Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. apríl 1993 Tíminn 3 Holt og Lands- sveit sameinuð? Þann 15. maí ganga íbúar í Landmannahreppi og Holtahreppi í Rangárvallasýslu til kosninga um sameiningu hreppanna í eitt sveitarfélag. Verði samþykkt að sameina er gert ráð fyrir að geng- ið verði frá sameiningunni strax í sumar. Um 130 íbúar eru í Land- mannahreppi og um 260 í Holtahreppi. Sú spuming vaknar hvort einhver ávinningur sé að sameiningu svo lít- illa sveitarfélaga í eitL Þessu svarar Valmundur Gíslason, oddviti Land- mannahrepps. „Staðan hjá þessum tveimur hreppum er sú að það eru öll mál- efni sem einhverju máli skipta, sér- staklega fjárhagsleg, sameiginleg. Þáð má því segja að með því að gera þetta að einu sveitarfélagi þá sé nán- ast ekki verið að gera annað en að breyta um nafn og kjósa eina sveit- arstjóm í staðinn fyrir tvær. Þetta er allt unnið sameiginlega hvort eð er.“ Valmundur sagði að ef tillagan um sameiningu verður samþykkt megi reikna með að sameiningunni verði hrint í framkvæmt mjög fljótlega, hugsanlega strax í júní. Þegar upphaflega var farið að kanna hugi manna til sameiningar sveitahreppanna í Rangárvallasýslu voru Ásahreppur og Djúpárhreppur með, en þegar á reyndi var ekki vilji í þessum tveimur hreppum til að ganga til sameiningar að sinni. Valmundur sagði að ef þessi sam- eining yrði samþykkt nú komi vel til greina að fleiri sveitarfélög verði sameinuð hinu nýja sveitarfélagi síðar. „Okkur sem höfum verið að skoða þetta sýnist að þessi samein- ing sveitarfélaga komi til með að eiga sér stað í áföngum. Þetta verði hægfara þróun en ekki eitthvað sem gerist í stórum stökkum. Ég held líka að menn verði sáttari við þetta þannig," sagði Valmundur. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur samþykkt að láta kjósa nefndir í hverju kjördæmi sem fjalli um sameiningu sveitarfélaga og geri til- lögu þar um. -EÓ Flugleiðir hætta veitingarekstri á Hótel Loftleiðum: 35 manns sagt upp störfum í kjölfar endurskipulagningar á rekstri veitingaþjónustunnar á Hót- el Loftleiðum verður 35 manns sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Gert er ráð fyrir aö endurráðið verði úr þeirra hópi eftir sem hægt er. Merkjasala Björg- unarsveitar Ingólfs Árleg merkjasala Björgunar- sveitar Ingólfs í Reykjavík verður í dag, föstudag. Þá munu sölu- böm ganga fyrir hvers manns dyr og bjóða merki sveitarinnar til sölu. Björgunarsveit Ingólfs starfar í Reykjavík og innan hennar starfa bæði leitarhópar til björgunar á landi og sjó. Um 80 sjáJfboðaliðar starfa í Björgunarsveit Ingólfs sem oft leggja sig í hættu við að bjarga mannslífum og verðmæt- um. Þess er vænst að Reykvíkingar taki sölubömum jafn vel og und- anfarin ár en merkjasalan er stór þáttur í fjáröflun sveitarinnar. Flugleiðir hafa gert samning við Guðvarð Gíslason og Guðlaugu Halldórsdóttur um rekstur veit- ingaþjónustu á Hótel Loftleiðum og taka þau við rekstrinum á laug- ardag, þann 1. maí. Guðvarður er betur þekktur sem Guffi á Gauk á Stöng, sem hann rak hér á árum áður en í sameiningu reka hjónin veitingastaðinn Jónatan Living- ston Máv. í framhaldinu eru fyrir- hugaðar ýmsar breytingar á veit- ingarekstri á Hótel Loftleiðum og ætla þau Guðvarður og Guðlaug að reka þar tvo veitingastaði og veitingasal með veisluþjónustu. Jafnframt verður Blómasalurinn opnaður á ný og koníaksstofunni verður breytt í bar. -grh Ekkert hægt að gera til hjálpar bömum ef barnaverndarnefndir sinna ekki hlutverki sínu: Barnaverndarmál eru í ólestri Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi leitar eftir kennurum á næsta vetri í þessum greinum: íslensku, stærðfræði og málmiðnaðargreinum, ennfremurtil hlutastarfa í dönsku (forfallakennslu), efnafræði, ferðamálagreinum, tölvufræði og viðskiptagreinum. Umsóknir berist fyrir 15. maí nk. til skólameistara, sem veitir nánari upplýsingar, sími 98-22111. Tvö hundruð bamavemdamefndir sveitafélaga hafa ekki yfir að ráða neinni sérfræöiþekkingu að áliti Guðjóns Bjamasonar, sér- fræðings í bamavemdarmálum í félagsmálaráðuneytinu. Hann segir að sinni nefndir