Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 8
Föstudagur 30. apríl 1993 8 Tíminn FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þriðjudaga Id. 20.30. Komið og fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknarfélögin Stjómarfundur SUF Fundur verður haldinn I stjðm SUF laugardaginn 8. mal nk. kl. 16:00. Fundar- staöur er Framsóknarhúsið, Suðurgötu 3 á Sauöárkröki. Dagskrá: 1. Starf SUF næstu mánuði. 2. Sveitarstjómarkosningamar 1994. 3. Ályktanir. 4. Önnur mál. Eftir fundinn um kl. 20 verður opið hús á sama stað. Þá fer fram 2. riöill undan- keppni NoNu-keppninnar og eru allir velkomnir þangað. Framkvæmdasljóm SUF Reykjavík Fundur á Hótel Borg Slöasti fundur á vegum þingmálaráösins fyrir sumarhlé verður haldinn miðviku- daginn 5. mal n.k. kl. 12 i Gyllta salnum á Hótel Borg. Ingvar Nlelsson verkfræðingur mun skýra frá möguleikum á eldi sæsnigla. tHngmálaráóið 0Þ\\ Reykjavík v SB w \ I Atak til endur- i&y reisnar Steingrimur Fkmur Miðvikudaginn 12. mal n.k. kl. 20.30 verður haldinn fundur á Hótel Sögu, Súlna- sal, þar sem þingmennimir Steingrimur Hermannsson og Finnur Ingólfsson munu kynna tillögur Framsóknarflokksins I efnahags- og atvinnumálum, sem bera yfirskriftina ÁTAK TIL ENDURREISNAR. FtMrúaráðió Kópavogur— Framsóknarvist Spiluð veröur framsóknarvist að Digranesvegi 12 fimmtudaginn 6. mal k). 20.30. Góö verðlaun og kaffiveitingar. Freyja, félag framsóknarkvenna Laus staða við búvísindadeild Bændaskólans Hvanneyri a Staða endurmenntunarstjóra við búvísindadeild Bænda- skólans á Hvanneyri er laus til umsóknar. Starf endurmenntunarstjóra felst í námskeiðahaldi og þró- un endurmenntunar við skólann, en einnig fylgir starfinu kennsluskylda við báðar deildir skólans, búvísindadeild og bændadeild. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Magnús B. Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, sími 93-70000. Staðan veitist frá 1. ágúst 1993, en umsóknarfrestur er til 30. maí nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fym' störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið, 14. apríl 1993. OPIÐ w Opið hús hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur eftir úti- fundinn á Lækjartorgi 1. maí í Húsi verslunarinnar á fyrstu hæð. Kaffiveitingar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur í RMTTUfavi KAUTT1 uos KpL UOS/ l Uráð J Bjöm S. Stefánsson: Opið bréf til forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur Heil og sæl. Ég minnist orða háskólakennara í lögum um miðjan janúar, að það hefði orðið skrýtið að halda þjóðar- atkvæðagreiðslu um lög um samn- ing, sem ekki var lengur til. Nú, þremur og hálfum mánuði síðar, þegar stendur fyrir dyrum að stað- festa með lögum EES-samning sem í þetta sinn er til, vaknaði með mér sú spuming, hverjir kunni að vera andvígir því af umhyggju fyrir virð- ingu embættis forseta landsins, að hann leggi staðfestingu laganna fyr- ir þjóðina. Þingmenn, sem kynnu að telja forseta í slíkum vanda, geta brugðist við því með því að standa að því að setja í EES-lögin, að þau taki því aðeins gildi, að þau hafi ver- ið samþykkt með þjóðaratkvæði innan ákveðins tíma. Það var boðskapur þinn 13. janúar s.I., að ekki mætti spilla forsetaemb- ættinu sem tákni sameinaðrar þjóð- ar og þess yrði best gætt með því að staðfesta EES-lögin. Viðbrögð al- mennings við söfnun undirskrifta, sem nú fer fram, undir yfirlýsingu og ósk til forseta fslands um að leggja lögin um endanlegan EES- samning fyrir þjóðina samkvæmt heimild stjómarskrárinnar, með áherslu á, að þar sé réttur, sem ekki megi taka frá þjóðinni, sýna, að það varð ekki til að styrkja embættið sem tákn sameinaðrar