Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. apríl 1993 Tíminn 3 Líklegt er að reynt verði að semja til skamms tíma eftir að ASÍ hafnaði 12-liða yfirlýsingu ríkisstjórnar sem grundvelli y fyrir samningi til ársloka 1994. Of lítið og of loðið. Form. VMSÍ: Abyrgðin er ríkisstjómar „Þeir skulu ekki ímynda sér þessir herrar að þeim komi ekki við það at- vinnuástand og annað sem er í þessu þjóðfélagi. Við höfum látið það okkur skipta og við göngum ekki að hverju sem er og við skrifum ekki undir það að viðhalda hér vaxandi atvinnuleysi," segir Bjöm Grétar Sveinsson, förmaður Verkamannasambands islands, sem lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjóminni hvemig komið er. „Ríkisstjóminni var fulikunnugt allan tímann hvað þyrfti til og það sem hún lagði til er ekki fullnægj- andi hvað varðar atvinnu-, vaxta- og heilbrigðismálin og lækkun matar- skattsins svo ekki sé minnst á fjár- mögnunina." Að öllu óbreyttu er líklegt að reynt verði að semja til skamms tíma í næstu viku eftir að stóra samninga- nefnd ASÍ hafnaði 12-liða yfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar sem grund- velli fyrir kjarasamningi til langs tíma, eða til áramóta 1994. Hins vegar virðast atvinnurekendur vera ánægðir með yfirlýsingu ríkisstjóm- ar og telja innihald hennar vera ásættanlegan gmndvöll fyrir gerð nýs kjarasamnings. .Atvinnurekendur hafa ekkert lagt í púkkið og í raun er þessi yfirlýsing ríkisstjómarinnar ekkert annað en félagsmálapakki fyrir atvinnurek- endur,“ sagði Guðmundur Þ. Jóns- son, formaður Landssambands iðn- verkafólks. Hann segir að það sé ekkert hand- fast í tillögum ríkisstjómar og engar tryggingar fyrir einu eða neinu. í ljósi reynslunnar sé því afar óvarlegt að treysta því sem ríkisstjómin seg- ist ætla að „stefna að og beita sér fyr- ir.“ Þrátt fyrir vonbrigði verkalýðs- hreyfingarinnar með yfirlýsingu stjómvalda er ætlunin að taka upp þráðinn að nýju eftir helgi í viðræð- um við atvinnurekendur. Að öllu óbreyttu virðist stefna í gerð samn- ings til skamms tíma, jafnvel til nokkurra mánaða eða í mesta falli til næstu áramóta sem tryggi lág- launa- og orlofsuppbót. Hins vegar hefur forsætisráðherra látið í það skína að það komi ekki til greina að standa að skammtímakjarasamningi og einnig virðist það vera skilyrði fyrir aðgerðum stjómvalda að víð- tæk samstaða náist meðal allra fé- laga og samtaka launafólks um gerð nýs kjarasamnings. Svo virðist sem hálfgert vandræða- ástand sé innan verkalýðshreyfing- arinnar eftir síðustu atburði og fyrri yfirlýsingar. Að mati Halldórs Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSl. Bjömssonar, varaformanns Dags- brúnar, er hreyfingin í raun klofin. Annars vegar þeir sem vilja gera samning sem yrði grundvallaður á yfirlýsingu ríkisstjómar og inni á því mun m.a. vera stærsta verka- lýðsfélag landsins, Verslunarmanna- félag Reykjavíkur og fleiri og hins vegar Dagsbrún og aðrir sem sætta sig alls ekki við að verða stillt upp við vegg af hálfu stjómvalda og taka þegjandi og hljóðalaust við „engu“. Á sama tíma virðist ekkert Iát vera á atvinnuleysinu, sem var í síðasta mánuði 5,4% að meðaltali. Að vísu hefur aðeins slegið á atvinnuleysið á Suðurnesjum, á landsbyggðinni er það svipað og verið hefur, en aukist á höfuðborgarsvæðinu. „Þessi ríkisstjórn sem mynduð var í Viðey tók að sér að stjóma landinu og hún verður að bera ábyrgð á þvf ástandi sem er í atvinnu- og efna- hagsmálum landsins," sagði Halldór Bjömsson. -grh Fundargerð útvarpsráðs um uppsögn Hrafns: Fullur stuðningur við útvarpsstjóra Hvorid Pétur Guðfinnson, fyrrum framkvæmdastjóri sjónvarps, né aðrir fram- kvæmdastjórar svo og formað- ur útvarpssráðs mótmæltu uppsðgn Hrafns Gunnlaugs- sonar á dögunum. