Tíminn - 19.06.1993, Side 2

Tíminn - 19.06.1993, Side 2
2 Tíminn Laugardagur 19. júní 1993 Byggingafulltrúi á svæði þar sem er um helmingur allra sumarbústaða á íslandi. Hilmar Einarsson Laugarvatni: Sumarbústaðamarkað- urinn senn mettaður Á Suðurlandi, nínar tiltekið í upp- sveitahreppunum Laugardal, Gríms- nesi, Biskupstungum, Hrunamanna- og Gnúpveijahreppum, Grafningi og Þingvalíahreppi, er mesta sumarbú- staðabyggð í Íandinu og hetur nærrí að helmingur allra sumarbústaða I landinu séu í þessum hreppum. Einn byggingafulltrúi starfar í þessum sveitarfélögum og hefur hann aðset- ur á Laugarvatni. Byggingafulltrúinn heitir Hilmar Einarsson og við rxdd- um við hann í síðustu viku. Hilmar var fyrst spurður um hvernig maður ber sig að þegar maður vill verða sumarbústaðareigandi. „Sé búið að skipuleggja landið og þú hefur fengið lóö og ætlar að byggja sumarbústað, þá byrjarðu á því að leggja inn teikningu til byggingafull- trúa. Teikningin er skoðuð þar og síð- an lögð fyrir bygginganefnd. Helstu kröfur, sem gerðar eru til sumarbú- staða, eru þær að húsið skal helst ekki vera stærra en 60 fermetrar, helst ekki yfir 4,50 m á hæð og uppfylla kröfur um eldvarnir. Standist teikningin þessar kröfur og bygginganefnd sam- þykkir hana, þá er gefið út byggingar- leyfi og þú greiðir byggingarleyfis- gjald, sem í dag er 105 kr. á rúmmetra auk 4.100 króna fastagjalds, þannig að gjöldin eru frá 10-25 þúsund krónur eftir þvf hvað húsið er stórt. Engin tímamörk Þegar hér er komið sögu mælum við okkur mót á staðnum þar sem sumar- húsið þitt á að rísa og ég staðset húsið ásamt eiganda. Hversu fljótt húsið sfðan rís er undir húsbyggjandanum komið, en engin sérstök tfmamörk eru á því hversu lengi það má vera f byggingu. Byggingartfminn er því að sönnu mjög mislangur, Margir koma með húsin tilbúin úr Reykjavík eða annars staðar frá og setja þau niður á undirstöður. Aðrir byggja þau á staðn- um og dæmi eru um hús sem hafa ver- ið þetta 10-15 ár í smíðum." Reiknað er með því að rotþró sé við hvem sumarbústað. Hún skal vera viðurkennd af Hollustuvernd og al- gengasta gerð rotþróa er þriggja hólfa þró sem tekur 1500 lftra. Hilmar stað- setur þróna, en síðan skal heilbrigðis- eftirlit eða fulltrúi þess taka þróna út. — Þú sagðir að sumarbústaðir skyldu helst ekld fara yfir ákveðin stxrðar- og hæðarmörk, sem þýðir að þeir geta orðið stærri. Hver eru und- antekningartilfellin? Leiðbeinandi stærðannörk „Undanþágur frá stærðarmörkum eru leyfðar af bygginganefnd í þeim tilfellum að lóðin er það stór að hún rúmar tvo bústaði, en eigandi hennar ætiar aðeins að byggja einn. Þar af leiðandi má gera ráð fyrir að langt verði á milli húsa og þvf réttlætanlegt að leyfa stærri hús þar heldur en á lóðum af lágmarksstærð. Hæðina á hins vegar að meta miðað við iands- lagið. I sfðustu byggingareglugerð fyrir sumarbústaði voru ákvæði um að sumarhús væru ekki hærri en 4,50 m frá jörðu. Hæðarákvæði eru vitaniega sett til þess að húsin verði ekki of áberandi f landslaginu. Það er ætlast til þess að sumarbústaður falli inn f umhverfið og sé sem líkastur lands- laginu, lfka hvað varðar litaval. Það síðastnefnda gengur hins vegar ansi illa að fá suma til að skilja, að ekki sé æskilegt að mála