Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. apríl 1993 Tíminn 5 Birgir Thorlacius: Mynd Egils í Skalla- grímsgarði Þegar komið er inn fyrir hliðið að Skallagrímsgarði í Borgarnesi, er til vinstri stór lágmynd af Agli Skallagrímssyni þar sem hann reiðir Böðv- ar son sinn drukknaðan áleiðis til haugs Skaliagríms. Mynd þessi er eft- ir danska listakonu, Anne Marie Brodersen, en hún var eiginkona tón- skáldsins Carl Nielsen. Dætur þeirra hjóna, Anne Marie Telmanyi og Ir- meiin, ásamt eiginmanni hennar, dr. Eggert Möller prófessor í læknis- fræði, gáfu íslenska ríkinu myndina árið 1963. Menntamálaráðuneytið bauð Lista- safni íslands myndina, en forráða- menn þess höfðu ekki áhuga á að fá hana til sín. Þá sneri ráðuneytið sér til sveitarstjómar Borgamess og varð að ráði að myndinni skyldi val- inn staður í Skallagrímsgarði. Höfundur myndarinnar, Anne Marie Nielsen, f. Brodersen, ólst upp á búgarðinum Thygesminde í ná- grenni Kolding í Danmörku, þar sem foreldrar hennar stunduðu um- fangsmikinn búskap. Snemma bar á löngun hennar og hæfileikum til að teikna og móta myndir. Faðir henn- ar vildi að hún menntaðist til þeirra starfa, sem húsmóðir þyrfti einkum að leysa af hendi, og var lítið hrifinn af listadraumum hennar. Anne Marie vandist öllum sveitastörfum, var óhrædd við að þeysa á lítt tömd- um stóðhesti föður síns og að fást við naut Hún var mikill dýravinur, teiknaði dýr og mótaði myndir af þeim. Hún mótaði mynd af kálfun- um, annar stóð beinn en hinn var að klóra sér. Henni gekk illa að fá þá til að „sitja fyrir", einkum þann sem átti að vera að klóra sér. Þá datt henni það snjallræði í hug að laum- ast yfir í beitiland nágrannans og tók einhverja óværu af kálfunum þar og setti á kálfa föður síns. Og þá stóð ekki á að þeir „sætu fyrir", sífellt að klóra sér. En faðir hennar var ekki hrifinn af þessu framtaki dóttur sinnar. Þegar Anne Marie var átta eða m'u ára hugðist faðir hennar rífa gamla hlöðu og byggja aðra í staðinn. Fjór- tán ára gamall sonur hans var í verki með honum. Svo slysalega vildi til að veggur hrundi á drenginn og beið hann bana. Anne Marie sagðist aldr- ei gleyma þegar hún sá föður sinn bera son sinn látinn heim, þenna fjörmikla og gáfaða dreng. Þegar hún löngu síðar gerði myndina af Agli Skallagrímssyni með Böðvar drukknaðan, þá var það þessi fjöl- skylduharmleikur, sem vakti í vit- und hennar. Hún meitlaði sorg sína í myndina. Anne Marie fékk leyfi til að fara til náms í Kaupmannahöfn til reynslu, komst í listaháskólann og vann sér smátt og smátt álit og hlaut verð- laun fyrir verk sín. Hún komst til Parísar. Þar kynntist hún Carl Niels- en, sem síðar varð eiginmaður hennar og eitt af fremstu tónskáld- um Dana. Saman ferðuðust þau til Ítalíu og þegar ferðaféð þraut hurfu þau heim til Kaupmannahafnar og settust að í risíbúð í Nýhöfninni. Bæði unnu þau af kappi að list sinni. Carl Nielsen fékk vinnu í hljómsveit Konunglega leikhússins jafnframt því sem hann vann að tónsmíðum. Anne Marie fékk einnig verkefni og vann mikið að þeim heima á búgarði foreldra sinna, Thygesminde. Bæði Carl Nielsen og Anne Marie sóttu hugmyndir