Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 17. apríl 1993 Tíminn 17 Það var eitthvað sem breytti þunglyndum unglingi í morðóða ófreskju. Sterar, áfengi og afbrýðisemi reyndist banvæn blanda: Hamskiptin Þeir sem höföu þekkt hann bróðurpartinn af ævi hans urðu vitni að mikilli breytingu á skaphöfn og líkamsburðum Jamie Fuller, síðustu tvö árin fyrir handtöku hans. Samt virt- ist engan gruna hver rótin væri að breytingunni. Þegar hann var fimm ára gamall, „nýi strákurinn", í Beverly úthverf- inu í Massachusetts, lögðu eldri strákarnir hann í einelti á hverjum degi, hæddu hann og píndu. Versta tilfellið var þegar hann var læstur inni á færanlegu salemi og síðan var því rutt um koll og látið rúlla niður bratta brekku. Eftir þennan atburð neitaði Jamie dögum saman að fara út úr húsi. í kjölfarið á erfiðum bemskuárum hans gerjaðist hæglátt þunglyndi. Celeste Fuller, móðir Jamies, var ekki mikið fyrir að skipta sér af mál- um sonar síns. Henni fannst hún að vissu leyti bera sök á hljóðlátu þung- lyndi hans og óframfæmi. Brúðkaup hennar og föður Jamies, hafði endað með róstusömum skilnaði og fyrsta endurminning Jamies var þegar for- eldrar hans höfðu ofurölvi verið að rífast og slást. Celeste var ekki við eina fjölina felld og orsök skilnaðar hennar hafði öðru fremur verið óskírlífi hennar í gegnum tíðina. Upphafíö Um 14 ára aldur urðu stakkaskipti hjá Jamie. Áður hafði hann verið smávaxinn og veikbyggður en skyndiiega breyttist líkami hans; hann varð hávaxinn og vöðvastæltur. Þá breyttist skaphöfn hans einnig, hann varð ófeiminn og örlyndari en hann hafði áður verið. Breytingin olli því að hann eignaðist marga vini og var með stelpu á föstu. Að mati margra var Amy Camevale fallegasta stúlkan í Beverly. Hún var 14 ára gömul og var þrátt fyrir ungan aldur með stór áform um að gerast fyrir- sæta eða leggja stund á snyrtifræði í framtíðinni. Jamie sem áður hafði óttast aðra, fann smátt og smátt að hlutverkin vom að snúast. Vegna aukinna líkamsburða hans höfðu æ fleiri ástæðu til að óttast hann. Getur hent hvern sem er Þegar réttarhöldin fóm fram í morðákæm Jamies í október síðast- liðnum, sagði verjandi hans, Hugh Samson, að það sem valdið hefði breytingunum á stráknum og seinna orsakað þann harmleik sem í kjölfar- ið fylgdi, væri öðm fremur misnotk- un á steralyfjum. Þó varð steranotk- un Jamies aftur í tímann ekki sönn- uð í réttarsalnum og ekki var hægt að finna beint samhengi á milli mis- notkunar lyfjanna og morðsins sem slíks. Hins vegar er erfitt að finna aðrar ástæður til að skýra þvílíkan voðaverknað hjá krakka á þessum aldri, auk þess sem Jamie virtist ís- kaldur og rólegur eftir að hann var handtekinn og ekki í tengslum við raunvemleikann. Jamie fékk lífstíðarfangelsi, óskil- orðsbundið, harðan dóm fyrir 17 ára gamlan strák. En ráðningin sem hann veitti Amy Camevale og for- eldrum hennar, var einnig hörð og fullkomlega að tilefnislausu. „Nú á tímum steranotkunar, sem margir telja að fari vaxandi, eigum við eflaust eftir að kynnast fleiri morðmálum og óhæfuverkum öðr- um sem rekja má til steranotkunar. Það er óhuggulegast fyrir okkur sem eigum böm á svipuðum aldri. Það getur enginn verið viss um að þetta komi ekki fyrir okkar