Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 30. apríl 1993
Skiptar skoðanir meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi
um tillögu Tvíhöfðanefndar að vinnslustöðvar fái
kvóta. Logi Þormóðsson:
Kaupir Greenpeace
kvóta og vinnslu í
friðunarskyni?
„Eins og þetta lítur út í dag þá getur maður alveg eins ímyndað sér
það aö Greenpeace-deildin á íslandi mundi kaupa sér fiskvinnslu-
stöð og kaupa á hana kvóta til þess eins að láta ekki veiða hann.
Þessi samtök velta milljörðum á ári og mundi ekki muna um nokkr-
ar krónur i þessu skyni,“ segir Logi Þormóösson, fiskverkandi f
Sandgeröi og stjómarmaður í Fiskmarkaði Suðumesja.
Skiptar skoðanir eru meðal hags-
munaaðila í sjávarútvegi um þá til-
lögu Tvíhöfðanefndar að fisk-
vinnslustöðvar fái kvóta. Vinnslu-
menn sumir hverjir hafa lýst yfir
ánægju með tillöguna og telja hana
byggðavæna, en aðrir ekki og þá
einkum minni fiskverkendur og
aðrir sem hagsmuni hafa af starf-
semi fiskmarkaða.
Logi og Sigurður Garðarsson fisk-
verkendur birtu athyglisverða fram-
tíðarauglýsingu um sókn í auðlindir
í einu dagblaðanna í vikunni. Þar
auglýsir fiskverkun á Suðumesjum,
sem leggur til kvóta, veiðarfæri og
kör, eftir tilboðum um að vitja
þorskaneta sem lögð er á ákveðnum
stöðum á tilteknu tímabili og lýsing
á meðhöndlun afians. Áskilinn er
réttur til að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum. Síðan segir:
„Hvað ef þetta gengur eftir, þegar
skipstjórinn er hættur að ráða,
veiðihvatinn horfinn, skiptaprósent-
an veg allrar veraldar og íslenskir
Flosi farinn
aö brenna
Nú er verið að leggja síðustu hönd
á uppsetningu sorpbrennsluofns að
Svínafelli í Öræfum, en það er fyrir-
tækið Brennu-Flosi sem á ofninn.
Tíminn sagði frá ofninum fyrir
skemmstu. Sérfræðingur frá fram-
leiðenda er kominn til landsins til að
ganga frá tæknilegum atriðum og
gangsetja vélina. Fyrstu dagana í
maí er hægt að fá að skoða ofninn
með leyfi frá Ólafi Sigurðssyni,
framkvæmdastjóra Brennu-Flosa.
leiguliðar orðnir aumir leiguliðar
iénskipulagsins?"
Logi Þormóðsson segir að menn
verði að hugsa þessa hugsun til
enda. Hann segir að ef vinnslustöðv-
amar væm að berjast fyrir því að
þær fengu úthlutað kvóta á móti
skipum, en þyrftu ekki að búa til
nýja fjárfestingu, þá hefði hann sam-
úð með þeim. En alls ekki að búa til
nýja fjárfestingu.
„Þannig að þetta er algjört óþarfa
rugl. Nema ef vera skyldi að menn
hefðu einhver önnur og annarleg
sjónarmið í huga sem valda þessu.
Er það kannski til þess að fisk-
vinnslustöðvar sem eiga fiskiskip
geti úrelt þau þegar Þróunarsjóður-
inn kemur og sett síðan kvótann á
vinnslustöðina en ekki annað skip?“
Sú þróun sem átt hefur sér stað í
sjávarútveginum þar sem kvótaeig-
endur með umframkvóta láta aðra
veiða hann fyrir sig fyrir fast verð,
hefur haft sín áhrif á umfang fisk-
markaða. Sem dæmi þá nam hlut-
deild Fiskmarkaðs Suðumesja í
lönduðum bolfiskafla á svæðinu um
44% árið 1991 en 38% árið 1992.
„Þetta er bara fomaldarhugsunar-
háttur að láta sér detta það í hug að
það sé eitthvað byggðavænt að ein-
hver fiskvinnlustöð t.d. norður í
landi eigi kvóta og skammti svo ein-
hverjum bát fyrir sunnan kvótann
til að veiða hann fyrir sig,“ segir
Logi Þormóðsson.
,AHur fiskur sem veiðist á ísland-
smiðum á að fara á fiskmarkað. Þar
geta allir keypt fiskinn hvort sem
þeir tala íslensku eða útlensku og
gert það við fiskinn sem þeim dettur
í hug, ef þeir greiða nógu hátt verð
fyrir hann.“ -grii
Verður ísland vin fýrir stórborgarbúa í Evrópu?
Breiðafjarðareyjar
í eigu útlendinga?
Laxveiðimaður kaupir veiðileyfi af danskri ferðaskrifstofu fyrir
veiðar í íslenskri á. Oriofshúsabyggð þýsks stórfyrirtækis er á
Breiðafjarðareyjum. Þetta eru raunhæfir möguleikar að mati Stef-
áns M. Stefánssonar lagaprófessors en erindi hans á ráðstefnu um
almannarétt og landnot um síðustu helgi hefur vakið athygli.