í íslenskar fombók- menntir. Árangurinn varð ekki ein- ungis myndin af Agli Skallagríms- syni, heldur einnig hljómsveitarverk Carl Nielsen, Sagadröm. Á heimili Nielsens-hjónanna var dugmikil ráðskona, Maren að nafni, sem bar hag fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti og var á heimilinu í fjörutíu ár. Hún gætti þess vandlega að enginn ónáðaði húsbóndann þeg- ar hann vann að tónsmíðum. Eitt sinn kom höfðingsmaður í heim- sókn og vildi endilega ná tali af Carl Nielsen. Maren kvað það vera ómögulegt, hann væri ekki viðlát- inn. Varð maðurinn frá að hverfa við svo búið. En rétt í sama mund kom frúin heim og hitti manninn þar sem hann stóð vandræðalegur fyrir dyrum úti. Spurði hún hann að er- indi og kom þá í ljós að þetta var Egill reiöir Böövar son sinn látinn. Lágmynd f Skallagrímsgaröi í Borgarnesi. Þessa mynd eftir dönsku listakonuna Anne Marie Bro- dersen neitaöi Listasafn íslands aö þiggja. sendiherra Svía, kominn til þess að afhenda Carl Nieisen heiðursmerki. Öðru sinni voru gestir hjá hjónun- um, þ.á m. maður einn lítill og fi'n- legur en ekki atkvæðamikill og kona hans stórvaxin, hávær og sítalandi. Þegar þessi hjón voru farin segir Maren: „Það hlýtur að vera mikill léttir þegar svona manneskja sofn- ar.“ í blaðaviðtali, þegar Maren hafði verið áratugum saman í vistinni, var hún spurð, hvort hún hefði f önd- verðu ætlað sér að vera svona Iengi. „Nei,“ svaraði hún, „ég hafði ekki gert mér grein fyrir að það yrði svona skemmtilegt." Stöðugur straumur listamanna var á heimilinu. Yngri dóttirin stundaði listmálaranám í listaháskólanum og þar var margt af ungu fólki sem síð- ar urðu þekktir listamenn, meðal þeirra Guðmundur Thorsteinsson (Muggur). Heimilislífið var litríkt og glaðvært, en á ýmsu gekk á vinnu- stað húsbóndans, Konunglega leik- húsinu, sem ekki mun ótítt þar sem margir hæfileikamiklir og blóðheitir listamenn starfa og stundum sýnist sitt hverjum. En Carl Nielsen mun yfirleitt hafa verið vinsæll af vinnu- félögum sínum, þótt öldumar risu stundum nokkuð hátt Álit hans fór sífellt vaxandi heima og erlendis. Við undirbúning Alþingishátíðarinnar 1930 tók Carl Nielsen sæti í dóm- nefnd um tónverk, ásamt Haraldi Sigurðssyni og Sigfúsi Einarssyni. Anne Marie gerði fjölmargar mynd- ir, sem ýmist eru í söfnum eða á torgum og í skemmtigörðum í ýms- um borgum í Danmörku og öðrum löndum. Við Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn var árið 1927 reist stórt líkneski af Kristjáni konungi IX., þar sem hann situr á fögrum gæðingi. Hafði hún lengi unnið að þeirri mynd. Carl Nielsen andaðist í Kaup- mannahöfh 3. október 1931 og Anne Marie kona hans aðfaranótt 23. febrúar 1945. Að þeim hjónum látnum ákváðu dætumar, Anne Marie Telmanyi, listmálari, og Irmelin Möller, ásamt eiginmanni hennar dr. Eggert Möll- er prófessor, að gefa íslenska ríkinu myndina af Agli Skallagrímssyni, eins og getið er um hér í upphafi. Fer vel á því að mynd hinnar dönsku listakonu sé varðveitt á heimaslóð Egils í garði sem konumar þar hafa gert af alúð og smekkvísi. Anne Marie Telmanyi hefur ritað bók um foreldra sína, sem nefnist J4it