Tíminn - 19.06.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.06.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 19. júní 1993 Skólasetur sem breytist í ferðamannaparadís að sumrinu: Laugarvatn, gamalgróin sumarbyggð Lðng hefft er fyrir sumarbústöðum í Laugardalnum inn af skólastaönum Laugarvatni í Árnessýslu og að sðgn Þóris Þorgeirssonar oddvita er sum- arbústaAafólldð miltlir aufúsugestir. En hvaða skyldum telur sveitarfé- lagið sig hafa að gegna við sumarbú- staðaeigendur? „Við sjáum um sorphirðu og bruna- varnir sem eru stærstu liðimir, en auk þess göngum við eftir því í sam- vinnu við byggingafúlltrúa, heil- brigðiseftirlit o.fl. að bústaðimir séu í samræmi við reglugerðir hvað t.d. varðar frárennsli," segir Þórir. Sum- arbústaðabyggð í Laugardalnum stendur á gömlum merg sem fyrr segir og eitt elsta sumarbústaða- hverfi á landinu er í Miðdal, örfáa kílómetra frá Laugarvatni. Jörðin er í eigu félags bókagerðarmanna en fyr- irennari þess, Hið íslenska prentara- félag, keypti jörðina fyrir áratugum sfðan í þeim tilgangi einmitt að koma þar upp sumardvalaraðstöðu fyrir félagsmenn. Nú er þar mikill fjöldi sumarbústaða f tveimur meg- inhverfúm og em húsin bæði f eigu félagsins og einstakra félagsmanna. Sjálf jörðin hefúr ætíð verið í ábúð eftir að prentarar eignuðust hana, en undanfarin ár hefur hestaferðafyrir- tækið íshestar haft þar höfuðstöðvar sfnar um mesta annatfmann að sumrinu. Stórt sumarbústaðahverfi er í landi Snorrastaða sem er fyrsti bærinn norðaustur af Laugarvatni. Þar er mjög skjólgott land í skógi vaxinni fjallshlíð meö fallegu útsýni til suð- urs yfir vatnið. Þar á Vélstjórafélag íslands til dæmis allstórt land með fjölda bústaða. Þá er í landi Eyvindar- tungu, skammt suður af Laugar- vatni, allstórt sumarhúsahverfi í eigu starfsmannafélags Olíufélagsins hf. Raunar em fleiri eða færri sumarbú- staðir í landi hverrar einustu bújarð- ar í Laugardalnum enda hefúr svæð- ið lengi verið eftirsótt til sumardval- ar. Vatnsveitur em f nokkmm sum- arbústaðahverfanna en þeim hafa sumarbústaðaeigendur sjálfir komið upp. Þá má einnig nefna að sumir bústaðir á svæðinu em tengdir hita- veitu sveitarinnar eða einkahitaveit- um. Sumarbústaðafólk í Laugardal er ágætlega sett hvað varðar alla þjón- ustu, því að á Laugarvatni er full- komin íþróttaaðstaða, stór útisund- laug, hveragufubaðið þjóðkunna, verslun og fyrirtaks aðstaða til hvers konar útiveru og heilsubótar. Þannig er vatnið sjálft mjög vel fallið til segl- brettasiglinga þar sem það er bæði gmnnt og ffemur hlýtt. Seglbretta- Þórir Þorgeirsson, oddviti Laugardalshrepps. leiga er á staðnum. Tvö sumarhótel, Edduhótel, em rekin á staðnum yfir sumartímann og í öðm þeirra er jafnframt gott veitingahús og bar. Stórt tjaldsvæði er á Laugarvatni og þjónustumiðstöð f tengslum við það. Þar er einnig hægt að leigja stæði fyrir tjaldvagna og hjólhýsi og hafa sum hjólhýsin verið á sömu stæðun- um um árabil og jafnvel gengið kaupum og sölum í nokkur skipti án þess að hafa nokkm sinni verið færð úr stað. Sérstakur umsjónarmaður er með hjólhýsabyggðinni á Laugar- vatni. Á tjatdstæöunum á Laugarvatni eru leigö út stæöi fyrir hjólhýsi og hafa sum hýsin staöiö þar árum saman og eigendur búnir aö rækta runna f kringum þau.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.