Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 7. apríl 1993
Verkamannafélagið
DAGSBRÚN
Dagsbrúnarmenn
Getum bætt við tiu sætum í ferð eldri félagsmanna (65 ára og
eldri) til Benidorm þann 22. apríl n.k. Þetta er fimm vikna ferð og
er verð kr. 46,050 á mann. Ef þú hefur áhuga, hafðu þá samband
við Samvinnuferðir-Landsýn og framvísaöu félagsskírteini.
Stjóm Dagsbrúnar
Verkamannafélagið
DAGSBRÚN
Orlofshús
Umsóknareyðublöð um dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar
verða afhent á skrifstofu félagsins að Lindargötu 9 frá og með
þriöjudeginum 20. apríl n.k.
Umsóknum skal skilað aftur á sama stað eigi síðar en 30. apríl.
Húsin eru:
2 hús í Svignaskarði (Leigjast frá 4. júní)
1 hús í Vatnsfirði
1 hús að Vatni í Skagafiröi
3 ibúöir á Akureyri
2 hús á lllugastöðum í Fnjóskadal
2 hús á Einarsstöðum á Héraði
1 hús í Vik í Mýrdal
5 hús í Ölfusborgum
1 hús í Úthlið í Biskupstungum (Leigist frá 2. júlí)
1 hús I Hvammi í Skorradal
Vikuleigan er kr. 7.000, nema að Vatni og í Hvammi kr. 10.000.
Verkamannafélagið Dagsbrún
Frá David Keys fornleifafræðingi, fréttaritara Tímans í London:
Deilur um hvort grafklefi Keóps í
píramítanum kunni að vera fundinn
Vantar þig rafmagn í
sumarbústaðinn?
Tímabundinn afsláttur
tengigjalda 1993
í gærmorgun birtist í breska blaðinu the Independent frétt af merkum
fundi áður óþekkts leynihólfs í Keóps-píramítanum og vangaveltur um
hvort hér kynni að vera fundinn grafklefi Keóps sjálfs. Steinhurð aö
klefanum fannst með hjálp róbóta með vídeótökuvél og voru þaö þýsk
og svissnesk hátæknifyrirtæki sem báru kostnað af tækjabúnaði.
Rannsóknin er þó gerð í nafni Þýsku fornleifastofnunarinnar i Kaíró og
hafði fréttin ekki fyrr borist út en forstöðumaður stofnunarinnar, Rain-
er Stadelmann, bar hana til baka. Hurðin hefði að vísu fundist, en það
væri allt og sumt Göngin væru gerð til að sál faraóans kæmist úr hólf-
inu til himna og annars lífs, segir hann. Grafhýsið sjálft var rænt um
2.000 f.Kr., 700 árum eftir dauða faraóans, þó að múmía hans hefði ver-
ið til fram á miðaldir.
Stadelmann segir að aldrei hefðu
fundist neinar gersemar í píramít-
unum, þveröfugt við það sem
gerðist í grafhýsunum í Kónga-
dalnum við Lúxor, þar sem gull-
dauðagríma unga faraóans Tu-
tankhamens lá í friði og ófundin í
3.000 ár, þangað til breskur fom-
leifaleiðangur fann hana 1922.
Hér á eftir birtist meginhluti frá-
sagnar fornleifafræðingsins Dav-
ids Keys af því sem álitið var merk-
ur fornleifafundur í nokkrar
stundir, en hefur nú verið vefengt.
Rafmagnsveitur ríkisins hafa ákveöið að veita tímabundinn afslátt frá Gjaldskrá um
tengigjöld í sumarhúsahverfum árið 1993. Afsláttur þessi er byggður á því að hægt sé í
samvinnu við umsækjendur að ná fram meiri hagkvæmni en ella við heimtaugalagnir.
Eftirfarandi meginskilyrði eru fyrir afslættinum:
1. Afsláttur er aðeins veittur ef um er að ræða sumarhúsahverfi sem þegar hefur veriö
rafvætt að einhverju leyti. Afsláttur er þó einnig veittur í nýjum hverfum að upp-
fylltum skilmálum gjaldskrár, m.a. um lágmarksfjölda við upphaf rafvæðingar við-
komandi hverfis.
2. Umsókn heimtaugar þarf að berast fyrir 1. maí 1993.
3. Gengið skal frá greiðslu fyrir 25. maí 1993.
4. Verktími (dagsetning) verði ákveðinn í samráði við umsækjenda og Rafmagnsveitn-
anna. Umsækjendur tilnefni einn tengilið í hverju tilviki.
Umsækjendur munu sjá til þess að nauðsynlegum frágangi innan lóðarmarka, sam-
kvæmt skilmálum í gildandi gjaldskrá, sé lokið á réttum tíma, sbr. lið 4.
