Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 30 apríl 1993 Tíminn 7 w Óvenjumikill fjörureki hefur verið við suðurströndina í ár. Þykkvabæjarklaustur: Seltan verkar eins og fúavörn Óvenjumikill fjörureki var á fyrrí hluta ársins við suðurströndina og teija heimamenn á Þykkvabæjar- klaustri að viðinn hafi rekið hingað til lands frá Síberíu. Hilmar Jón Brynjólfsson á Þykkva- bæjarklaustri segir að ágætis spýtur hafi verið innanum og telur að sjáv- arseltan verki eins og fuavöm á við- inn. Eins og gefur að skilja er rekinn góður búhnykkur fyrir hlutaðeig- andi og að sögn Hilmars Jóns er allt nýtt. Viðurinn er m.a. notaður í girðingarstaura, til eigin smíða og m.a. hafa útihús á Þykkvabæjar- klaustri og gluggar í íbúðarhús ver- ið smíðuð úr rekaviði. Þótt ágætis reki hafi verið í ár, em miklar sveiflur í rekanum, eða frá því að fjömr séu nánast undirlagðar rekaviði og til þess að þar finnst varla efni í tannstöngul. -grh Borgarbókasafn 70 ára: Sektarlausum dögum að Ijúka Sektarlausum dögum í Borgarbóka- safninu lýkur nú um mánaðamótin, en þeir em haldnir í tilefni af 70 ára afmæli safnsins. Margir lánþegar, sem hafa verið í vanskilum við safn- ið, hafa notað tækifærið og skilað bókum sem vom komnar á tíma og margfaldlega það, því að komið hafa inn bækur sem fengnar vom að láni Skipting opinberra starfa milli landshluta: Hlutur höfuð- borgarinnar fer vaxandi Hlutfall opinberrar starfsemi á landsbyggðinni hefur minnkað hlutfallslega síðustu þijú ár, en aukist að sama skapi á höfuðborgar- svæðinu. Árið 1990 vom 70,4% allra opin- berra starfsmanna staðsettir á höf- uðborgarsvæðinu. í fyrra var þetta hlutfall komið upp í 71,9%. Hlutur landsbyggðarinnar í opinbera geir- anum lækkaði á þessu tímabili um 1,5%. Á sama tíma lækkaði hlutdeild landsbyggðarinnar í íbúatölu lands- ins úr 42,9% árið 1990 í 42,1% árið 1992. Þessar upplýsingar koma fram í svari forsætisráðherra við fyrirspum frá Lilju Rafney Magnúsdóttur vara- þingmanni. Tæplega 45% allrar opinberrar starfsemi fer fram í Reykjavík. Þar búa hins vegar 38,5% íbúa landsins. í svari forsætisráðherra kemur fram að starfandi er nefnd undir for- ystu Þorvaldar Garðars Kristjáns- sonar, fyrrverandi alþingismanns, sem vinnur m.a. að tillögum um flutning opinberra starfa frá höfuð- borgarsvæðinu út á land. Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum með vorinu. -EÓ fyrir 1980. f Borgarbókasafninu í Gerðubergi hefur verið sett upp ljós- myndasýning úr sögu Borgarbóka- safnsins. Margir hafa sótt safnið heim í tilefni afmælisins. Mjög fjöl- mennt var t.d. á afmælisdaginn, 19. apríl. Ragnar Engilbertsson, formaöur styrktamefndar (th.) og Reynlr Guðmundsson, kjörforseti Klwanisklúbbsins Ell- iöa (fyrfr miðju), afhenda Vfkingi Arnórssyni yfirlækni gjafabréf. Fylgst með líðan sjúkra ungbarna Kiwanisklúbburinn Elliði afhenti nýlega Barnaspítala Hringsins gjafabréf fyrir tæki, sem notað er til að fylgjast með líðan ungbama, sem flytja þarf milli byggðarlaga eða landa til lækninga. Tækið nemur helstu lífsmörk ungbama, svo sem hjartastarfsemi, blóðþrýsting, líkamshita, öndun og súrefnismett- un blóðs. Klúbburinn gaf tæki þetta í tilefni af 20 ára afmæli sínu, en verðmæti þess er um 850 þúsund krónur. Félagsráð Póstmannafélags Islands gagnrýnir harðlega frumvarps- drög að einkavæðingu Pósts & síma og telur þau vera meingölluð: Hlutur starfsmanna fyrir borð borinn Á fundi félagsráðs Póstmannafélags fslands kom fram hörð gagn- rýni á framkomin drög að frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um rekstur Pósts & síma. Aö mati félagsráðsins eru frumvarps- drögin meingölluð og þá sérstaklega þaö, sem snýr að málefnum og atvinnuöryggi starfsfólks, stjómun fyrirtækisins og framtíð þess. Ráðið hafnar því alfarið að sam- gönguráðherra einn skipi fimm manna stjóm fyrirtækisins og starfs- fólk komi þar hvergi nærri, og einnig að stjómendur verði allir sóttir til at- vinnulífsins. Þá varar Póstmannafé- lagið við því að hlutafé Pósts & síma