Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. júlí 1993
Tíminn 11
SÍMI 93-71200
FERÐAFÓLK Á NORÐURLANDI
Bjóðum þjónustu okkar á fögrum stað við hringveginn.
Enn aukum við þjónustu okkar við ferðafólk.
Höfum opnað glæsilega veitingastofu, þar sem boðið er upp á rétti dagsins á
hagstæðu verði auk fjölbreytts sérréttamatseðils.
Alhliða dagvöruverslun • Allar ferðavörur • Olíur, bensín og bifreiðavörur.
Komið við og reynið viðskiptin • Opið frá kl. 09.00 til 23.00
Verið velkomin
Sofnaði í snjónum
í fyrra voru leysingar í Ölpunum
óvenju miklar og fundust af þeim
sökum í mikilli hæð líkamsleifar
forns göngugarps og fjallamanns.
Sá hafði, að því er menn telja, geng-
ið yfir Alpana til suðurs í þeim til-
gangi að versla og stunda vöru-
skipti. Ef til vill varð hann þreyttur
og lagðist til hvflu í skjóli við stein í
fjallshlíð. Hann varð svo óheppinn
að sofna og þaktist snjó og ís sem
ekki þiðnaði fyrr en fimm þúsund
árum síðar og fannst síðan fyrir til-
viljun fyrir rúmu ári. Kannski er
þarna kominn einn af fyrstu Evr-
ópumönnunum.
Ef til vill leiddi þessi Evrópumaður
hugann að hringrás náttúrunnar
áður en hann festi blund, hvernig
ofankoman fyrst gufar upp af sjón-
um og rekur síðan inn yfir Alpafjöll-
in í formi skýja en fellur svo þar nið-
Þægilegur og
Ijúffengur
feröafélagi
ur sem snjór sem verður að íshellu
sem þiðnar og streymir niður fjalla-
hlíðar sem lækir og ár. Lækirnir
renna saman og verða að fljóti sem
þrýstir sér í gegnum gljúfur og gjár,
myndar fossa og stöðuvötn og renn-
ur síðan út á sléttuna.
Pullkomlega nýtt
Áður en Rínarfljót rennur út í
Norðursjó hefur hver dropi vatnsins
verið nýttur: Geitur í Ölpunum
drekka Rínarvatn. Það rennur í
gegn um orkuver sem framleiða raf-
magn fyrir íbúa Evrópu. Ferðamenn
ljósmynda fossa fljótsins, stang-
veiðimenn egna fyrir vatnafiska,
vatnið er notað til áveitu á akra og
engi og til að vökva vínræktarsvæð-
in og til þarfa íbúa og atvinnu-
rekstrar borganna við fljótið. Þá er
það einnig samgönguleið og farm-
skip og flutningaprammar flytja
varning upp og niður eftir Rín. Þar
sem Rín rennur í Norðursjó eru
1.300 km frá þeim stöðum sem
snjóana í Alpafjöllum Ieysir og upp-
haf Rínar er.
Marksborg I Braubach, skammt frá klettinum þar sem Lorelei sat og seiddi
fiskimenn í dauöann. Marksborgarkastati er á meðal sögufrægra minja með-
fram Rínarfljóti.
Texti og myndir:
Leif Blom/TT
byggingar, riddaraborgir og skot-
byrgi úr tveimur heimsstyrjöldum á
þessari öld.
Undir lok síðari heimsstyrjaldar
varð Rín vettvangur harðra stríðs-
átaka. Við Arnhem í Hollandi féllu
t.d. þúsundir hermanna þegar þess
var freistað að ná yfirráðum yfir brú
yfir Rín. Þetta var harmleikur sem
Hollywood gerði ódauðlegan með
sínum hætti í kvikmyndinni Einni
brú um of.
Blóðrauð Rín
Það er ekki einungis blóð sem roð-
ið hefur Rínarfljót. Um miðjan ní-
unda áratug þessarar aldar rann
mikið magn skordýraeiturs og ill-
gresiseyðandi lyfja þegar kviknaði í
efnaverksmiðju í Basel f Sviss. Ár-
vatnið litaðist blóðrautt og milljón-
ir dauðra fiska flutu upp á yfirborð-
ið. Síkjum og lónum meðfram Rín
var lokað í skyndingu og bændum
var ráðlagt að halda búsmala sínum
til beitar fjarri fljótinu.
í kjölfar eiturefnamengunarinnar
kom alda mótmæla í þeim löndum
sem Iiggja að Rín og þrýstingur á
stjórnmálamenn jókst um að þeir
tryggðu að slík slys kæmu ekki fyrir.
Margir vonuðu að slysið yrði til þess
að hætt yrði að veita skólpi út í
fljótið.
Ári eftir óhapp þetta komust Sviss-
lendingar, Þjóðverjar, Hollendingar,
Frakkar og Lúxemborgarar sér sam-
an um að draga úr losun úrgangs í
fljótið um helming fyrir árið 1995.
Þrátt fyrir samkomulagið er talið
ólíklegt að fljótið verði nokkru sinni
jafn tært og það er við upptökin í
Alpafjöllum.