Afsláttur þessi gildir til haustsins 1993, meðan aðstæður vegna veðurfars o.fl. leyfa
að mati Rafmagnsveitnanna. Rafmagnsveiturnar munu yfirfara umsóknir og gefa
svörum afslátt fyrir 20. maí 1993.
Þessi afsláttur nemur 19,8%, þannig að grunngjald lækkar úr 162.000 kr. (án vsk) í
130.000 kr. (án vsk).
Þeim aðilum sem eiga óafgreiddar umsóknir frá fyrra ári, er bent á að hafa samband
við Rafmagnsveiturnar hið fyrsta.
31. mars 1993
5.
6.
RAFMAGNSVEITUR
RÍKISINS
lifandi afl
Þýskir fomleifafræðingar, sem
starfa í Kaíró, hafa fundið inn-
ganginn að áður óþekktu leyniher-
bergi, sem falið er djúpt inni í
stærsta píramíta Egyptalands. Ým-
is sönnunargögn benda til að það
kunni að innihalda konunglega
fjársjóði faraóans Keóps, sem pír-
amítinn mikli var byggður fýrir
fyrir um 4500 árum. Nú er verið
að hrinda í framkvæmd áætlunum
til að ráðast til inngöngu í þetta
nýlega fundna hólf, til að komast
að hvað sé þar að finna. Þessi fund-
ur er líklegur til að vera síst
ómerkari en rannsóknin á grafhýsi
Tutankhamens fyrir 70 ámm.
Það, sem inni í klefanum leynist,
er því sem næst óyggjandi heilt og
ósnert, þar sem grafarræningjar
hafa áreiðanlega aldrei komist
þangað inn. Inngangurinn að hýs-
inu dularfulla er við enda 65 metra
langs gangs, sem er aðeins 20
sentimetrar á hæð og breidd.
Fram að þessu hafa Egyptalands-
sérfræðingar álitið að göngin
væm ekki nema 8 metra Iöng og
að hætt hafi verið við að fullgera
þau meðan pýramítinn var enn í
byggingu. En hópur þýskra vís-
indamanna, undir forystu vél-
mennasérfræðingsins Rudolfs
Gantenbrink, þróuðu örsmáan ró-
bóta, bjuggu hann vídeómyndavél
til að kanna ganginn og komust að
því að ekki hafði verið hætt við
gerð hans eftir allt saman.
Þýski hópurinn, sem starfar á
vegum Þýsku fornleifastofnunar-
innar í Kaíró og er kostaður af
þýskum og svissneskum hátækni-
búnaðarfyrirtækjum, stýrði róbót-
anum sínum 65 metra langa vega-
lengd eftir ganginum, upp 45
gráðu halla, þar til vídeóvélin
sýndi þeim til undmnar að gang-
mum var lokað með steinhurð,
fullgerðri með koparhandföngum.
Myndir, sem vélin sendi til vísinda-
mannanna, gefa til kynna að hurð-
in, sem trúlega er úr alabastri eða
gulum kalksteini, sé fellihurð og
sé einungis opnanleg með því að
renna henni upp í holrými fyrir of-
an hana. Koparhandföngin er álit-
ið að séu einhvers konar læsing og
þau em fest í göt, sem bomð em
gegnum steinhurðina. Videó-
myndir róbótans sýna líka fíngert
svart ryk fyrir innan tveggja milli-
metra breiða rifu milli steinhurð-
arinnar og veggjarins, en rykið
gæti borið vitni um hvað sé hand-
an fellihurðarinnar. Svarta rykið
getur ekki komið úr hvítu og gulu
steinklæðningunni á ganginum
síðustu örfáu metrana, sem er
mjög fíngerð, en gæti verið dæmi-
gerðar leifar af fúnu eða eyddu
efni, sérstaklega viði eða taui.
Enn er ekkert vitað um hvað
kann að leynast í hvaða rými sem
þama kann að vera, en grafhýsi
Tutankhamens og annarra hafa
haft að geyma geysilegan fjölda
hluta úr viði og vefnaði, þ.á m. lík-
kistur og klæði sem notuð vom til
að sveipa um múmíur. Sú stað-
reynd að svarta rykið í herberginu
hefur fokið út úr því gefur til
kynna að í herberginu dularfulla
sé loftstraumur, sem þá er vís-
bending um að það sé talsvert
stórt. Lega þess innan píramítans
bendir líka til þess að það sé stórt.
Það er nákvæmlega 21,5 metmm
hærra en stærsti klefinn, sem þeg-
ar er þekktur innan píramítans,
sem aftur á móti er 21,5 metmm
hærri en næststærsti klefinn.
Allar þessar upplýsingar hafa orð-
ið til þess að suma sérfræðinga
gmnar að herbergið dularfulla
gæti værið hinsti geymslustaður
fjársjóða, líkamsleifa, eða reyndar
sálar, anda faraóans Keóps sem
reisti píramítann stóra til að auð-
velda sér að öðlast eilíft líf eftir
dauðann.