Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. apríl 1993 Tíminn 9 Banja Luka Travnik Sarajevo KRÓATÍA Gorazde. SVARTFJALLALAND ALBANÍA ------„ -v- um skiptingu —>sníu í kantónur eins og hún er nú í ferhyrningnum efst til hægri, talið að ofan: 1.5.9 Múslímar 2,4,6 Serbar 3.8.10 Króatar 7 Blönduð kantóna SERBÍA Kosovo Dubrovnik viðbrögð. Allt frá því að heims- styrjöldinni síðari lauk hefur þjóðernishyggja ekki verið fal- legt orð samkvæmt opinberu skoðuninni á Vesturlöndum. Ríkjandi í umræðunni hefur í staðinn verið kenning um að ríki skuli tileinka sér „fjölmenning- arstefnu". Hugsjónin á bak við það er að allar menningarheild- ir, allar þjóðir, búi með gagn- kvæmri velþóknun hver innan um aðra. Hefur þeirri kenningu stundum verið fylgt fram af slík- um ákafa að jaðrað hefur við af- neitun á eigin menningu og þjóðerni. Dæmi úr sögunni, gömul og ný, þar á meðal frá Vesturlöndum á síðustu áratug- um, gefa að vísu tilefni til vissra efasemda um að auðvelt sé að framkvæma kenningu þessa þannig að allir hlutaðeigandi hafi ástæðu til að láta sér vel líka. Hugsunarháttur vestrænu „fjölmenningarhyggjunnar" náði hinsvegar ekki að ráði aust- ur fyrir járntjald eins og sýnt hefur sig síðan það hrundi ásamt sovétkommúnismanum. í lönd- um þar eystra er þjóðernis- hyggja síður en svo neitt feimn- ismál. Eistland, Lettland og Lit- háen voru endurreist sem sjálf- stæð ríki beinlínis til þess að halda við ákveðnum þjóðum og efla þær. Vesturlönd skynja þetta nánast ósjálfrátt sem ögrun við sitt gildismat, sem þau telja öllu æðra. Þetta er líklega ein af skýr- ingunum á því, að vesturlanda- menn bregðast sumir af vissu óþoli og gremju við þjóðernis- hyggju Eystrasaltsþjóða og virð- ast eiga erfitt með að sætta sig við ugg þeirra gagnvart fjöl- mennum rússneskum þjóðern- isminnihlutum þar. Eftir á virðist mörgum svo sem Júgóslavía hafi frá byrjun verið tilraun dæmd til að mistakast, og um það hefur þjóðernis- hyggja verið meginorsök. Eystrasaltsþjóðirnar hafa und- anfarin ár fylgt fram þjóðernis- stefnu sinni af stillingu, sem mætti verða ófáum til fyrir- myndar, en á hinn bóginn leysti þjóðernishyggja suðurslava úr læðingi gagnkvæmt útrýminga- ræði. Þrátt fyrir augljóst hatur milli þjóða þar, sem svo auðveld- lega vaknaði á ný, reyndu Vest- urlönd með viðurkenningu á Bo- sníu að tryggj^ að til yrði ríki byggt þremur þjóðum sem ljóst var um að vildu sitt hvað um framtíð landsins. Varla er útilok- að að það sem knúði fram þá ákvörðun hafi verið gremja út af ögrun þeirri við vestrænt gildis- mat, sem birtist í austri við fall járntjaldsins, og kannski í og með hræðsla við það sem gerast kynni ef vofa þjóðernishyggj- unnar tæki að ganga ljósum log- um einnig um fyrrverandi Vest- antjalds-Evrópu. 3,5 milljónir flótta- manna íbúar Bosníu-Hersegóvínu voru um 4,3 milljónir er stríðið braust þar út. Samkvæmt einni frétt eru nú flóttamenn undan stríðinu um 3,5 milljónir; má vera að flóttafólk undan stríðinu í Króatíu sé þar með talið. Frið- arhorfur eru enn daufar. Leið- togar Serbíu og Króatíu munu fyrir löngu hafa ráðið með sér á laun að skipta Bosníu á milli sín. Hvorugir munu ætla múslímum þar nokkur ráð. Bosníumúslím- ar hafa fyrir sitt leyti dregið stríðið á langinn í von um að Vesturlönd dragist um síðir inn í það við hlið þeirra og vinni Bo- sníu undir þá. Hvorki Bosníu- múslímar né Bosníu- Serbar eru hrifnir af kantónutillögunni eins og nú er komið málum. Múslím- ar vilja sem fyrr ríki með valda- mikilli miðstjórn, í von um að þeir í krafti fjölda síns ráði þar mestu. Bosníu-Serbar hafa auk