þjóðar að leyfa þjóðinni ekki að ráða EES- málinu. Margir tjá það, hvað þeim þótti niðurlægjandi, að hvorki Al- þingi né forseti íslands skyldu leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um mál- ið. Eins og aðrar undirskriftasafnanir er þessi söfnun annmörkum háð. Ýmsir vilja aldrei taka þátt í slíku. Undirskriftatalan segir ekki hvort nokkur sé á öndverðri skoðun. Und- irskriftasöfnun er ekki leynileg. Með réttu eða röngu em ýmsir varir um sig af ótta við að þeir gjaldi þess hjá vinnuveitanda sínum að sinna mál- N Lesendur skrifa inu. Fólk sinnir ekki máli nema það telji líklegt, að tekið verði tillit til skoðunar þess. Margir, sem gengu fram í því í fyrra að senda áskomn til Alþingis um þjóðaratkvæðagreiðslu, em sárir og hafa ekki geð í sér að sinna málinu nú, þótt þeir eigi sömu ósk. Þeir em ef til vill flestir, sem eiga með sér þá ósk, að þú leggir málið fyrir þjóðina, en telja ekki til neins að bera hana fram við þig eftir það sem á undan er gengið. í sjónarmiði þfnu um að gæta virðingar forseta- embættisins, sem er vitaskuld fremsta skylda forseta, felst að sjálf- sögðu að meta hvað almenningur telur rétt og skylt að gera. Umræður um málið síðan í janúar hafa styrkt þá skoðun, sem lesa má á undir- skriftablaðinu, að forsetaembættið skuli m.a. mótast með virðingu fyrir rétti þjóðarinnar til að ráða örlaga- ríkustu málum til lykta með þjóðar- atkvæðagreiðslu. Undirskriftasöfnunin hefði ekki hafist nema af því að þeir sem að henni stóðu trúðu því, að forseta landsins væri ljúft að taka tillit til álits almennings. Þeir reynast hins vegar býsna margir sem ekki eru sannfærðir um það. Ég vænti þess, að þér sé kærkomið að lýsa því hér í blaðinu, hvemig þú metir álit al- mennings í þessu efni, til að eyða óvissu sem gætir alltof víða. Ef nefnd yrði tala æskilegra undir- skrifta eða nauðsynlegra, yrði það kærkomin leiðbeining fyrir þá sem safna undirskriftum. Viðbrögð al- mennings hér í Reykjavík og víða um Iand benda til þess, að talan mætti vera býsna há án þess að vera óyfirstíganleg. Það er ekki mikill tími til stefnu, en stjómarskráin gerir þó ráð fyrir því, að dragast megi allt að tveimur vikum að stað- festa lög. önnur aðferð til að kanna hug al- mennings er úrtaksskoðanakönnun. Með henni gæfist tækifæri til að spyrja samtímis, hvort viðkomandi vildi að forseti íslands legði lögin fyrir þjóðina til staðfestingar eða hvort viðkomandi væri andvfgur því. Vinsamlega, Bjöm S. Stefánsson Höfundur er dr. scienL Af kammertónleikum Kammermúsíkklúbburinn hélt fimmtu tónleika 36. starfsárs síns í Bústaðakirkju 25. apríl. Tríó skipað þeim Zheng-Rong Wang (fiðla), Helgu Þórarinsdóttur (lágfiðla) og Richard Tálkowsky (knéfiðla) flutti strengjatríó eftir Schubert og Moz- art og með liðsauka Einars Jóhann- essonar (klarínetta) kvartett eftir Hummel. Ekki þekki ég tildrög þess- ara tónleika, því hinn frábæri fiðlari Zheng-Rong Wang frá Kína var hér víst í stuttri heimsókn hjá löndu sinni og vinkonu, sem spilar í Sin- fóníuhljómsveitinni. En hver sem tildrögin voru, þá var þarna flutt fyrsta flokks kammertónlist fyrir nær fullu húsi. Á tónleikunum lá við að afreksmað- ur væri í hverju rúmi — nema kannski Hummel, sem þó má vel vera að hafi ómaklega gleymst í 150 ár. Mozart og Schubert þarf ekki að kynna lesendum Tímans og tæplega Helgu Þórarinsdóttur, einn fremsta lágfiðlara Norðurlanda, eða Richard Talkowsky, annan knéfiðlara Sinfón- íuhljómsveitarinnar og mikilvirkan kammerspilara. Einar Jóhannesson er víst kominn á skrá með 25 bestu klarínettistum veraldar á sama hátt og Magnús Blöndal Jóhannsson er á lista með 1000 mest bráðþroska mönnum heims. Zheng-Rong Wang kom