Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 30. júlí 1993
Umhverfismat fyrir Skútustaðahrepp er komið á prent. Sveitarstjóri
er vongóður um að það gagnist vel við skipulagsgerð:
Nú verður betra að
rökstyðja ákvarðanir
„Þetta umhverfismat hefur þrjú hlutverk, þ.e. að lýsa náttúrunni
eins og hún er í dag, meta viðkvæmni hennar og finna leiðir tíl
þess að verja umhverfið," segir Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræð-
ingur og ritstjóri nýútkominnar skýrslu um umhverfismat fyrír
Skútustaðahrepp. „Settar eru fram fjórar tillögur um landnotkun á
svæðinu. Tillögumar spanna svið frá mestu nýtingu yfir í mestu
Risaþyrlan fluttl stóran gám út í eyna sem notaður verður við hreinsunar-
starf þar.
Stífur vindur
hamlaði lend-
ingu í Surtsey
Þyríu frá Varnarliðinu tókst ekki að lenda í Surtsey í gær vegna
veðurs eins og ráðgert var. Ætlunin var að fiytja þangað efni í hinn
nýja þyrlupall sem nú er verið að smíða á eynni. Varnaríiðsmenn
ráðgerðu aöra tilraun til Surtseyjarferðar í dag.
Umhverfismatið fyrir Skútu-
staðahrepp er stærsta verkefni
þessarar tegundar sem unnið hef-
ur verið hér á landi. Um er að ræða
aðferð sem Skipulag ríkisins hefur
prófað sig áfram með síðan 1989,
fyrst um sinn í samvinnu við
bandaríska aðila. Gert er ráð fyrir
að umhverfismat nýtist sem
grundvöllur að öllum ákvörðun-
um framkvæmdaaðila í skipulags-
og Iandnýtingarmálum.
Þann 12. janúar 1993 voru sam-
þykkt, í tengslum við samninginn
um evrópskt efnahagssvæði, lög
Að frumkvæði dómsmálaráðherra
hefur samstarf lögregluliða á Suður-
og Suðvesturlandi verið aukið og
gert skilvirkara þannig að umferðar-
eftirlit þar verður strangt um versl-
unarmannahelgina sem gengur í
garð í dag. Hið herta eftirlit verður í
lögregluumdæmum Árnes-, Rang-
árvalla-, og V- Skaftafellssýslu.
Samstarf þetta hófst um síðustu
Stefán Jasonarson heldur göngu
sinni í kringum landið ótrauður
áfram þótt ekki hafi hann séð til sól-
ar á leið sinni frá Reyðarfirði til
Ljósavatnsskarðs. Þar sást skyndi-
lega grilla í bláan himinn.
Ifyrradagkom Stefán til Húsavík-
um mat á umhverfisáhrifum.
Markmið þessara laga er að
tryggja, „að áður en tekin er
ákvörðun um framkvæmdir sem
kunna að hafa í för með sér áhrif á
umhverfi, auðlindir og samfélag,
hafi farið fram mat á umhverfis-
áhrifum, svo og að tryggja að slíkt
mat verði fastur liður í gerð skipu-
lagsáætlana," eins og segir í lög-
unum.
Vinna við umhverfismatið fyrir
Skútustaðahrepp hófst í febrúar
1991. Ákveðið var í samráði við
hreppsnefnd að reyna þessa nýju
helgi, 23.-26. júlí sl., og voru þá lög-
regluliðin á Suðurlandi styrkt með
mannafla frá lögreglunni í Reykja-
vík, Keflavík, Kópavogi og Hafnar-
firði.
Ætlunin er að hafa sama hátt á við
löggæslu og umferðareftirlit nú um
verslunarmannahelgina sem fyrr
segir og fram eftir ágústmánuði eft-
ir því sem þörf verður talin á.
ur og í gær var Stefán á Akureyri.
í dag kl. 11:30 eiga Dalvíkingar aft-
ur á móti von á honum og Ólafsfirð-
ingar kl. 18:00.
Næsti áfangastaður er Sauðárkrók-
ur þar sem Stefán verður staddur 3.
ágúst. -GKG.
aðferð og sjá hvemig hún nýttist
við skipulagsgerð. Að sögn Stefáns
Thors, skipulagsstjóra ríkisins,
hefur með þessari matsvinnu
fengist reynsla sem kemur til með
að nýtast við umhverfismat á öðr-
um svæðum síðar. Kostnaðurinn
við umhverfismatið var um 15
milljónir króna, en Stefán gerir
ráð fyrir minni kostnaði seinna,
þar sem þá verði byggt á fenginni
reynslu. Umhverfismat er nýr
þáttur í skipulagsgerð fram-
kvæmdaaðila, t.d. sveitarfélaga, og
er líklegt, að sögn Stefáns, að
kostnaðarauki verði 10-15 af
hundraði.
