Tíminn - 19.06.1993, Side 4

Tíminn - 19.06.1993, Side 4
4 Tíminn Laugardagur 19. júnf 1993 Svavar G. Jónsson, þjónustustjóri hjá öryggisþjónustunni VARA: Eldvarnir í sumarbústöðum „Þetta er ekkert mál, það er smá reykur þama úti við girðinguna!" Á næsta andartaki var „litli reykurinn“ orðinn að eldhafi, því gróður var mjög þurr. Engin áhöld voru við hendina til að slökkva eldinn, slökkvi- tækið var tómt síðan nota þurfti það þegar kviknaði í út frá kertinu og nú var sumarbústaðurinn í hættu. Hvað var tii ráða? 10 mínútur skipta sköpum Þarf að vera með slökkvitæki? Sumarbústaðaeigendum er kannski ekki öllum Ijóst aö sam- kvæmt byggingareglugerð er skylda að hafa handslökkvitæki og reykskynjara I öllum sumarbú- stöðum. Af þvi leiðir að skylt er að láta yfirfara og umhlaða slökkvitækin árlega hjá viður- kenndrí prófunarstöö og ganga þannig úr skugga um að tækin séu i lagi. Húsráðendur ættu ekki aö láta nægja aö tækin séu skoöuð aðeins einu sinni á árí. Aö skoða slökkvitækin, þegar komið er f sumarbústaðinn til lengrí eða skemmrí dvalar, ætti aö vera jafn sjálfsagt eins og aö setja vatn og rafmagn á eða taka gluggahlerana frá. Skoða þarf þrýstimæla, hvort fullur þrýstingur er á tækinu, hvort innsigii er heilt, hvort slanga sé heil og stútur hreinn. Einnig ætti aö vega tækiö til að ganga úr skugga um að á þvl sé slökkviefni. Sé eitthvað at- hugavert, skal strax senda tækiö til viðurkenndrar prófunarstöðvar til athugunar. Hvernig slökkvi- tæki skal velja í sumarbústaðinn? GOn URVAL Efna til vatns og hitalagna, úr jðmi eir eða plasti. Einnig rotþrœr o.m.fl. Hreinlœtistœki, stðlvaskar og sturtuklefar. Vónduð vara sem endbL Sk VATNSVIRKINN HF. •Ir ADUIII A 91 CIUAD CfiCACC _ CfiCOCC Lesandi góður: Þú getur gert margt til að auka og bæta eld- vamir i sumarbústaðnum eða jafnvel á heimili þinu. Mikil fjölgun sumarbústaöa og lengri viðvera fólks i húsunum, jafnvel að vetri, ásamt þvi að i auknum mæli eru notuö rafmagns- og gastæki, auka eldhættu og kalla á aö eld- vamir séu góðar. Þaö er kunn staöreynd að hættulegustu elds- voðar veröa að nóttu til þegar fólk er i fasta svefni. Eldur og reykur magnast ótrúlega fljótt og skiptir þvi hver minúta miklu máli. Hér mun ég fýrst og fremst fjalla um eldvamir i sumarbústööum og leggja á ráðin til að auka ör- yggi fjölskyldu og vina sem þar dvelja. Eldvömum veröa þó aldrei gerð full skil i stuttrí grein sem þessari. Því vil ég benda lesend- um á að verða sér úti um ágætan bækling sem Brunamálastofnun rikisins hefur gefið út um þessi mál. Hægt er t.d. að fá þennan bækling hjá siökkvitækjaþjónustu VARA á Smiðjuvegi 72a I Kópa- vogi. Þegar velja á slökkvitæki I sum- arbústaðinn þarf aö hafa það f huga að tækiö verður aö vera al- hliða, þ.e. geta slökkt flesta flokka elds. Eldur A: I timbrí, fatnaði, pappír o.fl. Eldur B: Eldfimir vökvar. Eldur C: Rafmagn. ABS-dufttæki er framleitt til aö slökkva alla þessa eldflokka. Stærð tækjanna skiptir einnig miklu máli og skyldi aldrei vera minna tæki í sumarbústaönum en 6 kg. Slanga með rennandi vatni ætti að vera við hendina, ef nokkur möguleiki er á. Ef ekki er hægt að ná i rennandi vatn, er rétt að hafa auk dufttækisins vatnstæki sem tekur 6-10 litra. Til að hægt sé að skilja vatns- slökkvitæki eftir i bústaðnum yflr vetrartimann, verður aö vera á vatnstækinu frostvarí, þvf annars frýs i tækinu og það eyðileggst. Öryggisráðgjafar VARA geta ver- iö þér innan handar við val á eld- vamabúnaði. Timbur.fatnaður, pappír o.fl. Eldfimir vökvar Rafmagn Hvar á að velja tækjunum stað? Brunaæfingar Kannski er það ekki réttnefni að kalla það brunaæfingu þegar æfö eru viðbrögð viö eldsvoða, en lát- um það liggja milli hluta. Innihald æflngar skiptir meira máli. Æfing- in á aö miða að þvi að allir þekki grundvallarviðbrögðin við elds- voöa: GERA VIÐVART UM ELD- INN, BJARGA FÓLKI OG DÝR- UM, SLÖKKVA ELDINN. Brunaæfingin á Ifka aö miöa að þvi að heimilisfólk læri flóttaleiðir, staðsetningu slökkvitækja og notkun þeirra eins og aö beina slökkviefninu að rótum eldsins og kæfa eld f potti meö slökkviteppi. Slíkar æfingar ætti að setja upp sem leik fyrir bömin, þvl þá verð- uráhuginn meiri og þau muna betur hvað á að gera ef til alvör- unnar kemur. Slökkvitæki eru öryggistæki og eiga því að vera aögengileg öll- um og vera sem oftast I sjónmáli, svo allir viti hvar þau eru þegar þeirra er þörf. Hafðu þvi tækin ekki á bak viö hurð eða inni i skáp, heldur við útganga og á flóttaleiöum. Tækin skulu hanga á vegg og vera um 25 sm frá gólfi. Reykskynjarar hlöður til að tryggja endinguna. Staðsetning reykskynjara er verk sem vanda þarf til. Reyndu að setja reykskynjarann sem næst miðju lofts, en þó aldrei nær vegg eöa Ijósi en 15 sm. Ekki má setja reykskynjara alveg upp I kverk, ef loft er hallandi. Settu skynjar- ann milli svefnherbergja og ann- arra herbergja þar sem eldur er liklegur til að koma upp. Athug- aöu aö það fást reykskynjarar sem hægt er að stilla til að seinka útkalli og þeir henta t.d. þar sem verið er að steikja. Mundu eftir að kynna þér hvar næst er hægt að komast i sima ef hann er ekki i bústaðnum, svo og hver neyðarsimanúmer hjá slökkviliöi og lögreglu i sveitinni eru. Hafðu þessi símanúmer skráð á áberandi staö i sumarbú- staðnum. Eins og áöur sagði er það skylda að hafa i öllum sumarbústöðum reykskynjara. Reykskynjarar verða að vera af vandaöri gerð og þurfa aö fá sitt eftiriit, eins og annar búnaöur. Skipta veröur um rafhlöðu í skynjaranum einu sinni á ári og skal þá nota alkaline raf- Rétt er að geta þess hér að til eru sérstakir skynjarar sem skynja gas eins og notað er til upphitunar eða við matreiðslu. Slikir skynjarar ættu að vera i öll- um húsum þar sem gas er notaö.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.