Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 24

Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 24
Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTTOG FERSKT DAGLEGA m rvO reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SlMI 73655 K M ^CaSabriel HÖGG- 4^ DEYFAR Verslið hjá fagmönnum GJvarahlutir Hamarshöfða 1 Simi 676744 FÖSTUDAGUR 30 JÚLÍ1993 Karlmaður fær mánaðar varðhald fyrir að hafa ofsótt konu í 4 ár með hléum. Guðrún Ágústsdóttir: Tímamótadómur sem hefur fordæmisgildi Dómur er fallinn í Héraösdómi Austurlands yfir fimmtugum karl- manni sem var ákærður fyrir að hafa ásótt konu á Eskifirði á árun- um 1988-1992 með hléum þó. Maðurinn hafði meðal annars ónáð- að konuna með símhringingum, truflað hana við akstur og við að komast leiðar sinnar gangandi. Höröur Karlsson. Björgvin Þór Ríkharösson. Hans Emir Viöarsson. Þrír fangar struku frá Litla- Hrauni: Lýst eftir föngum Maðurinn var dæmdur í varðhald í Ijóra mánuði en fresta á fullnustu þriggja mánaða af refsingunni ef hann heldur almennt skilorð í fjög- ur ár. Jafnframt skal maðurinn borga allan sakarkostnað sem eru um 160.000 kr. auk þess kostnaðar sem hlaust af rannsókn málsins. Maðurinn var ákærður á grundvelli 1. málsgreinar 232. greinar hegn- ingarlaga þar sem segir að ef maður sem þrátt fyrir áminningu lögregl- unnar raskar friði annars manns með því að ásækja hann, til dæmis með símhringingum, varði það sektum, varðhaldi eða fangelsi í allt að 6 mánuði. Guðrún Ágústsdóttir fræðslu- og kynningarfulltrúi Kvennaathvarfs- ins segir dóminn yfir manninum marka tímamót í Ijósi þess að erfitt hefur reynst að fá dómsniðurstöðu í viðlíka málum bæði hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum. „Það hefur verið tihneiging til að líta á einelti sem einkavandamál fólks svo ég fagna þessum dómi. Hann á örugglega eftir að hafa for- dæmisgildi," segir Guðrún. Yfirheyrslur yfir manninum hófust í byrjun þessa árs og var dómur kveðinn upp 27. júlí sl. Héraðsdóm- ur Reykjavíkur hefur áður dæmt í svipuðu máli en þar kom líkamlegt ofbeldi líka við sögu. -GKG. Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir þremur föngum sem struku frá Litla- Hrauni síðastliðið miðviku- dagskvöld. Líklegt er talið að mennirnir haldi sig á höfuðborgarsvæðinu til að komast í eiturlyf en allir landsmenn eru þó beðnir um að hafa augun hjá sér og láta lögregluna vita, verði þeir varir við þá. Fangamir heita Hörður Karlsson, fæddur 15. júlí 1964, Björgvin Þór Ríkharðsson, fæddur 15. mars 1966 og Hans Emir Guðjónsson fæddur 10. nóvember 1974. -GKG. Yfirlýsing frá Halldóri Blöndal vegna kjötmálsins: FORDÆMIR AÐ REYNT SKULI AÐ KOMA HÖGGI Á JÓN BALDVIN Umferðarslys á mótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar: Þjóðverji ökklabrotnaði Tímanum hefur borist yfirlýsing frá Halldórí Blöndal landbúnaðar- ráöherra vegna frétta af meintum ólöglegum kjötinnflutningi utan- ríkisráðherrahjónanna. Þar segir: Þýskur ferðamaður á bifhjóli ökklabrotnaði J>egar hann lenti í umferðarslysi á mótum Grindavík- urvegar og Reykjanesbrautar í gær. Norskir ferðamenn í bflaleigubfl óku á Þjóðverjann við framúrakst- ur. Bifhjólið er talsvert skemmt en Norðmennirnir sluppu við meiðsl og ekki varð ökutæki þeirra heldur fyrir miklu hnjaski. Þjóðverjinn