Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.04.1993, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 17. apríl 1993 Helgi Svanberg Jónsson bóndi, Lambhaga Fæddur 6. júlí 1943 Dáinn 7. apríl 1993 Bænadagamir og páskamir vom bjartir og fagrir og veður með ein- dæmum gott um allt land að heita. Fólk notfærði sér frídagana til úti- vem og skemmtunar, enda hefur ekki viðrað vel til þess undanfama mánuði. Það má því með sanni segja að bjart hafi verið í hugum flestra landsmanna þessa helgi. Ekki nutu þó allir sem skyldi. Veikindi, dauðs- föll og sorg knúði dyra hjá mörgum og ekki er spurt um stund eða stað. Það grúfði sorg yfir heimilisfólkinu í Lambhaga þessa helgi. Miðviku- daginn 7. apríl lést heimilisfaðirinn á heimili sínu langt um aldur fram, aðeins 49 ára gamall, frá ungri eig- inkonu og sex bömum á aldrinum 11 til 23 ára. Helgi kenndi sér meins haustið 1991 og gekkst undir erfiða aðgerð á Landspítalanum í desem- ber það ár. Það er aðdáunarvert hve duglegur hann var allan tímann og s.l. sumar vonaði maður að hann mundi e.t.v. yfirvinna sjúkdóminn, svo harður var Helgi. Ekki er vitað annað en Helgi hafi verið hraustur vel, enda vann hann alla tíð mikið við stóran búskap og framfleytti stórri fjölskyldu í Lambhaga. Áfallið kom eins og reiðarslag yfir fjölskyld- una. Var ekki nóg komið? Um það bil þremur árum áður veiktist eitt bamanna, Gunnar Ásberg, þá rétt 13 ára. Mér er minnisstætt samtal, sem við Helgi áttum saman lyrir þremur vikum eða svo, þegar hann dvaldist síðast á Landspítalanum. Þar rædd- um við m.a. um lífið og dauðann. Hann gerði sér þá fulla grein fyrir því að stutt væri í brottförina, sem enginn kemst hjá að fara. Hann sagðist hafa áhyggjur af yngstu bömunum og ekki síst honum Ás- berg. Andlegt álag allra í fjölskyld- unni hefur verið með ólíkindum s.l. ár. Því enn eitt áfallið dundi yfir, þegar Guðmundur Ómar veiktist í ágúst s.I., þá rétt tvítugur, og þurfti hann að gangast undir erfiða að- gerð. Góðar batahorfur em hjá Omari og er ekki að sjá að hann hafi fyrir skömmu legið sjúkur á spítala, enda hraustur og glaður ungur maður. Það er með ólíkindum, sem lagt hefur verið á eina fjölskyldu, ef svo má að orði komast. Aðdáunarvert er hve æðrulaus hún hefur verið og staðið vel saman í þessum miklu erf- iðleikum. Undirritaður kynntist þessu góða fólki fyrir nokkmm ámm, þegar Skúli Jónsson á Selalæk, bróðir Helga, útvegaði fjölskyldu minni hagagöngu fyrir hestana okkar. Frá þeim tíma hefúr skapast góð vinátta. Höfum við því haft tækifæri til þess að fylgjast með fjölskyldunni í Lambhaga. Margar ánægjustund- imar höfum við átt saman og rætt málin af græskulausu gamni. Það hefur einnig verið þroskandi fyrir okkur að kynnast æðmleysi þessa góða fólks í hinum miklu erfiðleik- um þess. Ekki mun ég rekja hér lífsgöngu Helga, það munu eflaust aðrir gera, sem betur þekkja til. Helgi Svanberg fæddist í Gunnars- holti á Rangárvöllum 6. júlí 1943. Foreldrar hans vom Jón Egilsson, bóndi á Selalæk, og fyrri kona hans Helga Skúladóttir. Þau em bæði lát- in. Helgi er fyrstur bama Jóns á Selalæk, sem fer yfir móðuna miklu. Helgi lauk búfræðiprófi frá Hólum 1961. Eiginkona Helga er Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir frá Vorsabæ í Landeyjum og eiga þau sex mann- vænleg böm, sem öll em í heima- húsum. Við Skúli bróðir Helga höfðum ákveðið að hittast á föstudaginn langa og heimsækja Helga. Ekki varð af þeirri heimsókn, þar eð Helgi lést, eins og áður er getið um, mið- vikudaginn 7. þ.m. Við hjónin þökkum Helga sam- fylgdina og sérstaklega góða við- kynningu, sem varð allt of stutt, og biðjum góðan Guð að vemda hann og