Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. apríl 199 Tíminn 7 Breytingar á útgáfu dagblaðsins Tímans í undirbúningi. Steingrímur Hermannsson: eigendur þess ákveðið að gera til- raun til að byggja hægt og sígandi á þessum grunni vaxandi blað - blað félagshyggjufólks á íslandi. Því verður nú leitað samstarfs við félagshyggjufólk, hvar í flokki sem það kann að standa, um að gefa út slfkt blað. Flokksblöð eru úrelt Við álítum að almennt séð sé ekki lengur grundvöllur fyrir flokks- blöð. Hins vegar teljum við mjög mikla þörf vera fyrir blað félags- hyggju- og umbótasinnaðs fólks - miðjublaði, sem hefur fullkom- lega sjálfstæða ritstjórn. I samræmi við þessa skoðun var ákveðið á fyrrnefndum aðalfundi sl. miðvikudag að breyta útgáfufé- laginu Tímanum hf. í almennings- hlutafélag. Við munum á næstu dögum bjóða bæði kaupendum Tímans og öðrum einstaklingum að taka þátt í því að auka hlutafé félagsins verulega. Ég hef orðið var við það að í þessu samhengi staldra menn gjarnan við NT-ævintýrið og ég vil leggja mjög þunga áherslu á að hér er síður en svo ætlunin að endurtaka það. Við teljum okkur hafa lært alvarlega Iexíu af því æv- intýri og brennt barn forðast eld- inn. Með NT var meiningin að gleypa bæði Morgunblaðið og DV í einum bita. Engum dettur slíkt í hug nú enda vitum við að sígandi lukka er best. Við ætlum því að byggja hægt og sígandi á þeim grunni sem nú hefur verið lagður í rekstri og útgáfu Tímans og skapa fyrir- myndarblað félagshyggju- og um- bótasinnaðs fólks sem verður óháð og sjálfstætt - óháð öðrum en lesendum sínum. Til að undirstrika þessar (yrirætl- anir og framfylgja þeim var á aðal- fundinum fyrr í vikunni kosin ný stjórn. Allir sem voru í fyrri stjórn utan mín, hafa nú gengið úr stjórn en í stað þeirra eru komnir Leó Löve útgefandi, Margrét Rósa Sigurðardóttir bókagerðarmaður, Pjetur Sigurðsson blaðamaður á Tímanum og Vilhjálmur Jónsson fyrrv. forstjóri og varamaður. er Stefán Ásgrímsson fréttastjóri á Tímanum. Þarna koma við sögu tveir menn af starfsliði Tímans sem er sann- gjarnt, því að starfslið Tímans hef- ur sýnt þessu máli mikinn áhuga og vill taka þátt í þessari tilraun sem nú er að hefjast. Blað félagshyggju- fólks -Hefur þá Framsóknarflokkur- inn í raun sleppt höndum af blaöinu? „Framsóknarflokkurinn verður ekki útgefandi Tímans. Flokkur- inn á hins vegar nú vissa hluti í rekstri blaðsins, svo sem ýmsan tæknibúnað og viðskiptavild sem felst í áskrifendum, tækjum og fleiru. Þetta hefur verið metið af fagmönnum og flokkurinn er til- búinn að leggja þetta fram sem hlutafé í útgáfufélag blaðsins. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að tími flokksmálgagna er lið- inn og til þess að dagblaðið Tím- inn verði trúverðuglega óháður pólitískum flokkum þá megi Framsóknarflokkurinn alls ekki eiga yfir 20% hlutafjár og við þá tölu höfum við sett hámarkið. Stjórnin sem nú hefur verið kjör- in er að okkar mati bráðabirgða- stjórn með það höfuðverkefni að ná fram þeim markmiðum sem ég hef áður lýst. Við teljum að fram- tíðarstjórn blaðsins verði síðar meir kosin af þeim nýju hluthöf- um sem munu nú koma inn. Þá leggjum við áherslu á það að bæði núverandi stjórn og framtíð- arstjórn blaðsins eigi ekki að fjalla um ritstjórn þess eða ritstjórnar- stefnu heldur um rekstur þess fjárhagslega. Það verður eitt verk- efna stjórnar að velja ritstjóra sem fengin verða mjög mikil