sumarbústaði f áber- andi litum, líkt og þeir væru björgun- arskýli." — Er þá líka ætlast til að sumarbú- Hilmar Einarsson, byggingafulltrúi Grímsness, Biskupstungna, Hrunamanna- og Gnúpverja- hreppa, Laugardais, Skeiöa, Þing- vallasveitar og Grafnings. Tímamynd -sá staðir séu byggðir úr náttúrulegum efnum? „Já, í höfuðatriðum. Það er ætlast til að sumarbústaður sé úr léttum efn- um, ekki úr steinsteypu og að sem mestu leyti timbur- eða krossviðar- klæddir." — Er eltthvað um að sumarhús séu stöðluð í framleiðslu? „Það má segja að það sé minna um það en æskilegt væri. Þaríir fólks eru mjög mismunandi og þar með vill kostnaðurinn almennt séð verða meiri en hann þyrfti að verða. Hins vegar eru til verksmiðjur sem framleiða ákveðnar gerðir af bústöðum, sem segja má að séu þar með staðlaðar." Fasteignagjöld eða fast- eignaskattar — Hvað með fasteignagjöld af sum- arbústöðum? Jk, varðandi þau mál þá vill það bera við að fólk rugli saman fasteignagjöld- um og fasteignasköttum og segist ekkert fá fyrir fasteignagjöldin sem það greiðir af sumarbústöðum sínum. Sannleikurinn er hins vegar sá að það greiðir aðeins lögbundna fasteigna- skatta, sem rfkið leggur á bústaði samkvæmt fasteignamati." — Hvað með þjónustu af hálfu sveit- arfélagsins, svo sem samgöngur, sorp- hreinsun og slfkt? „Sveitarfélögin sjá yfirleitt ekkert um sumarbústaðahverfin. f flestum tilfell- um eru það einstaklingar sem láta land úr jörðum sínum undir svo og svo marga sumarbústaði, eða þá að fé- lög og samtök kaupa jarðir og skipu- leggja hluta af þeim undir sumarbú- staði. Það er algengt að félagið eða landeigandinn Ieggi veg að sumar- húsahverfi og innan þess og sjái um þjónustu við sumarhúsafólkið. Ef við förum yfir það hvemig, eink- um á seinni árum, hefur verið staðið að skipulagningu sumarhúsabyggða, þá gerist það þannig að ef jarðareig- andi hyggst taka land til þessara nota fyrir fleiri en þrjá bústaði, þá sækir hann um það til sveitarstjómar og lætur fylgja lauslegan uppdrátt. Fái hann jákvætt svar, þá lætur hann gera skipulagsteikningu sem lögð er fyrir sveitarstjórn sem síðan leitar um- sagnar Jarðanefndar, Hollustuvemdar rfkisins og Náttúruverndarráðs. Að þeim fengnum er málið sent til Skipu- lagsstjóra ríkisins. Sé svar embættis- ins jákvætt, fer málið aftur til sveitar- stjórnarinnar til endanlegrar af- greiðslu og þegar hún er fengin er landið endanlega klárt til að hefja framkvæmdir. Eins og sjá má er þetta talsvert umstang og raunar jafn mikið hvort sem um er að ræða Iand fyrir að- eins þrjá bústaði eða hundrað." Rafmagn og þjónusta — Hvað með raforku til sumarbú- staða? „Ef sumarbústaðaeigendur vilja taka inn rafmagn í bústaðina, er það oftast fengið þannig að allt hverfið samein- ast um að sækja um til Rafmagns- veitna ríkisins. En oftast mynda eig- endur bústaða í hverju hverfi fyrir sig samtök, sem gæta hagsmuna þeirra og sjá um allar sameiginlegar fram- kvæmdir, líkt og húsfélög gera í fjöl- býlishúsum." — Hafa þessi félög ekki stundum Byggingaieyfi sem sótt hefur veriö um f umdæmi byggingafulltrúans á Laugarvatni 1977-1992. Eins og sjá má fjölg- aöi umsóknum gífurlega á árunum 1984-1988. Í5 Byggingaleyfi sem sótt verið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.