Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 15
Föstudagur 30. júlí 1993
Tíminn 15
Draurmar
sem
aldrei
rættust
Lina hugðist nema lögfræði. Trina ætlaði einnig í háskóla og Marsha var bú-
in að Ijúka prófi í snyrtifræðum og hugðist stofna eigið fyrirtæki. Þær áttu
það sameiginlegt að vera duglegar, ungar og myndarlegar, ákveðnar í að
láta drauma sína rætast. Það varð hins vegar aðeins Marsha sem entist ald-
ur til að fylgja draumi sínum eftir.
Lina Alridge ætlaði að leggja stund á lögfræði eftir að menntaskólanum lyki, en
örlögin komu í veg fyrir það.
Fimmtudagsnóttina 21. júní 1989,
kl. 03.30, var Marsha Schultz á heim-
leið á Honda-bifreið sinni í Compton í
Kalifomíu. Hún var aðlaðandi 21 árs
gömul kona og var að koma úr út-
skriftarteiti eftir að hafa brautskráðst
sem snyrtifræðingur. Kvöldið var búið
að vera gott, en heldur versnaði í því
þegar lögreglan renndi upp að hlið
bfls hennar og gaf stöðvunarmerki.
Bfllinn var án skráningamúmera og
auk þess hafði Marsha ekki greitt
tryggingar af bflnum. Hún var öku-
skírteinislaus og ekki í bflbelti.
Lögreglan hringdi á dráttarbfl og
hélt á braut, en Marsha stóð ein eftir í
myrkrinu. Hún átti ekki annars kost
en að ganga heim. Eftir stuttan spöl
stöðvuðu tveir skuggalegir menn
hana. Annar tók hana kyrkingartaki
og hótaði henni lífláti, ef hún léti ekki
að vilja þeirra. Þeir neyddu hana inn í
bfl sinn og keyrðu síðan um götur
bæjarins. Mennimir tveir skiptust á
að aka á meðan Marsha var nauðgað í
aftursætinu. Síðan stoppuðu þeir við
bensínstöð, fylltu á tankinn, og
keyrðu að almenningsgarði í grennd-
inni þar sem þeir nauðguðu henni aft-
ur.
Annar mannanna hótaði henni ítrek-
að lífláti að því loknu og sagöi að holl-
ast væri fyrir hana að hafa ekki sam-
band við lögregluna, því þá færi illa
fyrir henni. Síðan keyrðu þeir aftur að
þeim stað sem þeir höfðu séð hana
fyrst, slepptu henni út úr bflnum og
keyrðu á braut
Glæpur á glæp
ofan
Þrátt fyrir hótanir þeirra, var það
fyrsta verk Marsha að hafa samband
við lögregluna. Hún gaf útlitslýsingar
á mönnunum, fór í gegnum mynda-
skrár af glæpamönnum, en ekkert
kom út úr því.
Vikur liðu og þegar leið að hausti
varð Marsha að sætta sig við að senni-
lega myndi lögreglan ekki ná til
glæpamannanna.
Föstudaginn 28. júlí tók stöðumæla-
vörður eftir að grálituð Toyota hafði
staðið í sama stæði dögum saman,
þrátt fyrir að hafa fengið fjölda stöðu-
mælasekta. Bflnúmerinu var slegið
upp í tölvu lögreglunnar og þá kom í
ljós að bflsins hafði verið saknað í
nokkra daga.
Tveir menn úr rannsóknarlögregl-
unni komu á vettvang til að skoða bfl-
inn. Að lokinni skoðun opnuðu þeir
skottið með verkfærum. Þar hvfldi lík
ungrar konu. Hún lá á hliðinni, í
rauðri silkiblússu einni fata og brjóst
hennar og andlit voru þakin storkn-
uðu svörtu blóði.
Fómarlambið var skráður eigandi
bifreiðarinnar, Lina Alridge, 19 ára
gamall nemandi í menntaskóla. Lina
var álitinn fyrirmyndamemandi á all-
an hátt. Hún var með mjög góðar ein-
kunnir, var varaforseti nemendafélags
skólans og hafði unnið til verðlauna í
sundgreinum. í sumarfríinu starfaði
hún í íþróttasumarbúðum fyrir fötluð
böm. Það var ekki til þess vitað að hún
hefði nokkum tímann lent í slæmum
félagsskap eða átt í neinum vandræð-
um.
Fregnin olli foreldmm hennar mik-
illi geðshræringu. Að sögn föður
hennar höfðu þau ekki séð dótturina í
þrjá daga. Þau höfðu lýst eftir henni
og bflnum, uggandi mjög um örlög
dótturinnar, en vemleikinn var enn
skelfilegri en þeim hafði dottið í hug.
Síðasti aðstandandi hennar, sem sá
hana á lífi, var kærasti hennar, San-
ders. Lina hafði heimsótt hann eftir að
vinnudegi lauk, en ákvað síðar að
skreppa út í sjoppu og kaupa samlok-
ur handa þeim. Hún hafði sagt: „Sé
þig eftir tíu mínútur," en næst þegar
hann sá hana var hún í líkhúsinu, er
hann var fenginn til að bera kennsl á
líkið.
