Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. apríl 1993 Tíminn 9 DAGBÓK Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar fara frá Risinu, Hverfis- götu 105, kl. 10 á laugardagsmorgun. Félag eldri borgara Kópavogi Félagsvist og dans að Auðbrekku 25 í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Húsið öllum opið! Frá Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Feróafélag íslands Dagsferðir Ferðafélagsins 1. og 2. maí: Laugardagur 1. mal kl. 10.30: Skíða- gönguferð í Innstadal. Ekið að Kolviðar- hóli og gengið þaðan. Skemmtilegt skíðagönguland, nægur snjór. Verð kr. 1100. Kl. 13 á laugardagirm verður hellaskoð- unarferð í Amarker, sem er í hraunbreið- unni skammt neðan við vesturenda Hlíð- arfjalls í Ölfúsi. Nafngiftin Amarker er lítið notuð; í daglegu tali kallast hellir- inn einfaldlega Kerið, lýsandi nafngift fyrir niðurfallið. Þessi ferð er tilvalin skoðunarferð fyrir alla fjölskylduna. Hafa með vasaljós og húfu. Verð kr. 1100. Surmudagirm 2. mal kl. 13 verður geng- inn 5. áfangi Borgargöngunnar frá Hjallaenda um Búrfellsgjá að Kaldárseli. Þessi ganga tekur um 2 1/2 til 3 klsL Verð kr. 600. Börn fí frítt í ferðimar í fylgd fullorð- Inna. Brottför í ferðimar er frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Ath.: Miðvikudagirm 5. maí verður myndakvöld í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. M.a. verða kynntar ferðir sumarsins. Nemendasýning Myndlista- skólans í Hafnarfiröi Laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. maí frá kl. 14-18 gengst Myndlistaskólinn í Hafnarfirði fyrir nemendasýningu í skól- anum að Strandgötu 50. Á sýningunni verður sýnt úrval af verkum nemenda skólans, unnin á vorönninni. Alls hafa um 110 nemendur stundað nám við skólann f vetur og kennarar verið fimm auk skólastjóra. Helstu kennslugreinar hafa verið: málun, teikning, vatnslita- málun auk fjöltækninámskeiða fyrir böm og unglinga. Auk hefðbundins skólastarfs hefur í tengslum við Mynd- listaskólann verið rekinn sýningarsalur- inn Portið. Þar munu listamennimir Gunnar öm, Katrín Þorvaldsdóttir og Marisa Arason opna sýningar á mynd- verkum, ljósmyndum og brúðum laug- ardaginn 1. maí og munu sýningamar standa til 16. maf. Portið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-18. Vorsýning listasviós F.B. í Geröubergi í dag, föstudag, kl. 17 opnar f menning- armiðstöðinni Gerðubergi sýningáverk- um 16 útskriftamema á listasviði Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Hér er um lokaverkefni að ræða, verkefni sem unn- in vom í þremur sfðustu lotum námsins, en þá lögðu útskriftamemamir stund á módel- og umhverfisteikningu, málun og gerð þrívíðra verka. Á sýningunni verða teikningar, málverk, lágmyndir og skúlptúrar. Sýningunni lýkur 8. maí. Sýningar í Gerðubergi em opnar mán.- fim. kl. 10-22, fös. kl. 10-16 og lau. kl. 13-16, en á sunnudögum er lokað. 1. maíkaffi herstöóvaandstæóinga Hið árvissa morgunkaffi Samtaka her- stöðvaandstæðinga verður að þessu sinni í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, og hefst kl. 10.30. Þar safnast herstöðvaand- stæðingar saman og hita upp fyrir dag- inn með söng og tónlist Allir velkomnir. Sýningu Sigrúnar Eldjám í Fold lýkur Sýningu Sigrúnar Eldjám í Gallerí Fold, Austurstræti 3, lýkur sunnudaginn 2. maí. Sigrún sýnir þar pastelmyndir. Sigrún Eldjám er fædd 1954, dóttir hjónanna Kristjáns og Halldóm Eldjám. Hún stundaði nám við Myndlista- og handfðaskóla íslands árin 1974-77 og eftir það framhaldsnám við listaskóla í Póllandi. Hún hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Opið er f Fold daglega 10-18, laugardag- inn 1. maí 10-17 og sunnudaginn 2. maf 13-17. Allar myndimar em til sölu. Síóustu sýningar á Coppelíu Aðeins em tvær sýningar eftir á Coppe- Ifu, sýningu íslenska dansflokksins og Listdansskóla íslands, sunnudaginn 2. maí og laugardaginn 8. maí kl. 14. Á fyrri sýningunni munu Lára Stefánsdóttir og Eldar Valiev dansa aðalhlutverkin og í hlutverki dr. Coppelíusar verður Bjöm Ingi Hilmarsson, en á sfðustu sýning- unni dansa Lára og Hany Hadaya, en Þröstur Leó Gunnarsson leikur dr. Copp- elíus. Coppelfa er stærsta uppfærsla fslenska dansflokksins um langt skeið og taka auk dansara flokksins um 30 nemendur þátt í Coppelíu. Uppfærslan er í höndum Evu Evdokimovu og hefur hún fengið ein- róma lof gagnrýnenda fyrir sýninguna. Hljómsveitarstjóri er öm Óskarsson, en búninga