgina. Salome var í söðli og tók sig vel út að venju. Halldór er vanur hesta- maður frá því hann var í sveit hjá Lýð Pálssyni, bónda í Litlu-Sandvík. Tímamynd Ámi Bjama Reykjavík líkist sífellt meira erlendum stórborgum: Aka um í leit að fórnarlömbum „Við vitum um unglinga sem aka um borgina og leita sér að fóm- aríömbum sér til skemmtunar. Ofbeldi í dag er miklu harðara og grófara en áður fyrr. Þaö eru að verða sífellt yngrí einstaklingar sem beita ofbeldi," segir Arthúr Morthens, formaður bamaheilla. Hann er einn af þremur fyríríesurum á samnorrænni ráðstefnu um afbrot unglinga sem haldin er að Hallveigarstöðum í dag kl. 14, að frumkvæði „Nordisk Liberale og Radikale Ungdomsforbund." Honum verður tíðrætt um ofbeldis- myndir. „Þær eru sérstakt áhyggju- efni því þar er miklu meira ofbeldi að finna en var fyrir örfáum árum,“ seg- ir Arthúr. Hann vísar til Bretlands og Bandaríkjanna og segir að þarlendir séu að skera upp herör gegn ofbeldi í myndböndum og fjölmiðlum. „Þessi þáttur er mjög mótandi í uppeldi bama á íslandi," segir Arthúr. „Þetta verður svo til þess að í átök- um bama á milli verður ofbeldið miklu harðara en áður fyrr,“ bætir Arthúr við. Hann segir það birtast m.a. í því að nú sé algengt að ung- lingar og ung böm gangi í skrokk hvers annars. Arthúr minnist á atvinnuleysi ungs fólks sem nýjan orsakaþátt og telur að það nálgist 15%. „Þá fara menn að leita sér leiða til að fá sér eitthvert skotsilfur. Sá heimur verður líka miklu harðari," segir Arthúr og bendir á að það sé verið að gera upp- tæk vopnabúr unglinga. Þá verður honum tíðrætt um auk- inn kulda í samfélaginu sem hann kallar svo. „Hann er orðinn svo mik- ill og birtist í afskiptaleysi. Borgar- inn lætur það viðgangast að mönn- um sé misþyrmt í stigaganginum eða í næstu íbúð,“ segir Arthúr. „Reykjavík er komin með stórborg- areinkenni og ofbeldistíðnin fer hratt vaxandi hjá okkur hverjar sem ástæðumar eru,“ segir Arthúr en vill taka fram að hér sé á ferðinni mjög flókið samfélagslegt mál sem engin einhlít skýring sé á. Arthúr segir að þjóðfélagsgerðin hafi breyst mjög mikið undanfarin 30 ár. Þar vísar hann sérstaklega til aukinnar þátttöku kvenna í atvinnu- Iífinu sem þjóðfélagið hafi á engan hátt mætt. „Til þess hefði þurft að byggja upp einsetinn heils dags skóla og leikskólakerfi sem gæti mætt bömunum þegar þau eru þetta mikið ein,“ segir Arthúr. „Við höfum orðið vitni að því að þetta félagslega öryggisnet í kring- um böm hefur gliðnað vemlega, sér- staklega á þéttbýlissvæðum," bætir Arthúr við. Þar bendir hann m.a. á að skilnaðartíðni hafi aukist mikið hér á landi á áðurnefndu tímabili. Arthúr bendir og á að í dag umgang- ist böm fullorðna í miklu minna mæli en áður var. Hann segir að afleiðing þessa sé aukinn fjöldi bama á afbrotabraut Auk Arthúrs munu þeir Pétur Týr- fingsson, deildarstjóri SÁÁ, og Guð- mundur Baldursson, fíkniefnadeild lögreglunnar, halda fyrirlestra á fyrr- nefndri ráðstefnu. Ráðstefnustjóri verður Gunnar Bragi Guðmunds- son, formaður Félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.