Tíminn - 19.06.1993, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.06.1993, Blaðsíða 16
16Tíminn Laugardagur 19. júní 1993 — Einnig þessi vinsælu dúkkuhús Eigum mikið úrval af íslenskum furuhúsgögnum svo sem kommóður.homskápa, diskarekka, margar stærðir og gerðir af kistum, eldhúsinnréttingum og gasvörum. Skerum einnig út skilti á sumarfiús. BÍLDSHÖFÐA 16 - (BAKHÚS) SÍMI: 683993 TELCO-RAFOFN .allur sá varmi sem þig vantar í sumarbústaðinn Telco-rafofninn uppfyllir allar krofur tímans hvaö varöar útlit, orkunýtingu og upphitun. Hann hentar vel i uimarbústaöi, þar sem pláss er lítiö Hin jafna hitadreifing fœst meö sprautusteyptum al-rifjastykkjum sem eru innbyggö í hitaldiö (element) jLeitib upplýsinga. Fr<imk-ibi)ndi: ^ÖRYGGIsf. Sími: 96 41600, Fax: 96:42137, 640 Húsavík Heildsöludreifing: S.Cubjónsson hf. Auöbrekku 9 11, 200 Kópavogi, sími 91 Raflagnadeild KEA. Óseyri 2, 603 Akureyri, Sími 96-30416 SKIIAR ÞU UMBÚÐUNUM 9 —J — — Umbóélr á eftlrfarundi litta tru i umtjá tndurvinnslunnar hf.; Áldósir 33 il og 50 d finaota phsldósk 33 d ílnnota plastllöskvr 50(1-2 lítra. finnata ghrfíöskar fyrk öl og gosdrykki. Margnata öHlöskw (bjórfíöskar). Álengisflöskur. fíammmm Nýtl i'ir notudu! Böðvar Pálsson, oddviti í Grímsneshreppi: Þjónustan er vaxandi við sumarhúsa- eigendur Böövar Pálssort, bóndi á Búrfelli í Grímsnesi og oddviti Grímsnesshrepps. Mynd -sá „Nú liggja fyrir hreppsnefndinni umsóknir um fimm fjallahús á svæði fyrir norðan Skjaldbreið við Tjaldafell en þegar hefur ver- ið leyft að byggja fimm slík hús. Við erum þegar búnir að gera deiliskipulag sem iagt verður fyr- ir Skipulagsstjórn ríkisins og það eru um 80 fjölskyldur sem eiga hlut í þessum húsum. Þörf fyrir að nota og njóta alls landsins er stöðugt að aukast og við viljum gera fólki það kleift á skipulegan hátt og taka á málinu á jákvæðan hátt. Við erum með þessu að fara inn á nýtt svið og hafa fjallahúsin saman í skipulögðu hverfi í stað þess að þau dreifist hingað og þangað og enginn hafi eitt né neitt um það að segja.“ Þetta eru orð Böðvars Pálssonar, oddvita Grímsnesshrepps, en Grímsnesið er það sveitarfélag ís- lenskt sem á metið í fjölda sumar- bústaða. Um síðustu áramót voru þar skráðir 1.226 bústaðir og stefnir í að minnst 100 bústaðir bætist við þá tölu áður en þetta ár er liðið. Þetta er mjög mikið með hliðsjón af því að íbúar hreppsins eru aðeins 264. „Það eru orðin átta svæðafélög sumarbústaðaeigenda í hreppnum og þau starfa öll af krafti. Félögin hafa afskipti af málum sem varða sumarbústaðaeigendur og af því sem þau telja að betur megi fara í samskiptum sumarbústaðaeig- enda og sveitarfélagsins. Ég hef sóst eftir því að fá að sitja aðal- fundi þessara félaga til þess að kynnast viðhorfum félagsmanna og til þess að geta svarað fyrir mál af hálfu sveitarfélagsins," segir Böðvar Pálsson, oddviti Gríms- nesshrepps. Hann segir það al- gengt að spurt sé um hvað sumar- húsafólk fái fyrir fasteignagjöld sín til sveitarfélagsins: „Við höfum tekið okkur tak í þeim efnum, einkanlega í sambandi við sorp- hirðu. Við höfum um tíu gáma sem staðsettir eru við helstu sum- arhúsasvæðin og sorphirðan og - eyðingin er kostnaðarsöm. Þá tök- um við þátt í Brunavörnum Árnes- sýslu sem er talsvert kostnaðar- samt, en til