ekki hlutverki sínu sé lítið sem ekkert hægt að gera. Hann telur að mál eins og Ld. kynferöisafbrotamál séu einhver þau erfiöustu sem stjómvöld þurfa að fást við. Á málþingi BarnaheiIIa nýlega greindi Guðrún Ágústsdóttir, starfs- maður Kvennaathvarfsins í Reykja- vík, frá mjög sláandi máli þar sem þessi agnúi kom berlega í ljós. í því tilfelli beitti eiginmaður konu sína miklu ofbeldi og var vanur að kalla böm þeirra til að horfa á misþyrm- ingamar. Konan leitaði með bömin til Kvennathvarfsins en fór aftur til mannsins með bömin. í framhaldi af því sendu starfsmenn athvarfsins bréf til bamaverndamefndar á staðnum svo og bamavemdarráðs þar sem var farið fram á að bömin væru tekin úr umsjá foreldranna. „Það hefur ekkert gerst í þessu máli. Bamavemdarnefnd viðkomandi svæðis hefur kannað málið og þar við situr,“ segir Guðrún og vísar til fleiri mála sem bamavemdamefndir hafa ekki tekið nógu föstum tökum. Guðjón kannast ekki við að þetta mál hafi komið til kasta bamavernd- arráðs og segist myndu þekkja til þessarar atburðalýsingu ef svo væri. Hann segir að bamavemdamefndir þurfi að sinna hátt í 500 málum á ári. „Þetta em yfirleitt frekar þung mál,“ segir Guðjón og telur að mál í sambandi við vanrækslu á bömum séu hvað fyrirferðarmest. „Þau mál þar sem um ofbeldi er að ræða em í minnihluta," segir Guðjón en bend- ir á að þá sé oftast um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum að ræða. Guðjón segir að gagnrýni á af- skiptaleysi bamavemdamefnda sé ekki ný af nálinni. Þar vitnar hann til laga sem nýlega vom sett og áttu að taka tillit til þeirrar gagnrýni. „Eitt af meginmarkmiðum laganna var að leggja til skipan bamavernd- armála sem myndi fækka þessum nefndum mikið en sú varð ekki raunin," segir Guðjón en telur að ástæðuna megi rekja til skipunar sveitarstjórnarmála og segir þau mál vera í heljargreipum. Þar vitnar hann til meðferðar þingsins á frumvarpinu þar sem ekki var tekið tillit til þeirra sjónarmiða að barnavemdamefndir tækju til stærri svæða og ynnu faglegra en áður. „Niðurstaðan varð sú að sveitaLé- lög verða að standa sameiginlega að skipan bamavemdamefnda en þau geta gert það á þann hátt sem þau kjósa,“ segir Guðjón og bendir á að tvær sveitarstjómir geti skipað eina nefnd. „Það þýðir það að nefndunum myndi fækka úr tvö hundrað í hundrað en það er svo langt frá því markmiði sem menn eru með í huga,“ segir Guðjón. „Það þyrfti að finna þá sem standa í vegi fyrir þessari þróun og fá sjónar- mið þeirra fram,“ segir Guðjón og segist ekki átta sig á því hver ástæð- an sé. „Ég hef búið mér til þær skýr- ingar að menn geri sér ekki grein fyrir því hvaða skyldur þeir beri," segir Guðjón. Hann bendir á að geri menn sér grein fyrir skyldunum vilji þeir hafa völd án þess að axla þá ábyrgð sem þeim fylgir. „Það þarf einhvem verkstjóra og bamaverndarnefndir eiga að vera slíkur verkstjóri. Til þess þurfa þær að vera þannig samsettar að þær geti nýtt sér þá þekkingu sem til er,“ seg- ir Guðjón og telur að þama sé oft pottur brotinn. Þar á hann m.a. við það hlutverk nefndanna að mæla fyrir um athuganir, ráðstafanir og aðstoð. „Þá þurfa að vera til fjár- munir og standa straum af ákvörð- unum,“ bætir hann við og telur að þar sé oft fyrsti flöskuhálsinn. Guðjón bendir samt á að ráðuneyt- ið geti mælt fyrir um tilteknar ráð- stafanir í máli gagnvart bamavernd- amefnd. „Ráðu- neytið hefur sjálft ekkert fram- kvæmdavald. Það getur ekki gert fólk út til að vinna í málum eða tek- ið börn af heimili. Á meðan þessar gmndvallareiningar virka svona illa eins og þær gera þá er ekkert hægt að fóta sig í þessu," segir Guðjón. -HÞ Stangveiöi á vatnasvæöi Elliöavatns hefst 1. maí. Veiöileyfi eru seld á Vatns- enda og Elliðavatni. Á sömu stööum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (12-16 ára) og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi fengiö afhent veiðileyfi án greiöslu. Veiðifélag Elliðavatns. AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.93-01.11.93 12.05.93-12.11.93 kr. 58.814,90 kr. 67.221,50 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.