bamdomshjem. Erindringer om Anne Marie og Carl Nielserí'. Höfundur er fyrrv. ráðuneytlsstjórl. I vændum á árinu Tveir em þeir flokkar frímerkja, sem virðast orðnir ,/astir liðir eins og venjulega" í frímerkjaútgáfu hér- lendis. Það em Evrópufrímerkin, eða CEPT-frímerkin eins og þau em líka kölluð. Þá em einnig Norður- landafrímerkin í þeim flokki. Á þessu ári, 1993, er myndefni þessara frímerkja, að því er CEPT varðar, nú- tímalist. Hinsvegar að því er Norð- urlandafrímerkin varðar er mynd- efnið .Áfangastaðir ferðamanna". Nútímalistin verður túlkuð með höggmyndum, sem em annarsvegar á Akureyri, en hinsvegar Þotu- hreiðrið við Leifsstöð á Keflavíkur- flugvelli. Það verða hinsvegar Bláa lónið og Perlan, sem skreyta nor- rænu frímerkin. Er þetta góð aug- lýsing fyrir báða veitingastaðina. Norðurlandafrímerkin verða eðli- lega gefin út á venjulegan hátt, bæði sem óstimpluð og fyrsta dags stimpluð frímerki. Auk þess verður svo gefin út sérstök bók með frí- merkjunum og svo gjafamöppur. Hver á að safna þessu öllu og til hvers? Þá er þess skemmst að minn- ast að Evrópublokk frímerkjanna í fyrra var einnig gefin út í gjafa- möppu. Þá virðist augljóst að með þeim útgáfuhraða sem er á frí- merkjaflokkunum „Keppnisíþrótt- ir“, „íslenskar brýr", „Dagur frí- merkisins", Jólafrímerki" og svo framvegis, að þeir geti vel átt heima í gjafamöppum. En þá vaknar önnur spuming. Hve margar útgáfur á ári hveiju em ekki orðnar bundnar við fasta flokka frímerkja? Mér virðist við vera búin að binda okkur í helsi útgáfu sem að öllu leyti er bundin fyrirfram. Er það heppilegt, eða væri meira frelsi betra? Þá verða norrænu frímerkin og CEPT-frímerkin gefin út þann 26. aprfl næstkomandi. Síðan er ákveð- in útgáfa þann 9. október, eða á degi frímerkisins. Þá mun eiga að gefa út frímerki með fjórum flugvélum, á Kapellan á Núpsstaö. sama hátt í smáörk og skipin og bíl- amir hafa verið. Ef reynt er að draga ályktanir af því sem á undan er gengið, þá kom út frímerki með mynd Sjómannaskólans um leið og skipin og merki með brúm, svo að bflamir kæmust yfir ámar. Þá hlýtur að koma út frímerki sem að ein- hverju leyti varðar flugsöguna, í haust. Þætti mér tilvalið að það sér- staka frímerki, jafnvel í blokk, verði sérstaklega til að heiðra langa þjón- ustu Þristanna. Til dæmis mynd af Landgræðsluflugvélinni á söndum Gunnarsholts, með Heklu í baksýn. Jólafrímerki ársins koma svo út þann 8. nóvember og verða eins og áður tvö að tölu. í tilkynningunni er tekið fram að þau verði í tveim verð- gildum, þá sennilega mismunandi. Það er gömul ósk þess er þetta rit- ar, að gamlar íslenskar kirkjur verði heiðraðar á íslenskum jólafrímerkj- um. Ég kem þessari ósk að einu sinni enn og minni þá á kapelluna á Núpsstað. Ekki sakaði að minnast landpóstanna með því að hafa mynd- ina með Hannesi við dymar á kapell- unni. Hann væri verðugur fulltrúi þeirrar stéttar. fslensku landpóstun- um, sem ferðuðust um hér áður fyrr, ýmist gangandi eða á hestum, síðan á hestvögnum og nú loks á jeppum og vélsleðum, verður reist minnis- merki á þessu ári. Hvað væri þá bet- ur viðeigandi en að minnast þeirra einnig á frímerki