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá skrifstofu út- varpsstjóra. Þar er vitnað til fundargerðar útvarpsráðs þann 29. mars sl. Fram kemur að tilefni fundar- ins var að kynna ákvörðun út- varpsstjóra um að segja Hráfni upp starfi dagskrárstjóra. Þá er sagt að Pétur Guðfinnsson hafi Iýst yfir harmi sínum yfir að hæfileikar, þekking og reynsla Hrafns Gunnlaugssonar skuli ekki geta nýst Sjónvarpinu. „Þó mótmælti hann ekki ákvörðun útvarpsstjóra," segir í fundargerðinni. Þá segir að öðrum fram- kvæmdastjórum svo og for- manni útvarpsráðs hafi þótt þetta miður en lýstu yfir full- um stuðningi við ákvörðun út- varpsstjóra. -HÞ Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, telur að hugleiðingar manna um langtímasamning séu ekki lengurfyrir hendi: Háir vextir munu fram- kalla gengisfellingu „Gengisfelling er ekkert annað en afleiðing stöðunnar eins og hún er á hverjum tíma, en ekki orsök. En menn höfðu gert sér vonir um að með einhverri tryggingu um stöðugleika þá væri hægt að styrkja gengi krón- unnar. Sérstaklega ef stöðugleiki mundi leiða til vaxtalækkana. En ég held að eitt af því hættulegasta í sambandi við þessi mál væri það að ef vextimir haldast svona háir þá muni þeir framkalla gengisfellingu m.a. vegna mikils kostnaðar hjá fyrirtækjunum," segir Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ. „Ég er farinn að halda að það sé einhver mystik í vaxtamálunum sem sálfræðilega virðist ekki vera hægt að brjóta. Einhver múr í þessu gólfi sem menn virðast ekki komast uppúr.“ Magnús Gunnarsson segist gera ráð fyrir því að hugleiðingar manna um gerð langtímasamnings til árs- loka 1994 séu ekki lengur fyrir hendi eftir stöðumat ASÍ í kjölfar 12-liða yfirlýsingu ríkisstjómar um aðgerðir hennar í tengslum við gerð kjarasamninga. „En það verða þeir að sjálfsögðu að meta sjálfir." Formaður VSÍ segir að atvinnurek- endur hefðu viljað Iáta á það reyna hvort samningar tækjust ekki á grundvelli þeirra tillagna sem ríkis- stjómin lagði fram. Hann segir að það hefði verið mat þeirra að menn væm betur settir með langtíma- samning heldur en að gera hann ekki. „Við þurfum því að fara í einhvem annan farveg með þessar viðræður." Magnús segir það ekki vera rétt að yfirlýsing ríkisstjómarinnar sé ekk- ert annað en ígildi félagspakka fyrir atvinnurekendur. Hann segir að bróðurparturinn af þeim tillögum miðist fyrst og fremst að því að lækka framfærslukostnaðinn og Magnús Gunnarsson, formaöur VSf. auka atvinnuna. „Ef litið er til kostnaðarins við all- an pakkann þá gengur beinlínis að- eins lítill hluti hans til að lækka kostnaðinn hjá atvinnulífinu. f þess- ari erfiðu stöðu mátu menn það svo að rétt væri að gera samninginn og halda svo áfram í þessu þríhliða samstarfi við það að leysa öll önnur vandamál sem við okkur blasa." Þá hafa atvinnurekendur verið gagnrýndir fyrir það að leggja ekkert sjálfir af mörkum til nýs kjarasamn- ings; engar launahækkanir og áframhaldandi ívilnanir af hálfu rík- isvaldsins á gjöldum og öðmm álög- um af fyrirtækjum. ,Alenn ætla að halda áfram að greiða láglauna- og orlofsuppbætur sem em vemlegur kostnaðarauki fyrir atvinnulífið. Síðan er það spurning hvemig menn meta stöðuna í ljósi þeirra miklu erfiðleika sem em nánast í hverri atvinnugrein og hvar taka eigi peningana. Samkvæmt útreikn- ingum Þjóðhagsstofnunar er sjávar- útvegurinn rekinn með 9% halla, eða sem nemur fimm milljörðum á þessu ári.“ -grh vorid Kynnum nýja vor-matseðilinn með girnilegum suður-amerískum réttum, sem gæla við bragðlaukana. Starfsmannafélög - saumaklúbbar - vinir og kunningjar Sértilboð fyrir hópa (minnst 8 manns) Sækjum og fylgjum ykkur heim að Y skemmtun lokinni. Þríréttaður kvöldverður af vormatseðlinum að eigin vali kr. 2.950 (Akstur innifalinn) *Gildir ekki laugardaga stcfniiifig ■IgPF Hinir frabæru P /l£%t V/U? LOS PARAÚAYOS skemmta matargestum öll kvöld vikunnar og í síðdegiskaffi- tímanum laugardag og *■ sunnudag. rEL Ö3Ci . HVERAGERÐI • SÍMI 98-34700

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.