Hins vegar höfðu vinkonur hennar
séð hana stoppa bfl sinn og taka kunn-
ingja sinn, Roy Williams, upp í.
Lögreglan hélt á fund Williams og
vegna mikillar taugaveiklunar við
heimsókn lögreglunnar þótti sýnt að
hann hefði eitthvað að fela.
Vefengdur vitnis-
buröur
Lögreglan tók hann í yfirheyrslu nið-
ur á stöð og þar varð hann margsaga
innan tíðar. Hann sagðist að lokum
vera viðriðinn málið, en Lina virtist
ekki hafa verið öll þar sem hún var
séð.
Þau höfðu farið í samkvæmi um
kvöldið, þar sem allt flóði í eiturlyfj-
um. Lina fór í samkvæmið gagngert
til að komast í vímu af „krakki", ein-
hverju hættulegasta eiturlyfi sem í
umferð er. Williams sagðist hafa beðið
eftir henni í bflnum í fyrstu, þar sem
hann væri lítið gefinn fyrir dóp, en
þegar tíminn Ieið og hún kom ekki til
baka fór hann að óttast um hana.
Williams fann hana í einu svefnher-
bergjanna og þá virtist hún hálfmeð-
vitundarlaus. Hún lá í tvíbreiðu rúmi,
með buxumar niður um sig innan um
fimm karlmenn, sem allir virtust hátt
uppi. Williams spurði hvort þeim væri
sama þótt hann tæki hana á brott með
sér. Þeir gáfu ekki skýr svör, en sögð-
ust þó ætla að sjá um hana sjálfir. Eft-
ir það sagðist Williams ekki hafa séð
hana.
„Hún var skrýtin kona, sem lifði tvö-
földu lífi,“ sagði Williams. „Hún naut
þess að vera fyrirmyndamemandi í
skólanum, starfa að félagsmálum og
sýna sínar betri hliðar þar, en jafn-
framt var hún mikið gefið fyrir hið
„ljúfa líf'. Hún naut þess, án þess að
margir vissu, að þefa kókaín eða fá sér
krakk og skemmta sér með villtum
karlmönnum, oft mörgum í einu.“
Lögreglan hélt ásamt Williams til
hússins, en það var fátt sem benti til
að þar væri að jafnaði mikili gleðskap-
ur. Húsið var lögskráð eign fráskilinn-
ar konu á miðjum aldri, sem bjó þar
ásamt þremur bömum sínum.
Framburður Roy Williams þótti nú
ívið hæpinn og hann var beðinn um
að fara í lygamælispróf. Hann spurði í
forundran af hverju þeir tryðu sér
ekki, en féllst þó á að taka prófið og
kolféll.
Niöurstööur
krufningar
Vondu fréttimar fyrir rannsóknar-
menn lögreglunnar vom þær að nið-
urstaða kmfningar varð að ekki væri
hægt að sanna að Lina hefði verið
myrt. Hún var með áverka á andliti og
hálsi, en þeir höfðu ekki valdið dauða
hennar. Heili hennar hafði orðið fyrir
skyndilegri lömun vegna köfnunar af
einhverjum orsökum, en ekki var
hægt að segja um hvort dánarorsökin
væri afleiðing krakkneyslu hennar
sjálfrar eða ásetnings annars aðila.
Þrátt fyrir að lögreglan hefði Willi-
ams undir illum gmn, var samt ekki
hægt að gera neitt í málinu og honum
Roy Williams lærði mannfræði f skól-
anum, en „praktíseraði“ ekki beint eft-
ir bókinni.
var sleppt án ákæm. Williams þakkaði
fyrir sig. Hann útskrifaðist skömmu
seinna, útnefndur efnilegasti körfu-
knattleiksmaður skólans. Hann hélt
að því Ioknu til framhaldsnáms í Cle-
veland með íþróttastyrk í farteskinu.
Ættingjar Linu vildu ekki una þessari
niðurstöðu og faðir hennar hafði sam-
band við einn þekktasta rannsóknar-
lögreglulækni Bandaríkjanna, búsett-
an í Texas, og bað hann að skoða gögn
sem fyrir lágu eftir kmfningu dóttur
hans. Læknirinn komst að þeirri nið-
urstöðu eftir ítarlegar rannsóknir að
dánarorsökin hlyti að vera sú að Lina
hefði verið kyrkt eða kæfð með ein-
hverjum hætti. Þrátt fyrir mikið eitur-
magn í blóði hennar, taldi hann frá-
leitt að það hefði eitt og sér leitt til
dauða hennar og þar með var málið
tekið upp aftur.