á árinu? Einhvemveginn finnst þeim, sem þetta ritar, að pláss væri fyrir eina útgáfú enn á árinu. Til dæmis milli 26. apríl og 9. október. Sigurður H. Þorsteinsson TREGÐU- VIRKJUN HF. Tregðan er stærsta lögmál al- heimsins á eftir móður náttúru. Hennar gætir í vaxandi hlutfalli eftir þvl sem sfórir hlutir stækka I einu þjóðféiagi. Stundum nær tregðan þeirri hæð að upp ganga rætur hennar í samfélaginu og hún afmyndast f bákn með sjálf- stætt llf. Snýst á eigin spor- baug utan við æðaslög al- mennlngs og ofar en önnur himintungl. Gott dæmi um íslenska tregðu er Landsvirkjun. Reikn- ingarsýna að hún tapaði rúrn- um tvelm milljörðum króna f fyrra og búast má við rúmlega milljarðs tapi í ár. Tapið er góð- ur þriöjungur af tekjum fyrir- tækisins, sem voai tæpir sex milljarðar króna og dugðu tekj- ur ekkl fyrir vöxtum og afskrift- um. En tregðan lætur ekki að sér hæða. Stjómarformaður Landsvirkj- unar segir ekki ástæðu til ann- ars en að sigla áfram fyrir full- um seglum, þrátt fyrir tapið. Ennþá séu til eignir til að brenna á siglingunni og bráð- um komi betri tlð með fleiri iðjuver. Islensk orka tapi ekki gildi sínu og tfmi sæstrengja sé I nánd. Það er rétt hjá formanni að sæstrengir geti malað gull f ríkiskassann, en tfmi þeirra er ekki kominn. Ný iðjuver em hins vegar skýjaborgir. Nú dregur úr álnotkun I heiminum og álverin loka fyrir fullt og fast. Aðelns góður orkusamningur íslendinga heldur Straumsvlk opinni þangað til hann rennur út og þá tekur óvissan við. Um gildi orkunnar fer hins vegar tvennum sögum og þarf ekki aö seilast um hurð tii lokunnar. Höfundur þessa pistils rak veitingasölu á höfuðtorgi Reykjavfkur f áratug á ódýru kósangasi og svipaða sögu segja brauögerðarmenn og fleiri iðnrekendur um innlent orkuverð. Skip keyra Ijósavélar við bryggju á innfluttri oflu og hafna dýru rafmagni úr landi. Landsvirkjun ætti að kanna þennan markað áður en hún ræðst I landvinninga um sæ- strengi. Kjami vandans er að Lands- virkjun siglír stöðugt áfram í krafti tregðunnar til að halda vinnu og verkefnum. Burtséð frá þörfum þjóðarinnar fyrir raf- magn á hverjum tima, eirts og Bianda og Krafla vitna um. Hér verðurað hagræða eins og i öðmm rekstri. Landsvirkjun er skorpufyrirtæki og á að virkja þegar virkja þarf, en ekki eftir þörfum starfsfólks eða byggð- ariaga. Þess á milli þarf ekki margt fólk á launaskrá og ýmis dagleg verkefni má eins vel bjóða út og virkjanimar sjálfar. Fyrir siglingunni em stjómar- menn einir ábyrgir, því enginn gerir kröfu um að starfemenn hagræði sjálfúm sér út af launaskrá. En stjómarmenn eiga það allir sameiginlegt utan einn að hafa aldrei borið sjálfir ábyrgð á eigin atvinnurekstri. í stjóm Landsvirkjunarsitja þvi dánumenn úr ýmsum áttum til aö gæta herfangs, en ekki til að takast á við tregðu. Landsvirkjun stendur á tíma- mótum og alit bendir til að erf- iðir tfmar fari i hönd. Nú verða stjómarmenn að láta af ffekari hagsmunagæslu i bili og hugsa um starfið sitt. Raunar þarf að- eins einn stjómarmann til að ganga á hólm við tregöuna og spyrja hvort skipln þurfi að róa fdag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.