hf. verði seld á hlutabréfamarkaði, og geti þannig lent í höndum erlendra aðila. Ennfremur telur félagið að það sé ekki hægt að svipta starfsmenn áunnum réttindum með einu penna- striki, ogvitnar íþví sambandi til laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Hafnað er einnig alfarið hugmyndum um skerðingu á verk- fallsrétti einstakra félagsmanna og jafnframt er bent á að hvergi er að fínna í frumvarpsdrögunum nein ákvæði varðandi launamál starfs- manna eða hvemig með þau skuli farið. Auk þess óttast félagsráð Póst- mannafélagsins að í kjölfar breytinga á réttarstöðu Pósts & síma muni gróðahyggjan taka öll völd, með þeim afleiðingum að þjónusta við lands- byggðina muni bæði versna og verða dýrari. Af þessum sökum treystir félagsráð Póstmannafélagsins sér ekki til styðja framkomnar hugmyndir um einka- væðingu Pósts & síma, eins og þær hafa verið kynntar. Hinsvegar er fé- lagið tilbúið til viðræðna um málið og vill ekki að það verði afgreitt nema í góðu samkomulagi við starfsfólkið. Jafnframt leggur félagið þunga áherslu á að áunnum réttindum og starfsöryggi starfsmanna verði ekki ógnað á einn eða annan hátt. Athygli vekur að það er aðeins stjóm félags háskólamenntaðra starfs- manna Pósts & síma sem hefur fagn- að einkavæðingarhugmyndum sam- gönguráðherra. Hinsvegar hefur Fé- lags íslenskra símamanna mótmælt einkavæðingarstefnunni og einnig hefur stjóm Rafiðnaðarsambands ís- lands lýst yfir andstöðu við sjálfdæmi ráðherra að ákveða hverjir af starfs- mönnum fyrirtækisins eiga að sinna öryggisþjónustu í verkfalli. -gríi Félags- álma við Sel- ásskóla Fyrirhugað er að byggja 372 fer- metra byggingu við Selásskóla, sem á að hýsa félagsstarf. Áætlaður byggingarkostnaður er um 36 millj. kr. Þetta var samþykkt á borgarráðs- fundi í gær. Gert er ráð fyrir þess- um útgjöldum á fjárhagsáætlun 1993. Heildartap nær hálfum milljarði Síðasta ár var erfitt fyrir Samskip hf., en rekstrartap ársins nam nær hálfum milljarði króna, eöa 489 milljónum. Hinsvegar er gert ráð fyrír því að reksturinn verði hallalaus á þessu ári. Nokkur halli varð á afkomu Samskipa fyrstu þrjá mánuði ársins, en var á annað hundrað milljónir á sama tíma I fyrra. I frétt frá Samskipum hf. kemur m.a. ar ríkisins og jukust strandflutningar fram að á síðasta ári jókst markaðshlut- deild þess. Heildarflutningamir jukust um tæp 6% á milli ára, en á sama tfma dróst heildarinnflutningur til landsins saman. Mikil samkeppni leiddi til veru- legrar lækkunar farmgjalda og minnk- andi rauntekna. Innflutningur í áætlun- arsiglingum jókst um 14% og útflutn- ingur um tæp 15%. Þá tóku Samskip á leigu tvö af fýrrum skipum Skipaútgerð- þess um 91%. Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði hækk- uðu um 10% á milli ára, en tap fyrir fjár- magnsliði nam 205 milljónum á árinu. Fjármagnsgjöld námu 319 milljónum og vegur þar þyngst gengisfelling krónunn- ar, en gengismunurinn nam 137 millj- ónum króna. Hagnaður af sölu eigna nam 35 milljónum. Heildareignir Samskipa minnkuðu um 169 milljónir króna, heildarskuldir juk- ust um 311 milljónir og eigið fé minnk- aði um 480 milljónir. Skipum í áætlun- arsiglunum var fækkað úr átta í fimm og stefnt að sölu þriggja í ár. Þá hefur sigl- ingum til Grænlands og Nýfundnalands verið hætt. Miklar sviptingar voru hiá fyrirtækinu á síðasta ári, m.a. seldi SÍS öll hlutabréf sín í fyrirtækinu og hætti afskiptum af því. Eignarhaldsfélag Landsbankans, Hömlur hf., keypti 84% af hlutafé Sam- skipa og Ólafur Ólafsson tók við starfi framkvæmdastjóra af Ómari Jóhanns- syni. -grh Vlðar Ágústsson (tv.) afhendlr Sigurðl Gelrssynl, forstööumannl Rafiðnaðarskólans, sýningarskáp meö öryggisviðvörunarkerfl. Rafiðnaðarskólinn fær kennslutæki Öryggisþjónustan Vari gaf nýlega Rafiðnaðarskólanum sýningarskáp með fullkomnu öryggisviðvörunarkerfi. Kerfinu er ætlað að vera kennslutæki á námskeiðum, sem haldin eru reglulega á vegum skólans í uppsetningu viðvörunarbúnaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.