Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. apríl 1993 Tíminn 5 Stóra samninganefnd ASÍ að störfum. Tlmamynd Ámi Bjarna Kj arasamningar hin glötuðu tækifæri Jón Kristjánsson skrifar Þegar ríkisstjóm Davíðs Oddssonar tók við völdum í maí árið 1991, hafði þjóðar- sátt í kjaramálum valdið þáttaskiíum í efnahagsmálum landsmanna. Verðbólga var minni en um tveggja áratuga skeið. Þessi árangur náðist fyrir sameiginlegt átak ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins í landinu. Ríkisvaldið lagði sig í líma á þeim tíma að hafa sem best og náið sam- bandið við forsvarsmenn atvinnurekenda og verkalýðshreyfmgar og stuðla að því fyrir sitt leyti að þjóðarsáttarsamningar næðust. Mér var fullkunnugt um það að ráðherrar þeirrar ríkisstjómar undir for- ustu og verkstjóm Steingríms Hermanns- sonar spömðu ekki vinnu til þess að stuðla að samningagerðinni. Haldbesti arfurinn Þetta er sá arfur sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur verið haldbestur. Flest hefur gengið úrskeiðis síðustu tvö árin, en hins vegar er verðbólgustigið lágt. Þar veldur auðvitað samdráttur í þjóðfélaginu miklu, en mestu veldur einnig sá gmnnur sem lagður var með þjóðarsáttinni. Þjóðarsáttin olli einnig þáttaskilum í samskiptum atvinnurekenda og verka- lýðshreyfmgarinnar. Sameiginlega var unnið að því að finna gmnn fyrir samn- inga, sem gæti orðið til þess að kaupmátt- ur héldist. Litíð aftur en ekki fram Þegar núverandi ríkisstjóm tók við völd- um var ekki litið fram, heldur aftur og all- ur kraftur fór í það að útmála svokallaðan „fortíðarvanda" og mála ástandið og fram- tíðarhorfumar sem dekkstum litum. Jafn- framt var í hávegum höfð kenningin um afskiptaleysi ríkisvaldsins í anda ffjáls- hyggju. Aliar aðgerðir ríkisvaldsins til stuðnings atvinnulífinu í landinu vom dæmdar sem pólitískt kukl og spilling og framhald á því, sem kallað var „sjóðasukk" síðustu ára. Fljótlega fór að bera á hrað- vaxandi atvinnuleysi, sumpart vegna ytri aðstæðna og minnkandi afla, en ekki síður vegna almennrar svartsýni í þjóðfélaginu, sem stafar af þeim allsherjar bölmóð sem rekinn var í áróðursskyni allt fram á þenn- an dag. Ríkisstjómin lét það einnig verða sitt fyrsta verk að hæklá vexti af rfkis- skuldabréfum vemlega, sem leiddi til versnandi skilyrða fyrir atvinnulífið í land- inu með hækkandi vöxtum. Sá áróður var rekinn af stjórnvöldum að kalla þá at- vinnurekendur, sem höfðu lent í erfiðleik- um, skussa, sem mál væri til kom- ið að bæm ábyrgð á sínum gerðum og yrðu gjald- þrota. Upp úr gjaldþrotunum mundu verða nýir og betri tímar. Það er fulivíst að þessi áróður varð til þess að draga kjarkinn úr athafnamönn- um Iandsins, og hann varð einnig til þess að þau forsvarsmenn þeirra fyrirtækja, sem betur stóðu, hugsuðu fyrst og fremst um það að verjast áföllum fremur en sækja fram. Svartsýnisáróðurinn ýtti mjög undir samdrátt og atvinnuleysi. Átök í skugga atvinnuleysis Staða verkalýðshreyfingarinnar til þess að sækja á fyrir sína umbjóðendur versn- aði mjög með auknu atvinnuleysi. Það at- vinnuöryggi, sem þjóðin taldi sig búa við fyrir fáum ámm, er nú ekki fyrir hendi. Skuldsettur launamaður, sem veit ekki hvort hann heldur vinnu sinni til næsta dags, er ekki fús að kasta sér út í stórátök. Hann veit hvað hann hefur, en ekki hvað hann fær. Kjarasamningar hafa farið fram í skugga þessarar staðreyndar, og því mið- ur virðist svo sem ríkisstjómin hafi gert í því að notfæra sér þetta ástand út í ystu æsar. Vetrarlangt þóf Nú hefur staðið yfir þóf um kjarasamn- inga síðan á síðastliðnu hausti, og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Ekki er það fyrir óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar. Ljóst var strax í haust að lag var til að ná sam- komulagi í þjóðfélaginu á nótum þjóðar- sáttar, ef ríkisstjórnin hefði sýnt raun- vemlegan