Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 1
Föstudagur 30. apríl 1993 79. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 110.- Rætt er um að hjúkrunarfræðingar hætti í stjómarstöðum á sjúkrahúsum og læknar stjórni: Hjúknnarfræðingar standa fast á móti Nefnd á vegum heilbrígðisráöherra hefur undanfama mánuði unn- ið að frumvarpsdrögum sem eiga að skerða mjög ábyrgð og áhríf hjúkrunarfræðinga og gera lækna eina ábyrga fyrir öllum þáttum sjúkrahúsmeðferðar sem hjúkrunarfræðingar hafa sinnt. „Hjúkrunarfræðingar eru mjög ósáttir og munu fara út í hart ef þessar breytingar ná fram að ganga," segir Sigríður Snæbjöms- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Borgarspítala. „Þetta setur allt í bál og brand,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður lækna- ráðs Borgarspítala, og bendir á að drögin gangi þvert á efni ráö- herrabréfs fyrír einu og hálfu árí síðan. Það verður ekki gefin eftir hárs- breidd í þessu máli,“ segir Sigríður Snæbjömsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á Borgarspítala en seg- ist ekki trúa því að til þess þurfi að koma. Sigríður segir að það sé mikil ólga meðai hjúkrunarfræðinga á Borgar- spítala sem og á fleiri stofnunum og rætt sé um hvernig best sé að standa að fjöldamótmælum. „Samstarf lækna og hjúkrunarfræð- inga gengur afskaplega vel og við skiljum ekki hvað býr að baki þessum hugmyndum," segir Sigríður. Þar vís- ar hún m.a. til reynslu hjúkrunar- fræðinga á Borgarspítala. „Þetta sýnir því ljóslega í hverslags fflabeinstumi þeir eru sem em að vinna að þessum Íögurn," segir Sigríður. „Það er verið að draga úr völdum hjúkmnarfræðinga með þessum fmmvarpsdrögum en ekki úr ábyrgð- inni því hún er lögbundin. Það er á fínan hátt verið að segja að yfirlæknir eigi endanlega að bera ábyrgð á rekstri sjúkradeilda," segir Sigríður. „Við höfum staðið okkur mjög vel í rekstri, stjómun og hagræðingu. Við emm við hlið sjúklinga allan sólar- hringinn og höfum góða yfirsýn. Læknar horfa meira á smærri þætti í rekstri. Það er hlutverk hjúkmnar að hafa heildaryfirsýn yfir hlutina. Mér finnst lágmark að við fáum viður- kenningu á því í lögunum,“ segir Sig- ríður. Hún bendir á að hjúkmnarfræðingar hafi haft með rekstur sjúkradeilda að gera en að sjálfsögðu í samráði við lækna. „Við ætlum okkur ekkert að gefa þetta eftdr. Við höfum bæði fund- að með ráðherra svo og ýmsum þing- mönnum og komið athugasemdum okkar á framfæri," bætir Sigríður við. Hún hefur eftir heilbrigðisráðherra að hann sé ekki kominn með endanleg .drög í hendur. „Ráðherra veit samt al- veg hver okkar hugur er,“ segir Sigríð- ur. „Þetta ætti ekki að setja allt í bál og brand en það fer allt í bál og brand ef þetta fer svona því hjúkmnarfræði- stéttin sættir síg ekki við það,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður læknaráðs Borgarspítala. „Ég held að þetta samstarf þessara stétta eigi að geta gengið vel án þess að það þurfi að skrifa alla hluti niður í lög. Þetta hefúr gengið í mörg ár og á að geta gengið áfram," segir Jóhannes „Þessi frumvarpsdrög hafa hvorki verið send út né kynnt," bætir hann við en er þó kunnugt um efni þeirra. „í þessum drögum er einn aðili gerður ábyrgur fyrir læknismeðferð sjúk- lings. Það hefur aldrei verið tekið á þessu í lögum," segir Jóhannes. Hann bætir við að áður fyrr hafi ver- ið sjálfgefið að læknamir hefðu þessa ábyrgð en að með ámnum hafi hjúkr- unarfræðingar orðið sífellt sjálfstæð- ari starfstétt. Þá vitnar Jóhannes í nú- verandi heilbrigðislög þar sem kveðið er á um að hjúkmnarforstjóri sjúkra- húss sé ábyrgur gagnvart stjóm þess hvað varðar mál sem undir hann heyri. Jóhannes segir að það hafi verið ágreiningur um hvemig ætti að túlka þessa ábyrgð og bendir á að það hafi leitt til bréfaskrifta heilbrigðisráð- herra og ráðuneytisstjóra fyrir einu og hálfu ári eftir að landlæknir hafði óskað eftir svari um túlkun ráðuneyt- is. „Þar er kveðið upp úr með það að hjúkmnarforstjóri beri ábyrgð gagn- vart stjóm og enginn læknir sé þar milliliður," segir Jóhannes. Hann teiur að frumvarpsdrögin gangi þvert á efni bréfsins. Um það hvort lækna fýsi að bera al- farið alla ábyrgð á sjúldingum segir Jóhannes: „Menn líta svo á að lækn- ingar og hjúkmn sé svo samofið að