Tíminn - 19.06.1993, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.06.1993, Blaðsíða 15
Laugardagur 19. júní 1993 Tíminn 15 Þóroddur F. Þóroddsson, formaður Náttúru- verndarráðs: Æskilegt aö eiga einn bú- staðalausan skógardal „Sumarbústaðir eru í sjálfu sér besta mál og ósköp eölilegt að fólk vilji eiga afdrep úti í náttúrunni," segir Þóroddur F. Þóroddsson, formaður Náttúruverndarráðs, í spjalli við Tímann um sumarbú- staði og fjallakofa og viðhorf Náttúruvemdarráðs til þeirra. „Við leggum áherslu á það að landeigendur sem ætla að selja eða leigja pláss undir sumarbústaði fari eftir öllum reglum varðandi skipulag og þá umfjöllun sem skipulag svæða þarf að fá, þannig að það sé tekið tillit til allra þeirra þátta sem koma málinu við, eins og fjarlægð ffá vatnsbökkum, meðferð á frárennsli og fleira. Einnig leggja menn áherslu á það að útlit og staðsetning húsa taki mið af umhverfinu,“ segir Þórodd- ur. „Náttúruvemdarráð telur að menn ættu í meiri mæli að huga að því að byggja sumarbústaði ut- an við birkikjarrið og birkiskóg- ana. Það er æskilegt að eiga eins og eina fjallshlíð, eða einn dal með birkiskógi án þess að þar séu sum- arbústaðir." Þóroddur bendir á að þeir sem byggja sumarbústaði séu oft rækt- unarfólk og þá gerist það að upp úr birkiskógunum fari aspir og greni- tré að stinga kollinum. „Og það breytir töluvert ásýnd birkiskóg- anna,“ segir Þóroddur. „Hins vegar eru birkiskógamir á margan hátt kjörin útivistarsvæði og hentug fýrir sumarbústaði, upp á skjól. En það er spuming hvort það sé ekki hægt að nýta meira af því landi sem er minna gróið, þar sem gróð- ursetningar- og landgræðsluáhugi þessa fólks getur notið sín í raun- inni betur." — Hefúr orðið einhver misbrest- ur á því að skipuleggja sumarbú- staðasvæði nægilega vel og einnig að taka mið af umhverfinu? „Það gerðist hér á ámm áður að hús voru byggð án skipulags en það hefur breyst til hins betra," segir Þóroddur. „En varðandi það að taka mið af umhverfinu, þá verða menn að horfa dálítið fram í tímann. Hús sem eru áberandi í dag á t.d. gróðulitlum holtum em kannski ekki svo falleg. En ef fólk- ið plantar trjám í kringum sig þá verður svæðið eftir 20 ár orðið hið fallegasta. Þannig að það er erfitt að meta það hvort sumarbústaðir falli illa að umhverfinu meðan þeir em nýir.“ Að sögn Þórodds hefur sumarbú- stöðum fjölgað gríðarlega á und- anfömum ámm. „Ég held að það séu til í landinu á bilinu sex til sjö þúsund sumarbústaðir og það er búið að skipuleggja Ióðir fyrir tólf þúsund í viðbót. Þannig að það em gífurlega margar lóðir til og mark- aðurinn virðist ekki vera mettaður þrátt fyrir stöðuna í þjóðfélaginu,“ segir Þóroddur. „Sumarbústaðir skipta hundmðum á sumum svæðum og í þeim er mjög margt fólk um helgar, miklu fleira en sem svarar þeim fjómm eða fimm rúmum sem að jafnaði em í hús- unum. Frárennsli sumra svæð- anna er orðið á við frárennsli með- alstórra sveitarfélaga. Við leggjum sérstaka áherslu á að frárennslis- málin séu tekin til athugunar.“ Skipulags- og byggingarlög kveða á um það hvað sumarbústaðalóðir verða að vera stórar og hversu þétt má byggja. Um einstaka sumarbústaði og fiallaskála eiga náttúmvemdar- neftidir að fjalla um og síðan Skipulag ríkisins. „Það þarf alltaf leyfi Skipulags ríkisins,“ segir Þór- oddur. „En það hefur orðið mis- brestur á því.“ Að sögn Þórodds er umgengnin við fjallaskálana ekkert sérstaklega slæm. „Vandamálið er slatti af gömlum skálum, td. hér á Hen- gilssvæðinu, sem em í niður- níðslu og þurfa að hverfa,“ segir Þóroddur. „Slík hús em sjálfsagt víðar." GS. ALLT TtL mHnilNAít! ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30- 300 lítra, útvegum aðrar stærðir frá 400-10.000 lítra. Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndurvið íslenskaraðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 - S 622901 og 622900 Loksins fyrir sumarhúsið Loftræstibúnaður ARALCO JUNIOR ”2000” er loftventill með stillanlegu snúningsspjaldi og tvöfaldri burs- taþéttingu. ARALCO JUNIOR ”2000” er settur í glerfal- sið og hentar jafnt fyrir glugga úr tré, áli og PVC-plasti. Innri og ytri hluti loftventilsins eru einangraðir hvor frá öðrum, þannig að þeir leiða hvorki kulda eða raka. ARALCO JUNIOR ”2000” uppfyllir alla staðla um loftræstingu fyrir íbúöarhúsnæði. Engin hætta á innbroti þó skilið só eftir opið. PLflST OG ÁLGLUGGflH ELDSHÖFÐA 16, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 674470 H.SÍMI 75811 WIKING gúmmí stígvél i vætuna A NÆSTA SKOSOLUSTAÐ HEILDSÖLUDREIFING: J.S. GUNNARSSON HF. S: 688180 0 í leikskólann 0 í sveitina EJ í garöinn □ í sumarbústaöinn 0 í vinnuna fij Alls staöar EKKIOF HÖRÐ, EKKIOF MJÚK, HELDUR FULLKOMIN AÐLÖGUN Þar sem þú eyðir u.þ.b. 8 tím- Á bimiri cii'im um á sólar- lífifiiir hryftujarsúlan i sivig . , , hring i rum- inu, eða þriðjungi ævi þinnar, ætti góð dýna að vera eitt af þínum allra mikil- vægustu fjárfestingum. Á Diix-Jýiiii lifiMiir tbrytmjarsúhin hein Árum saman hefur því verið haldið fram að stífar dýnur séu betri fyrir bakið. Sérfræðingar okkar hjá Dux í Svíþjóð hafa sannað hið gagnstæða. Þeir hafa sannað að stíf dýna hamlar á móti, frekar en að lagast að eðlilegri lögun líkamans, þannig að í hvíld liggur hryggjarsúlan f sveig. Dux-dýnurnar eru hannaðar sérstaklega til þess að gefa eftir á réttum stöðum svo að hryggjarsúlan fær að hvílast í náttúru- legri stöðu. Þær koma í veg fyrir margan bakkvillann og gefa þér nauðsynlegan stuðning til þess að sofa djúpum endur- nærandi svefni. Er ekki kominn tími til að heimsækja Dux verslunina í Faxafeni og líta á okkar fjölbreytta úrval af Dux-rúmum? DUX GEGNUMgjmÐ Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sími 689950 15 ÁRA ÁBYRGÐ Á DUX-DÝNUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.