leiða á þeirri göngu, sem hann hefur nú lagt út á. Við þökkumhon- um og fjölskyldunni í Lambhaga alla aðstoðina við hestana okkar undan- farin ár. Við áttum þar góðar stundir saman. Elsku Sjöfn og bömin þín, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í hinni miklu sorg. Einnig sendum við öllum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Erlen og Matthías Gíslason Látinn er langt um aldur fram vin- ur minn og frændi Helgi Jónsson, bóndi í Lambhaga á Rangárvöllum. Lengi og vel barðist hann við ill- kynja sjúkdóm og þraukaði lengur en bæði ég og aðrir ætluðum. Enda þótt hann og allir aðrir vissu hvem- ig þeirri baráttu myndi lykta, var BLÓMIÐ — góð blómaverslun — Blóm - Skreytingar - Gjafavara Kransar - Krossar - Kistuskreytingar Úrval af servtettum OPIÐ FRÁ KL. 10-21 GRENSÁSVEGI 16- SÍMI 811330 X Tvær leiðir eru hentugar til þess að verja ungbarn í bíl Látiö barniö annaöhvort liggja í bílstól fyrir ungbörn eöa barnavagni sem festur er meö beltum. UUMFERÐAR R4o y Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum i verkiö „Hitaveitustokkar — viðgeröir 1993“. Verkið felst I endurbótum og viðgeröum á steyptum stokkum, sem innihalda nokkrar af stofnæðum Hitaveitu Reykjavíkur, s.s. Hafnarfjaröaræð, Reykjaæð, Stekkjabakkaæð, Suöurlands- brautaræð o.fl. Verkinu skal lokið fyrir 1. október 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofú vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboöin verða opnuö á sama stað fimmtudaginn 6. maf 1993, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 hann ætíð glaður og reifur, enda studdi fjölskylda hans hann dyggi- lega. Það eru mörg ár síðan ég kom fyrst að Lambhaga. Engin kynni eða spumir hafði ég áður haft af Helga bónda. Ég man að handtak hans var þétt og erindi mínu var vel tekið. Reyndar spurði hann hvers vegna ég hefði ekki komið löngu fyrr. Síðan hef ég sjaldan farið austur yfir Þjórsá án þess að koma við í Lamb- haga. Mér fannst heimilisbragur þar sérstæður og það tók mig nokkurn tíma að átta mig á því, hvað var óvenjulegt. Ég hefi hvorki fyrr né síðar kynnst heimili þar sem fyrir vom sex börn og þú vissir ekkert af þeim. Aldrei heyrðist bamsgrátur, aldrei var rifist, hvað þá slegist. Lengi vissi ég aldrei hversu mörg þessi böm vom. Á þessum ámm vom yngstu bömin í frumbernsku og þetta hefur haldist óbreytt alla tíð síðan. Ekki leyndi sér þarna með- fædd kurteisi og gott uppeldi. Enda þótt lífshlaup okkar Helga í Lambhaga væri ólíkt, skorti okkur aldrei umræðuefni. Báðir vomm við sveitamenn úr Rangárþingi. Oft var rætt um búskap, fólk og viðburði í héraði, og varð ég um margt fróðari. Mikill bókakostur var til á heimilinu um þessi efni, Rangvellingabók Val- geirs á Þingskálum, Sunnlenskar byggðir, Víkingslækjarættin og fleira, en sjaldan þurfti að leita í þessar bækur. Ef bóndi var í vafa þurfti aðeins að spyrja húsfreyju, aldrei man ég til þess að henni yrði svarafátt. Er það eitt dæmi af mörg- um um hversu vel Helgi, frændi minn, var giftur. Helgi í Lambhaga var mikill bóndi. Hann varð búfræðingur frá Hólum 1961. Ekki efa ég að það nám hafi komið honum að miklu gagni, þó ætla ég að betur hafi dugað gáfúr hans, dugnaður, hagsýni og hand- lagni. Ég vænti þess að fmmbýlings- árin hafi verið erfið, ekki síst fyrir Sjöfn vinkonu mína frá Vorsabæ í Austur- Landeyjum. Lambhagi var ekkert höfuðból er þau hófu búskap þar 1970 og húsakynnin bágborin. Auðvitað þurfti fyrst að byggja yfir bústofninn, að því loknu var hægt að huga að mannfólkinu. Ég held þó að hvomgt hafi kvartað, en annars er ég ekki kunnugur búskaparsögu þeirra hjóna, um hana var sjaldan rætt. Ég veit hins