það sé mjög erfitt og oft ómögulegt að skilja þama á milli." Hann segir það samt vera sína skoðun að það sé oft hægt að skilja þama á milli. -HÞ ÞEIR ERU skemmtilegir kiðlingamir í Hús- dýragarðinum í Laugardal, eða eins og litla daman sagði: „Þeir em svo mikið krútt." Timamynd Aml Bjama Sjávarútvegsráðherra ætlar ekki aö leggja sjávarútvegs- frumvörpin fram á þingi, en: Frumvörpin eru á for- gangslista Frumvörp sjávarútvegsráðherra um stjóm fiskveiða, þróunarsjóð og verð- jöfnunarsjóð em á lista yfir mál sem ríkisstjómin vill að fái afgreiðslu á Alþingi fyrir þinglok. Sjávarútvegsráðherra hefur samt sem áður enn ekki breytt þeirri afstöðu sinni að leggja frumvörpin ekki fram meðan einstakir þingmenn stjómar- flokkanna hafa fyrirvara við frumvarp- ið um stjóm fiskveiða. Starfsáætlun Alþingis gerir ráð fyrir að Alþingi ljúki störfum 7. maí. Opinberlega hefur engin ákvörðun verið tekin um að breyta þeirri dagsetningu. Næstkomandi mánudag verða eld- húsdagsumræður á Alþingi og verður þeim útvarpað og sjónvarpað. -EÓ Fórust í sjóslysi Mennimir tveir sem fómst þegar Sæ- berg AK sökk hétu Grétar Lýðsson 29 ára sem lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú böm og Grétar Sigurðsson 31 árs ókvæntur og bamlaus. Mennimir voru báðir búsettir á Akranesi. Fórnar- lambið tapaöi málinu Þrotabú Fómarlambsins hf. tapaði í gær söluskattsmáli sínu sem það höfðaði gegn rödssjóði. Krafa Hag- virkis var að felldur yrði niður sölu- skattur vegna vinnu með stórvirkum vinnuvélum frá árunum 1983 og 1984. Skuldin var á annað hundrað milljóna króna. Hefði ríkissjóður tapað málinu hefði hann orðið að greiða þessa upp- hæð til baka. Ríkisskattanefnd úr- skurðaði á sínum tíma að Hagvirki hf (nú Fómarlambið hf) skyldi greiða skuldina og var hún innheimt með lokunaraðgerðum. Hagvirki höfðaði mál sem fyrirtækið hefur nú tapað í hæstarétti. -EÓ Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður segir að við eigum að styðja Norðmenn og hefja hrefnuveiðar í sumar: „Reiknum meö að hrefnu- veiöar hefjist í sumar“ Konráð Eggertsson, fyrrverandi hrefnusjómaður, segist reikna með því að hrefnuveiðar hefjist við fsland í sumar. Hann segist treysta yfiríýsingum íslenskra stjómvalda um að unnið sé að mál- inu af krafti með það að markmiði aö hefla hrefnuveiðar hið fyrsta. Konráð segir að æskilegast hefði veríð að íslendingar og Norð- menn hefðu hafið hrefnuveiðar samhliða í vor. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hefur í samtali við Tímann ekki útilokað að stiómvöld heimili hrefnuveiðar við ísland í sumar. Hann hefur sagt að unnið sé að mál- inu innan NAMCCO, samtökum um nýtingu sjávarspendýra á N-Atlants- hafi. Stefria ríkisstjómar íslands sé að hefja hrefnuveiðar. Um tímasetn- ingar sé hins vegar erfitt að fullyrða. Konráð sagði að ekki væri eftir neinu að bíða. íslendingar eigi að styðja Norðmenn, sem nú hafa hafið hrefriuveiðar, og hefja veiðar í sum- ar. Ef andstæðingar hrefnuveiða vildu berjast gegn þeim þá yrðu þeir að gera það á tveimur vígstöðvum. Konráð sagðist telja að ákvörðun Dana um að styðja innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins takmarkaðar hrefnuveiðar Grænlendinga styrki okkar stöðu. Hann sagðist ekki eiga von á öðru en að Danir styðji einnig hrefnuveiðar innan NAMCCO, en fram að þessu hafa þeir dregið lapp- irnar innan NAMCCO. Konráð sagði að hrefnusjómenn hafi þrýst á svör frá stjómvöldum, en ekki fengið skýr svör um hvenær þeir hyggjast heimila hvalveiðar. ,>lanni finnst þetta fáránlegt að menn skuli vera rífast um það hvort að það eigi að leyfa smábátum að veiða fimm eða tuttugu þúsund tonn á sama tíma og hvalurinn étur 600-800 þúsund tonn af fiski. Ég verð að segja að ég botna bara ekkert í þessu," sagði Konráð. Konráð sagði að hrefnusjómenn hafi velt því fyrir sér að hefja hrefnu- veiðar jafnvel þó að íslensk stjóm- völd hafi enga ákvörðun tekið í mál- inu. Hrefnusjómenn vilji hins vegar ekkert gera sem spilli fyrir vinnu stjómvalda. Menn hafi fram að þessu treyst því að eitthvað kæmi út úr þeirri vinnu. Konráð sagði hins vegar að sá tími gæti komið að hreftiusjómenn teldu að þeir hefðu engu að tapa og hæfu veiðar hvað sem raular og tautar. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.