eigin böm,“ sagði verjandi Jamies meðal annars við réttarhöldin. í ljósi þessara orða verður bér sögð saga þessara hörmu- legu atburða í von um að menn séu á varðbergi gagnvart steranotkun. Sjúkur maöur Fyrir sumarið 1991 höfðu Jamie og Amy verið í sambandi í hátt í tvö ár. En hlutimir breyttust eftir að Amy varð ófrísk fyrr um árið og samband- ið varð aldrei aftur sem áður. Jamie sagði henni að „sjá um það mál“ og hún hlýddi vilja hans en var mjög svekkt yfir hvemig hann brást við. Auk þessa hafði ofbeldishneigð Jami- es færst í aukana og um þetta leyti var svo komið að hún mátti varla opna munninn án þess að Jamie fyndist eitthvað athugavert við það sem hún sagði og legði á hana hend- ur. Sem dæmi má nefna að einu sinni er þau sátu að snæðingi saman hugðist Amy teygja sig í steikarbita á diski unnusta síns, en Jamie brást við með því að velta borðinu og sparka f hausinn á henni. Hægt og sígandi benti allt til þess að Jamie Fuller væri orðinn vemlega sjúkur á sálinni. Þrátt fyrir þetta var Amy enn ást- fangin af honum en henni fannst æ erfiðara að átta sig á honum og lifði í stöðugum ótta. Vinir þeirra áttuðu sig á því að Iok sambandsins hlytu að vera á næsta leiti. Og sambandinu lauk. Það var þá sem hann byrjaði að segja vinum sínum frá því að hann ætlaði að „ganga frá henni svo enginn annar myndi eiga hana.“ Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann talaði um dauða hennar. Ári áður hafði hann sagt henni að hann hefði dreymt að hann héldi á henni inn í rósabeð, legði hana á jörðina og myrti hana síðan. Kvöldið 22. ágúst hringdi vinur Jamies í hann og sagði honum að Amy hefði farið á baðströndina með vinkonu sinni og tveimur strákum. Jamie varð hamslaus af bræði og öskraði í símann: „Þessu helvíti verður að ljúka, hún fer ekki út með neinum nema mér, ég ætla að stein- drepa hana ég meina það.“ Vinur hans sá þegar eftir að hafa hringt í hann og lagði á. Daginn eftir kom Celeste Fuller að syni sínum liggjandi á eldhúsborð- inu, umkringdur vínglösum kl. 10 að morgni. „Meira að segja ég byrja ekki að drekka fyrr en eftir klukkan þrjú um daginn," sagði hún en brandarinn fékk litlar viðtökur. Hún hafði vitað af því um hríð að Jamie hafði smakk- að áfengi ótæpilega á síðustuu mán- uðum en dómgreindarleysi hennar kom í veg fyrir að hún sæi að nokkur annar en hún sjálf ætti við vandamál að stríða. Jamie hafði þá um hríð keypt kóladrykki í stórum flöskum, hellt innihaldi þeirra að hálfú úr flöskunum og blandað síðan viskí saman við. Mamma hans sá ekki í gegnum þetta og reyndar var henni sama um flest annað en að hann stæli hennar eigin áfengi. Þennan morgun þorði móðirin ekki að minnast neitt frekar á drykkjusiði Jamies. Þremur vikum áður hafði hann ráðist á hana þegar hún hafði fundið að umgengni hans á heimil- inu og kastað henni í gólfið. Síðan hafði hann farið hamförum og mölv- að hljómtækjasamstæðu í stofunni, hent bókum út um gluggann og skeytt skapi sínu á ýmsum innan- stokksmunum öðrum. Celeste lauk við að taka til morgun- verðinn og gekk síðan til herbergis sonar síns með bjórdós f hendinni. Með tilhneigingu af móðurlegri um- hyggju sagði hún honum að hún myndi verða heima allan daginn og sjá um hann. Hún gat hins vegar