vegar hvernig húsakynnum og ræktun var háttað á Lambhaga á þessum árum og hvern- ig þar er umhorfs í dag. Afrek þeirra hjóna í ræktun og uppbyggingu jarðarinnar em ótrúleg. Vissulega hefur fjölskyldan í Lamb- haga mátt þola ýmsar hremmingar á undanfömum ámm, en hún hefúr ekki bognað, hvað þá brotnað. Ekki töldu þau Sjöfn og börnin það neina ofraun að hjúkra Helga fársjúkum, vikum saman, og uppfylla þá ósk hans að dvelja heima til hinstu stundar. Slíkt er óvenjulegt nú á dögum og fagurt. Alltaf ríkti gleði og góður andi í Lambhaga. Vissulega er það þyngra en támm taki þegar maður eins og Helgi í Lambhaga fellur frá á besta aldri, en öll él birtir upp um síðir. Ekki veit ég hvort Helgi vinur minn var trú- maður, slík mál ræddum við aldrei. En sé það svo að hann eigi eftir að ganga fyrir einhvern dóm almættis- ins, ætla ég að sá dómur geti aðeins dæmt menn eftir gerðum þeirra og innræti og stendur hann þar betur að vígi en flestir aðrir er ég þekki. Láti Guð honum nú raun lofi betri. Hrafnkell Helgason Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi ég jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akur breiður blessun skaparans. Musterisins múra marka reginfjöll. Glitvefgróður skúra, geislar skreyta höll. Gólf hins gróna vallar grænu flosi prýtt. Hvelfing glæstrar hallar heiðið blátt og vítt. Vígjum oss í verki vorri gróðurmold. Hefjum hennar merki hátt í móður fold. Hér er helgur staður, hér sem lífið grær, íslands æskumaður, íslands frjálsa mær. (Bjarni Ásgeirsson) Það er vor í lofti, farfuglarnir koma hver af öðrum með sinn fagra söng, jörðin klakalítil. Snjór hlífði gróðri þegar fraus í vetur, svo tún komu víða græn undan vetri. Vorverk að hefjast í sveitum, lífið tekur á sig allt annan blæ, bændur leggja nótt við dag til að koma vorverkum af á til- settum tíma. En forlögin spyrja ekki um hvað þarf að gera, hvort einhver telur sig ekki hafa lokið ætlunar- verki sínu. Maður í blóma lífsins er kallaður burt, þegar mikið starf er að baki og mætti ætla að léttari ár séu framundan. Það er erfitt að sætta sig við slíkan dóm, en við það ræður enginn mannlegur máttur. Helgi Jónsson í Lambhaga á Rang- árvöllum fæddist þann 6. júlí árið 1943, sonur hjónanna Jóns Egils- sonar frá Stokkalæk og fyrri konu hans, Helgu Skúladóttur frá Keld- um. Bjuggu þau fyrst í Gunnarsholti á Rangárvöllum, en keyptu jörðina Selalæk í sömu sveit og fluttist fjöl- skyldan þangað árið 1946. Jón og Helga eignuðust 5 böm, en erfiðleikar steðjuðu að. Helga lést árið 1947 og var þá yngsta barnið á öðru ári. Við getum reynt að setja okkur í spor ungs manns sem miss- ir konuna frá 5 börnum á aldrinum 1 til 8 ára. Einnig var á heimilinu öldmð kona, föðursystir Jóns, Guð- ríður Jónsdóttir. Honum bauðst að láta hluta af börnunum í fóstur, en Jón Egilsson bugaðist ekki; kom þar fram þrautseigja hans og dugnaður. Hann hélt hópnum saman og rak stórt bú, en árið 1951 birti til á heimilinu á Selalæk þegar Jón kvæntist seinni konu sinni, mikilli myndarkonu, Ólöfu Bjarnardóttur frá Böðvarsholti í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi; eignuðust þau 5 böm. Það er mikið þrekvirki að taka að sér mann með 5 börn og gamalmenni og bæta öðmm 5 börnum við, en Ólöfu fórst það vel úr hendi og er hún jafnt elskuð af stjúpbömum sem börnum. Jón Egilsson lést 23. júní sl., tæplega 84 ára að aldri. Af þessu má sjá að Helgi er alinn upp í stómm systkinahópi og hlýtur því oft að hafa verið líflegt á heimil- inu á Selalæk. Á yngri ámm vann Helgi á búi föður síns, svo og á jarð- vinnsluvélum á vegum Ræktunar- sambands Rangárvalla, Hvolhrepps og Fljótshlíðar. Einnig vann hann á Véla- og