dvelur nú á Borgarspítalanum. „Vegna fyllyrðinga í þáttum Stöðvar 2 um að landbúnaðar- ráðuneytið hafi ákveðið að grípa til sérstakra aðgerða varðandi kjöt- innflutning í tilefni af atburði á Keflavíkurflugvelli nýlega, vill ráðuneytið taka fram að engin slfk ákvörðun hefur verið tekin. Hið rétta er að landbúnaðarráðuneytið ákvað fyrir nokkrum mánuðum að hefja slíkt átak, vegna smit-tilfella í kjöti, sem hafa verið að koma upp á meginlandinu. Það hefur margoft í fréttum verið vitnað til minnisblaðs, sem skrifað var af starfsmanni ráðuneytisins um fyrrgreint atvik og síðar komst í hendur fjölmiðla. Minnisblað þetta hefur ekkert með verksvið landbúnaðarráðuneytisins að gera, og var ekki skrifað eða dreift með vitund landbúnaðarráðherra, sem fordæmir að það hafi verið notað til að koma höggi á utanríkisráð- herra og konu hans. Halldór Blöndal" Mistök urðu við vinnslu yfirlýs- ingar frá vinkonu Bryndísar Schram sem birtist í Tímanum í gær um þetta sama mál. Nafn vin- konunnar féll niður, en hún er Brynja Benediktsdóttir leikstjóri. ...ERLENDAR FRÉTTIR... AITEET, Llbanon ísraelar halda áfram árásum Israelar héldu áfram I gær aö láta sprengjunum rigna yfir Suöur- Libanon, fimmta daginn I röð, I trássi viö vaxandi alþjóölegan þrýsting. 26 féllu og enn fleiri lögöu á flótta. BEIRUT — Bandariski utanrikisráö- herrann Warren Christopher sagöi Lí- bönum aö hann væri aö vinna aö þvl aö koma á vopnahléi I Suöur-Libanon sem ætti að taka gildi siöar um daginn, aö sögn embættismanna. KIRYAT SHMONA, (srael — Jitzhak Rabin forsætisráöherra sagöi aö sókn (sraela gegn skæruliöum f Llbanon yröi haldiö áfram. GENF Milosevic vill vopnahlé Slobodan Milosevic, forseti Serbfu og aöalvemdari Bosnlu-Serba, sagöi I gær aö vopnahléi, sem allir þrir aöilar aö striöinu f Bosnfu fyrirskipuöu, ætti aö framfylgja. I SARAJEVO sagöi talsmaö- ur heriiös S.þ. aö óllklegt væri aö hem- aöariegir leiötogar þriggja striöandi fylk- inga I Bosnlu hittust á fimmtudag til aö ræöa um framkvæmd vopnahlésins. Meöan héldu bardagar áfram af fullum krafti I Bosnfu eftir aö komist var aö samkomulagi um vopnahlé. SARAJEVO — Talsmaöur liös S.þ. i Bosniu sagöi aö hermenn S.þ. þörfnuö- ust ekki enn vemdar úr lofti og gaf I skyn aö margar vikur gætu liðiö áöur en vöm úr lofti yröi starfhæf. GENF — Alþjóölegir sáttasemjarar sem reyna aö samræma ósamhljóða áætlanir um framtiöarstjómarskrá f Bo- snlu, lögöu til nýja „sambands" forskrift fyrir fyrrum júgóslavneska lýöveldiö, aö sögn diplómata. HAAG — Bosnla reynir aö fá árlöandi úrskurö Alþjóöadómstólsins til aö koma I veg fyrir aö landiö veröi innlimaö af Serblu, aö sögn embættismanns viö dómstólinn. SUKHUMI, Georgíu Shevardnadze bjartsýnn Edouard Shevardnadze, leiötogi Georg- lu, lét I gær I Ijós bjartsýni um aö nýtt vognahlé viö aöskilnaöarhéraöiö Abkaz- iu kunni aö halda þrátt fyrir óstaöfestar fregnir af brotum á þvi. TÓKÝÓ Meirihluti myndaöur Stjómarandstaöan I Jaþan, án komm- únista, tilkynnti fomnlega I gær aö hún heföi myndaö meirihlutasamsteypu og útnefridi sem forsætisráöherraefni sitt Morihiro Hosokawa, sem hefur veriö I fylkingarbrjósti gegn spillingu. DENNI DÆMALAUSI WILSON MINN GÓÐURl VEISTU ÞAÐ AÐ ÚTIDYRNAR ÞÍNAR ERU LÆSTAR?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.