þeirra greiðum við um 1,5 milljónir króna árlega. Gjaldið er svona hátt vegna þess að sum- arbústaðir vega mjög þungt í heildarbrunabótamati í hreppn- um. Það er allt í allt um þriðjung- ur af heildarbrunabótamati Sel- fossbæjar, þannig að segja má má að 260 manna sveitarfélag beri byrði að þessu leyti á við 12-1300 manna byggð. í þriðja lagi hefur hreppurinn í samráði við Skógræktarfélag Ár- nesinga sett upp um tólf kíló- metra langa girðingu vestan frá Sogi og niður að Hvítá þannig að nú eru vel á fjórða hundrað bú- staðir girtir af með fjárheldri girð- ingu. I íjórða lagi reynum við að að- stoða sumarhúsafólk á stórhátíð- um eins og páskum við að hafa opnar höfuðleiðir inn að svæðun- um. Ef ekki er orðið fært í apríllok þá sendir sveitarfélagið tæki og opnar vegi. Þá hafa komið fram óskir um að við tækjum þátt í við- haldi vega að sumarhúsum og við ætlum að taka þátt í því að ein- hverju leyti nú. Vitanlega viljum við hafa gott samstarf við sumarhúsaeigendur. Annað mál er hins vegar að það er ekkert í tekjustofnum sveitarfé- laga sem lögskyldar þau til að koma til móts við þá þótt okkur finnist það sjálfsagt. Á það er þó að líta að heiídarálögum sveitarfé- lagsins er deilt niður á íbúana og ef við förum framyfir álagning- armeðaltal, sem oft er miðað við það sem gerist í Reykjavík, þá fá- um við ekkert svokallað tekjujöfn- unarframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og þar með fellur niður mjög stór tekjupóstur. Fljótt á litið sýnist mér að meðal- fasteignaskattur af sumarbústað sé um 10 þúsund krónur sem gef- ur rúmlega 12,5 milljónir. Heild- arálagning fasteignagjalda er hins vegar 21 milljón króna en þar af eru virkjanirnar með rúmar tvær milljónir króna, bændur fjórar og ýmis önnur starfsemi með á fimmtu milljón." — En hvernig metur Böðvar áhrifin af þessari gríðarlegu þenslu sem orðið hefur í sumar- húsum í hreppnum undanfarinn áratug? Auðvitað eigum við að njóta þessa að einhverju leyti og sú byggð sem fyrir er á ekki að þurfa að dragast saman. Það sýnir sig að nýjar jarðir hafa ekki farið í eyði undanfarið. að Kiðjabergi var ein- yrki þegar búskapur þar lagðist af og jörðin var tekin undir sumar- húsabyggð á vegum Meistarafé- lags húsasmiða. Þar stendur til að ráða eftirlitsmann með fasta bú- setu. Vissulega hafa þegar skapast störf í kringum sumarhúsahverf- in, til dæmis er eftirlitsmaður bú- settur á vegum Landsbankans í Selvík. Þá hafa þrír til fjórir verk- takar í hreppnum haft atvinnu við ýmsa jarðvinnu í tengslum við sumarhúsin. Ennfremur nýta sumarhúsaeigendur og styrkja ýmsa starfsemi sem fyrir er hér, svo sem sundlaugina að Ljósafossi og fleira slíkt.“ Að sögn Böðvars er aðeins farið að bera á því að fólk, t.d. eftir- launaþegar og fólk sem stundar starfsemi sem nánast er hægt að inna af hendi hvar sem er, sé farið að leita eftir því að verða skráð sem heimilisfast í sumarhúsum sínum og fá þau skráð sem þjón- ustubýli. Fáein slík mál liggi þeg- ar fyrir hreppsnefndum á Suður- landi og eigi eftir að taka afstöðu til þeirra. Fjölmörg atriði komi til álita í þessu sambandi, svo sem hvernig þjónustu allri verði við komið að vetrarlagi og samgöngu- leiðir verði tryggðar, svo fátt eitt sé nefnt. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.