hér fyrr f vetur og spilaði einleik með Sinfón- íuhljómsveitinni við miklar undir- tektir, enda er þessi unga stúlka meiriháttar fiðlari — hún varð fyrst í keppni, þar sem Sigrún Eðvalds- dóttir varð í öðru sæti. Eins og mik- ill söngvari, sem bæði hefur tök á ljóðasöng og óperu, kann ungfrú Wang að gera stærsta greinarmun á því, hvort hún er að spila fiðlukons- ert Tsjækovskýs eða tríó eftir Schu- bert — á kammertónleikunum nú var leikur hennar frábærlega léttur og fágaður, en við aðrar aðstæður kann hún að sjálfsögðu að láta bog- ann bíta svo um munar. í efnisskrá tónleikanna var gerð dá- lítil grein fyrir Jóhanni Nepomuk Hummel (1778-1837), nemanda Mozarts, Haydns, Salieris og Cle- mentis, og jafnaldra, vini og keppi- naut Beethovens. Þekktastur var Hummel á sinni tíð sem píanóleik- ari, en jafnframt var hann í fremstu röð tónskálda — Chopin er jafnvel sagður hafa talið' hann fremri Moz- art. „En tíminn hefur ekki reynzt Hummel hliðhollur," segir í skránni, og sama hlýtur að mega segja um tugi eða hundruð ágætra tónskálda, sem starfandi voru í Vín- arborg á þessum tíma. Því sé þess gætt, að hér í Reykjavík á hjara ver- aldar getum við umhugsunarlaust talið upp að minnsta kosti tug núlif- andi tónskálda sem ofurlitla viður- kenningu hafa hlotið, bæði innan- Iands sem utan, og annan tug með ofurlítilli umhugsun, þá hljóta þau að hafa verið margfalt fleiri í Vínar- borg, höfuðborg tónlistarinnar í heiminum, þangað sem tónskáld söfnuðust úr öllum áttum í von um fé og frama. En nú heyrum við tæp- lega nefnd nema fjögur eða fimm: Mozart, Haydn, Beethoven, Schu- bert — og Salieri í seinni tíð. En hinu verður ekki neitað, að þrátt fyrir dásamlega spilamennsku Ein- ars Jóhannessonar og tríósins í Hummel, þá þótti mér divertimento Mozarts, sem á eftir kom, bera tón- listarlega af kvartett Hummels eins og gull af eiri. Enda er það svo, að þegar Mozart er vel spilaður, eins og þama var, þá á hann fáa sína líka. Fyrst var flutt strengjatríó í B- dúr, D.581 eftir Schubert, samið 1817, þegar tónskáldið stóð á tvítugu. Eins og flest verk Schuberts, er tríóið fal- legt og yndislegt og var afar fallega leikið nú. Næst kom klarínettukvartett Hummels í Es-dúr, saminn 1808. Kvartettinn minnir talsvert á hinn fræga septett Beethovens, sem er ffá sama tímabili, en stenst honum að sjálfsögðu ekki snúning. Öll var spilamennskan þama fyrsta flokks, og eins og fyrr sagði lék Einar óum- ræðilega fallega á klarínettuna. Stundum hvarflar að mönnum, þeg- ar þeir heyra svo fallega spilað á klarínettu, hvemig Egill Jónsson hefði staðist samanburðinn. Eins og miðaldra menn muna, bar Egill svo af flestum öðrum hljóðfæraleikur- um á íslandi á sinni tíð (1946-60), að erlendur gestastjómandi Sinfón- íuhljómsveitarinnar á að hafa „sleg- ið af‘ á æfingu þegar Egill hafði tek- ið sóló og spurt: „Hvað ert þú að gera hér?“ — Og þegar Egill svaraði: „Ég er að spila,“ þá hristi stjómand- inn bara höfuðið. Örugglega bera ungu mennirnir af Agli í kunnáttu — þeir em betri lesarar og hafa jafn- betri tækni — en hvort þeir bera af eða jafhvel standa jafnfætis honum í tónfegurð og tjáningu, verður aldrei úr skorið, enda ekkert einhlítt svar við því. Hins vegar em núna starf- andi hér á landi margir afburðagóð- ir klarínettistar, og eins og Karl Marx á að hafa sagt, þá „gerir magn- ið gæðin" á endanum. Og síðast á efnisskránni kom Di- vertimento Mozarts í Es-dúr, K.563 (samið 1788). Þar naut snilld ungfrú Wang sín ekki sfst í mjög vanda- samri en glæsilegri rödd fiðlunnar. Þessir tónleikar Kammermúsík- klúbbsins fá ágætiseinkunn. Sig.SL GARÐSLATTUR Tökum að ókkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.