Hallar undan fæti
Víkur nú sögunni aftur að Roy Willi-
ams. Hann var búinn að koma sér
þægilega fyrir í háskólanum í Cleve-
land og hafði valið sér mannfræði sem
aðalfag. Allt virtist ganga honum í
haginn uns mánudagurinn 10. desem-
ber 1990 rann upp. Þann dag barst
honum nauðgunarákæra frá 17 ára
gamalli stúlku, sem hafði farið í partý,
dmkkið illa og misst meðvitund og
vaknað síðan með Roy Williams sér
við hlið. Hann hafði spurt hana þegar
hún vaknaði: „Er þetta í fyrsta skipti
sem þú sefur hjá svörtum manni?"
Hún hafði í fyrstu ætlað að láta þar við
sitja, en eftir því sem frá leið fannst
henni réttara að láta lögregluna vita
og kæra Williams.
Williams vissi sem var að vonlítið
væri að sanna á hann athæfið og svar-
aði einungis: „Ég þarf ekki að nauðga
konu til að fa að sofa hjá henni."
Körfuboltahetjan var hins vegar að
missa stjóm á málunum og skömmu
seinna var hann aftur ákærður fyrir
nauðgun við svipaðar kringumstæður.
f þetta skipti fékk hann skilorðsbund-
inn dóm. Orðspor hans var orðið á
þann veg að yfirvöldum skólans fannst
ekki rétt að hafa hann innan sinna
raða og hann var rekinn um haustið,
ekki síst eftir slakan námsárangur. Þá
höfðu vonir hans hmnið um að kom-
ast í NBA- deildina, þar sem forráða-
menn íþróttafélaga sáu sér ekki fært
Það var f skottinu á þessari Toyotu
sem lífLinu fjaraði út.
að hafa siíkan mann. Williams sneri
aftur til Compton og dró þar fram lífið
með tilfallandi hlutastörfum. Enn var
ekki búið að dæma í annarri Cleve-
land-ákæmnni og búið var að taka
mál Lisu upp á nýjan leik.
Vitnin tala
Mánudaginn 28. aprfl var Williams
svo endanlega tekinn úr umferð. í
þetta skipti var hann ákærður fyrir
morð á TVinu Young, ungri einstæðri
móður sem hafði tekið sér frí frá námi
eftir að hún varð ófrísk. Hún fannst
látin á heimili sínu í Delta Street, nak-
in, stungin með hnífi í bijóstholið og
kyrkt. Þá hafði henni einnig verið
nauðgað.
Líkt og áður neitaði Williams öllum
sakargiftum, en í þetta skipti hafði
vitni séð til hans fara inn í íbúð TYinu
og í gegnum opinn glugga heyrði
vitnið fómarlambið æpa: „Ekki gera
þetta, Roy, hættu." Síðan varð allt
hljótt. Við sakbendingu benti vitnið á
Roy Williams, sem leiddur var fram
ásamt mörgum öðmm mönnum, og
því þóttu sönnunargögn nægileg til að
handtaka Williams og ákæra hann fyr-
ir morð.
Eftir að DNA-próf hafði verið gert á
Williams kom á daginn að hann hafði
nauðgað Trinu Young, þrátt fyrir að
hann hefði svarið að hafa aldrei séð
hana áður. Þegar honum var tilkynnt
niðurstaða prófsins brast hann í grát,
en það hjálpaði honum ekki úr þessu.
Marsha Schultz, sem orðin var úrk-
ula vonar um að finna mennina sem
þvinguðu hana til samræðis, aðfara-
nótt 21. júní 1989, sá kvöld eitt í sjón-
varpinu nærmynd af Roy Williams,
þar sem skýrt var frá að hann hefði
verið ákærður fyrir tvö morð að yfir-
lögðu ráði. Hún fór strax á fund lög-
reglunnar og sagði að Williams væri
annar tvímenninganna sem hefðu
nauðgað sér. Hinn fannst skömmu
síðar.
Þegar réttarhöldin hófúst reyndist
Marsha Schultz lykilvitni í ákæmnum
gegn Williams. Á meðal þess, sem
fram kom í máli hennar, var að Roy
hafði tekið hana kyrkingartaki og það
hefði verið félaga hans að þakka að
Roy hefði ekki drepið hana. Þegar hún
var spurð hvort hún væri viss um að
maðurinn væri Roy Williams, sagði
hún: Já, ég mun aldrei gleyma andliti
hans.“
Sekur um öll
ákæruatriöi
Fimmtudaginn 18. mars 1993 var
Roy Williams fundinn sekur um þrjár
nauðganir og tvö ásetningsmorð.
Sækjandi krafðist ekki dauðadóms yfir
hinum ákærða, þar sem það hefði
dregið málið á langinn um ókomin ár
og ekki var sýnt að áfrýjunardómstól-
um þættu sannanir nægjanlegar til að
senda hann í rafmagrisstólinn. Willi-
ams hlaut þrefalt lífstíðarfengelsi án
möguleika á náðun og hefur nú bæst í
tölu fómarlamba sinna sem ekki náðu
að sjá draum sinn rætast — í hans til-
felli NBA-drauminn.