Tíminn - 19.06.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.06.1993, Blaðsíða 8
AUK / SÍA k95-75 8 Tlminn Laugardagur 19. júní 1993 „9íver annarri oetri! er samdóma álit síldarspekúlantanna. Nú er komið að þér að prófa: - í sinnepssósu - í tómatsósu - í karrýsósu - í sælkerasósu - í hvítlaukssósu. NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN ORA HF. Lyöur Pálsson, forstööumaöur Byggöa- og listasafns Árnessýslu, er hér viö hluta af verkfærum úr eldsmiöju Kaupfélags Arnesinga, sem safninu áskotnaöist nýlega. Byggða- og listasafn Árnessýslu mun flytja í Húsið á Eyrarbakka að ári: Arnaregg í Byggða- safni Árnessýslu Sumarstarf Byggða- og listasafns Árnessýslu hófst með formlegum hætti 17. júní og verður safnið opið í allt sumar frá 14-17. Miklar breýt- ingar eru framundan hjá safninu, en stefnt er að því að safnið flytjist í Húsið í Eyrarbakka og opni þar að ári liðnu. Safninu hefur áskotnast margir merkir munir í vetur. Má þar nefna eldsmíðaverkfæri, sem notuð voru í eldsmiðju Kaupfélags Ámesinga. Þama er um að ræða horfna iðn- grein, sem stunduð var á íslandi frá landnámi fram á þessa öld þegar log- og rafsuða leysti hana af hólmi. Fyrir rúmu ári gaf Ingimundur Ein- arsson frá Laugum safninu 50 teikn- ingar af bæjum í Hrunamanna- hreppi sem hann teiknaði á árunum 1935-1940. Myndimar eru til sýnis í safninu ásamt líkani af Áslækjarrj- ómabúinu, sem hann gerði einnig. Fyrir skömmu áskotnaðist safninu arnaregg og er það til sýnis í dýra- safninu, en safnið vekur alltaf mikla athygli yngstu kynslóðarinnar. -EÓ íslenskir kerrusmiðir: Útvegum allar gerðir af kerrum íslenskar kerrur eru fnunleiddar hjá (yrirtækinu Víkurvagnar hf., sem nýlega flutti í rúmgott hús- næði í Síðumúlanum. Áður var fyr- irtækið til húsa í KópavogL „íslendingar eru famir að nota kerrnr mikið og við erum með allar gerðir af þeim. Til dæmis má nefna hestakerrur, bflaflutningavagna, sturtuvagna og dráttarvagna," segir Þórarinn Kristinsson, eigandi fyrir- tækisins. „Meðal þeirra, sem leita hingað, em bændur og sumarbú- staðaeigendur sem nota kerruna til dæmis til að flytja tré til gróðursetn- ingar." 23 ár em liðin síðan Þórarinn hóf ffamleiðslu á kermnum og segir hann þær alveg jafn góðar og þær innfluttu. „Við bjóðum líka upp á allt sem fólk þarf til að smíða sjálft sína eigin kerru, hjól og þess konar. Við veit- um líka upplýsingar um það hvemig skal standa að smíðinni og útvegum teikningar," segir Þórarinn. -GKG. Norfivestur Sufiaustur Staerö 242 m2 m/bilskúr, auk þess 120 m2 óuppfyllt rými. Húsið er á tveimur hæðum og möguleiki á tveimurtil þremur ibúðum. 6 millj. húsbréfalán og 2 millj. bankalán getur fylgt. Verð 10.2 millj. fokhelt Ýmis skipti koma til greina, td. leiga á veiðiá, jarðarpartur, litil fasteign, bill o.fl. Frábær staðsetning og mjög gott útsýni. Upplýsingar í síma 91-641771 og 985- 37007. m) Lindab Pakklæöningar, rennur og niöurföll . Leitiö tilboöa! BLIKKSMIÐJAN TÆKNIDEILD ikltfk SMIÐSHOFÐA 9 112 reykjavIk SÍMI 68 5699

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.