völd. Rit- stjórinn mun ráða efnistökum og efnismeðferð blaðsins. Ritstjór- inn verður starfsmaður stjórnar- innar og verði hún ekki sátt við sinn mann mun hún geta skipt um ritstjóra. Þannig er ætlunin að reka þetta sem fyrirtæki á viðskiptalegum grunni. Mótvægi við hægri blöðin -Stendur þér og öðrum Fram- sóknarþingmönnum engin ógn afþví að hafa skyndilega ekkert málgagn lengur undir beinni stjóm flokksins og að blaðið geti efsvo ber undir fjallað hlut- lœgt um mál sem ykkur gœti komið illa? „Eflaust verður einhverjum þungt í skapi út af því ef að svo fer, en við því er einfaldlega ekkert að gera. Okkur er bara orðið það ljóst að þetta er hlutur sem við verðum að þola eins og hverjir aðrir og munum taka því vel, verði um fjallað af hlutleysi og sanngirni. Hins vegar verðum við að vona að ekki einungis framsóknarfólk, heldur allt félagshyggjufólk muni nota þetta blað sem vettvang fyrir skoðanaskipti og félagshyggjufólk er miklu fleira í landinu en fram- sóknarfólk. Félagshyggjufólk er í miklu fleiri flokkum og við teljum að það fólk vanti vettvang og mál- gagn.“ -Hefur einhver athugun verið gerð á því hvort félagshyggjufólk sjálft telji að slíkan vettvang vanti? „Það hefur að vísu ekki verið gerð bein athugun á því. Hins veg- ar viljum við gjarnan hrinda af stað skoðanakönnun um þetta efni. Við vitum hins vegar talsvert um vilja fólks í þessum efnum m.a. úr þeirri vinnu sem fram- kvæmd var á sínum tíma á vegum Nýmælis hf. í tengslum við hug- myndir um nýtt blað félags- hyggjufólks. Við teljum að sú athugun sem þá var gerð hafi leitt f ljós að mjög víðtækur stuðningur er við hug- myndina um slíkt blað og við er- um nú að koma til móts við þenn- an almenna vilja. í þessu sam- bandi vil ég taka fram að ég vil í engu halla á Morgunblaðið eða DV sem eru sjálfstæð fyrirtæki. Það er hins vegar öllum ljóst að bæði blöðin eru fyrst og fremst mál- svarar hægri stefnunnar í þjóð- málum og það er að ég held ekkert hollt fyrir þessi blöð að vera ein á blaðamarkaðnum. Tengsl við umheiminn Við höfum einnig rætt um það að taka þurfi upp nútímalegri frétta- flutning af því sem er að gerast í þessum litla heimi í kringum okk- ur sem er sífellt að minnka. Við þurfum að skapa betri tengsl við umbótasinnuð blöð og fjölmiðla í kringum okkur en forsenda þess er auðvitað sú að okkur takist að safna saman dálitlu hlutafé til að hefja þessa sókn.“ -Er þá œtlunin að breyta rit- stjómarstefnu blaðsins í einu vetfangi? „Nei, það verður ekki, einfaldlega vegna þess að til þess eru engin efni auk þess er, eins og ég sagði áðan, sígandi lukka best. Til að byrja með munum við treysta á það starfslið sem á blaðinu vinnur nú þegar og sem að okkar mati hefur unnið mjög vel. Það er vissulega fámennt og getur þess vegna ekki sinnt öllu sem það gjarnan vildi. Við erum nú að gera upp eigna- stöðu blaðsins og gera áætlun fram í tímann og síðan hef ég gert ráð fyrir að við munum skrifa öli- um kaupendum blaðsins og gera þeim grein fyrir málum og bjóða þeim sem þess óska að greiða smá- vegis inn sem hlutafé. Þá verður áfram rætt við ýmsa aðila í þjóðfé- laginu sem áður hafa tekið vel í hugmyndir okkar. Ef að árangur þessa verður já- kvæður og við fáum loforð fyrir einhverju fjármagni - við erum ekki að tala um stórar fjárhæðir heldur um 20-30 milljónir kr. að meðtalinni viðskiptavild og nú- verandi eign blaðsins - þá verður hafist handa við næsta stig. Þá