Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 18
18 Tíminn Föstudagur 30. júlí 1993 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda áárinu 1993 sé lokið. í samræmi við ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt og 12. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 1993 er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru skv. framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 75/1981 og II. kafla laga nr. 113/1990. Álagningarskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum föstudaginn 30. júlí 1993 og liggja frammi á skrifstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 30. júlí til 12. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar skattaðila, er sýna álögð gjöld 1993, húsnæðisbætur, vaxtabætur og barnabótaauka, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, húsnæðisbóta, vaxtabóta og barnabótaauka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagn- ingarseðli 1993, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 30. ágúst 1993. 30.júlí 1993. Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. Kristján Gunnar Valdimarsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra. Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson. Verslunarmannahelgin gengur í garð: Vestmannaeyjar eru vinsælastar Fólksstraumurinn liggur aðallega á þjóðhátíö í Vestmannaeyjum þessa verslunarmannahelgi og á Umferöarmiöstööinni höfðu um 600 miðar selst inn á svæðið í gær. Líklegt er talið að Eyjamar geti þakkað vinsældimar því að ekkert er um aö vera í Húnaveri og Þjórsárdal í ár. öll sætin í þeim fimm vélum sem íslandsflug notar til að fljúga til Eyja, eru upppöntuð bæði á fimmtudag, föstudag og mánudaginn. 25 ferðir voru famar í gær en 36 í dag. Sumir fá ekki far aftur upp á meginlandið fyrr en á þriðjudaginn. Flogið var til miðnættis í gærkvöldi og sama verður upp á teningnum í kvöld. Á mánudaginn gæti verið reynt að fljúga til 1:00 eða 2:00 á nætuma. íslandsflug flýgur ekki aðeins frá Reykjavík út í Eyjar heldur einnig frá Hellu og Selfossi. Séu þeir sem ætla að fljúga þaðan taldir með, hafa rúm- lega 1000 manns keypt sér flugfar á fimmtudaginn og föstudaginn. Búið er að bæta við aukavél á Siglu- fjörð og taka þær um 90 farþega. Sömuleiðis var bætt við vél austur á Egilstaði og á Norðfjörð. Samkvæmt vinsældalista Umferðar- miðstöðvarinnar eru Búðir á Snæ- fellsnesi næstar á eftir Eyjum og því næst Þórsmörk og Galtalækur. Veðrið skiptir auðvitað miklu fyrir ferðafólk og hljómar spáin á þá leið að hægviðri verði og skýjað um helgina en þó búist við norð- austan andvara yfir austanverðu landinu á laugardag- inn. Þrátt fyrir að skýjað verði á hann að hanga þurr. -GKC. Frá Umhverfisráðuneyti: Stjórn Náttúrufræðistofnunar Eins og skýrt hefur verið frá í fjöl- miðlum var Þóru Ellen Þórhalls- dóttur nýlega veitt staða fyrsta for- manns í stjóm Náttúrufræðistofn- unar íslands. Umhverfisráðuneytið vill koma því á framfæri að auk hennar séu í stjóminni þeir Bergþór Jóhannsson frá Náttúrufræðistofnun íslands f Reykjavík og Hörður Kristinsson frá Náttúmfræðistofnun fslands á Ak- ureyri. -GKG. Olíspeningar á Haukadalsheiði 16 milljóna króna gjöf Olís til upp- Sáning og dreifing hefur verið fram- græðslu hefur verið burðarásinn í kvæmd bæði með flugvélum og sáð- fjármögnun á starfi Landgræðslunnar vélum á jörðu niðri og hefur upp- á Haukadalsheiði á afrétti Biskups- græðslustarfið að sögn talsmanna tungnamanna í sumar. Landgræðslunnar gengið vel. Þraut 26 Austur gefur; allir NORÐUR ♦ G V D9 ♦ K832 ♦ ÁDT952 VESTUR AUSTUR A D432 A KT875 V