ekki staðið við loforðið því þegar „kokkteilsstundirí' rann upp, rétt upp úr þrjú, brá hún sér út og á sama tíma kíkti besti vinur Jamies, Mark Sutter, í heimsókn. Jamie var hald- inn þráhyggju um líkamsrækt og vöðvastyrk. Hann var með ýmis lóð og lyftingartæki í herberginu sínu og vinir hans vissu að hann hafði Amy Camavalo, fórnarlamb steranotkunar. tekið stera frá 14 ára aldri. Er þeir spurðu hann hvort hann væri ekki hræddur uvið afleiðingarnar sagði hann að ekkert hefði komið fyrir Amold, og átti þá við Amold Schaarzenegger. Hann lyfti þennan dag ásamt vini sínum en í stað þess að láta renna af sér, sendi hann fé- laga sinn út í áfengisverslun og eftir því sem leið á daginn varð hann æst- ari og ölvaðri. Hann var þrátekinn af „svikum" vinkonu sinnar og út- skýrði fyrir vini sínum hvaða hann ætlaði sér að gera. „Ég ætla að drepa hana,“ sagði Jamie. Mark svaraði ekki í fyrstu. „Hvað finnst þér?“ spurði Jamie, „Ætti ég að drepa hana?“ Þig brestur kjark til þess,“ svaraði Mark. „Við sjáum til með það,“ sagði Jamie að lokum. Meö eldhúshníf í vasanum Síðar um daginn kom Amy aftur úr strandferðinni. Jamie hringdi í hana og bað hana að heimsækja sig undir því yfirskyni að hann ætlaði að biðja hana að klippa sig. Eftir klippinguna fóm þau út til að viðra sig og rákust þá á Mark ásamt tveimur vina hans. Jamie stakk upp á að hópurinn myndi rölta í átt að Memorial Middle skólanum þar sem Jamie hafði fyrst hitt Amy tveimur árum áður. Er þau höfðu kynnst hafði hann verið svo feiminn að hann kom varla upp nokkru orði og hin 12 ára gamla stelpa hafði verið leiðandi afl og átt frumkvæðið að samskiptum þeirra. Þetta kvöld var allt með öðrum hætti. Nú var Jamie sjálfsöruggur og svalur, sagði brandara og sögur og var með eldhúshníf innan klæða. Hið skelfilega var að allir í hópnum, nema Amy, vissu um fyrirætlanir Jamies. Þess vegna skildi hún ekkert í því af hverju hin þrjú í hópnum stað- næmdust í skógarlundinum sem lá unhverfis skólahúsið, skömmu áður en Jamie teymdi hana inn í runnana. Ungmennin þrjú sáu þau fjarlægj- ast og hverfa inn í skógarþykknið og þá fór þeim fyrst að verða ljós alvara málsins. „Haldiði í alvörunni að hann geri það?“ spurði Mark. Þau voru ekki á sama máli um hversu langt hann myndi ganga en ótti þeirra reis og skyndilega rauf há- vært öskur frá Amy kvöldkyrrðina. Jamie hafði þögull leitt unnustu sína úr sjónmáli bak við runna. Síð- an þrýsti hann Amy þétt að sér, leit um stund í augu hennar, tók síðan með vinstri hendi fyrir munn henn- ar og sagði: „Ég elska þig Amy.“ Síðan stakk hann hnífnum í maga hennar af heljarkröftum og snéri honum í sárinu. Hún reyndi af veik- um mætti að berjast á móti og þegar hann sleppti henni, hné hún hljóð- andi niður en tókst að kippa hnífn- um út í fallinu. Hann greip aftur hnífinn og réðst að henni aftur og stakk hana tvisvar í brjóstið er hún reyndi að flýja. Síðan reif hann í hana, neyddi Amy til að snúa sér að honum og skar hana á háls. Amy var enn með meðvitund er hún lyppaðist niður og hvíslaði loka- orðin: ,Áf hverju gerirðu þetta, ég elska þig Jamie.