Skútustaðahreppur bar ekki
neinn kostnað af þessu umhverfis-
mati, þar sem um tilraunaverkefni
er að ræða. Ástæður þess að
hreppurinn varð fyrir valinu eru
einkum tvær, að sögn Sigurðar
Rúnars Ragnarssonar sveitar-
stjóra. Brýn þörf er á heildarskipu-
lagi á svæðinu sem allir aðilar geti
sætt sig við, þ.e. sveitarstjórn,
Skipulag ríkisins og Náttúru-
vemdarráð, sem hefur með skipu-
lagsmál í Mývatnssveit að gera
ásamt sveitarsstjóm, eftir að sett
voru lög um verndun svæðisins
árið 1974. Hin ástæðan er sú, að á
þessu svæði er að finna eitt fjöl-
breyttasta lífríki á íslandi og jafn-
framt eitt það viðkvæmasta.
Sigurður kveðst líta á umhverfis-
matið sem eins konar upplýsinga-
banka. „Við ætlumst til að þessi
upplýsingasúpa gagnist okkur við
ákvarðanir sein þarf að taka við
skipulagsvinnuna sjálfa," segir
Sigurður. Hann gerir ráð fyrir að
nú verði betra að rökstyðja ákvarð-
anir í skipulags- og landnýtingar-
málum.
„Ég held að þessi tilraun eigi eft-
ir að gagnast okkur verulega," seg-
ir Sigurður. „Ég tel að þessi aðferð
sé líkleg til að koma í veg fyrir
skipulagsslys." GS.
Vegna heræfinga Atlantshafs-
bandalagsins sem standa yfir þessa
dagana, em staddar á landinu tvær
risaþyríur af gerðinni Chinnok CH-
47 D. Auk æfinga í hemaði verða
þessar þyrlur notaðar í ýmis önnur
verkefni s.s. að flytja heyrúllur sem
notaðar verða við uppgræðslu nærri
Dimmuborgum í Mývatnssveit og
eins í þetta verkefni í Surtsey.
Hvassviðri kom í veg fyrir að hægt
væri að lenda þyrlunni í eynni. Þó
tókst mönnum að fara eina ferð og
láta síga niður stóran gám sem not-
aður verður við hreinsunarstarf í
eynni, en að öðm leyti urðu menn
að láta sér nægja að fljúga yfir eyna.
Með í för voru nokkrir fjölmiðla-
menn og urðu þeir að sætta sig við
aðstæður og fengu aðeins að mynda
eyjuna úrlofti.
Mannskapurinn mun dveljast í
eynni næstu daga við hreinsunar-
störf og smíði þyrlupallsins. Meðal
þeirra sem hafa dvalist í eynni að
undanfömu er Steingrímur Her-
mannsson, formaður Surtseyjarfé-
lagsins. Félag það hefur umsjón
með öllum rannsóknum sem fram
fara í eynni og leyfi félagsins þarf til
ferða í eyjuna sem kennd er við el-
djötuninn Surt. -sbs, Selfossi
Skattskráin í Reykjavík:
Skattar fyrir-
tækja
lækka um 2,3
milljarða
Eigendur 4.150 fyrritækja í Reykja-
vík geta nú þakkað gjafmildum
stjómvöldum (og verkalýðsrekend-
um) fyrir að sleppa þeim við að
greiða samtals um 2.280 milljónir
króna í aðstöðugjöld (um 550
þús.kr. meðalgjöf) á þessu ári. Þessi
niðurfelling nemur rúmlega fimmt-
ungi (20,4%) allra álagðra gjalda á
lögaðila í Reykjavík.
Hæstu álögð heildargjöld á lögaðila
í Reykjavík eru sem hér segir:
Flugleiðir 217 milljónir
Eimskip 177
Landsbankinn 172
Hagkaup 150
Sjóvá-Almennar 137
Fiskveiðasjóður 137
Olíufélagið hf. 137
Oddi, prentsmiðja 105
fslandsbanki 102
Húsasmiðjan 100 milljónir
Vísa-Ísland 100
Skeljungur 92
Ingvar Helgason 81
Hekla hf. 79
Mikligarður 77
Samskip 63
Samein. verktakar 59
Kreditkort 55
Árvakur 52
Olíuversl. íslands 52 milljónir
Þessi röðun gefur grófa hugmynd
um veltu þessara skattahæstu fyrir-
tækja. Tekjuskatturinn ætti hins
vegar að gefa hugmynd um gróðann,
og þar er röðin öll önnur.
Vísa-Ísland (Greiðslumiðlun hf.) er
hæsti tekjuskattsgreiðandinn í hópi
lögaðila, með rúmlega 81 milljón kr.
Þá koma Fiskveiðisjóður (78 m.),
Sjóvá-Almennar, Olíufélagið hf. og
prentsmiðjan Oddi öll með 67 millj-
ónir. Næst eru Kreditkort, Ingvar
Helgason, Sparisjóður vélstjóra,
Byggingafél. Gylfa/Gunnars, Skelj-
ungur, Húsasmiðjan, Sameinaðir
verktakar og ísladí hf. Þessir aðilar
eiga að greiða milli 20 og 45 milljón-
ir í tekjuskatt í ár. - HEI
Samvinnubókin
6,50% nafhvextir 6,61% ársávöxtun
Arsávöxtun á síðasta ári var 6,92%
Raunávöxtun á síðasta ári var 5,35%
Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga
Stórhert umferðar-
eftirlit um heigina