er gert ráð fyrir því að núverandi stjórn víki og nýir hluthafar kjósi stjórn og ráði ritstjóra því að fyrr verður það ekki mögulegt kostn- aðarins vegna. Þá verður jafnframt hafist handa við útbreiðslustarf." -Hvað œtliði ykkur iangan tíma til þessara verka? „Virðisaukaskattur verður lagður á blaðaútgáfu þann 1. júlí nk. og það eru að okkar mati tímamót því að eftir það verður blaðaútgáfa erfiðari. Þess vegna höfum við sett okkur það markmið að ljúka hlutafjárútboði fyrir þann tíma. Það er því tæpa þrjá mánuði upp á að hlaupa. Ég tek þó fram að þetta verk er þegar hafið, því að undan- farna mánuði hefur verið unnið bakvið tjöldin að framgangi máls- ins. í raun byrjuðum við strax fyr- ir rúmum þremur mánuðum þeg- ar ljóst var orðið að tilraunin sem hófst um áramótin 1991-1992 myndi takast. Ég vil sérstaklega geta þess að starfsfólk blaðsins hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga sem er mikilsvert og kannski lykillinn að því að markmið okkar náist. Það verður því unnið stíft næstu daga og vikur að málinu og ég trúi því að nú sé að fæðast frjálst og óháð málgagn félagshyggjufólks á ís- landi. -Stefán Ásgrímsson ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borg- arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í þakviðgerðir o.fl. á 1. áfanga Ölduselsskóla. Heistu magntölureru: Stálklætt þak 870 m2 Pappaklætt þak 66 m2 Múrklæðning 75 m2 Glerskipti 17 m2 Verktími: 24. maí-27. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vom', Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 28. apríl 1993, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 IP ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borg- arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í smíði 8 færanlegra kennslustofa ásamt tengigöngum. Helstu magntölureru: Heildarflatarmál kennslustofa 480 m2 Heildarflatarmál tengiganga 80 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 15.000,-skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 4. mal 1993, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Borgarverkfræðingsins I Reykjavík, óskar eftir tilboöum í gatnagerð, lagningu holræsa, gerð bllastæða og vinnu fyrir veitustofnanir I nýju hverfi I Borg- arholti. Helstu magntölur eru: Heildarlengd gatna u.þ.b. 750 m Heildarlengd holræsa u.þ.b. 2.000 m Lokaskiladagur verksins er 1. apríl 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofú vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 28. april 1993, kl. 15,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 -----------------:-------------------------------\ UTBOÐ Klofningsvegur um Fagradal Vegagerö rikisins óskar eftir tilboöum I lagningu 2,6 km kafla á Klofningsvegi um Fagradal. Helstu magntölur: Fyllingar og buröarfög 34.000 m3 og skeringar 10.000 m3. Verki skal lokiö 10. ágúst 1993. Útboðsgögn veröa afhent hjá Vegagerð ríkisins I Borgarnesi og Borgartúni 5, Reykjavlk (aöal- gjaldkera), frá og með 19. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 3. mal 1993. Vegamálastjóri _________________________________________________/ Iilinin ^félÍn Spwtlant Súöarvogi 18 Knarrarvogi 2 Sími 91-685128 Fax 91-685119 kimpEX VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR VÉLSLEÐA YAMAHA VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Vélhjól, vélsleðar, utanborðsmótorar o.fl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.