í erindi sínu vakti Stefán m.a.
máls á því að með aðild að EES væri
eðlilegt að gera ráð fyrir að eftir-
spum eftir fasteignum og löndum til
útivistar mundi aukast.
Þar vísar hann til þess að erfitt sé að
sjá að aðrar og þrengri reglur geti
gilt um EES-aðiIa heldur en íslend-
inga.
Stefán nefnir dæmi um kaup af
þessu tagi. „Ef einhver útlendingur
myndi hafa áhuga á því að kaupa
Breiðafjarðareyjar til útivistar
myndi það leiða til tilboðs af hans
hálfu. Það myndi geta leitt til þess að
HAGAPLAST h/í
Gagnheiði 38, 800 Selfossi Ð 98-21760
Framleiðum ROTÞRÆR og VATNSTANKA í öllum stærðum.
Einnig OLÍUSKIUUR, BRUNNA og HEITA POHA.
Smíðum hvoð sem er úr trefjoplasti að óskum viðskiptavina ðnnumst einnig
viðgerðir ó hlutum úr trefjaplasti t.d. bótum og pottum
meiri peningar væm í boði en venju-
lega væm fleiri aðilar í sömu hug-
leiðingum á ferðinni. Jafnframt
eykst þrýstingur á sveitarstjómir
um að taka hæsta tilboði," segir
Stefán.
„Hugsanlega myndu einhverjir
bændur anda léttar þegar þeir væm
búnir að fá nokkrar milljónir kr. fyr-
ir jarðir sínar,“ heldur Stefán áfram.
Stefán telur að aðild að EES bjóði
upp á þennan möguleika. „Það er
meginatriðið í öllu saman. Það er
ekki bara verið í einhverjum lög-
fræðileik," bætir Stefán við.
Hann tekur undir þau sjónarmið
sem hafa heyrst um að eftirspurn út-
lendinga eftir útivistarmöguleikum
á íslandi muni aukast með aðild að
EES. Fylgismenn þessara sjónar-
miða hafa m.a. bent á að stöðugt
þrengi að útivistarmöguleikum Evr-
ópubúa sem eiga erfitt með að kom-
ast í hreina og tæra náttúm.
Stefán bendir samt á að þessi eftir-
spum komi ekkert síður fyrir til-
stuðlan íslendinga en útlendinga.
Þar á hann við að landeigendur sæju
fram á vaxandi eftirspum og hærra
verð og væm þess því fysandi að
höfða til útlendra kaupenda.
„Stjórnvöld geta að vísu reynt að
takmarka þessa sókn en allar tak-
markanir verða að bitna jafnt á ís-
lendingum sem útlendingum og það
er vandamálið,“ segir Stefán.
í þessu sambandi nefnir hann ís-
ensk jarðarlög sem hann segir að sé
slælega fylgt eftir. Þar á hann við
ákvæði þeirra sem skylda eiganda
jarðar að vera jafnframt ábúanda
hennar sem hann segir að sé oft
brotið og eigandinn búi í raun t.d. í
Reykjavík. „Þetta myndi verða að
gilda jafnt um útlendinga sem ís-
lendinga. Það er ekki víst að það
skipti þá neinu máli hvort eigandinn
sé búsettur í Þýskalandi eða Reykja-
vík,“ bætir Stefán við.
-HÞ
Stefnt að einu
neyöarsímanúm-
eri fyrir allt landið
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráöherra hefur skipað nefnd til að
hafa forystu um að koma á samræmdu neyðarsímanúmeri fyrír allt
landið.
Að þessu máli hefur verið unnið á
ýmsum stöðum á landinu og er það
mislangt á veg komið. Borgarstjór-
inn í Reykjavík hefur farið þess á leit
við ráðuneytið að það skipi nefnd til
að yfirfara gögn sem til eru og meti
kosti og galla samræmds neyðar-
númers fyrir höfuðborgarsvæðið.
Mun þessi nefnd nú hafa samstarf
við sveitarfélögin sem hafa svæðis-
númerið 91 um lausn málsins og við
sveitarfélög á öðrum svæðisnúmer-
um eftir því sem tök eru á og áhugi
er fyrir hjá hugsanlegum samstarfs-
aðilum á hverju svæði. Markmiðið
er að hægt sé að hringja í eitt neyð-
arnúmer vegna allrar neyðarþjón-
ustu, hvar sem er á Iandinu og þarf
því að gæta þess að þær leiði að ofan-
greindu markmiði, sem famar verða
á hverju svæðisnúmeri, séu sam-
ræmanlegar.
Ekki liggur á þessu stigi fyrir
ákveðin áætlun um hvenær verldnu
verði lokið en reikna má með að
samræmt neyðarsímanúmer komist
á fyrir höfuðborgarsvæðið á síðari
hluta ársins 1994.
í nefndina hafa verið skipuð: Stefán
Eggertsson verkfræðingur sem jafn-
framt er formaður nefndarinnar,
Bergþór Halldórsson verkfræðingur
Pósts og síma, Esther Guðmunds-
dóttir framkvæmdastjóri Slysavam-
arfélags íslands, Guðjón Magnússon
skrifstofustjóri heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytisins, Guðjón Petersen
framkvæmdastjóri Almannavarna
ríkisins, og Hallgrímur Guðmunds-
son bæjarstjóri í Hveragerði.