vilja tií þess að jafna byrðamar í þjóðfélaginu og haldið aftur af sér við að leggja nýjar álögur í sköttum og þjónustu- gjöldum á allan almenning í landinu. Stjómarandstaðan var sama sinnis, en þetta tækifæri var ekki gripið. í allan vet- ur hafa atvinnufyrirtækin búið við óvissu um hver niðurstaða samninga yrði, og það hefur haft merkjanleg áhrif á samdráttinn í þjóðfélaginu. Atvinnuleysið vex hröðum skrefum og útgjöld vegna atvinnuleysis- trygginga og tekjumissir vegna samdráttar í veltu í þjóðfé- laginu er nú orðinn mesti ríkisfjármála- vandinn. Gengið á lagið í skugga atvinnuleysisvofunnar felldu fé- lagsmenn í BSRB og Kennarasambandi íslands heimild til verkfallsboðunar í alls- herjaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnin gekk þegar á lagið og hefur ekki rætt við þessa aðila síðan í nokkurri alvöm. Áhyggjur forsvarsmanna BSRB af því að herkostn- aður kjarasamninga fyrir ríkissjóð, ef þeir nást, verði greiddur með því að leggja nið- ur störf í opinberri þjónustu, em eðlileg- ar. Þau vinnubrögð ríkisstjómarinnar em óskynsamleg að ætla að rétta þessum samtökum tilbúinn samningapakka, án þess að leiða þau að samningaborðinu. Óvissa Enn er óvissa um hvort kjarasamningar nást. Það er ljóst að ríkisvaldið verður nokkuð á sig að leggja til þess að svo verði, og verkalýðshreyfingin hefur ekki gengið inn á það að semja upp á yfirlýsingar ríkis- stjómarinnar, sem em í ætt við kosninga- stefnuskrár. í raun er aðeins eitt atriði í yf- irlýsingu ríkisstjómarinnar, sem birt var í fyrrakvöld, sem leiðir strax til kjarabóta: það em auknar niðurgreiðslur og væntan- leg lækkun matarskatts í kjölfarið. Önnur atriði em ýmist viljayfirlýsingar um að lækka ýmsar álögur sem ríkisstjómin er nýbúin að knýja í gegn, samanber yfirlýs- ingu um „að ríkisstjórnin undirbúi nú að- gerðir til þess að koma í veg fyrir að kostn- aður vegna lyfja og læknishjálpar geti orð- ið fólki ofviða“, eða fyrirheit um að upp- fylla skýlaus loforð sem gefin vom í fyrra- sumar um að bæta þorskskerðinguna sem þá var. Nú er farin sú leið sem sjávarút- vegsráðherra, hagsmunaaðilar og stjóm- arandstaðan vom sammála um þá: að út- hluta aflaheimildum hagræðingarsjóðs. Langir kaflar í yfirlýsingunni em almennt snakk um markmið í atvinnumálum, sem betur ætti heima í kosningastefnuskrá en sem áþreifanlegur gmndvöllur kjara- samninga. Heimavinnunni er ekki lokið Verkalýðshreyfingin reynir nú enn í þröngri stöðu að knýja fram áþreifanlegri árangur. Það skiptir einnig mjög miklu máli hvemig fjár er aflað til þess að standa straum af kostnaði ríkissjóðs vegna kjara- samninganna. Ekki verður séð að tilraun sé gerð til þess að leita að breiðu bökun- um, fyrirhugaður fjármagnsskattur er flatur skattur á alla. Það er alveg ljóst að ríkisstjómin er ekki búin að vinna heimavinnuna sína, þrátt fyrir að samningaþófið hafi staðið í allan vetur. Það er ljóst að hún treystir á að erf- iðleikamir hið ytra og versnandi atvinnu- ástand knýi verkalýðshreyfinguna til samninga á jafti óljósum forsendum eins og yfirlýsing hennar frá því í fyrrakvöld er. Glötuð tækifærí Það er ljóst að ríkisstjómin hefur farið illa með sín tækifæri. Enn er löng leið eft- ir þar til ljóst verður hvort samningar tak- ast við allt launafólk í landinu. Kjaramál opinberra starfsmanna verður auðvitað að leiða til lykta, þótt engu líkara sé en að ríkisvaldið álíti að hægt sé að komast hjá því. Verkalýðshreyfingin hefur hafnað moðsuðu ríkisstjómarinnar frá því í fyrra- dag og vill fá skýrari línur. Næstu dagar munu skera úr því hvort svo verður. Ljóst er að þessi mál verða ekki leidd til lykta nema fomsta ríkisstjómarinnar í því þrí- hliða samningaferli, sem staðið hefur, verði markvissari heldur en nú er. Ekki er ástæða til mikillar bjartsýni um að svo verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.