annars við tillöguna að athuga að samþykkt hennar þýddi að þeir yrðu að láta af hendi nokk- urn hluta þess lands er þeir hafa nú á sínu valdi. Og þess utan _ talsverða bjart- sýni (eða hvað á að kalla það) hlýtur að þurfa til þess að geta gert sér vonir um að Bosníu- menn, sem í meira en ár hafa verið að eyðileggja heimilin hverjir fyrir öðrum, reka hverjir aðra á vonarvöl, drepa hverjir aðra, nauðga hverjir öðrum, kvelja lífið hverjir úr öðrum með misþyrmingum og pyndingum, svelta hverjir aðra í fangabúðum o.s.frv. geti eftir það allt saman farið að lifa saman í einhvers konar „þjóðfélagi" eins og ekkert hafi í skorist. LÓÐARVINNA Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavik, f.h. heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins, óskar hér með eftir tilboðum f lóðartögun á Landspítalalóð i Reykjavík. Verkinu skal aö fullu lokið 13. ágúst 1993. Útboðsgögn eru til sölu á kr. 6.225,- m/vsk. frá og með þriðju- deginum 20. april 1993 á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað 6. maí n.k. kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVIK /sji y. Innkaupastofnun rikisins fyrir hönd Ríkisspítala óskar eftirtil- boðum í eftirfarandi: Nr. Tegund Áætluð ársinnkaup IR 3932-3 Hænuegg 9 700 kg IR 3933-3 Unnið dilkakjöt 13 700 kg IR 3934-3 Unnið nautakjöt 8 800 kg IR 3935-3 Unnið svínakjöt 9 600 kg IR 3936-7 Kjúklingar 6 500 kg IR 3937-3 Álegg 7 400 kg IR 3938-3 Slátur 2 900 kg IR 3939-3 Farsvörur 6 400 kg IR 3940-3 Soöiö kjöt í álegg 7 300 kg Útboösgögn verða seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, á 1000 kr. hvert eintak. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 11. mai kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK RÁSKÓUNN A AKUREYFU Kynningardag- ur Háskólans á Akureyri Opið hús 17. apríl frá kl. 13 til 17 I í aðalbyggingu skólans við Þingvallastræti Kl. 13.00 Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri leikur lög eftir Vivaldi og Haydn í anddyri skólans. Fyrirlestrar í stofu 24 á 2. hæð: Kl. 13.15 Sigríður Halldórsdóttir, forstöðumaður, kynnir heilbrigðisdeild. Ki. 13.30 Dr. Guðmundur H. Frímannsson, sérfræðingur, kynnir kennaradeild. Kl. 13.45 Dr. Stefán G. Jónsson, forstöðumaður, kynnir rekstrardeild. Kl. 14.00 Þórir Sigurðsson, lektor, kynnir sjávarútvegsdeild. Kl. 14.15 Sigrún Magnúsdóttir, yfirbókavörður, kynnir bókasafn háskólans. Kl. 14.25 Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistarskólans á Akureyri, og Guðmundur Óli Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, kynna starfsemi sinna skóla. Kl. 14.35 Kaffi og óformlegar viðræður við kennara og nemendur í kaffistofu í kjallara skólans. Tónlistaskólinn sér um létta tónlist. Kl. 15.00 Bókaverðir sýna bókasafnið. Húsið og kennslu- tæki skoðuð undir leiðsögn nemenda. Kennarar og nemendur kynna nám í einstökum deild- um á eftirfarandi stöðum á tímabilinu kl. 13-17: Heilbrigðisdeild í stofu 16 á 1. hæð: Hjúkrunarfræði. Rekstrardeild í stofu 21 á 2. hæð: Iðnrekstarfræði Rekstrarfræði Gæðastjórnun Kennaradeild í fundarherbergi á 3. hæð: Kennaranám. II Stúdentagarðar KJ. 14.00-16.00 Nemendur sýna stúdentagarðana, Útstein, Skarðshlíð 46 og stúdentagarðana við Klettastíg. III í Glerárgötu 36 Sjávarútvegsdeild: Kennarar og nemendur sjávarút- vegsdeildar kynna nám í sjávarútvegsfræði í aðal- kennslustofunni á 2. hæð í Glerárgötu 36 kl. 13-15 og sýna kennslu- og rannsóknaaðstöðu. Starfsfólk samstarfsstofnana verður einnig til staðar og gefur upplýsingar um starfsemi stofnananna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.