bifreiðaverkstæði Kaupfé- lags Rangæinga á Hvolsvelli og taldi sig hafa lært mikið á þeim tíma, sem kom sér vel síðar á lífstíðinni. Helgi fetaði í fótspor föður síns og fór í Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og sagðist hafa lært ýmis- legt þarflegt þar, sem gott er fyrir bændur að kunna og vita. Ekki síður mat hann góðan félagsskap og hve mikils virði það er að hitta menn sem víðast að og ræða málin, bera saman bækur sínar, því slíkt eykur víðsýni. Árið 1991 áttu þessir Hóla- sveinar 30 ára útskriftarafmæli. Mættu þeir allir heim að Hólum og hafði Helgi mjög gaman af þeirri ferð. Vorið 1970 urðu þáttaskil í lífi Helga er hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ásgerði Sjöfn Guð- mundsdóttur frá Vorsabæ í Austur- Landeyjum. Þá var vor í lofti. Það var vor í hugum ungu hjónanna er þau sama ár keyptu jörðina Lamb- haga á Rangárvöllum og fluttu inn í gamla bæinn með litlu dótturina. Þama beið þeirra mikið starf. Að byggja upp öll hús á bændabýli er mikið átak, að ógleymdu öllu því ræktunarstarfi sem unnið hefur ver- ið á jörðinni síðan þau keyptu Lambhagann. Hjá Helga kom aldrei neitt annað til greina en að verða bóndi, rækta jörðina og hafa gott bú. Hann hafði fastmótaðar skoðanir, lúrði ekkert á þeim og lét óspart í Ijós álit sitt á mönnum og málefnum. Þannig kom hann til dyranna eins og hann var klæddur. Helgi vissi vel hvað samstaða manna er mikils virði, hvað það er mikil nauðsyn fyrir ís- lenska þjóð að búa sem best að sínu og hafa vinnu fyrir þegnana. Helgi sat í stjórn Búnaðarfélags Rangár- vallahrepps í mörg ár og einnig í stjóm Veiðifélags Rangæinga. Ég veit að þótt Helga njóti ekki lengur við, þá mun fjölskyldan halda uppi sama merki og verið hefir. Sjöfn og Helgi eignuðust 6 börn. Þau em: Helga Dagrún f. 1969, Jón Þór f. 1971, unnusta hans er Ásdís Steinunn . Tómasdóttir frá Vest- mannaeyjum, Guðmundur Ómar f. 1972, GunnarÁsberg f. 1976, Hafdís Þórunn f. 1980, Björgvin Reynir f. 1982. En lífið hefur ekki verið eingöngu dans á rósum síðastliðinn áratug. Það er erfitt að skilja hvers vegna sum heimili verða verr úti en önnur hvað heilbrigði varðar. En þau veik- indi verða ekki frekar rakin hér, slíkt væri ekki í anda þeirra sem um er rætt, eins og þau segja sjálf. Að velta sér upp úr vandanum gerir bara illt verra. En Lambhagafjölskyldan stendur þétt saman. Það er ávallt stutt í léttleikann hjá heimilisfólkinu í Lambhaga þegar gesti ber að garði, en þar er mjög gestkvæmt og hefur þá frúin gaman af að glettast við unga fólkið ekki síður en hina eldri. Má vera að þar komi fram leikrænir hæfileikar hennar, en hún hefur gert talsvert af því að semja og flytja gamanmál á þorrablótum og kvenfélagaskemmt- unum við góðan orðstír. Fyrir um það bil einu og hálfu ári fór Helgi að kenna fyrir alvöru þess sjúkdóms er nú hefir lagt hann að velli. Hann barðist hetjulegri bar- áttu og bugaðist aldrei, og fram á síðustu daga lagði hann á ráðin varðandi búskapinn, enda ekki lítils virði að hafa konu sér við hlið sem stendur eins og klettur og telur kjark í fólkið. Helgi lést að heimili sínu miðvikudaginn 7. aprfl sl. og verður jarðsunginn frá Keldna- kirkju í dag, laugardag 17. apríl. Með þessum línum vil ég þakka Helga allar okkar samverustundir, þegar við hjálpuðum hvor öðrum við byggingar, þegar við heyjuðum í samvinnu á sandinum og margt, margt fleira. Ég sendi Sjöfn og börn- unum innilegar samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu. Megi al- góður Guð vernda ykkur og styrkja í ykkar þungbæru sorg. Guð blessi minningu látins vinar. Sæm. B. Ágústsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.