“ Honum fannst ekki nóg að gert og lyfti hægri fætinum og keyrði stíg- vélið í gapandi sárið á hálsi hennar þangað til líkami hennar var hreyf- ingarlaus. Þagnareiöur svarinn Að verkinu loknu hélt hann aftur til vina sinna, sem biðu skelfingu lostn- ir, og birtist blóðugur á höndum og sagði sigri hrósandi, og að því er virtist í fullkomnu jafnvægi: „Ég gerði það.“ Seinna sagði Mark Sutter að Jamie hefði haldið um alblóðugan hnífinn, sem var boginn eftir átökin, og stungið honum síðan í vasann líkt og hann ætlaði að eiga hann sem Jamle Fuller. Lífhans tók ham• skiptum vló 14 ára aldur og af- leióingarnar uróu ógnvekjandi. minjagrip. „Bölvuð tíkin hefði ekki átt að svíkja mig, hún átti þetta skilið," sagði hann að síðustu. Félagar hans voru felmtri slegnir og brugðust órökrétt við. Allur hópurinn hélt til heimilis eins þeirra þar sem Jamie fór í sturtu og hafði fataskipti og síð- an skálaði Jamie við félaga sína og sagðist ætla að halda upp á hvað gerst hefði. Hann hótaði þeim því að mögulega færi eins fyrir þeim ef þau reyndu að segja til sín og fékk síðar um kvöldið Mark til að koma með sér og fela líkið. Þeir vöfðu líkinu inn í plastdúk og bundu þéttingsfast ut- an um, síðan drösluðu þeir líkinu upp í skottið á bíl Marks. Þeir keyrðu með það að tjöm sem var í nágrenn- inu og hentu því út í vatnið. Jamie hafði á orði er þeir veltu því eftir bryggjunni að það væri fyndið að heyra stirðnaðan líkama kæmstu sinnar slást við bryggjuna. Nokkmm klukkustundum síðar kom móðir hans að honum, sitjandi í myrkvuðu herbergi sínu með rokk- tónlist á háum styrk. Hann gerði ekki að gamni sínu þá, heldur grét. Leitin að Amy stóð yfir í fimm daga. Jamie sagði lögreglunni að hann hefði rifist við vinkonu sína og síðan sagt skilið við hana, ákveðinn í að sjá hana aldrei aftur. Skömmu eftir að lögreglan fór að fínkemba leitar- svæðið, snéri hann aftur til morð- staðarins og reyndi að slíta upp blóð- ugt grasið og afmá vegsummerki. 28. ágúst mfu ungmennin þrjú loks þagnareiðinn sem þau höfðu heitið Jamie og sögðu lögreglunni frá því sem gerst hafði. Öllum nema Mark var heitið friðhelgi ef þau vitnuðu í málinu vegna ungs aldurs. tt „Ef ég heföi... Þegar Jamie var handtekinn, tók hann ákæmnum sem gríni og sagði að það væri ekki hægt að sanna neitt upp á sig. Celeste Fuller, móðir Jamies, hall- aði sér að flöskunni í enn ríkari mæli en áður og fékk loks taugaáfall og var flutt á geðdeild í nærliggjandi sjúkrahúsi. Hún fékk tvö bréf frá syni sínum þar sem hann sagði með- al annars: „Ég vildi að ég gæti gert eitthvað til að fá hana til baka. Mér er farið að líða allt öðmvísi en áður. Ég er breyttur eftir að ég hætti að nota sterana. Nú vona ég bara að dómarinn sjái aumur á mér og gefi mér vægan dóm. Kannski getum við farið saman í vímulaust frí ef mér verður sleppt snemma vegna góðrar hegðunar." Ennfremur segir í bréfum hans: „Ef ég hefði ekki fórnað öllu til að breyt- ast og verða vinsæll, hefði þetta aldr- ei gerst." Það er líklegt að þar hafi Jamie Fuller, hinn ógæfusami unglingur, lög að mæla. Hluti af vandamáli hans liggur án efa í þeim aukaverkunum sem of- notkun steralyfja í bland við vímu- gjafa hefúr í för með sér. Þau ham- skipti sem urðu á honum skömmu eftir að hann hóf steranotkun sína, aðeins 14 ára gamall, reyndust hon- um dýr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.