T654 V 32 ♦ T94 ♦ ÁDG7 ♦ 63 * K4 SUÐUR ♦ Á96 V ÁKGT8 ♦ 65 + G87 (Sjá allt spilið til vinstri) Með því að dúkka spaðann í fyrsta slag getur sagnhafi svo að segja tryggt spilið ef það liggur nokkuð eðlilega. Ef spaðakóngur- inn heldur slag mun austur sennilega skila hjarta til baka en það skiptir engu máli hvað hann gerir. Sagnhafi tekur trompin og svínar laufi. Austur drepur á kóng en getur ekki komið makker inn vegna þess að sagnhafi á ennþá spaðaásinn. Vörnin fær þar með aðeins þrjá slagi Bikarkeppnin 1993 Önnur umferð Bikarkeppni Bridgesambands íslands er nú hálfnuð, átta leikjum af 16 er lok- ið. Sveit Rúnars Magnússonar, Rvk. fór til Selfoss og vann sveit Sigfúsar Þórðarsonar 140-59 IMP. Sveit H.P. Kökugerðar, Selfossi fór til Tálknafjarðar og spilaði við sveitÆvars Jónssonar. Sveit H.P. Kökugerðar vann þá viðureign með 94- 84 IMP. Sveit H.P. vill sérstaklega koma á framfæri þakklæti fyrir höfðinglegar mót- tökur hjá Tálknfirðingum. Samvinnuferðir-Landsýn fóru til Sandgerðis og sigruðu sveit Björns Dúasonar, 150-92 IMP. Sveit Antons Haraldssonar, Ak- ureyri, stakk á belgi Húsvíkinga og sigraði sveit Þingeysks lofts á Húsavík, 72-134. Sveit T.V.B.16 vann sveit Icemac (báðar úr Reykjavík) 109-77 IMP. Sveit Sigurjóns Harðarsonar, Hafnarfirði vann sveit Hjálmars Pálssonar, Reykjavík, 119-88 IMP. Sveit VÍB, Reykjavík fór til Grundarfjarðar og sigraði sveit Guðna Hallgríms., 79-117 IMP. Sveit Landsbréfa, Reykjavík sigr- aði sveit Bergs hf, Akranesi með austur suður vestur norður l^ 2* pass 4* pass pass pass Útspil: Austur leggur spaðakóng á gosa blinds. Hvemig er best að spila? Farsæll spilari hugsar spilið til enda áður en hann lokar fyrsta slag. í þessu spili er það lykilat- riði. Ef sagnhafi drepur í upphafi og stingur spaða í borði þá vantar samgang til að trompa síðasta spaðann þannig að suður verður að taka trompin og reiða sig á laufsvíninguna. Líkurnar eftir opnun austurs eru hins vegar u.þ.b. 80% á að kóngurinn liggi ekki. Þá getur austur spilað spaða á drottningu eða tíu vesturs sem myndi skila tígli í gegn og vömin hlyti 4 slagi, einn niður. Eftir næstu helgi verður dregið f Bikarkeppninni en 16 sveitir verða þá eftir f pottinum. Hingað til hafa úrslit aö mestu veríö eftir bókinni. Sveit Sparisjóös Siglufjaröar er núverandi Isiandsmeistarí f sveitakeppni og ætia meðlim- ir sveitarinnar sér sennilega stóra hluti f Bikarkeppninni einnig. 99 IMP-a mun. Síðasti dagur til að spila þessa umferð er sunnudagurinn 8. ág- úst og verður dregið í þriðju um- ferð, mánudaginn 9. ágúst. Lesningin ílagi NORÐUR A ÁD532 V T8 * ÁD4 * D64 VESTUR AUSTUR ♦ K9 ♦ T764 V DG52 V 764 ♦ 32 ♦ G876 ♦ KG753 + T8 SUÐUR A G8 y ÁK93 4 KT95 * Á92 Carla Arnolds og Bep Vriend frá Hollandi sigruðu kvennaflokkinn í Evróputvímenningnum í Ment- on á dögunum. Karlspilarar í Hollandi hafa löngum haldið því fram að Bep Vriend sé verðugur fulltrúi í opnum flokki hvaða lands sem er, og mætti því líkja henni við Hjördísi Eyþórsdóttur okkar íslendinga. í spilinu að ofan varð Bep sagn- hafi í 3 gröndum. Hún fann fal- lega leið til að fá 11 slagi eftir að vestur spilaði út laufi. I stað þess að geyma drottninguna stakk Bep upp. Síðan spilaði hún spaða á gosann og vestur drap. Aftur lauf og eftir að hafa séð 8T niðurkast- ið í laufið hjá austri, ákvað Bep að spila austur upp á tvflit í laufi. Nú spilaði sagnhafi spaða og austur var inni á *T. Hjarta til baka og Bep toppaði tígulinn tvisvar og svínaði *G svellköld, eftir að hafa lesið austur með 4-3-4-2. Vel gert og næstum hreinn toppur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.