og leikmynd hannaði Hlín Gunnarsdóttir. Ný heilsunuddstofa Tekið hefur til starfa heilsunuddstofa f Laugardalslaug. Stofan er í umsjón og á ábyrgð TVyggva Hákonarsonar. Tryggvi hefur áður starfað við Survetta House, SL Moritz. Tímapantanir em í síma afgreiðslu Laugardalslaugar, 34039. Staifsmenntunarstyrkir félagsmálaráðuneytis Félagsmálaráöuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu samanber lög nr. 19/1992. Styrkir eru veittir til stuðnings við skipulega starfsmenntun, undirbúning, náms- og kennslugagnagerð, kennslu og starfs- þjálfun. Miðað er við að styrkir séu veittir vegna viðfangsefha á siðari hluta árs 1993. Lögð er áhersla á stuðning við ný starfs- menntunamámskeiö eða vegna endumýjunar á eldra námsefni sem hefur reynst vel. Rétt til að senda umsóknir eiga: samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök atvinnufyrirtæki, einkaaöilar, eða opinberir aðilar sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu, starfs- menntaráö einstakra atvinnugreina og samstarfsverkefni tveggja eða fleiri framangreindra aðila. Umsóknir frá skólum koma til álita þegar um er að ræða samstarf við samtök sem áð- ur eru nefnd. Umsóknir berist félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsi við Tryggvagötu, 150 Reykjavík, I siðasta lagi 2. júní 1993, á sér- stökum eyðublöðum og skulu merktan umsókn um styrk vegna starfsmenntunar. Nánari upplýsingar er að finna f lögum nr. 19/1992, um starfs- menntun i atvinnulífinu, en sérprentun þeirra liggur frammi f fé- lagsmálaráðuneytinu. Sérprentuð umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað. Félagsmálaráðuneytið, 28. apríl 1993. Barnabörnin gefa Herbert Lom þær „rætur“, sem hann segist ekki ella eiga. Herbert Lom skrifar bókina: Dr. Fallöxi Leikarinn Herbert Lom á 50 ára leikafmæli um þessar mundir og verður þess minnst með frum- sýningu á enn einni mynd um bleika pardusinn, „The Son of the Pink Panther", í júlí, auk þess sem þá verður kynnt með pompi og prakt vasabókarútgáfa á skáldsögu hans Dr. Guillotine (dr. Fallöxi). Um þessar mundir hefur leikar- inn hreiðrað um sig í litla húsinu sínu í London og safnað um sig börnum og barnabörnum til að fagna tímamótunum. Hann vill ekkert tala um fyrrverandi konur sínar, en bömin og bamabörnin, stolt hans og gleði, gefa honum þær „rætur“ sem hann segist annars ekki eiga. Herbert fæddist í Prag í Tékkó- slóvakíu, en fluttist ungur til Englands. Hann segir uppruna sinn ákaflega undarlegan. Fjöl- skyldan var fátæk aðalsfjölskylda og í bernskuminningum Her- berts er afinn, greifi, að plægja. Kýrnar, sem draga plóginn, em langsoltnar, hafa ekkert fóður fengið í þrjár vikur. Dætur afans, sex eða sjö, eru allar heima við heimilisstörfin og bróðir Her- berts gerir ekki handtak. Pabbi Herberts er reyndar sá eini sem hreyfir legg eða lið og „starfar ut- an heimilis". Þrátt fyrir þennan óvenjulega bakgrunn, hefur Herbert Lom orðið vel ágengt í lífinu. Hann hefur leikið mörg skapgerðar- hlutverk og fengið góða dóma fyrir. Hann er mikill tungumá- lagarpur, þó að hann láti lítið yfir því, en viðurkennir þó: „Ég var giftur franskri konu og svo er náttúrlega tékkneska og þýska, og spænska vegna þess að ég átti hús á Spáni. Ég lærði ítölsku aldrei almennilega, en skil hana, og þar sem tékkneska er móður- mál mitt, skil ég rússnesku." Og sitthvað fleira kann Lom fyr- ir sér. Hann var einmitt að kynna sér sögu Napóleons, þegar hann rakst á dr. Guillotin, náungann sem fann upp hraðvirka tólið til að höggva höfuðið af fólki. En höfundurinn segir söguna sína reyndar ekki fjalla aðallega um uppfinningamanninn eða dráps- tækið hans, heldur hvers vegna fólk stofni til byltinga og hvers vegna þær leiði aldrei til þess sem þeim var ætlað. Herbert Lom verður tíðrætt um ræturnar, sem hann segist vera án, nema hvað fólkið sem hann elskar séu hinar margnefndu rætur, löngu látnir kærir foreldr- ar og börn og barnabörn. Til skýringar segir hann: „Ef við eig- um einhverja von um að sjá við augljósri heimsku lífsins og merkingarleysi dauðans, kann að vera að það verði í gegnum böm- in sem við köstum björgunarlínu inn í framtíðina, sem e.Lv. næst tak á og má festa við eitthvað var- anlegt." Herbert Lom er vafalaust þekktastur f hlutverki lögregluforingjans Dreyfus, sem aöallögregluforingjan- um Clouseau (Peter Sellers) tekst að trylla I spennitreyju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.